Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 69 dægradvöl Staðan kom upp í fyrri hluta Flug- félagsdeildar Íslandsmót skákfélaga. Franski stórmeistarinn Igor-Alexandre Nataf (2586) er annálaður sérfræðingur í byrjunum. Á þessu fékk alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2482) að kenna þegar Igor lék 20. Dd6!. og af- hjúpaði að svarta staðan er götótt sem svissneskur ostur. Allir menn svarts eru á hvítum reitum fyrir utan hrókinn á kóngsvæng og skipti engu um úrslit skákarinnar þó að svartur yrði manni yfir eftir 20...Dxa4. Hvítur hóf þá sókn- aratlögu að svarta kóngnum sem úti- lokað var að verjast: 21. Had1 Kf7 22. Df4+ Ke7 23. f3! og svartur kaus að gef- ast upp þar sem hann getur ekki rönd við reist þegar f-línan opnast og svartur yrði t.d. óverjandi mát innan fárra leikja eftir 23... Db4 24. Dg5+ Kf7 25. fxe4+ Kg7 26. De5+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Fjarlægir draumar. Norður ♠K95 ♥Á8 ♦854 ♣KG753 Vestur Austur ♠D82 ♠G1074 ♥K43 ♥G76 ♦DG62 ♦K1093 ♣642 ♣Á8 Suður ♠Á63 ♥D10952 ♦Á7 ♣D109 Suður spilar 3G og fær út tígultvist. Þetta er fullmikið sagt, en ekki þýðir að gefast upp baráttulaust. Eftir út- spilið á vörnin minnst þrjá slagi á tígul og laufás, svo ekki má gefa slag á hjarta. Það er hugsanlegt að hálita- þvingun myndist ef sagnhafi sækir laufásinn og vörnin tekur tígulslagina. En það er nokkuð fjarlægur draumur. Annar möguleiki (ekki alveg eins fjar- lægur) er að taka kínverska svíningu í hjartanu – spila hjartadrottningu, áður en farið er í laufið. Hver veit, kannski tímir vestur ekki kóngnum, enda væri það neyðarlegt ef hjarta suðurs væri DG109x. (Það er kölluð „kínversk svín- ing“ að spila út drottningu þegar gos- ann vantar. Yfirleitt heppnast hún ekki, en þó helst í stöðum þar sem það gæti kostað vörnina slag að leggja kónginn á drottninguna.) BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 tónverk, 8 ang- an, 9 þurrkað út, 10 frjó- angi, 11 veiða, 13 skepn- urnar, 15 spik, 18 djöfull- inn, 21 títt, 22 segulstál, 23 óskertan, 24 hrakin af hríð. Lóðrétt | 2 trylltar, 3 gremjast, 4 fastheldni, 5 vesælar, 6 hjartarkolla, 7 pípan, 12 lofttegund, 14 fiskur, 15 sjávardýr, 16 himnaverur, 17 elds- neytið, 18 vísa, 19 er kyrr, 20 nálægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svipa, 4 signa, 7 rýjan, 8 tjása, 9 set, 11 kona, 13 ball, 14 fálki, 15 þjöl, 17 kjól, 20 enn, 22 kauni, 23 af- ræð, 24 ragan, 25 tossi. Lóðrétt. 1 skræk, 2 iðjan, 3 agns, 4 sótt, 5 gráta, 6 aðall, 10 eklan, 12 afl, 13 bik, 15 þokar, 16 örugg, 18 járns, 19 liðni, 20 einn, 21 naut. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Bandaríkin hafa fengið nýjan varn-armálaráðherra, Robert Gates, í stað Rumsfelds. Hann gegndi áður einu áhrifamesta embætti í Bandaríkj- unum. Hvert er það? 2 Óvissa er um framtíð Íslendinga-bókar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið straum af. En hvaða fyrir- tæki starfrækir gagnagrunninn? 3 Hvaða knattspyrnukappi og lands-liðsmarkvörður hefur beitt sér fyrir stofnun Vinafélags Grímseyjar? 4 Nýjasta kvikmynd Pedros Almo-dóvars er með sex tilnefningar fyrir evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hvað heitir myndin og hvað þýðir titill- inn? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Eftir hvern var brjóstmynd sem var af- hjúpuð af Davíð Oddssyni í Ráðhúsinu sl. þriðjudag? Svar: Helga Gíslason. 2. Hver bar fram tillögu um að opna á nýjan leik læk- inn sem rann úr Tjörninni til sjávar þar sem nú heitir Lækjargata. Svar: Björn Ingi Hrafns- son. 3. Hvaða frægi kvikmyndaleikari vann öruggan sigur í ríkisstjórakosningum í einu af ríkjum Bandaríkjanna í fyrradag? Svar: Arnold Schwarzenegger í Kaliforníu. 4. Her- mann Hreiðarsson kom Charlton áfram með því að skora lokamarkið í vítaspyrnukeppni. Á móti hvaða liði? Svar: Chesterfield. