Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 31
veikst svo skyndilega um nóttina og
lítil von um bata. Hún andaðist þenn-
an sama dag á Hrafnistu í Hafnar-
firði, þá 79 ára að aldri.
Við vitum aldrei hver er næstur og
minnir það okkur óþyrmilega á að
rækta vel samband við vini og kunn-
ingja því stundum er það of seint.
Við kynntumst fyrst þegar ég sem
ung stúlka kom til Reykjavíkur. Strax
myndaðist mikil vinátta sem hélst til
síðasta dags. Ég man þegar ég sá
Siggu fyrst. Hún var stórglæsileg
kona með sólgyllt hár og bjarta húð.
Já, hún Sigga skar sig úr hvar sem
hún kom. Hún var kát kona að eðl-
isfari og hafði mikinn húmor Hún
naut sín aldrei betur en með ungu
hressu fólki svo ekki sé talað um ef
söngurinn var annars vegar Oft var
kátt í sumarbústaðnum með Siggu og
Óla við söng og gítarspil. Sigga átti
því láni að fagna að giftast öndveg-
ismanni, Ólafi Karvelssyni . Þau voru
mjög samheldin og gerðu svo margt
skemmtilegt saman, t.d. allar utan-
landsferðirnar sem þau nutu til hins
ýtrasta.
Þegar ég kynntist Siggu áttu þau
heima í Rauðagerði þar sem þau
höfðu búið sér glæsilegt heimili þar
sem allt var eftir vissum nótum og
huggulegt í alla staði, enda var Sigga
smekkleg, hvort sem átti að velja inn-
anstokksmuni eða fatnað. Seinna
fluttu þau á Kleppsveginn og þar eins
og áður allt jafn smekklegt og snyrti-
legt hjá þeim hjónum. Það var viss
regla að heimsækja eins oft og hægt
var, enda höfðingjar heim að sækja.
Sigga bjó líka til þær bestu kökur
sem ég hef smakkað og var í alla staði
myndarleg við matargerð. Um
saumaskapinn vildi hún sem minnst
ræða en gerði stólpagrín að sjálfri sér
ef talað var um prjónaskap eða
saumaskap, sagði að það væri ekki sín
lína eins og hún orðaði það.
Fyrr á árum starfaði Sigga í Kven-
félaginu Öldunni og var gerður heið-
ursfélagi þar fyrir nokkrum árum.
Hún vann um tíma í versluninni „Hjá
Báru“ og naut hún sín mjög vel við
þau störf enda viðskiptalega sinnuð
kona.
Sigga var mjög góður brigdespilari
og fyrr á árum voru alltaf bridge-
kvöld annað slagið heima hjá Siggu.
Hún hafði ómældan áhuga á stjórn-
málum, vann mikið að því, sérstak-
lega fyrir kosningar, og hafði af þessu
mikla ánægju.
Fyrir hönd barna sinna, þeirra
Dóru og Bjössa, og barnabarnanna,
þeirra Erlu og Óla Sig, hafði hún mik-
inn metnað. Hún vildi veg þeirra sem
mestan og að líf þeirra gæti verið
hamingjuríkt.
Ég vil með þessum orðum kveðja
mína góðu vinkonu og þakka af alhug
öll árin sem við höfum átt saman. Þau
hafa verið mér ómetanleg.
Elsku Sigga mín.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Elsku Dórý, Óli, Erla og aðrir að-
standendur. Megi góður guð styrkja
ykkur.
Ásrún Zóphóníasdóttir (Áa).
Sigga, vinkona ömmu Gunnu, er nú
látin eftir langvinn veikindi. Sigga og
Óli voru alltaf sem hluti af fjölskyld-
unni og gladdi það okkur alltaf að
hitta þau við ýmis tækifæri. Efstar í
huga eru minningar frá vetrinum sem
Sigga passaði okkur systurnar meðan
móðir okkar var í námi. Hún tók á
móti okkur eftir skóla, gaf okkur að
borða og hugsaði vel um okkur. Hún
passaði upp á að allt væri snyrtilegt
og fínt og lagði mikið upp úr því að við
löguðum til eftir okkur. Þessi aðstoð
Siggu var mömmu og pabba mikils
virði og við kynntumst henni betur en
ella, sem er okkur dýrmætt. Hún
minntist ávallt þessa tíma er við hitt-
um hana í seinni tíð.
