Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 61
100% lánamöguleiki. Subaru Im-
preza 2.0 Wagon 4WD árg. 1999.
Ek. 139 þ. km. Ásett 690 þ. Tilboð 580
þ. 100% lánamöguleiki. Meðal af-
borganir 20 þ. á mánuði.
Getum bætt bílum á plan og
skrá. Sími 567 4000.
100% lánamöguleiki. VW Passat
Sedan árg. 12/2003. Ek. 49 þ. km.
Ásett 1.690 þ. Tilboð 1.550 þ. Áhvíl-
andi 1.480 þ. Afborganir 22 þús. á
mánuði.
Getum bætt bílum á plan og
skrá. Sími 567 4000.
MMC Pajero árg. 1998 til sölu, 2.8
dísel, sjálfskiptur, topplúga, raf-
magnsrúður o.fl. 35" jeppaupphækk-
un. Toppbíll. Upplýsingar í síma
544 4333 og 820 1070.
Tilboð 23.90 þús + vsk
Mercedes Benz 213 CDI til sölu.
130 hest., dísel, ESP stöðugleikakerfi,
ABS, loftpúðar. Ekinn .2000 km.
Kaldasel ehf., Dalvegur 16b,
Kópavogur,
s. 544 4333 og 820 1070.
Toyota RAV4 árg. '02, ek. 67 þús.
km. Til sölu fallegur Toyota RAV4
4WD. 2.0 150 h. 5 dyra, sjálfsk.,
dráttark. Engin skipti. Uppl. í síma
861 5303 og 895 6300.
Bílavörur
Hjólbarðar/Felgur. Til sölu 4 nýjar
stálfelgur undan Suzuki Grand Vitara.
Verð 20.000 kr. Sími 893 4957/Ólafur.
Hjólbarðar
Insa Turbo negld vetradekk
4 stk 185/65 R 15 + vinna kr. 27.900.
4 stk. 175/70 R 13 + vinna kr. 24.900.
Kaldasel ehf ,
Dalvegur 16 b, Kópavogur
s. 544 4333.
Insa Turbo negld vetradekk.
4 stk. 205/70 R 15 + vinna 38.000 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Matador ný vetrardekk. Tilboð
4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Matador vetradekk tilboð
4 stk. 31x10.5 R 15 + vinna kr. 59.600.
4 stk 215/70 R 16 + vinna kr. 51.900.
4 stk 225/70 R 16 + vinna kr. 59.600.
4 stk. 215/65 R 16 + vinna kr. 55.900.
Kaldasel ehf, Dalvegur 16 b,
Kópavogur, s. 544 4333.
Matador vörubíladekk tilboð
295/80 R 22.5 kr. 35900
Kaldasel ehf, Dalvegur 16 b,
Kópavogur, s. 544 4333.
Bílar
Toyota Yaris árg. '05. Dökkgrár.
Sjálfskiptur. Álfelgur, filmur. Sími 698
6710 og 555 1710.
Fornbílar
Dýrðlingsbílar, 2 st. Til sölu 2 st.
Volvo sportbílar til uppgerðar. Annar
er S1963 og hinn E1970. Verðtilboð.
Upplýsingar og myndir á
www.studioverk.com. Sími 844 2068.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
BLINDRAFÉLAGIÐ hefur um
árabil gefið út jólakort og merk-
isspjöld á jólapakka til styrktar
starfseminni. Í ár verða tvær
gerðir af jólakortum.
Jólakort með myndinni „Pakki
til þín“ eftir listamanninn Mæju
og kort með ljósmynd af Jökuls-
árlóni eftir Sigurgeir Sigur-
jónsson.
Jólakortin eftir Mæju eru seld 8
í pakka ásamt umslögum á 1.000
kr. Merkispjöldin eru 8 í pakka
og eru seld á 300 kr.
Kortin með mynd af Jökuls-
árlóni eru seld 5 saman í pakka
ásamt umslögum á 600 kr. pakk-
inn.
