Morgunblaðið - 30.10.2006, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Í Heiðarbrún
Hveragerði
Vinsamlegast hafið
samband í síma
893 4694 eftir
klukkan 14.00.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Sjóðfélagafundur
Fundur sjóðfélaga í Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs
bankamanna verður haldinn fimmtudaginn
2. nóvember nk. kl. 17.30. Fundurinn
verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Bíósal.
Á dagskrá verður tillaga um heimild stjórnar
sjóðsins til að ganga til samkomulags við
aðildarfyrirtæki deildarinnar vegna þess vanda
sem hún stendur frammi fyrir.
Ath.: Fundur þessi er eingöngu fyrir sjóð-
félaga í Hlutfallsdeild.
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna.
Húsnæði í boði
Íbúðir á Bergstaðastræti
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir til leigu frá 1. nóv-
ember. Áhugasamir hafi samband á netfangið:
ingibjorgtom@hotmail.com
Húsnæði óskast
Skrifstofuhúsnæði í
miðbænum óskast
Óskum eftir til kaups eða leigu 200-400 skrif-
stofuhúsnæði í miðbænum. Til greina kemur
heilt íbúðarhús vel staðsett á svæðinu sem
hægt væri að breyta í skrifstofur.
Nánari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4. s. 570 4500.
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Tillaga að breytingu á
svæðisskipulagi höfuðborgar-
svæðisins 2001-2024
Þétting íbúðarbyggðar
í Reykjavík
Borgarráð Reykjavíkur auglýsir, skv. 2. mgr. 14. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.,
tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborg-
arsvæðisins 2001-2024. Gerð er tillaga um að
heildaríbúðafjöldi árið 2024 á byggðasvæðum
nr. 2-4 (Nesið norðan Miklubrautar og vestan
Kringlumýrabrautar), verði aukinn úr 12.000 íbúð-
um í 12.700, á byggðasvæði nr. 6 (Kringlan,
Bústaðahverfi-Fossvogshverfi) úr 4.450 íbúðum í
4.750 og á byggðasvæðum nr. 7-9 (Nesið norðan
Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar) úr
6.800 íbúðum í 7.300. Hér er um að ræða 5,8%
aukningu á fjölda íbúða á svæðum nr. 2-4, 6,7%
aukningu á svæði nr. 6 og 4,3% aukningu á svæð-
um nr. 7-9. Borgaryfirvöld Reykjavíkur bæta það
tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við
breytinguna.
Tillagan hefur verið send sveitstjórnum á höfuð-
borgarsvæðinu til kynningar. Tillagan verður send
Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfis-
ráðherra um lokaafgreiðslu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta
snúið sér til skrifstofu skipulags- og byggingar-
sviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3.
Reykjavík, 30. október 2006
Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Ýmislegt
Merk starfslok?
Víst voru starfslok Kjartans Gunnarssonar,
frkstj. Sjálfstæðisflokksins, í miðju prófkjöri
2006, óvænt. Var þar með lokið einni víðtæk-
ustu söfnun persónuupplýsinga í lýðræðisríkj-
um, sem gömlu flokkarnir, A, B, D og G,
stunduðu um skeið? Voru það ekki hlerarar
þeirra á vinnustöðum, í fjölskylduboðum og
klúbbum sem flokkuðu þorra kjósenda inn á
flokksskrár, þannig að „kommatittir“ flutu
með? Í Fréttablaðinu 24.10.06 segir, að nýr
frkstj., Andri Óttarsson, hafi skoðað flokksskrá
eins frambjóðanda og staðreynt að hún var
sú sama og annarra frambjóðenda. Varla hefur
þátttaka ein í prófkjöri dugað til að fá gömlu
skrárnar í hendur? Má óska sjálfstæðisfólki
og öðrum til hamingju?
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Félagslíf
HEKLA 6006103019 IV/V
GIMLI 6006103019 I H&V
I.O.O.F. 19 18710308 M.A.*
I.O.O.F. 10 18710308 O*
✝ Matthías Jóns-son fæddist á
Lækjarbotnum í
Landsveit 21. sept-
ember 1918. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 20. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón Árna-
son, f. 20.7. 1881, d.
27.12. 1968, og
Steinunn Lofts-
dóttir, f. 16.10.
1879, d. 20.4. 1958,
bændur á Lækj-
arbotnum. Börn Jóns og fyrri
konu hans, Jónínu Margrétar Sig-
urðardóttur eru: Ásta, f. 13.10.
1903, d. 8.6. 1993, Sigþrúður, f.
21.2. 1908, og Jón, f. 20. ágúst
1912, d. 1. nóvember 2001. Jónína
Margrét andaðist 20. ágúst 1912.
Seinni kona Jóns var Steinunn
arsdóttir, f. 7. júlí 1948. Börn
þeirra eru: Matthías Örn, f. 18.
febrúar 1970, eiginkona hans er
Svafa Grönfeldt, f. 29. mars 1965,
þau eiga tvö börn, Bjarki Hrafn, f.
13. apríl 1975, eiginkona hans er
Bryndís Guðmundsdóttir, f. 22.
apríl 1974, þau eiga tvo syni, Ingi-
björg Dröfn, f. 7. júlí 1979, eig-
inmaður hennar er Gunnar Haf-
steinsson, f. 23. júní 1976, þau eiga
einn son. 2) Steinunn Jóna Matt-
híasdóttir, f. 13. júní 1956. 3) Ísak
Jakob Matthíasson, f. 25. júní
1963, eiginkona hans er Hulda
Gunnarsdóttir, f. 13. júlí 1962.
