Morgunblaðið - 30.10.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2006 45
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er aðdáunarvert að fara vel með fé
en að halda of fast í eitthvað, sama hvað
það er, hefur þveröfug áhrif. Spreðaðu í
eitthvað léttúðugt, algerlega óþarft og
fullkomlega eftirsóknarvert.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Segðu hvað þú vilt, hátt og snjallt og oft
– margir áhrifamenn eru í kallfæri.
Settu vilja þinn fram með orðum sem sex
ára barn myndi skilja. Þú færð góðar
fréttir í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Geta himintunglin hagað hlutunum svo
að bara jákvæðar hugsanir og jákvæðar
manneskjur hafi áhrif á þig? Það er und-
ir þér komið en ýmislegt bendir til þess
að þú hafir mikla andlega stjórn í augna-
blikinu og eigir gott með að blanda geði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Himintunglin hjálpa þér við að rifja upp.
Kannski hafa ekki öll sár bernskunnar
gróið að fullu en þau gætu verið gróin.
Allt sem þú þarft að gera er að sjá hlut-
ina sem hafa setið í þér í allt öðru ljósi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Partur af því að njóta fjárhagslegrar vel-
gengni er að dæma ekki hvernig aðrir
fara með peningana sína – ekki síst þeir
sem eiga meira en þú. Ljónið á mjög gott
með að sætta sig við sérvisku.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ný tækifæri draga styrk meyjunnar
fram í dagsljósið. Montaðu þig. Þér verð-
ur vel tekið, ekki síst ef þú leyfir gleðinni
að taka völdin. Þegar þú skemmtir þér
vel, skemmta allir sér vel.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er engin ástæða fyrir vogina að
blanda ekki geði við einhvern sem hún
lítur upp til. Með því að kynnast ein-
stakri manneskju gerbreytist skilgrein-
ing hennar á því mögulega. Ef engar
takmarkanir eru fyrir hendi getur þú allt
eins svifið í forsal vinda með örnunum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn passar vel upp á það sem
hann er að fást við. Alheimurinn skilur
þetta vel – sendiförin skiptir þig öllu
máli. Þú átt eftir að hafa tíma og pláss
fyrir allt sem þú þarft að leysa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn verður að tala alveg skýrt
um það sem hann vill til þess að fá það.
En ef það tekst ekki er alveg óþarfi að
hafa áhyggjur. Prófaðu bara að máta
einhverja af löngunum þínum. Sjálfsagi
þinn og innri einbeiting styrkist dag frá
degi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Draumar steingeitarinnar eru lykillinn
að því sem hún skapar í lífi sínu. Þeir eru
ljóslifandi og fullir af upplýsingum. Þú
nýtur góðs af því að segja ástvinum þín-
um hvað þig dreymir og skrifa það hjá
þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þegar sólin sest verður þú búinn að taka
hundruð ákvarðana. Sú mikilvægasta
varðar hvaða eiginleika þú þarft að
rækta með þér eða þróa til þess að ná
markmiði þínu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn getur reitt sig á sín andlegu
sambönd. Myndir sem koma fyrirvara-
laust upp í kollinum á honum í dag, að
því er virðist út af engu, eru eins og
brotabrot af snilld. Fylgdu þeim þangað
sem þær leiða þig.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Merkúr og Júpíter halda
fast hvor í annan. Þeir sem
trúa á lögmál Murphy’s
eiga eftir að fá heim sann-
inn um að það sé í fullu
gildi. Þess vegna væri ráð-
legt að trúa bara ekkert á það. Ekki láta
glepjast. Vertu í afneitun með það að allt
sem ekki er heppilegt geti gerst. Ef þú trú-
ir nógsamlega á bjartsýnina færirðu
heim sanninn um að hún sé líka í fullu
gildi.
KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
/ ÁLFABAKKA
THE DEPARTED kl. 5 - 7 - 8 - 10:10 B.i. 16
THE DEPARTED VIP kl. 5 - 8
THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12
JACKASS NUMBER TWO kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BARNYARD m/ensku tali kl. 4 - 8 - 10:10 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
THE DEPARTED kl. 5:30 - 8:30 - 10 B.i. 16 DIGITAL
BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali
THE GUARDIAN kl. 10:10 B.i. 12
MATERIAL GIRLS kl. 8 LEYFÐ
BEERFEST kl. 8 B.i. 12
THE THIEF LORD kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI
THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ
THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12
/ KEFLAVÍK
MÝRIN kl. 8 B.I. 12
GUARDIAN kl. 10:10 B.I. 12
THE TEXAS CHAINSAW... kl. 10 B.I. 18
THE DEVIL WEARS PRADA kl. 8 LEYFÐ
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.is
Þú átt eftir
að skemmta
þér sjúklega
vel.
eee
EMPIRE ÓBYGGÐIRNAR
„THE WILD“
Sýnd með íslensku og ensku tali !
BESTA MYND MARTINS
SCORSESE TIL ÞESSA
SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR
HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA
UPPRUNALEGU PARTÝ-
DÝRIN ERU MÆTT
Þegar hættan
steðjar að ...
fórna þeir öllu
Mogga á mánudögumBíó í bíófyrir2 1 sjá miða framan á morgunblaðinu í dag gildir ekki á Mýrina*
„THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST
BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
NNFA QUALITY
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
ÞESSI óvenjulega mynd er tekin á tónleikum sem
haldnir voru í Oviedo á Norður-Spáni. Tónleikarnir eru
liður í átaki í að gefa börnum innsýn í heim klassískrar
tónlistar.
Reuters
Töfraheimar tónlistarinnar
Útgáfufélagið Believer hefurákveðið að fresta útgáfu breið-
skífu stúlknasveitarinnar Nylon í
Bretlandi fram yfir áramót. Upp-
runalega stóð til að skífan kæmi í
verslanir í nóvember en því hefur nú
verið slegið á frest vegna þeirrar nei-
kvæðu umfjöllunar sem Ísland hefur
fengið upp á síðkastið í breskum fjöl-
miðlum í kjölfar þess að gefið var
grænt ljós á hvalveiðar í atvinnuskyni
hérlendis. Í fréttatilkynningu frá Be-
liever er haft eftir Einari Bárðarsyni
að þjóðerni Nylon-stúlknanna hafi
ávallt spilað stórt og jákvætt hlutverk
í öllu markaðsstarfi.
Umdeildur þáttur í þáttaröðinniSouthpark verður líklega
sýndur í Ástralíu þótt líklegt þyki að
hann muni valda þar fjaðrafoki. Í
þættinum, sem sýndur verður í
Bandaríkjunum í þessari viku, má
sjá hvar krókódílafangarinn Steve
Irwin mætir á grímuball í víti með
sting úr stingskötu á kafi í brjóstinu.
Aðeins átta vikur eru síðan Irwin
lést þegar stingskata stakk hann í
hjartastað þar sem hann var að
mynda neðansjávar.
Segja talsmenn SBS, áströlsku
sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur
sýningarréttinn á Southpark þátta-
röðinni, að um sé að ræða háð, og
sem slíkt eigi það rétt á sér. Þeir við-
urkenna þó að um mjög viðkvæmt
mál sé að ræða hjá mörgum Áströl-
um. Fjöldi bréfa mun hafa borist um
vefsíðu þáttanna þar sem þættinum
er mótmælt. Svör talsmanna South-
park þáttanna eru hins vegar
skýr:„Við höfum móðgað fólk áður,
og munum líklega gera það áfram.“
Og meira umSteve Irwin
því samkvæmt
AP-fréttastof-
unni mun hin átta
ára gamla dóttir
krókódílamanns-
ins, Bindi Irwin,
stjórna náttúru-
lífsþáttum sem
verða sýndir á Discovery Kids-
sjónvarpsstöðinni snemma á næsta
ári. Upprunalega stóð til að Bindi
kæmi fram í þáttunum ásamt föður
sínum heitnum og mun Irwin sjást í
atriðum sem voru tekin upp áður en
hann lést. Þátturinn kemur til með
að heita Bindi: Frumskógarstúlkan.
Er haft eftir hinum barnunga þátta-
stjórnanda að hún sé hvergi bangin
við dýr og verði bara spennt þegar
um sé að ræða hættuleg dýr.