Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 16
       $ %&  '  %&(# ) '(*+ %&' & ( )   %&'  ( )$* +, %,& +, %')  ( )$* +, % ) ( )$* +, - . ( )$* +, /0 1 +, 2 ( )$* +, ( ' 0 +, 3$*4  0 +,  0 5  +, 6  +, 6) & 2+ )  +, 782 %' ' & 7' )$ 9' $ $ :-$   2 ,0 +, ;$ +, *  +  <= ' +, 2 ( )$* +, >&  & ( )$* +, ?@+  +, A "  '. +, B $'. +, , +  + -&.& 9'$ ,C 9$$   , - /  0'+ >D<E 1 + & + 2   !  !  !!  !    !!  ! " !!  !  !  !! ! !!  !  !!  !   " !!  !!                                                     :   *'   A 0) # )  3$* 9    :                                  : : : :                                         : : :  B  *' #  $ %A F %'+$$   ' 2.   *'  :         : : : : 9#'     16 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Húsaskilti Klapparstig 44 • sími 562 3614 Síðasti dagur pantana fyrir jólin er laugardagur 11. nóvember Í HNOTSKURN » Nefndina skipaði forsætisráðherra hinn 24.nóvember 2005 til að fjalla um forsendur al- þjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi. » Sigurður Einarsson, stjórnarformaðurKaupþings banka, var skipaður formaður nefndarinnar. » Nefndinni var m.a. ætlað að skoða lög ogreglur um fjármálastarfsemi út frá því sjónarmiði hvort um- bóta væri þörf. NEFND forsætisráðherra um al- þjóðlega fjármálastarfsemi birtir skýrslu sín í dag. Í skýrslunni er fjallað um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og reif- aðar hugsanlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi til að stuðla að slíkri starfsemi. Ráðstefna um efni skýrslunnar verður í Þjóðleik- húsinu í dag og hefst hún kl. 13. Í skýrslunni segir m.a. að hug- myndin um að efla alþjóðlega fjár- málastarfsemi á Íslandi snúist um að veita hingað alþjólegum fjármagns- hreyfingum, gera landið að höfn höf- uðstöðva alþjóðlegara fyrirtækja og mynda tekjustrauma sem með hóf- legri skattlagningu yrðu mikilvæg tekjulind fyrir íslenska ríkið og upp- spretta nýrra og arðbærra sérfræði- starfa. „Um er að ræða umhverfisvæna starfsemi, þar sem með litlum fórn- arkostnaði er hægt að skapa umtals- verðar tekjur fyrir þjóðarbúið,“ seg- ir ennfremur í skýrslunni. Stiglækkandi tekjuskattur Að mati nefndarinnar gæti Ísland mætt þeirri samkeppni sem ríkir um höfðustöðvar alþjóðlegra fyrirtækja með því að bjóða þeim hagstæðara skattalegt rekstrarumhverfi en þekkist í nágrannalöndum okkar, án þess að flækja skattframkvæmd eða fórna skatttekjum. „Meginatriði þessarar hugmyndar er að taka upp stiglækkandi tekju- skatt fyrirtækja. Þannig yrði al- mennt skatthlutfall fyrirtækja áfram 18% en skatthlutfall lækkaði hjá fyr- irtækjum á þeim hluta skattskylds hagnaðar sem væri umfram ákveðið mark,“ segir í skýrslunni. Ísland yrði með virkt skatthlutfall á félög sem gæti verið með því lægsta á EES-svæðinu, eða á bilinu 10–18%, ef hugmyndinni yrði hrint í framkvæmd. Segir nefndin allar lík- ur á því að stiglækkandi tekjuskatt- ur fyrirtækja myndi auka heildar- skatttekjur í landinu, enda hafi það verið raunin við lækkun á fyrirtæk- jasköttum hérlendis. Alþjóðleg lífeyrismiðstöð Ein þeirra hugmynda sem nefndin reifar varðar Ísland sem alþjóðlega lífeyrismiðstöð. „Aðalatriði þessarar hugmyndar er að nýta þá athygli sem íslenska líf- eyrissjóðakerfið vekur á