Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, FINNST ÞÉR VARIRNAR
Á MÉR FALLEGAR OG KYSSILEGAR?
VEIT
ÞAÐ
EKKI
FALLEGAR, NEI! EN ÞÆR ERU SAMT
KYSSILEGAR... SAMT EKKI SVONA ÉG ER
ÁSTFANGINN, ROSALEGA ERU
STJÖRNURNAR FALLEGAR KYSSILEGAR
HLUSTAÐU
Á ÞETTA,
KALLI...
ÞAÐ STENDUR HÉR AÐ
ÞAÐ SÉU TIL SEXHUNDRUÐ
OG SJÖTÍUÞÚSUND TEGUNDIR
AF SKORDÝRUM!
VÁ!
ÞÚ GETUR AÐ MINNSTA
KOSTI HUGGAÐ ÞIG VIÐ ÞAÐ
AÐ ÞÚ ERT EKKI EINN
PABBI,
NÝJUSTU
KANNANIR SÝNA
AÐ ÞÚ ERT AÐ
TAPA FYLGI
ÞÚ FÆRÐ FREKAR HÁA
EINKUNN Í ALMENNRI
STJÓRNUN EN ALLIR ÞESSIR
SKANDALAR ERU AÐ DRAGA
ÚR ALMENNU FYLGI
HVAÐ Á
ÉG AÐ HAFA
GERT?
AÐ NEYÐA
FÓLK TIL
SVEFNS OG
HEIMALÆR-
DÓMS ERU
HÆST Á BLAÐI
ÉG TRÚI
ÞVÍ AÐ
ÉG VERÐI
HREINSAÐUR
AF ÞESSUM
ÁSÖKUNUM
HVERNIG
ÆTLI NÝI
PABBINN
EIGI EFTIR AÐ
LÍTA ÚT?
HEPPNI EDDI,
ÞETTA ER
FÉLAGI MINN,
SKÍTUGI SKÚLI
SÆLL SÆLL
OG ÞETTA ER
HUNDURINN HANS...
SKÍTUGI HUNDUR
VOFF!
KETTIR ERU
VANDAMÁLIÐ!
EF ÞAÐ VÆRU
ENGIR KETTIR ÞÁ
VÆIR HEIMURINN
FULLKOMINN!
JÁ!!
SLAPPAÐU AF,
ÉG ER BARA AÐ
HALDA ÞEIM
GÓÐUM
HVERNIG VAR SÍÐASTI
SKÓLADAGURINN, KIDDA?
HANN VAR
FÍNN EN ÉG
VARÐ SVOLÍTIÐ
LEIÐ
ÞAÐ ER ALLT Í LAGI, SUMARIÐ
ER SKEMMTILEGT EN ÞAÐ ER
ERFITT AÐ KVEÐJA ALLA
ÉG VARÐ LEIÐ VEGNA
ÞESS AÐ GUMMI ÁT
KÖKUNA MÍNA!
Ó
ÞEGAR AÐ FÓLK SÉR ÞESSA FRÉTT
ÞÁ HELDUR ÞAÐ AÐ ÉG ÆTLI AÐ
LOSA MIG VIÐ PETER
EKKI GERA
ÞAÐ
AUÐVITAÐ
EKKI!
ÞAÐ ER
OF SNEMMT
BÍDDU ÞANGAÐ TIL
VIÐ FUMSÝNUM, ÞÁ
SKALTU LOSA ÞIG
VIÐ AUMINGJANN!
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var
gullsmíðasýningin GOLD 2006 opn-
uð í átjánda sinn Berlín í Þýskalandi.
Alla jafna sýna þar einungis gull-
smiðir frá Berlín og Norður-
Þýskalandi en í ár var Íslandi boðið
að vera með sem gestalandi. Fyrir
hönd Íslands sýndu þar gullsmið-
irnir Dýrfinna Torfadóttir, Guð-
björg Kr. Ingvarsdóttir, Helga Ósk
Einarsdóttir og Inga Rúnarsdóttir
Bachmann.
Gullsmiðir Frá vinstri: Helga Ósk Einarsdóttir, Guðbjörg Kr. Ingvars-
dóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Ruth Bobrich viðskiptafulltrúi sendi-
ráðsins og Dýrfinna Torfadóttir.