Börn þeirra: Matthías Orri, f. 16.
desember 1991, Steinar, f. 16.
september 1995, og Inga, f. 22.
ágúst 2002.
Matthías ólst upp á Lækj-
arbotnum en flutti svo til Reykja-
víkur þar sem hann bjó til æviloka.
Matthías var atvinnubílstjóri, ók
leigubíl í 40 ár.
Útför Matthíasar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Loftsdóttir. Börn
þeirra: Árni Kollin, f.
13.10. 1915, d. 21.2.
1964, Loftur Jóhann,
f. 14.12. 1916, d. 9.4.
1983, Þórunn, f.
28.10. 1919, d. 1. júní
2003, Brynjólfur, f.
26.10. 1922, og Geir-
mundur f. 20.1. 1924,
d. 21.10. 1979.
Hinn 29. desember
1956 gekk Matthías
að eiga Ingu Ísaks-
dóttur, f. 19.7. 1925,
frá Ási í Ásahreppi.
Foreldrar hennar voru Ísak Jakob
Eiríksson, f. 8. mars 1898, d. 1. maí
1977, og Kristín Sigurðardóttir, f.
25. desember 1905, d. 6. mars
2002. Börn Matthíasar og Ingu
eru: 1) Friðrik Axel Þorsteinsson
(stjúpsonur), f. 23. nóvember 1947,
eiginkona hans er Helga Þ. Ein-
Matthías tengdafaðir minn fædd-
ist í torfbæ að Lækjarbotnum í
Landsveit þegar frostaveturinn
mikli var að baki og var hann sjötta
barnið í röðinni af níu systkinum.
Matti, eins og hann var ávallt kall-
aður, var af þeirri kynslóð Íslend-
inga sem upplifði hvað mestar
breytingar á íslensku þjóðfélagi
fyrr og síðar. Árið sem hann fædd-
ist var mikið átakaár þar sem Ís-
lendingar tókust á við náttúruöflin:
helkulda að vetrinum, Kötlugos og
inflúensufaraldur eða spænsku
veikina. Jafnframt náðu þó Íslend-
ingar áfangasigri í baráttu fyrir
sjálfstæði þetta sama ár, þegar
þjóðin fékk fullveldi frá Dönum.
Mestar urðu þó þjóðfélagsbreyting-
arnar með hernáminu í seinni
heimsstyrjöldinni og vart hægt að
gera sér í hugarlund hvers það
krafðist af einstaklingunum sem
landið byggðu.
Matti hóf snemma að hjálpa til
við almenn bústörf á Lækjarbotn-
um og þótti hann laghentur, var
ágætur smiður. Hann var líka skó-
smiður, því hann bjó til gúmmískó á
sveitunga sína sem þóttu einkar
snotrir og endingargóðir. Á ung-
lingsárunum fór hann að vinna við
vegagerð og fékk þá áhuga á bílum
og ákvað að kaupa sér bíl. Hann
lagði launin sín inn á bók og eftir
sex ár hafði hann safnað nógu
miklu til að geta keypt sinn fyrsta
bíl. Hann fór til Reykjavíkur í bíla-
umboðið Heklu til að sækja bílinn
sem var International vöruflutn-
ingabíll. Hann hafði einsett sér að
koma bílnum heim fyrir jól, en bíll-
inn kom ósamsettur til landsins.
Matti bauðst til að aðstoða við sam-
setningu bílsins og viti menn, það
tókst, heim komst hann á bílnum á
aðfangadag og var þetta án efa
mikill áfangi í lífi unga mannsins
enda framtíðin ráðin. Hann gerðist
atvinnubílstjóri, fyrst við vegagerð
á Suðurlandi en varð síðar leigubíl-
stjóri.
Matti flutti til Reykjavíkur árið
1955, með unnustu sinni og síðar
eiginkonu, Ingu Ísaksdóttur frá Ási
í Ásahreppi. Hann fór að aka leigu-
bíl hjá BSR, þannig sameinaði hann
vinnu og áhugamál og ól önn fyrir
fjölskyldunni. Matti vann öllum
stundum, frá morgni og langt fram
á kvöld og um helgar fram á nótt.
Þegar yngsta barnið kom í heiminn
var haft samband við hann í gegn-
um talstöðina og honum tilkynnt að
fæddur væri sonur. Matti þakkaði
viðkomandi fyrir og þá gall úr tal-
stöðinni. „Þetta er nú ekki mér að
þakka!“
Matti var hlédrægur og ekki
maður margra orða en þótt hann
sýndi ekki miklar tilfinningar þá
vissi fjölskyldan öll og fann hve um-
hugað honum var um sitt fólk.
Leigubílaaksturinn varði í 40 ár
og í myndasafninu má sjá ótal
myndir af honum þar sem hann
stendur stoltur við hlið leigubílsins,
en þeir voru þó nokkrir á þessum
fjörutíu árum.
Ávallt voru bílarnir stífbónaðir og
flottir og báru vitni um mann sem
kunni að fara vel með það sem
hann átti.
Þegar heilsu fór að hraka og
minnið að þverra fluttist Matti á
Sóltún þar sem hann naut einstakr-
ar umönnunar. Eftir farsæla og
langa ævi er nú komið að leið-
arlokum. Genginn er góður maður.
Ég kveð tengdaföður minn með
hlýju í hjarta. Haf þökk fyrir allt og
allt.
Hulda.
Matthías Jónsson