alþjóðavett- vangi vegna sjóðsöfnunar og sam- spils samtryggingar og séreignar í sjóðunum. Rök hafa verið færð fyrir því að hægt sé að markaðssetja ís- lenska lífeyrissjóðakerfið erlendis og koma til móts við áhuga stjórnenda alþjóðafyrirtækja um fjölþjóðlega lífeyrissjóði sem starfi innan laga- ramma ESB,“ segir í skýrslunni. Forsendur og sóknarfæri Jákvæð afstaða stjórnvalda til al- þjóðlegrar fjármálaþjónustu er með- al þeirra þátta sem gætu verið til þess fallnir að gera umhverfi Íslands eftirsóknarverðara fyrir alþjóðlega fjármálaþjónustu og nefndin leggur áherslu á. Þá segir að mikill ávinningur yrði fyrir samkeppnisstöðu fjármálageir- ans ef dregið yrði úr kostnaði við skrifræði. Nefndin færir einnig rök fyrir því að innleiðing virks lána- markaðar með verðbréf sé nauðsyn- leg forsenda þess að hér á landi sé fjármálamarkaður sem uppfylli öll helstu skilyrði sem alþjóðlegur verð- bréfamarkaður þurfi að uppfylla. Ísland sem höfn fyrir al- þjóðleg fjármálafyrirtæki Skýrsla nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi birt í dag ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Hlutabréf hækkuðu í verði í Kaup- höll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% og var skráð 6239 stig við lok viðskipta, en velta á hlutabréfamarkaði nam 5.032 milljónum króna í gær. Mest hækkuðu hlutabréf Straums Burðaráss eða um 1,79%. Bréf FL Group hækkuðu um 1,77% og bréf Landsbankans um 1,61%. Bréf Av- ion Group lækkuðu um 2,65%, bréf Flögu um 0,72% og bréf Marels lækkuðu um 0,64% Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands EF fram heldur sem horfir hefur deCode, móð- urfélag Íslenskr- ar erfðagrein- ingar, fjármuni til að halda áfram rekstri í tæp tvö ár til við- bótar. Þetta seg- ir í Morgunkorni Greiningar Glitnis í tilefniu af birtingu níu mánaða uppgjörs deCode, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Þetta gæti þó breyst ef félagið nær að komast lengra í lyfjaþróun með tilheyrandi sölutekjum eða ef félagið eykur við hlutafé sitt,“ segir í Morgunkorninu. Tap deCode á fyrstu níu mán- uðum þessa árs nam 62,2 milljónum dollara, um 4,2 milljörðum króna, samanborið við 41,6 milljóna doll- ara tap á sama tímabili í fyrra. Sjóður sem dugar í tæp tvö ár í viðbót Sjóður deCode hefur minnkað. ● EIMSKIP hefur eignast meiri- hluta í fyrirtækinu Harbour Grace Coldstore á Nýfundnalandi. Eim- skip eignaðist 25% hlut í fyrirtæk- inu á árinu 2000 en hefur nú auk- ið hlut sinn í 51%. Í tilkynningu segir að kaupin séu til að styrkja enn frekar stöðu Eim- skips á Nýfundnalandi. Harbour Grace Coldstore sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfunda- landi, sem er rúmlega þrjú þúsund manna bær um 50 kílómetra frá höfuðborginni St. John’s. Eimskip hefur rekið skrifstofu í St. John’s frá árinu 1990. Í til- kynningunni segir að Eimskip sé með sterka stöðu í innflutningi til þessa svæðis. Kaupin á meiri- hluta í Harbour Grace Coldstore séu mikilvægur liður í vexti Eim- skips og þeirri stefnu fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði frysti- og kæliflutninga um allan heim. Eimskip fjárfestir á Nýfundnalandi DANSKE Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarð danskra króna, jafnvirði liðlega 351 milljarðs