Íslenskir gullsmiðir
á sýningu í Berlín
Faghópur leikskólakennarameð sérnám í listgreinumog Félag leikskólakenn-ara standa fyrir málþingi
í Bratta, sal Kennaraháskóla Ís-
lands, föstudaginn 10. nóvember frá
13 til 16.
Linda Björk Ólafsdóttir leikskóla-
kennari er einn af skipuleggjendum
málþingsins sem hefur yfirskriftina
Skapandi afl í leikskóla – draumur
eða veruleiki?: „Hugmyndin að mál-
þinginu spratt upp úr vaxandi
áhyggjum meðlima faghópsins um
minnkandi vægi listgreina í mennt-
un leikskólakennara. Með mál-
þinginu viljum við vekja athygli á
mikilvægi listgreina í menntun
barna í leikskóla en leikskólinn er æ
oftar nefndur þegar talað er um
hvenær hefja skuli formlegt nám,“
útskýrir Linda Björk.
Læra á samfélagið
„Aukinn þrýstingur er í þjóðfélag-
inu á að formlegt nám hefjist sem
fyrst, en mikilvægt er að börn á leik-
skólaaldri fræðist gegnum leik. Það
vill oft gleymast að nám barna felst
fyrst og fremst í að þekkja sig og
samfélagið,“ bætir Linda við. „Börn
hugsa hlutlægt og hafa ekki tök á að
tjá sig með sama hætti og fullorðnir.
Börn læra gegnum skynjun og tján-
ingu: þau þurfa að prófa sig áfram,
reyna hlutina og skynja gegnum
listsköpun og leik. Þess vegna er
leikur og listnám mikilvægt náms-
og þroskatæki þar sem börnin fást
við og vinna úr þeim hlutum sem eru
í kollinum á þeim: þau læra í gegn-
um leikinn hvernig á að vera
mamma, hvernig á að vera pabbi,
læra að fást við tilfinningar eins og
reiði og gleði, og læra ekki síst að
skilja viðbrögð annarra og sam-
skiptareglur samfélagsins. Þetta er
mikilvægur grunnur sem skiptir
sköpum fyrir alla framtíð barnsins.“
Á málstofunni 10. nóvember
munu þrír leikskólakennarar fjalla
um leik og listir í leikskólastarfi:
„Soffía Þorsteinsdóttir leik-
skólastjóri Sæborgar mun kynna
myndbandið Flughestarnir í Sæ-
borg sem unnið var í samvinnu
Kvikmyndaskóla Íslands og leik-
skólans, Kristín Ólafsdóttir fjallar
um tónlist í leikskólum og sjálf mun
ég segja frá verkefni sem tengir
tónlist, leik og myndsköpun,“ segir
Linda Björk. „Einnig taka til máls
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri
Myndlistaskólans í Reykjavík og
Guðmundur Oddur Magnússon pró-
fessor við LHÍ.“
Faghópur leikskólakennara með
sérnám í listgreinum var settur á
laggirnar árið 2000: „Kennara-
háskóli Íslands hefur í tvígang út-
skrifað nemendur úr framhaldsnámi
í listgreinakennslu í leikskóla. Nem-
endum í þessum útskriftarhópum
þóttu listgreinar innan leikskólans
eiga undir högg að sækja og stofn-
uðu því faghópinn til að snúa vörn í
sókn,“ útskýrir Linda Björk.
Málþingið er öllum opið, en þó
einkum ætlað leikskólakennurum.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá
þátttöku á fl@ki.is.
Börn | Málþing föstudaginn 10. nóvember
í Bratta, Kennaraháskóla Íslands
Mikilvægi leiks
í leikskóla
Linda Björk
Ólafsdóttir fædd-
ist í Reykjavík
1961. Hún stund-
aði nám við Fjöl-
brautaskólann í
Breiðholti, lauk
leikskólakenn-
aragráðu frá
Fósturskóla Ís-
lands 1983 og framhaldsnámi í list-
greinum frá Kennaraháskóla Ís-
lands 1996. Linda hóf störf sem
leikskólakennari á Furugrund að
námi loknu og tók við deildarstjórn
þar 1988. Frá árinu 2000 hefur hún
starfað sem deildarstjóri og fags-
tjóri yfir listum í heilsuleikskól-
anum Urðarhóli. Linda Björk var
formaður Faghóps leikskólakenn-
ara með sérnám í listgreinum frá
stofnun til ársins 2003. Hún er gift
Brynjari Björnssyni verslunar-
manni og eiga þau þrjú börn.