Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gísli Gíslasonfæddist á Haugi
í Gaulverjabæj-
arhreppi 30. nóv.
1916. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
23. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Gísli
Brynjólfsson þjóð-
hagasmiður og
bóndi ættaður frá
Sóleyjarbakka í
Hrunamannahreppi
og Kristín Jóns-
dóttur húsfreyja frá Austur-
Meðalholtum í Gaulverjabæj-
arhreppi. Systkinin frá Haugi
voru 12 talsins en þau eru nú öll
látin. Þau voru: Jón, f. 1899, d.
1953, Guðmundur Óskar, f. 1901,
d. 1981, Brynjólfur, f. 1903, d.
1983, Garðar, f. 1906, d. 1994,
Kristín, f. 1908, d. 1983, Ívar, f.
1910, d. 1987, Steindór, f. 1912, d.
1971, Sigurður, f. 1913, d. 1983,
Haraldur, f. 1915, d. 1984, Ragn-
heiður, f. 1918, d. 2002, og Eiður,
f. 1922, d. 1981.
Gísli kvæntist 3. júní 1944 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Ingi-
björgu Jónínu Níelsdóttur ættaðri
úr Húnaþingi, f. 23. feb. 1918. For-
eldrar hennar voru Halldóra Ív-
arsdóttir og Níels Sveinsson sem
síðast bjuggu í Þingeyrarseli und-
ir Víðidalsfjalli. Börn Gísla og
Ingibjargar eru fimm, barnabörn-
Kristín, c) Anna Jóna, og á hún
tvær dætur. 5) Ingibjörg Sólrún, f.
31.12. 1954, gift Hjörleifi Svein-
björnssyni og eiga þau tvo syni: a)
Sveinbjörn, b) Hrafnkell.
Gísli ólst upp á Haugi en fór 14
ára gamall til sjós sem hjálp-
arkokkur hjá Brynjólfi bróður sín-
um á togaranum Júpiter. Hann
stundaði ýmis sveitastörf þar til
hann flutti til Reykjavíkur 1939 og
hóf störf sem sölumaður hjá
Belgjagerðinni þar sem hann
starfaði í rúm tuttugu ár. Hann
gerðist sölumaður hjá Heildversl-
un Kristjáns Þorvaldssonar árið
1964 og starfaði þar fram á átt-
ræðisaldur. Hann var fulltrúi í
trúnaðarráði Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur 1956-1998, átti
sæti í stjórn félagsins 1959-1964
og var ritari stjórnar 1962-1964.
Hann var sæmdur gullmerki fé-
lagsins árið 1981. Hann sat í stjórn
Landssambands ísl. versl-
unarmanna 1957-1963 og var end-
urskoðandi sambandsins 1965-
1973. Hann sat fjölmörg þing ASÍ
fyrir hönd VR, síðast á áttatíu ára
afmæli sambandsins 1996 þegar
hann sjálfur stóð á áttræðu og var
við það tilefni heiðraður af sam-
bandinu. Hann var lengi virkur í
starfi Langholtskirkjusafnaðar og
átti um tíma sæti í bygging-
arnefnd kirkjunnar. Í 18 ár var
hann formaður hússtjórnar í þjón-
ustuíbúðum aldraðra í Hvassaleiti
56-58 og gegndi þar jafnframt
húsvörslu til ársins 2003.
Útför Gísla verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
in fimmtán og barna-
barnabörnin sautján.
Börn þeirra eru: 1)
Kristinn Hilmar, f.
