Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 51 ✝ Edvard Örn Ol-sen fæddist á Túnsbergi í Skerja- firði 31. október 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þann 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ester Kristjana Sæ- mundsdóttir, hús- móðir og afgreiðslu- stúlka í Vogue, f. 3.febrúar 1926, d.12.febrúar 1988 og Edvard Kristinn Olsen, flugstjóri, f. 24.júní 1917, d. 28.janúar 2001, en þau skildu árið 1947. Ester giftist síðar Þórði Steindórssyni, feld- skera og starfsmanni gjaldheimt- unnar í Reykjavík, f. 26.júní 1919 d. 8.ágúst 1987 og eignuðust þau fimm börn. Hálfsystkin Edvards, sammæðra, eru Magnús Þórðar- son, Valgerður Þórðardóttir, Ríkey Þórðardóttir og Sæmundur Þórð- arsson. Stjúpbróðir Edvards var Ívarsson og Aron Örn Ívarsson. Sigríður og Edvard slitu sam- vistum. Þann 15.desember 1977 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigþrúði Ingólfsdóttur, f. 10.nóvember 1949. Edvard og Sig- þrúður eignuðust tvö börn, Ingólf Má Olsen f. 28.maí 1980 og Helgu Kristínu Olsen f. 5.ágúst 1978. Maki hennar er Ingvar Valgeirsson og eiga þau soninn Stefán Örn Ingvarsson en sonur Ingvars frá fyrra sambandi er Alexander Ingv- arsson. Edvard ólst lengst af upp í Ás- garði í Reykjavík. Hann var sendill hjá Silla og Valda á unga aldri, sem ungur maður var hann mikið á síld- veiðum frá Siglufirði og enn síðar vann hann við bifvélavirkjun. Hann gekk í lögregluna í Reykjavík þann 1. apríl 1966 og lauk prófi frá lög- regluskólanum í desember sama ár. Hann var lögregluvarðstjóri á Raufarhöfn um nokkurra ára skeið en lengst af var hann í almennu- deild lögreglunnar í Reykjavík og vann hann þar til dauðadags. Útför Edvards verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sr. Páll Þórðarsson. Önnur hálfsystkin Edvards, samfeðra, eru Guðbjörn Björns- son, Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Óli Ol- sen Miolla, Kristján Olsen og Guðrún Ol- sen. Árið 1966 hóf Edv- ard sambúð með Aðalheiði Jónatans- dóttur og eignuðust þau frumburð Edv- ards, Eydísi Ernu Ol- sen þann 23.janúar 1967. Maki hennar er Sean Maver- ich og börn þeirra eru Áróra Elísa- beth Maverich, Júlíus Alexander Maverich og Brynja Elín Maverich. Aðalheiður og Edvard slitu sam- vistum. Edvard kvæntist Sigríði Frið- finnsdóttur árið 1968 og eiga þau saman einn son, Ívar Örn Edvards- son f. 20.september 1968. Maki hans er Sandra Dögg Guðmunds- dóttir og börn þeirra eru Ísak Örn Elsku hjartans ástin mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég átti ekki von á því að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við ætluðum að eyða allri ell- inni saman en ég er þó svo þakklát fyrir þau þrjátíu ár sem við áttum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig og að þú hafir viljað eiga mig. Ég er þakk- lát fyrir börnin okkar og ég er svo stolt að sjá hvernig þau líkjast þér. Ég er svo þakklát fyrir hjartahlýjuna þína, heiðarleikann og styrkinn. Með þér varð ég betri og heilli heldur en ég var áður. Ég var hluti af þér og þú varst hluti af mér, þannig gengum við saman í gegnum lífið og saman sigr- uðumst við á öllum erfiðleikum. Þú varst mér svo margt. Þú varst besti vinur minn, stóra ástin í lífi mínu og lífsförunautur. Án þín er lífið svo tómlegt. Þú varst svo góður pabbi og svo góður eiginmaður. Ég á svo yndisleg- ar minningar um allar stundirnar sem við ferðuðumst saman um landið með börnin þegar þau voru lítil, um stundirnar sem við eyddum að Vin- arminni á Þingvöllum og hvað þú varst góður við hana