íslenskra króna. Sampo Bank er þriðji stærsti banki Finnlands og á einnig dótturbanka í Eystrasaltslöndunum þremur og keypti fyrir skemmstu banka í Rússlandi. Sumir norrænir fjölmiðlar höfðu gert því skóna að Sampo væri eitt af nokkrum hugsanlegum félögum sem Kaupþing banki hefði áhuga á að kaupa. Í Morgunkorni Glitnis segir að samþjöppun eigi sér stað á bankamarkaðinum og líkast til muni Kaupþing banki taka þátt í þeirri samþjöppun. Bent er á að Nordea hafi nýlega keypt rúss- neskan banka en með kaupunum á Sampa styrki Danske Bank stöðu sína sem annar stærsti banki Norð- urlandanna á eftir Nordea auk þess að færa umsvif sín í austurveg. Mikill kostnaður í upphafi Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, segir í dönskum fjölmiðlum að rekstur Sampo falli ákaflega vel að rekstri Danske og bendir á að hagvöxtur í Finnlandi og Eystra- saltslöndunum sé yfir meðallagi í Evrópusambandinu sem sé góður grundvöllur fyrir frekari vexti. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna samrunans muni nema um 18,6 milljörðum íslenskra króna fram til ársins 2009. Kaupa Sampo HAGNAÐUR samheitalyfjafyrir- tækisins Actavis nam 8,2 milljónum evra, jafngildi 715 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi sem lauk 30. september 2006. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 23,2 milljónum evra, eða sem sam- svarar um tveimur milljörðum ís- lenskra króna. Á fyrstu níu mánuð- um ársins nemur hagnaður félagsins 70,1 milljónum evra, eða 6,1 milljörð- um króna, en á sama tímabili í fyrra var hann 45,5 milljónir evra. Kostnaður vegna yfirtökutilrauna Actavis á króatíska félaginu Pliva er gjaldfærður í uppgjörinu og nam hann 20,7 milljónum evra, jafngildi 1,8 milljarða króna. Undirliggjandi hagnaður félagsins á fjórðungnum var því 28,9 milljónir, eða um 2,5 milljarðar íslenskra króna. Meðalspá íslensku viðskiptabankanna, sem tók ekki tillit til kostnaðar vegna Pliva, hljóðaði hins vegar upp á 23,3 millj- óna evra hagnað, þannig afkoman er töluvert yfir væntingum. Heildartekjur á fjórðungnum tvö- földuðust miðað við sama tíma á síð- asta ári; voru 323,8 milljónir evra í ár samanborið við 161 milljón á þriðja ársfjórðungi 2005. Hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 36% í 65,7 milljónir evra á fjórð- ungnum, en hann var 48,3 milljónir evra á sama tíma á síðasta ári. Í tilkynningu frá Actavis segir Ró- bert Wessman, framkvæmdastjóri félagsins, að stefnt sé að því að ljúka kaupum á tveimur nýjum félögum fyrir árslok. Uppgjör Actavis vel yfir væntingum bankanna ● SAMKVÆMT nýrri könnun Gallup í Danmörku lesa 161 þúsund manns fríblaðið Nyhedsavisen. Er þetta í fyrsta sinn sem lestur á blaðinu er mældur en danskir fjöl- miðlar benda á að eigendur Ny- hedsavisen hafi haft uppi áform um að ná til milljón lesenda á hverjum degi. Könnunin var gerð fyrir keppinauta Nyhedsavisen; 24timer og Dato, sem fá svipaðan lestur og fyrir mánuði. Lesendum 24timer fjölgar þó úr 387 þúsund í 395 þúsund en um 150 þúsund manns lesa Dato. 161 þúsund les Nyhedsavisen ?G 9H7   " !  !  I I 2A9< /%J   !  #!  I I D%D K6J 9') +  ! #!  ! ! I I K6J 3+., ?    !  !  I I >D<J /)L M)  ! ! #!  !  I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.