25.11. 1945, kvæntur
Auði Björgu Sig-
urjónsdóttur og eiga
þau fjögur börn: a)
Sigurður Gunnar,
kvæntur Svanhvíti
Huldu Jónsdóttur og
eiga þau þrjú börn, b)
Sigrún Inga, gift
Auðuni Kristinssyni
og eiga þau þrjú
börn, c) Þórhildur
María, í sambúð með Kristófer
Ólafssyni og eiga þau eina dóttur,
d) Kristinn Kári. 2) Halldóra
Jenný, f. 14.11. 1947, gift Reyni
Ragnarssyni og eiga þau þrjú
börn: a) Guðrún gift Robert Kilian
og eiga þau tvær dætur, b) Gísli
kvæntur Sigríði Bryndísi Stef-
ánsdóttur og eiga þau tvö börn, c)
Arnar Gauti, unnusta hans er Sig-
ríður Vala Halldórsdóttir. 3)
Kjartan, f. 9.7. 1950, kvæntur
Ólöfu S. Jónsdóttur og eiga þau
þrjú börn: a) Erna Guðríður, gift
Þorbirni Ólafssyni og eiga þau
einn son, b) Ingibjörg Rós, unnusti
hennar er Ísleifur Birgisson, c)
Jón Ólafur. 4) Óskar Sveinn, f.
25.9. 1951, kvæntur Vilborgu
Heiðu Waage og eiga þau þrjú
börn: a) Guðmundur Arnar í sam-
búð með Sigurborgu Matthías-
dóttur og á hún þrjú börn, b)
„Ég er búinn að panta far,“ sagði
Gísli nokkrum dögum fyrir andlát
sitt, hann vissi hvert stefndi. Var bú-
inn að ganga frá öllu eins og hans var
von og vísa. Fannst þetta veikinda-
stríð vera búið að standa of lengi yfir,
það var ekki hans stíll, hann var van-
ur því að láta hlutina ganga hratt fyr-
ir sig. Ég var varla nema unglingur
þegar ég kynntist Gísla fyrst fyrir
rúmum fjörutíu árum. Hann var nú
ekkert sérstaklega upprifinn yfir
þessum strák sem var að snúast í
kringum eldri heimasætuna á heim-
ilinu. Þegar hann sá að hann gat ekki
haft neina stjórn á því hvernig sam-
bandið þróaðist tók hann mig út und-
ir húsvegg og lagði mér lífsreglurn-
ar. Á þessum tíma bjó Gísli með konu
sinni Ingibjörgu og fimm börnum í
Ferjuvogi 15. Það vakti strax athygli
mína hversu gestkvæmt var hjá Gísla
og Ingibjörgu, alltaf fullt hús af ætt-
ingjum og vinum. Fólk laðaðist að
Gísla enda var hann alltaf hrókur alls
fagnaðar, hafði skoðanir á öllu hvort
sem um var ræða pólitík eða önnur
þjóðfélagsmál. Fjölskyldan var Gísla
allt, hann fylgdist alla tíð vel með því
sem var að gerast í fjölskyldunni, en
var ekki afskiptasamur. Hann hvatti
sitt fólk til dáða og gerði því grein
fyrir gildi góðrar menntunar og að
standa sig vel í því sem það var að
gera hvort sem það var nám eða
vinna. Hann settist gjarnan við sím-
ann á kvöldin til að kanna hvað væri
að gerast, tók einn símarúnt eins og
ég kallaði það, og þá skipti engu
hvort viðkomandi bjó á Íslandi eða
úti í heimi. En Gísli var ekki allra,
hann hafði sterkar skoðanir og lá
ekki á þeim. Hann talaði eins við alla,
enginn átti neitt hjá honum. Hjá
Gísla gengu hlutirnir hratt fyrir sig,
hann vildi enga lognmollu, ef búið var
að ákveða hvað gera skyldi þá varð
að framkvæma það strax.
Gísli var mikil félagsvera og var
virkur í þeim félagsskap sem hann
tók þátt í. Hann starfaði innan verka-
lýðshreyfingarinnar og þegar VR
byggði fjölbýlishús sem selt var eldri
félögum í VR voru Gísli og hans góða
kona Ingibjörg meðal þeirra fyrstu
sem keyptu þar íbúð. Þar valdist
Gísli strax til forystu í hússtjórninni
þar sem hann gætti hagsmuna allra
íbúðareigenda eins og sinna eigin
þannig að fólk hélt stundum að hann
ræki húsfélagið á sinn prívat reikn-
ing, svo mikið var aðhaldið á öllum
sviðum.