Hægt er að nálgast kortin hjá
Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17,
105 Reykjavík eða senda tölvu-
póst á blind@blind.is.
Sölumenn frá Blindrafélaginu
munu ganga í hús í nóvember og
desember og bjóða kortin til sölu.
Sölufólk óskast til að selja jóla-
kortin og eru góð sölulaun í boði.
Upplýsingar í síma 525-0000.
Jólakort Blindrafélagsins komin út
HINN ÁRLEGI haust- og jólabasar
Dagdvalar í Sunnuhlíð, Kópavogs-
braut 1c, verður haldinn á morgun,
laugardag, og hefst kl. 14. Einnig
verður kaffisala í matsal þjón-
ustukjarna til styrktar Dagdvölinni.
Á basarnum verður margt fal-
legra muna til jólagjafa og einnig
heimabakaðar kökur og lukkupakk-
ar.
Dagdvölin hefur nú starfað í 17 ár
og á þeim tíma hafa hátt á fjórða
hundrað aldraðir Kópavogsbúar
notið þar þjónustu um lengri eða
skemmri tíma. Markmið Dagdvalar
er að styðja aldraða, sem búa heima
og veita þeim ýmsa aðstoð og þjón-
ustu.
„Við vonum að sem flestir sjái sér
fært að koma og styðja við starfsemi
Dagdvalarinnar,“ segir í tilkynn-
ingu.
Basar í
Sunnuhlíð
BRESKA sendiráðið heldur minn-
ingarathöfn um þá hermenn, er
létu lífið í fyrri og síðari heims-
styrjöldinni, í hermannagrafreitn-
um í Fossvogskirkjugarði sunnu-
daginn 12. nóvember kl. 10.45.
Athöfnin er leidd af sendiherra
Bretlands á Íslandi, Alp Mehmet.
Fulltrúar annarra þjóða sem eiga
landa er hvíla í Fossvogskirkju-
garði taka einnig þátt í athöfninni.
Séra Arngrímur Jónsson stjórnar
minningarathöfninni og eru allir
velkomnir.
Minningar-
athöfn haldin
um hermenn SKÁKMÓT KB banka og SparisjóðsBolungarvíkur, Hraðskákmót Ís-
lands 2006, fer fram í Bolungarvík
um helgina. Margir af fremstu
skákmeisturum landsins fjölmenna
þá vestur á firði. Mótið fer fram í
Íþróttamiðstöðinni Árbæ, Bolung-
arvík, og hefst klukkan 13 á morg-
un, laugardaginn 11. nóvember.
Mótið er öllum opið og tefldar
verða 5 mínútna skákir. Sigurveg-
ari mótsins hlýtur titilinn Hrað-
skákmeistari Íslands 2006.
Bolungarvík er sögufrægur
skákstaður sem um tíðina hefur
getið af sér fjölda skákmeistara í
fremstu röð. Bolvíkingurinn Hauk-
ur Sveinsson er elsti skráði kepp-
andinn á mótinu en hann er 83 ára
að aldri, vistmaður á Hrafnistu, og
átti á sínum tíma ríkan þátt í að
byggja upp blómstrandi skáklíf í
Bolungarvík. Haukur verður heiðr-
aður sérstaklega um helgina fyrir
framlag sitt til skáklistarinnar á
Vestfjörðum. Slegið verður upp
dansleik með Baggalút um kvöldið.
Skákmót KB banka og Sparisjóðs
Bolungarvíkur er liður í þeirri
stefnu stjórnar Skáksambands Ís-
lands að efla skáklíf á landsbyggð-
inni. Mótið er öllum opið og jafnt
byrjendur sem lengra komnir,
krakkar sem eldri borgarar, eru
hvattir til að vera með. Allir krakk-
ar fá verðlaun og viðurkenningu
fyrir þátttökuna. Áhugasamir geta
skráð sig á netfangið siks-
@simnet.is eða í síma 568 9141.