mömmu. Þú varst henni sem sonur. Ég man veiði- ferðirnar okkar og vangadansanna okkar þegar við vorum heima í stof- unni eða eldhúsinu, ekkert tilefnið þurfti til. Ég er svo þakklát fyrir sam- tölin sem við áttum á hverju kvöldi og tilfinningarinnar þegar við urðum afi og amma. Það er svo margt sem yljar mér ástin mín, því þú gafst mér svo margt. Nú mun ég halda áfram án þín, en þó ekki alveg. Ljós þitt lifir í börn- unum okkar og barnabörnum og ég veit að þú ert alltaf hjá mér. Ég veit að þú er kominn á betri stað, ástin mín og ég hlakka til að hitta þig aftur þegar minn tími verður kominn. Ég veit að þú bíður eftir mér. Haltu áfram að trufla tónlistina svo að ég viti að þú sért hjá mér. Þín að eilífu, Dúa. Elsku pabbi. Nú ert þú fallinn frá, langt um aldur fram. Við ætluðum að fagna með þér 60 ára afmælinu dag- inn sem þú lést, en í staðinn gerðum við það í skugga sorgarinnar. Þú áttir eftir að upplifa svo margt og vera kletturinn okkar í svo mörg ár til við- bótar. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og eftir standa ótal yndislegar minningar. Við erum svo óendanlega þakklát fyrir þig og svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir okk- ur. Þú kenndir okkur að opna hjarta okkar fyrir þeim sem minna mega sín, að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, að elska og þiggja væntumþykju ann- arra, að sjá annarra manna sjónar- horn, að horfa á hlutina frá mörgum hliðum og alltaf að reyna að finna far- sæla lausn. Á þessari stundu reikar hugurinn aftur í tímann, aftur til þess þegar við vorum að alast upp og við sjáum alltaf betur og betur hversu alvarlega þú tókst foreldrahlutverkið. Þú varst alltaf stærstur og mestur, vissir allt og gast alltaf bjargað öllum málum hvort sem þau voru stór eða smá, þú varst fyrirmynd margra ekki einung- is okkar heldur allra sem þekktu þig. Við systkinin höfum alltaf verið svo stolt af þér og við vissum að við gát- um alltaf reitt okkur á þig, sama hvað var að. Eins og þú sagðir „þið getið sagt mér hvað sem er og ég mun allt- af reyna að aðstoða en eina skilyrðið sem ég set er að þið segið mér alltaf satt“. Þetta var aðeins eitt af svo ótal mörgu sem þú sagðir við okkur þegar við vorum að alast upp og við munum segja það sama við okkar börn. Við munum einnig eftir því þegar við vor- um lítil og allir áttu að vera komnir inn kl. 20:00. Við vorum að sjálfsögðu komin inn á slaginu og vældum í þér að leyfa okkur að vera lengur. Þá sagðir þú „hvernig á ég að geta haldið uppi lögum og reglu í landinu ef þeim er ekki framfylgt á mínu eigin heim- ili“. Þú varst alltaf löggan, löggan í hverfinu, löggan í vinnunni og gerðir aldrei mannamun, allir áttu að fara að lögum og þá sérstaklega börnin þín. Þú mast heiðarleikann mest, varst svo hreinn og beinn og svo ofboðslega hjartahlýr. Þú sagðir okkur á hverj- um degi hversu mikið þú elskaðir okkur, við efuðumst aldrei um það. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og gafst þér tíma til þess að sinna áhugamálum okkar og lést eins og við værum eina áhugamálið þitt. Í dag erum við komin á þrítugsaldurinn og enn varstu að fylgja okkur í áhuga- málum okkar, námi og vinnu, vildir alltaf vita hvernig dagurinn var hjá okkur, hvað var spennandi og hlust- aðir alltaf ef eitthvað var að, ráðlagðir og settir ofan í við okkur ef þér fannst þess þurfa. Við mátum ráð þín svo mikils vegna þess að við vissum að þau voru sögð í hreinskilni og voru laus við allt fals. Handakrikarnir þínir voru bestu vettlingarnir og þrátt fyrir að