Sigga var einstaklega góð, hjálp-
söm og hjartahlý kona sem vildi öllum
vel og lét sér annt um sína nánustu.
Þau hjónin sýndu sérstaka mann-
gæsku er þau tóku að sér Bjössa,
tveggja ára son Ellu ömmusystur
okkar, er hún lést af slysförum. Sýnir
það best hjartalag þeirra hjóna, og
reyndust þau honum einstaklega vel.
Þótt heilsan væri ekki alltaf góð lét
hún það ekki aftra sér frá því að njóta
lífsins, og ferðuðust þau Óli bæði inn-
anlands og utan. Hennar missir var
mikill þegar Óli féll frá og síðustu
misserin hrakaði heilsu hennar. Í
sumar lá Sigga á sömu deild og amma
Gunna á Landspítalanum, en þær
gátu aðeins vinkað hvor til annarrar
vegna sýkingarhættu. Þótti okkur
táknrænt að þær skyldu liggja þarna
saman og kveðja þennan heim með
aðeins þriggja mánaða millibili.
Við minnumst góðrar konu. Megi
Guð styrkja hennar nánustu á þess-
um erfiðu tímum.
Guðrún, Guðlaug og
Elísabet Júlíusdætur.
Í dag þegar minnst er látinnar vin-
konu streyma fram minningar sem
tengjast yngri árum okkar og alla tíð
síðan.
Sigríður Sigurðardóttir átti æsku-
heimili á Lindargötu 42 í grennd við
æskuheimili mitt á Vatnsstíg 9. Sam-
gangur Siggu við dætur föðurbróður
míns á Vatnsstíg 9A var kær, sérstak-
lega voru Erla yngri dóttir hans og
Sigga miklar vinkonur.
Það kom að því að Ólafur Karvels-
son og Sigga felldu hugi saman og
fluttu í önnur hverfi. Síðar fluttu þau
að Kleppsvegi 136, rétt hjá mínu
heimili og þá hófst mikill vinskapur
milli okkar. Ég var tíður gestur á
heimili þeirra, en þar var mikil gest-
risni og ætíð allir velkomnir þangað.
Sigga var afar gjafmild manneskja og
hlý. Fyrir nokkrum árum fluttu þau í
Árskóga og var dvölin þar stutt fyrir
Óla, en hann var orðinn mikið veikur.
Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá Siggu
minni og eftir andlát Óla urðu mikil
kaflaskipti hjá henni eins og gefur að
skilja. En Sigga átti í gegnum tíðina
og til hinstu stundar ákaflega góðar
og tryggar vinkonur, sem reyndust
henni einstaklega vel. Við eigum eftir
að sakna Siggu, glaðværrar vinkonu
okkar, en sárastur er söknuður nán-
ustu ættingja hennar.
Hvíli hún í friði.
Sigrún Þórarinsdóttir.
Þegar ég hugsa til baka um hana
Sigríði Sigurðardóttur vinkonu mína,
eða Siggu mágkonu eins og hún var
ævinlega kölluð í minni fjölskyldu, sé
ég fyrir mér góða konu með stórt
hjarta.
Fyrstu kynni okkar urðu þegar
hún kom til Ísafjarðar á sjötta ára-
tugnum þegar Ólafur Karvelsson
maður hennar réðst sem skipstjóri á
togarann Ísborgu. Það hafa eflaust
verið viðbrigði fyrir borgarbarnið að
fara út á land en þar var henni vel tek-
ið. Tengdafólk hennar var úti í Hnífs-
dal og á Ísafirði og því ekki langt fyrir
hana að leita frænda og vina enda hún
ólöt við að heimsækja ættingjana.
Við Sigga áttum löng samtöl á
stundum en hún hafði gaman af að
spjalla og vildi ræða málin til hlítar og
vita hvað var framundan. ,,Ég vil vita
hvað börnin hennar Lóu minnar eru
að gera,“ sagði hún.
En Sigga og Óli voru ekki lengi á
Ísafirði og lá leiðin þá aftur til
Reykjavíkur þar sem við hittumst eft-
ir að mín fjölskylda flutti þangað
einnig. Hún var fastur punktur í öll-
um fjölskylduboðum með sitt fólk.