Ég dáðist alla tíð að Gísla fyrir
hvað hann var úrræðagóður, það var
sama hvaða vandamál komu upp,
alltaf leysti hann þau að lokum. Gísli
hefði örugglega orðið góður bóndi,
hann hafði mikinn áhuga fyrir öllu
sem sneri að búskap og hefði ef til vill
orðið bóndi ef aðstæður hefðu verið
með öðrum hætti þegar hann var
ungur maður. En hann bætti sér
þetta upp með því að halda hesta al-
veg fram á efri ár. Þar sem efnin voru
ekki mikil varð hann að halda kostn-
aði niðri, heyjaði Gísli því fyrir hross-
in á ýmsum grasskikum í Reykjavík.
Og alltaf voru þetta slíkir eðalgæð-
ingar að hans sögn að enginn gat far-
ið á bak þeim nema hann sjálfur. Að
hans sögn voru menn annaðhvort
hestamenn eða ekki.
Nú þegar Gísli er genginn mynd-
ast tómarúm í fjölskyldunni, við eig-
um eftir að sakna símhringinganna
hans, spaugilegra sagna af mönnum
og málefnum og hressilegs hláturs-
ins þegar sögunni er lokið. Stærsta
tómarúmið er þó hjá tengdamóður
minni Ingibjörgu, en þau Gísli voru
búin að vera gift í yfir 60 ár. Ég bið
algóðan guð að styrkja hana og börn
þeirra Gísla í sorginni. Ég mun
geyma um ókomin ár minningu um
stórbrotinn mann sem var mér og
minni fjölskyldu mikils virði.
Farðu í friði, kæri tengdapabbi.
Reynir Ragnarsson.
Tengdafaðir minn Gísli Gíslason
lést í byrjun síðustu viku og vantaði
þá fáeinar vikur í nírætt. Út af fyrir
sig gerði hann sér ekki rellu út af því
frekar en öðru að ná ekki þeim aldri,
en í upphafi þessa árs hafði hann sett
sér að lifa tvennar næstu kosningar.
Nú er ljóst að það markmið rætist til
hálfs. Kosningarnar til Alþingis í vor
ber undan og þar með atkvæðið til
handa dóttur hans og hennar flokki.
Systkinin frá Haugi í Flóa voru
tólf og kveður Gísli nú síðastur. Þau
ólust upp í fátæktarbasli hjá foreldr-
um sínum og fóru snemma að vinna
fyrir sér. Gísli fór fjórtán ára til sjós
sem hjálparkokkur á togaranum
Júpíter og var fyrir bragðið ekki við-
látinn þegar fermingardagurinn
hans rann upp.
Mjög er ólíku saman að jafna að
vaxa upp í stórum systkinahópi í fá-
tækt í sveit snemma á síðustu öld og
núna á tímum ofverndunar og ára-
tuga skólagöngu með félagsmótun
sem steypir alla í svipað, slétt og fellt
mót. Mér er nær að halda að systk-
inin á Haugi hafi verið sjálfuppalin
eða alið hvert annað upp eins langt
og það náði, og ekki voru tök á
menntun umfram það nauðsynleg-
asta. Það voru óslípaðri demantar
sem baslið þá gat af sér en velmeg-
unin nú.
Slíkur óslípaður demantur var
Gísli. Hann var öflugur maður sem
dró að sér athygli, stór í sniðum og
fyrirferðarmikill í góðum skilningi
þess orðs. Hann var hreinn og beinn.
Ég hitti hann fljótlega eftir að ég fór
að draga mig eftir dóttur hans. Í okk-
ar fyrsta spjalli var ég að útskýra
einhvern þremilinn sem ég man ekki
lengur hvað var og fórst það víst
heldur óhönduglega. Gísli hlustaði
um stund á verðandi tengdason sinn
en stoppaði flækjufótinn svo af með
orðunum: „Djöfull ertu vitlaus,
Hjölli,“ og tók bakföll af hlátri. Þar
og þá urðum við mátar.