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    önnur óþekkt, en þau eiga það sameiginlegt að vera sérlega fal- leg og skemmti- leg. Regína Ósk er gríðarlega sterk söngkona og þegar röddin hennar er beisl- uð á réttan hátt er hún glæsileg. Hún er mun betri en sumir hálfdrættingarnir sem hún syngur bakraddir fyrir. Þvílík snilld að fá Barða Jóhannsson til að útsetja plötuna. Hann er með svo góðar hug- myndir fyrir popptónlist. Honum tekst að ljá plötunni ákaflega vandað og fallegt yfirbragð. Hann er ekki feiminn við að láta skína í ræt- urnar því í lögunum má heyra í „surf“-gítar og þann skemmtilega stíl sem honum fylgir sem kalla mætti kammerpopp. Barði kann að út- setja – það er ekki spurning – en sú dýpt og sá mikli persónuleiki sem hér um ræðir hjá Reg- ínu Ósk er óhjákvæmilega afrakstur samstarfs þeirra. Það eru mörg skemmtileg lög á plötunni. ÉG fer ekki ofan af því að þessi plata er það besta sem ég hef heyrt frá Regínu Ósk hingað til. Lögin eru sérdeilis vel valin. Sum þekkt, Trúin flytur fjöll er eitt þeirra, dásamlega „hippískt“ og flott. Sömuleiðis er vert að nefna Draumur um dag þar sem þunglyndisleg djass- áhrif eru í fyrirrúmi. Prins eftir Jóhann Helga- son er afskaplega fallegt auk þess sem ég var hrifin af Hvað tekur við? Í því síðastnefnda beitir Regína Ósk röddinni á allt annan hátt en hún er vön að gera. Stórkostlegt. Ég vissi ekki að hún ætti þetta til í sér. Það er svolítið skemmtilegt að lokalag plöt- unnar er lagið sem hún söng í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Þér við hlið. Lagið hefði vafalaust unnið ef að- stæður hefðu verið aðrar. Gott hjá henni að hafa það með – hún má vera stolt af flutningi sínum á því. Ég er afar ánægð með þá leið sem Regína Ósk valdi við gerð þessarar plötu. Hún sýnir hér hvers megnug hún er sem söngkona og ég dáist að henni fyrir að hafa sjálfstraust í að beygja af þeirri tilþrifalausu leið sem hún virt- ist vera á í tónlistarsköpun sinni. Ég vona að hún stökkvi í djúpu laugina og haldi áfram að taka áhættur. Sigur fyrir góða söngkonu TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Regínu Óskar er nefndur Í djúpum dal. Lög og textar eru eftir ýmsa. Regína Ósk Óskarsdóttir syng- ur. Barði Jóhannsson leikur á kassa- og rafgítar, orgel, Roland VC330, bassa, Rhodes, auk þess að sjá um hljóð- gervla, cuica, forritun og klapp. Trommur og ásláttur eru í höndum Denis Benarrosh, Hubert Decottignes leikur á bassa, Védís Hervör syngur bakraddir, Þórhallur Berg- mann spilar á píanó og Reykjavík Sessions Quartet sér um strengi. Guðmundur Pétursson leikur á gítar og Kjart- an Hákonarson blæs í Flugelhorn og trompet. Karl Ol- geirsson spilar á píanó, orgel, pumpuorgel, Moog, Rol- and VC330 og sér um hljóðgervla, raddir, og klapp. Hreimur Örn Heimisson leikur á kassagítar, Daði Birg- isson spilar á Rhodes, orgel og Roland VC330, Eiður Arn- arsson spilar á bassa. Karl Olgeirsson sá um strengjaút- setningar í Ástfangin. Um upptökur sáu Hubert Decottignes og Barði Jóhannsson. Diddi sá um upptökur á strengjum í Ástfangin, Hubert Decottignes aðstoðaði við upptökstjórn. Barði Jóhannsson stjórnaði upptökum. Sena gefur út. Regína Ósk - Í djúpum dal  Helga Þórey Jónsdóttir Broadway-söngleikur með lögumeftir Bob Dylan og syngjandi og dansandi trúðum er fallinn, tæp- um mánuði eftir að hann var frum- sýndur. Gagnrýn- endur hafa farið ófögr- um orðum um uppsetn- inguna, þar sem lög og textar eftir Dylan voru notuð til að segja sögu um sirkusmeistara og óánægða starfsmenn hans. Það kom mörgum á óvart þegar Dylan veitt leyfi fyrir því að lögin hans yrðu notuð með þessum hætti, því að hann hefur löngum reynt að forðast sviðsljósið. Höfundur dansa var Twyla Tharp, sem einnig samdi dansa fyrir söngleik með lögum og textum Bil- lys Joels, er sló í gegn. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.