Sigga var mjög áhugasöm um fram-
gang sjálfstæðisstefnunnar og Sjálf-
stæðisflokksins og tók virkan þátt í
kosningabaráttunni og vann fyrir
flokkinn á kjörstað og á skrifstofunni
margar kosningar.
Það var alltaf gott að hitta hana
Siggu og var bjart yfir henni í sumar
þegar hún var að flytja í íbúðina sína á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún hafði
beðið lengi eftir þessum degi og
hlakkaði því mikið til veru sinnar á
nýjum stað. Dvöl hennar á Hrafnistu
varð þó styttri en til stóð. Þær eru
góðar minningarnar sem fylgja henni
Siggu. Ég og fjölskylda mín vottum
aðstandendum hennar öllum okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Sigríðar Sig-
urðardóttur.
Kristján Pálsson.
Fleiri minningargreinar um Sig-
ríði Sigurðardóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Helga Kristín
Claessen, Gunnlaugur Claessen.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 31
✝ Anton KristinnJósson fæddist í
Bolungarvík 8. sept-
ember 1924. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri hinn 23.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Margrét Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f.
7. febrúar 1891, d.
15. október 1951, og
Jón Valdemar
Bjarnason sjómað-
ur, f. 29. september 1888, d. 20.
apríl 1963. Anton var næstyngstur
fimm bræðra sem allir eru látnir.
Þeir voru: Guðmundur Björgvin,
Magnús Kristján, Bjarni Kristján
og Gunnbjörn.
f. 14. júlí 1950, og eiga þau fjögur
börn og sex barnabörn. 3) Ragn-
heiður, f. 7. desember 1952, maki
Eyþór Karlsson, f. 29. september
1950, og eiga þau þrjú börn og
fjögur barnabörn. 4) Arndís, f. 8.
september 1956, maki: Ólafur
Ragnar Hilmarsson, f. 16. maí
1962, og eiga þau þrjá syni og
fimm barnabörn. 5) Börkur, f. 5.
október 1962, maki Janne Møller
Antonsson, f. 12. október 1964, og
eiga þau þrjú börn.
Anton fluttist til Akureyrar
1948 og vann lengst af hjá Sam-
bandsverksmiðjunum. Hann lét af
störfum vegna aldurs og heilsu-
brests árið 1991. Síðastliðin tvö ár
bjó hann á dvalarheimilinu Hlíð.
Útför Antons verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hinn 9. september
1950 kvæntist Anton
eftirlifandi eig-
inkonu sinni Ragn-
heiði Aðalgunni
Kristinsdóttur, f. á
Fossvöllum í Jökuls-
árhlíð 23. apríl 1929.
Hún er dóttir
hjónanna Guðrúnar
Jónínu Gunn-
arsdóttur ljósmóður,
f. 2. september 1899,
d. 29. nóvember
1988, og Kristins
Arngrímssonar
kennara og bónda, f. 11. júlí 1900,
d. 9. júlí 1972. Anton og Ragnheið-
ur eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Reynir Heiðar, f. 17. febrúar
1948. 2) Jóna Kristín, f. 7. desem-
ber 1950, maki Þorsteinn Rútsson,
Há og hrikaleg slúta vestfirsku
fjöllin fram í sjó. Í hrikalegum en
hlýjum faðmi þeirra kúra litlu vina-
legu þorpin, svo óskaplega smá gagn-
vart stórfengleik náttúrunnar. Eitt
þessara litlu sjávarþorpa er Bolung-
arvík en þar fæddist pabbi í aðdrag-
anda heimskreppunnar miklu árið
1924, næstyngstur fimm bræðra.
Kjörin voru kröpp hjá fátækri sjó-
mannafjölskyldunni og fór hann því
ungur að heiman að vinna fyrir sér
sem vaninn var í þann tíð. Sagði hann
reyndar oft að það hefði verið sín
mesta gæfa í lífinu að hafa farið svo
ungur að heiman. Réðst hann í vist á
bænum Fagrahvammi við Ísafjörð til
Hjartar bónda þar og tókst mikil vin-
átta með honum og Bernharð syni
bónda sem hann kallaði fóstbróður.