við værum orðin fullorðin leið okkur eins og við værum lítil börn þegar við leiddumst hönd í hönd. Hendurnar þínar voru svo stórar, kraftmiklar, sterkar en um fram allt svo blíðar. Elsku besti pabbi, við munum reyna að lifa lífinu eins og þú kenndir okkur, láta gott af okkur leiða, vera heiðar- leg í gjörðum og orði, elska og vera til staðar fyrir börnin okkar og fjöl- skylduna alla. Aðeins þannig getum við heiðrað minningu þína. Þú alltaf ert, þú alltaf varst, fjallið, brimið og það sem í leik minn skarst. Ég væri og er ekkert án þín, þú ert sá kjarkur sem úr augum mínum skín. Þú gafst mér æskuna, þú gafst mér líf. Þú ert það góða, þú ert mín sýn. Ég skal gera þig stoltan af mér og af því sem ég er. Ég er sonur þinn. Ég verð alltaf hjá þér. (Ingólfur Már Olsen) Þín börn, Helga og Ingólfur. Mágur minn og kærasti vinur, Edvard Örn Olsen er látinn. Farinn til Guðs sem gaf hann. Á vináttu okkar bar aldrei skugga, allt frá því að hann kynntist Dúu syst- ur minni forðum daga. Fyrir honum voru allir menn jafnir í þjóðfélags- stiganum, háir sem lágir. Fjölskylda hans var honum dýrmætust alls og sérstaklega náin. Einstök vinátta var milli móður okkar og hans, og því læt ég þetta litla uppáhaldstrúarljóð hennar fylgja hér með: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Sjálfri er mér orðavant og sál mín hljóð, en læt þessa kveðju frá mér fara: „Elsku Eddi kær, alltaf varstu nær, minning sú er söm við sig.Við hugsum oft til þín, því eins og sólin skín, speglast þú okkur í sýn. Þú vildir allt gera það, sem þú hélst að okkur gæti orðið í hag. Við kunn- um að meta það, virtum þig fyrir að, vera sá sem þú alltaf varst. Þú varst alltaf þú, það var svo gott því sú hlýja og traust var svo mikils- vert. Til Guðs sem gaf okkur þig ertu farinn til. Hann þig leiðir um kær- leiksstig. Í djúpri þökk og bæn sem við nú styðjumst við blessa ég Guð fyrir kynnin við þig.“ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, elsku Eddi minn, Þín mágkona og vinkona, Sif. Elsku fallegi frændi minn. Það er komið að kveðjustundinni. Þegar ég hugsa til þín fyllist ég hlýju og kærleika. Þannig varst þú fullur af hlýju og kærleika, falleg orð og ynd- islegt faðmlag, þetta gafst þú mér alltaf þegar ég hitti þig, hlýja og aftur hlýja, elsku Eddi. Í þínum augum voru allir jafnir, allir dýrmætir. Það eru ótal margar minningar sem koma upp í huga mér núna á þessari stundu. Ég ætla ekki að setja þær á blað, heldur geyma þær vel með mér, þetta eru dýrmætar minningar. Ég man líka hvað það var kært á milli ykkar pabba og þegar ég var barn og unglingur óskaði ég að þú værir stóri bróðir minn. Elsku frændi, þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar, þangað til við hittumst næst. Bless og góða ferð, yndislegi frændi minn. Elsku Dúa, Helga Kristín, Ingólfur Már, Ívar, Eydís, tengdabörn og afa- börn. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk. Ykkar, Edda Olsen. Eddi kvaddi okkur á sextíu ára af- mælisdaginn sinn. Það var við höfð- ingja hæfi, enda var maðurinn höfð- ingi. Við kynntumst Edda fyrir mörgum árum, þegar hann og Dúa, skólasystir okkar úr Hjúkrunarskól- anum ákváðu að eyða ævinni saman. Það sem okkur fannst einkenna Edda mest, var drenglyndi, góð- mennska og hjálpsemi. Hann var atorkumikill og stöðugt að. Þær voru ófáar stundirnar sem hann eyddi frí- tíma sínum í bílskúrnum við fjöl- breytt verkefni. Einnig voru þau Dúa stöðugt að dytta að og lagfæra heimili sitt og lögðu alúð sína í það. Gestagangur var mikill á heimili þeirra og alltaf