Skákmeistarar
flykkjast
vestur á firði
LÝSING fagnaði 20 ára afmæli
sínu í september í ár og hefur
staðið að ýmiss konar uppá-
komum í tilefni þess. Meðal ann-
ars voru allir þeir sem gengu frá
bílasamningi við Lýsingu frá 18.
september til 1. október settir í
afmælislukkupott. Á þessu tíma-
bili tvöfaldaðist umsóknarfjöldi
bílasamninga Lýsingar og því
margir sem bitust um vinninginn.
Þann 5. október var dregið úr
pottinum og var það Elín Ósk-
arsdóttir sem hreppti vinninginn.
Hún gekk frá bílasamningi við
Lýsingu þann 29. september þeg-
ar hún festi kaup á Renault Meg-
ane. Lýsing greiddi upp allan
samninginn og á hún því bifreið-
ina skuldlausa í dag.
Dregið úr afmælispotti Lýsingar
NÝLEGA var auglýst eftir umsókn-
um um Eyrarrósina 2007, viður-
kenningu til framúrskarandi menn-
ingarstarfs á landsbyggðinni, og
rennur umsóknarfrestur út 13. nóv-
ember.
Verðlaun verða afhent í þriðja
sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á
Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina,
sem afhent var árið 2005 og Eyrar-
rósina 2006 hlaut LungA, listahátíð
ungs fólks, Austurlandi. Úthlutunar-
nefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi
umsækjenda og hljóta þau öll sér-
staka kynningu. Eitt þeirra hlýtur
Eyrarrósina, verðlaunafé kr.
1.500.000 og verðlaunagrip eftir
Steinunni Þórarinsdóttur, til eignar.
Hin tvö hljóta kr. 200.000 viðurkenn-
ingu og öll verkefnin fá flugferðir
með Flugfélagi Íslands.
Viðurkenningin Eyrarrósin á ræt-
ur sínar í samningi sem Listahátíð í
Reykjavík, Byggðastofnun og Flug-
félag Íslands gerðu árið 2004 um efl-
ingu menningarlífs á landsbyggð-
inni.
Viðurkenningin verður veitt í jan-
úar 2007. Verndari Eyrarrósarinnar
er Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Allar nánari upplýsingar um Eyr-
arrósina eru á heimasíðu Listahátíð-
ar í Reykjavík, www.listahatid.is.
Umsóknarfrestur um
Eyrarrósina 2007 að renna út
MÁLÞING um Skriðuklaustur
verður haldið í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands, laugardaginn
11. nóvember, kl. 11-15.
Málþingið er hið fyrra af tveimur
og byggir á rannsóknum hóps
fræðimanna á klaustrum og klaust-
urhaldi hérlendis. Miðað er við að
viðfangsefni þeirra gangi frá hinu
almenna til hins sértæka sem í
þessu tilfelli er Skriðuklaustur í
Fljótsdal. Klaustrið þar var stofnað
undir lok 15. aldar og lagt af við
siðaskiptin. Uppgröftur á rústum
þess hefur nú staðið yfir í fimm ár
og hefur um helmingur klaust-
urbygginganna verið grafinn fram.
Verkefnið hefur frá upphafi notið
styrkja úr Kristnihátíðarsjóði.
Málþing um
Skriðuklaustur
UNGIR jafnaðarmenn í Hafnarfirði
standa fyrir opnum fundi um
stækkun álvers Alcan í Straumsvík
sunnudaginn 19. nóvember næst-
komandi kl. 16.
Fundurinn verður haldinn í
Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strand-
götu 50, og munu þeir sem skoðun
hafa á málinu hér í Hafnarfirði –
frá Alcan, Sól í Straumi og stjórn-
málaflokkunum – flytja mál sitt,
auk þess sem Ómar Ragnarsson
mætir og ræðir um málið frá sínu
sjónarhorni.
Fundur um
stækkun
álvers Alcan