Mun hann þar hafa kynnst landbún-
aðarstörfum og fallið þau vel. Vildu
ýmsir styrkja hann til búnaðarnáms
en hann taldi sig eigi geta það fyrir fá-
tæktar sakir. Í kringum 1948 flutti
hann til Akureyrar og leigði til að
byrja með hjá þeim hjónum Hirti
Gíslasyni og Lilju konu hans frá Bol-
ungarvík. Kynntist hann þar eftirlif-
andi eiginkonu sinni Ragnheiði og
hófu þau búskap þar sem hét í Byrgi
nálægt Sandgerðisbót. Bjuggu síðan
á ýmsum stöðum uns þau keyptu býl-
ið Vallholt í efra þorpinu sem kallað
var, en þá var þar eiginlega alger
sveit og fékk nú pabbi sinn gamla
draum uppfylltan að sýsla við búskap.
Þá vann hann í mörg ár á Sam-
bandsverksmiðjunum og síðar í slát-
urhúsinu og víðar. Bjó hann síðar á
ýmsum stöðum á Akureyri, lengst af í
Rauðumýrinni.
Sem fyrr segir hafði pabbi mikið
yndi af landbúnaðarstörfum og
skepnum yfirleitt. Flest öll vor vildi
hann fara í sauðburð til Jónu dóttur
sinnar á Þverá í Öxnadal og einnig lét
hann sig ekki vanta í réttirnar á
haustin. Einnig hafði hann mjög gam-
an af smíðum hvers konar og dvaldi
hann löngum í smíðakofanum sínum í
Rauðumýrinni sem hann reyndar
smíðaði sjálfur. Einn síðasti smíðis-
gripur hans er lítill skápur sem hann
gaf sonardóttur sinni í Danmörku og
var það ekki fyrsti hluturinn sem
hann smíðaði handa börnum sínum og
barnabörnum. Má þar nefna alla tré-
bílana handa okkur strákunum.
Pabbi var heiðarlegur maður fram í
fingurgóma sem aldrei vildi skulda
neinum neitt og var raunar meinilla
við það að taka nokkurn tímann lán.
Að þessu leyti hefur kannski í honum
leynst dálítill Bjartur í Sumarhúsum.
Hann var, einkum framan af, nokkuð
hrjúfur og óheflaður en líkt og gerist
með marga Vestfirðinga ólguðu undir
tilfinningar sem helst má líkja við eld-
fjall. Er aldurinn færðist yfir gerðist
hann miklu blíðari og meyrari og fjöl-
skyldu sinni unni hann heitt þó svo
glíman við Parkinson gamla reyndist
þung og hafi um síðir ekki getað end-
að nema á einn veg.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgr.)
Það haustar. Bolurinn hefur sett
upp hvítu húfuna sína fyrir veturinn
og drúpir höfði í virðingarskyni við
son þorpsins sem nú er farinn til að
gæta kindanna í landinu þangað sem
við öll förum.
Reynir Heiðar, Jóna Kristín,
Ragnheiður, Arndís og Börkur.
Elsku afi, loksins fékkstu hvíldina.
Eftir langa og stranga baráttu við
Parkinson-sjúkdóminn. Þú varst allt-
af svo duglegur og leist alltaf svo vel
út. Þú varst svo unglegur, afi. En nú
kveðjum við þig og söknuðurinn er
mikill. Svo margar góðar minningar.
Ég var búinn að kaupa jólagjöfina
þína, afi. Ég sem kaupi aldrei svona
snemma jólagjafir. Þetta var lítið
myndaalbúm. Þú hafðir svo gaman af
gömlum og nýjum myndum af okkur
og þú raðaðir þeim svo skemmtilega
upp í albúmin þín. Við mæðgurnar
vorum í heimsókn hjá þér fyrir ekki
löngu og skemmtum okkur við að
skoða myndirnar með þér. Þá rifjuð-
ust upp margar góðar minningar. Þú
varst svo mikið fyrir okkur krakkana
og öll eigum við eitthvað sem þú smíð-
aðir handa okkur. Ég man dúkkur-
úmið mitt og Sævar fékk bíl. Atli Rút-
ur fékk líka bíl seinna. Stelpurnar
mínar fengu allar dúkkurúm sem þú
smíðaðir handa þeim og amma saum-
aði falleg rúmföt í.
Ein góð minning, afi, frá því að ég
var stelpa heima á Þverá, var þrítugs-
afmæli pabba í júlí 1980. Við vorum öll
saman komin þarna fjölskyldan og
þú, afi, fórst með okkur krakkana upp
í bú og sauðst handa okkur pylsur.