hafði Eddi ráð undir hverju rifi fyrir gesti sína. Allir voru hjartanlega velkomnir. Glaðværð ríkti á heimilinu og iðulega voru skoð- anaskipti heimilisfólks og gesta lífleg. Greiðviknari maður en Eddi var vandfundinn. Duglegur með afbrigð- um, svo eftir var tekið. Þau voru ófá skiptin sem hann hjálpaði til við flutn- inga á búslóðum okkar vinkvennanna á „Piparstöðum“, þá skipti engu máli hvað þurfti að burðast með af hús- gögnum upp og niður stiga, allt virtist þetta vera leikur einn. Eddi var lögreglumaður að atvinnu og fannst okkur hann vera á réttri hillu í lífinu. Hann var glæsilegur á velli og bar með sér traust og hlýju. Hann var mikill fjölskyldumaður og bar gæfu til að eiga gott fjölskyldulíf með Dúu og börnunum. Á seinni ár- um var dóttursonurinn honum mikill gleðigjafi, ásamt hinum barnabörn- unum, og styttu þau honum stundir, sérstaklega á erfiðum stundum í veikindunum. Okkur vinkonurnar langar til þess að þakka alla greiðviknina og sam- verustundir liðinna ára. Dúu og börn- unum ásamt öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Jórunn og María. Kveðja frá Skautasambandi Íslands Innan skautaíþróttarinnar byggist öll vinna að mestu á sjálfboðaliða- starfi og því mikilvægt að fá gott fólk til starfa þegar stórir viðburðir eru í gangi eins og mótahald. Eðvarð Örn Olsen var einn af þessum sjálfboða- liðum og vann ötullega á mótum sam- bandsins. Helga dóttir hans er skautaþjálfari og hefur unnið mikið og gott starf við uppbyggingu íþróttarinnar frá fyrstu tíð. Þegar mótahaldari var Skauta- félagið Björninn, þar sem hún starf- ar, þá lenti mikið af vinnunni á henn- ar herðum og það brást ekki að foreldrar hennar þau Eðvarð og Dúa stóðu henni við hlið. Það var aðdáun- arvert hve mikinn þátt þau tóku í því sem dóttir þeirra var að gera og hve tilbúin þau voru til þess að leggja skautaíþróttinni lið með vinnu sinni. Fyrir þessa óeigingjörnu vinnu Eðvarðs í þágu skautaíþróttarinnar vil ég þakka kærlega fyrir. Eiginkonu hans Dúu, börnunum hans og fjöl- skyldum þeirra vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Elísabet Eyjólfsdóttir, formaður Skautasambands Íslands. Edvard Örn Olsen ✝ JÓN BJÖRNSSON, Svínadal, Skaftártungu, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Eiríksson. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, JÓHANN HARALDSSON, andaðist af slysförum fimmtudaginn 26. október. Jarðarförin fór fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 7. nóvember. Þökkum öllum innilega auðsýnda samúð og hlut- tekningu á sorgardögum. Fyrir hönd vina og vandamanna, Haraldur E. Logason, Kristjana Ragnarsdóttir, Elín Jóna Haraldsdóttir, Ragnar E. Haraldsson, Móeiður Helgadóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞORVARÐARSON, hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, áður til heimilis í Kirkjulundi 8, Garðabæ, andaðist á Holtsbúð miðvikudaginn 8. nóvember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Ragnhildur Haraldsdóttir, Þorgerður Þórdís Haraldsdóttir, Grétar Bjarnason, María Friðrika Haraldsdóttir, Þorsteinn Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS ÁSMUNDSSON læknir, Sjafnargötu 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, föstu- daginn 10. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Þorbjörg Pálsdóttir, Stefán Andrésson, Þórunn Andrésdóttir, Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson Þóra Andrésdóttir, Gunnar H. Roach, Andrés Narfi Andrésson, Ása Sjöfn Lórensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.