Hann var verklaginn, úrræðagóð-
ur og greiðvikinn. Við hin í fjölskyld-
unni sem gerum alla hluti með öfug-
um klónum nutum oft góðs af því.
Strákunum okkar var hann góður og
áhugasamur afi. Ég man eftir honum
og þeim á náttfötunum að grafa eftir
moldvörpum í sumarfríi í Hollandi
þegar þeir voru litlir. Seinna höfðum
við samflot í tjaldútilegur hér heima í
ýmsum veðrum og þegar þeir stækk-
uðu fylgdist hann með skólagöng-
unni og vildi vita hvað þeir væru að
spá. Þau eru mörg barnabörnin og
langafabörnin sem kveðja afa sinn í
dag með hlýjum minningum.
Gísli var glaður maður og einhver
sá best lynti sem ég hef fyrirhitt á
lífsleiðinni. Hann var ákveðinn og
skapstór en lunta og þyngsli átti
hann hreinlega ekki til. Hann hafði
skýrar skoðanir en umfram allt óbil-
andi áhuga á mönnum og málefnum,
stálminnugur og sagði listavel frá.
Áhugi hans á lífinu hjálpaði honum
vafalaust að halda þeim illvíga sjúk-
dómi í skefjum, sem hrjáði hann síð-
ustu árin, jafn lengi og raun bar vitni
þótt sárþjáður væri. Sjúkdóminn
hræddist hann ekki – frekar að það
hafi verið öfugt – og leiddist allt veik-
indatal. Eitt sinn undir lokin er af
honum bráði spurði eitt barnið hans
hvernig honum liði. „Mér líður vel,“
svaraði Gísli og hafði endurheimt
sinn styrka róm. Degi síðar var hann
allur.
Að leiðarlokum þakka ég Gísla
samfylgdina. Guð blessi minningu
góðs manns.
Hjörleifur Sveinbjörnsson.
Afi var alveg einstaklega lífsglaður
maður og naut þess sem lífið hafði
upp á að bjóða. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á öllum hlutum og fylgdist
vel með öllu því sem fram fór í þjóð-
félaginu og í lífi okkar systkina. Hvar
sem drepið var niður í þjóðfélagsum-
ræðunni þá var afi með hlutina á
hreinu. Hvort sem um var að ræða
pólitík, íþróttir eða popptónlist þá
hafði afi sterkar skoðanir á efninu
hverju sinni og lá ekki á þeim. Glettn-
in og kímnin voru aldrei langt undan
þegar afi var annars vegar og leiddist
manni aldrei í návist hans.
Barngóður var afi með afbrigðum
og hændumst við að honum mjög líkt
og önnur barnabörn hans. Jón Ólafur
man sérstaklega eftir því hve
skemmtilegt var þegar afi sótti hann
á leikskólann sem hann gerði oft.
Fóru þeir þá saman í Hvassaleitið
þar sem afi og amma áttu heima.
Röltu þeir sér iðulega út í Kringlu
saman til þess að fá sér eitthvert góð-
gæti. Þótt leiðin væri ekki löng þá
stoppuðu þeir alltaf við hvíldarstein-
inn sinn, köstuðu mæðinni og ræddu
málin. Þetta var hvíldarsteinninn
þeirra. Reyndar var steinninn svo
fjarlægður seinna meir og var afi alls
ekki sáttur við það því sterkar minn-
ingar tengdar steininum gerðu það
að verkum að þeim félögum fannst
eins og brotið væri á eignarrétti
þeirra.
Fleiri ljúfar minningar koma upp í
huga okkar systkina þegar við hugs-
um um hann afa. Afi var mjög hreyk-
inn af rósunum sem hann ræktaði í
garðinum af mikilli alúð. Hann lýsti
þeim sem hinu eilífa lífi sem dafnar
og fölnar til skiptis. Á vorin vex jurt-
in og verður að fallegri rós en svo
haustar og fallega hrausta blómið
fölnar og deyr. Þegar svo vorar á ný
þá dafnar ný og falleg rós af sömu rót
og úr sömu mold.