Þarna varst þú með okkur allt kvöld-
ið. Þú, afi, að leika þér með okkur á
meðan hinir fullorðnu voru heima í
bæ. Ég man að þú hafðir gaman af að
slást með okkur krökkunum svona í
gamni. Áhugasamur varstu um bú-
skapinn. Sérstaklega um kindurnar.
Ég man að þú komst alltaf í sauðburð-
inn heima á Þverá meðan þú hafðir
heilsu til og alveg fram á síðasta dag
varst þú að spyrja mig um göngur,
heimtur og ásetning.
Hafðu þakkir fyrir allt, afi minn.
Guð geymi þig.
Ragnheiður Margrét, Helgi
Bjarni, Gunnþórunn Elísabet,
Jónína Þórdís og Hulda Kristín.
Í dag er til grafar borinn kær vinur
okkar, Anton Kr. Jónsson, kvæntur
föðursystur okkar. Heimsóknir okkar
til Rögnu og Tona voru ógleymanleg-
ar þar sem ávallt var tekið á móti okk-
ur af miklum höfðingsskap. Okkur
eru sérstaklega minnisstæðar komur
okkar í Rauðumýri þar sem þau hjón-
in unnu bæði að handverki sínu.Við
höfðum gaman af því þegar Toni
sýndi okkur þau verkefni sem hann
vann að hverju sinni. Hann var sér-
lega handlaginn, listrænn og ná-
kvæmur í verkum sínum. Hann smíð-
aði meðal annars líkön af húsum. Eitt
af þeim fallegu verkum er líkan af
æskuheimili Hreins föður okkar sem
prýtt hefur garðinn í Ystabæ og glatt
unga sem aldna. Toni var hlýr og
glaðlegur í viðmóti, tók jafn vel á móti
ungum sem öldnum. Að leiðarlokum
kveðjum við hann og minnumst góðs
vinar af miklum hlýhug og þakklæti.
Við vottum fjölskyldu hans samúð
okkar.
Eva, Örn, Baldur, Jónína og Þór.
Nú hefur mætur drengur lífi lokið,
sem lagði býsna margt á gjörva hönd
Af máttkri hendi leyst var líkamsokið,
og leið hans bent að hærri, fegri strönd
Þó harm, að sinni, hljóti þeir sem líða,
sem hjartfólgnastir voru og stóðu næst;
ei þyngjum för með sút og sárum kvíða
Því sálin stefnir áfram, skeiðið glæst.
Nú er hann Toni mágur minn allur
og ég samgleðst honum að vera nú
laus úr þessum grimmu fjötrum sem
sífellt hertu tökin og gerðu honum líf-
ið erfiðara og erfiðara. Það er alltaf
erfitt að kveðja, sértaklega þá sem
manni eru nánir og manni þykir vænt
um. En þeir verða að missa sem eiga.
Og þá reynir á að þakka fyrir það sem
maður hefur átt. Fyrir tæpu ári síðan
kvaddi ég hinstu kveðju elskulegan
einkabróður minn og nú hann Tona
mág minn. Ég er þakklát fyrir að hafa
átt þessa góðu drengi að í fjölskyld-
unni og hafa fengið að taka þátt í
þeirra lífi. Ég hitti Tona í júlí síðast-
liðnum og var heppin. Ég hitti vel á
hann, við gátum rifjað upp gamlar
minningar og hlógum mikið, svo syst-
ir mín hafði orð á að það væri langt
síðan hún hefði séð okkur svona eðli-
leg. Já það er gott að ylja sér við góð-
ar minningar. Efst í huga mínum
gjafmildi og hjálpsemi sem voru ríkir
þættir í fari hans. Ég kveð elskulegan
mág minn með hjartans þökk fyrir
samfylgdina og bið góðan Guð að
leiða hann á nýjum slóðum.
En verk hans, – bæði mál og myndir, geyma
um móður Jörð og náttúruna óð,
um fegurð lands og fjalla-jötunheima,
hvar furðu títt hann lagði nýja slóð.
Nú opnast leiðir fræknum ferðamanni
um fegri svið í víðum Alvaldsgeim;
en störfin eru drjúg í Drottins ranni,
– og drengskap kostar æ að sinna þeim.
(Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi.)
Anna Kristinsdóttir.
Anton Kristinn Jónsson
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is