Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 29 LANDIÐ Við eigum næsta leik Reykvíkingar – munið prófkjör Samfylkingarinnar Veljum vel á S-listann! Mörður Árnason 4.- 6. sæti á listanum www.mordur.is Opið öllum stuðningsmönnum – kosið í dag í Þróttarheimilinu, Laugardal, kl. 10 –18 Sjálfvirk hnakka- púðastilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaks- stuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur full- komins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Ármúla 44 108 Reykjavík Sími 553 2035 www.lifoglist.is THE INNOVATORS OF COMFORT ™ Réttu sætin fyrir heimabíóið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | „Þetta er skemmtileg vinna og hún er erfið eins og öll umönnunarstörf – en hún gefur manni líka mikið,“ segir Victoria Jonsson í Kerlingardal í Mýrdal. Hún og sambýlismaður hennar, Karl Pálmason, reka sambýli fyrir geð- fatlaða einstaklinga á vegum Svæð- isskrifstofu Suðurlands á bænum. Sambýlið hefur verið starfrækt í tíu ár og var haldið upp á tímamótin með veislu á dögunum. Fjórir sjúklingar eru á sambýlinu, á aldrinum frá tæplega fimmtugu og upp í tæplega sextugt. Victoria segir að sumir þeirra séu búnir að missa foreldra sína og eigi fáa að og þeir séu því orðnir hluti af fjölskyldunni í Kerlingardal. Hún segir að sambýlið sé heimili þeirra. Karl og Victoria eru með búskap, sauðfé og holdanaut. Hún segir að reynt sé að taka heimilisfólkið með í bústörfin og það hjálpi til eftir getu. „Það gefur þeim rosalega mikið að fá að fara í gegningar og vinna með dýrin. Þau hafa hlutverk og fá út úr því lífsfyllingu,“ segir Victoria. Festist á Íslandi Victoria er sænsk og kom hingað til lands árið 1997. „Ég hafði lengi verið heilluð af Íslandi, lesið mikið um landið og ætlað að fara. En var alltaf eitthvað upptekin. Eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum ákvað ég að láta verða af þessu, áður en ég færi að vinna, því annars myndi seint verða af því,“ segir Vict- oria. Hún ætlaði að vera á Íslandi í nokkra mánuði og upplifa landið í gegn um vinnu. Hún er alin upp í sveit, í Jämtlandi í norðurhluta Sví- þjóðar, og segir að því hafi legið beinast við að leita eftir vinnu við bú- skap. Hún fékk vinnu í Kerlingardal. Dvölin varð lengri en áformað var í upphafi. Fljótlega fréttist að hún væri lærður kennari og það sárvant- aði kennara í Grunnskóla Mýrdals- hrepps og var lagt að henni að hjálpa þar til. Hún tók að sér að kenna stærðfræði í hlutastarfi aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún kom til landsins og bætti fljótlega nátt- úrufræði við þegar hún hafði náð ís- lenskunni betur og hefur kennt sleitulaust síðan. Algengasta spurningin sem Vict- oria fær er hvort ekki sé mikill mun- ur á því að búa í Svíþjóð og á Íslandi. Hún svarar því neitandi. Þjóðirnar séu líkar og veðrið einnig, miðað við svæðið sem hún kemur frá, þótt þar séu heldur meiri hitasveiflur. Orðin hluti af fjölskyld- unni í Kerlingardal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Veisla Victoria Jonsson sker sneið af tertu fyrir Ásdísi Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Sif Hákonardóttur og Sigurbjörgu Árdísi Lárusdóttur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.