Hann kallaði þetta hina einu sönnu
lífskeðju. Hið eilífa líf að hans mati
voru afkomendurnir, börnin, barna-
börnin o.s.frv. Eins og hann orðaði
þetta: „Eilíft líf eru ekki einhverjir
svífandi andar sem miðlar eru í beinu
sambandi við.“ Síðan hló hann dátt
sínum smitandi hlátri.
Við þökkum þér, elsku afi, fyrir all-
ar góðu minningarnar og að hafa átt
þig fyrir afa. Allar góðu minningarn-
ar lifa í hjarta okkar og þær munum
við varðveita að eilífu og bera áfram
til fæddra sem ófæddra barna okkar.
Þín barnabörn,
Erna Guðríður, Ingibjörg
Rós og Jón Ólafur.
Afi og einn minn besti vinur hefur
kvatt. Þó að ég hafi lengi vitað að
hverju stefndi er söknuðurinn mikill.
Ég sit og reyni að koma á blað öll-
um þeim mörgu kostum sem hann afi
minn bjó yfir. Reyni að lýsa því hve
mikils virði hann var mér, hve mjög
ég leit upp til hans, hvað álit hans
skipti mig miklu máli. Hve ákveðnar
skoðanir hann hafði á mönnum og
málefnum en var samt réttsýnn. Hve
hlýr hann var og góður maður.
Hversu mikils virði hann var mér og
fyrirmynd í lífinu. En orð eru fátæk-
leg og mér finnst ekkert nógu lýsandi
fyrir hann og á erfitt með að koma
hugsunum mínum á blað.
Ég á margar góðar minningar um
hann afa minn. Allar góðu stundirnar
sem ég átti með honum lifa með mér.
Við brölluðum margt saman, t.d. fór
ég með honum og ömmu í sveitina í
Kolsholt, þar kenndi hann mér allt
um hesta og hestamennsku. Það voru
ófá sumrin þar sem við riðum um
sveitirnar í Flóanum þar sem hann
þekkti hverja þúfu. Það var margt
sem við borgarbörnin þurftum að
læra og hafði afi ómælda þolinmæði
og áhuga á að kenna okkur.
Ferðirnar sem ég fór með afa á
ruslahaugana í Gufunesi voru ævin-
týri líkastar fyrir lítinn snáða. Hann
gat alltaf fundið not fyrir dót sem
aðrir voru búnir að henda og afskrifa
og hann skildi ekkert í fólki sem var
að henda alveg „heilu dóti, það þurfti
bara að laga það smávegis“. Mér
voru þessar ferðir fjársjóðsleit.
Það var ótrúlegt að fylgjast með
honum vinna, hann var duglegasti og
iðnasti maður sem ég hef kynnst,
hann gat aldrei setið kyrr og féll
aldrei verk úr hendi.
Afi var mikið fyrir garðrækt og
síðustu tuttugu ár hefur hann nostr-
að við garðinn í Hvassaleiti og þegar
hann lét af störfum þar skírði hús-
félagið sérstakan lund eftir honum,
Gíslalund. Þar er fallegust hansarós-
in sem hefur blómstrað svo fallega
síðustu sumur.
Afi var virkur í þjóðfélagsumræð-
unni, hann fylgdist mjög vel með,
hvort sem um var að ræða pólitík eða
íþróttir. Honum fannst ekkert
skemmtilegra en að takast á um póli-
tísk málefni og hafði hann styrk til
þess allt fram á síðasta dag.
Það er skrýtið að hugsa til þess, að
einn af föstu punktunum í lífi mínu,
hann afi, skuli ekki lengur vera á sín-
um stað í Hvassaleitinu. Amma og
hann fluttu fyrir tveimur vikum á
Droplaugarstaði og þá var eins og afi
slakaði á, orðinn þess fullviss að
ömmu væri óhætt án hans og lét eftir
í baráttunni við Elli kerlingu og
krabbameinið.
Ekkert skipti afa minn meira máli
en fjölskyldan, amma, börnin og
barnabörnin. Amma og hann áttu
saman 62 ár og fallegra samband en
þeirra þekki ég ekki. Hann lét sér
ávallt mjög annt um okkur öll og ein
síðasta minningin sem ég á um hann
er þegar hann sat með son minn á
öðru ári í fanginu.
Með þessum orðum kveð ég afa
minn. Megi hann hvíla í friði. Hans
verður sárt saknað.
Gísli.
Lífið er tómlegra eftir að hann afi
minn dó á mánudaginn fyrir viku. Að
honum er óskapleg eftirsjá, bæði af
minni hálfu og að ég veit allra ann-
arra sem þekktu hann. En hann afi
minn var ekkert fyrir grát og gnístr-
an tanna svo það mun ég ekki láta
eftir mér. Mig langar miklu heldur að
fagna ævi hans í nokkrum orðum.
Ég hef enn ekki kynnst manneskju
sem er haldin jafn mikilli lífsorku og
hann var. Hann bókstaflega glóði af
henni. Ég get ekki ímyndað mér ann-
að en alls staðar hafi verið eftir því
tekið. Hann var einn af þeim fágætu
einstaklingum sem maður gæti sagt
að hafi verið stærri en lífið sjálft.
Hugðarefni hans og áhugamál voru
óþrjótandi. Ef það var ekki að gefa
smáfuglunum þá var það að sjá um
blómin í garðinum. Ef það var ekki
að sinna húsvörslu til fjölda ára í
Hvassaleiti þá fann hann sér eitthvað
annað til að dytta að. Honum féll
aldrei verk úr hendi. Jafnvel þegar
hann var orðinn mjög veikur og lík-
aminn búinn að gefa sig var andinn
óbugaður allt til enda.
Afi lá aldrei á skoðunum sínum um
menn og málefni. Það var unun að því
að hlusta á hann oft á tíðum lýsa
skoðunum sínum á málefnum dags-
ins og þá ekki síst á pólitík. Ég held
að áhugi minn á henni hafi vaknað
jafn mikið frá honum og frá móður
minni. Hann var vanur, á meðan
hann hafði heilsu í það, að fara á
hverjum morgni í sundlaugarnar að-
allega til þess að rífast við karlana í
heitu pottunum eins og hann var van-
ur að segja. Hann gat verið þrjóskur
í skoðunum sínum en alltaf skein í
gegn manngæska hans.
Þá ertu farinn, afi minn. Þú sem
varst risi meðal manna. Og í þínum
anda ætla ég að enda þessa kveðju á
upphafinni nótu með textanum sem
þú hafðir svo mikla unun af að
syngja. Við sjáumst vonandi aftur.
Ég vitja þín æska, um veglausan mar,
eins og vinar á horfinni strönd,
og ég man þá var vor, er við mættustum
þar,
þá var morgunn um himin og lönd.
Þar var söngfugla mergð
öll á flugi og ferð,
en þó flaug enginn glaðar sinn veg
og um heiðloftin blá
vatt sér væng þínum á
og sér vaggaði léttar en eg.
(Þorsteinn Erlingsson)
Sveinbjörn Hjörleifsson.
Elsku afi, nú er stundin runnin
upp og þú fengið hvíldina eftir langa
ævi.
Það er eflaust margt sem kemur
upp í huga okkar allra sem fengum
að njóta samveru þinnar í þessu lífi.
Þó þú sért horfinn okkur þá eru
sterkar minningar sem eftir sitja og
þeim munum við aldrei gleyma.
Minningarnar sem ég á um þig eru
margar eftir þau 25 ár sem ég hef lif-
að og átt með þér. Það sem stendur
mér ofarlega í minni er þegar ég út-
skrifaðist frá Hvanneyri vorið 2003.
Ég var svo glöð þegar ég hringdi og
sagði þér að nú væri komið að út-
skrift minni. Ég man það eins og það
hafi gerst í gær þegar ég, þú, pabbi
Gísli Gíslason