Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 53 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför JÓNÍNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Skálatúni. Fjölskylda og vinir. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR GIZURARDÓTTIR lífeindafræðingur, Kvisthaga 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Lúðvík Gizurarson, V algerður Guðrún Einarsd., Bergsteinn Gizurarson, Marta Bergman, Sigurður Gizurarson, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir, Trausti Pétursson, Dóra Lúðvíksdóttir, Einar Gunnarsson, Einar Lúðvíksson, Georgina Anne Christie, Gizur Bergsteinsson, Bylgja Kærnested, Dagmar Sigurðardóttir, Baldur Snæland, Magnús Sigurðsson, Júlía Sigurðardóttir, Gizur Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar Loftsson. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA GÍSLASONAR fyrrverandi verslunarmanns, Hvassaleiti 56. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða færum við sérstakar þakkir fyrir góða og elskuríka umönnun sem og læknum og hjúkrunarfólki á deild 13D á Landspítalanum. Ingibjörg Níelsdóttir, Kristinn Gíslason, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Reynir Ragnarsson, Kjartan Gíslason, Ólöf S. Jónsdóttir, Óskar Gíslason, Heiða Waage, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hjörleifur Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR MAGNÚSSON verkstjóri, Söndum, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. nóvember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. nóvember kl. 14:00. Aldís Petra Albertsdóttir, Albert Hallgrímsson, Hinrik Helgi Hallgrímsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Sigurður Már Jónsson, Petrína Hallgrímsdóttir, Ragnhildur Ásta Hallgrímsdóttir, Guðjón Arnar Sigurðsson, Svafa Þóra, Hallgrímur Þór, Martin, Sindri, Aldís Petra, Kolbrún Tara, Hugi, Steinunn Vala, Hinrik Viðar og Hektor. Reuters og stóð svo með glettn- isbros á vör frammi fyrir þeim þeg- ar ósköpin enduðu á forsíðum fréttablaða. Og Fjölvi tók sífellt meira til sín. Þar kom að fjölskyldan varð að flytja og leið mín lá þá reglubundið inn í Njörvasundið. Þangað var svo margt að sækja og endurminninga- sjóðurinn ótæmandi. Vináttan við Ingu og samverustundirnar með þeim hjónum voru fyrir mér afar mikils virði, bæði hjónin skarp- greind, öllum öðrum fróðari og ástríðufullar hugsjónamanneskjur. Í eldhúskróknum hjá þeim tel ég mig hafa uppgötvað að raunveruleg velgengni í lífinu er í því fólgin að vera fær um að auðga samferða- menn sína með því að fá þá til að opna hug sinn og taka á móti því sem fagurt er og skapandi. Það voru hvergi hindranir, að- eins lausnir, í huga Þorsteins, og þegar mér fannst ég vera slegin niður reisti hann mig á fætur og fékk mig til að bera höfuðið hátt og ganga í átt til sigurs. Hjá honum átti ég athvarf og sótti til hans ör- yggi og stuðning. Hann var vel- gjörðarmaður minn og til hans bar ég traust. Þorsteinn var einn þeirra manna sem ekki verður lýst með orðum, hann var upplifun, stórbrotinn lífs- listamaður sem skóp lífsbók sína með hugarafli og eljusemi, þar sem hver kafli var vandlega útfærður og engir lausir endar. Ekkert ósagt. Þannig verður sú bók mikilvægasta sem hann skrifaði og inntak hennar varðveitum við með okkur sem eftir lifum um ókomna tíð. Anna Þorsteinsdóttir. Þegar Inga vinkona tilkynnti mér lát Þorsteins tóku minninga- brotin að birtast fyrir hugskots- sjónum, hvert á fætur öðru, þó sér- staklega minningar sem tengdust samskiptum mínum við Þorstein á æskuárunum. Heimili Þorsteins og Sigurlaugar á Rauðalæknum var að segja má mitt annað heimili enda vorum við Inga nánar vinkonur í æsku og höf- um verið allar götur síðan. Sam- vistir við Þorstein og Sigurlaugu voru því óaðskiljanlegur og dýr- mætur hluti af bernskunni á Rauðalæk. Í minningunni var Þor- steinn alltaf að vinna við skriftir. Þegar ég hugsa til þessa tíma sé ég Þorstein ljóslifandi fyrir mér, hamrandi á ritvélina sína og ritvél- arhljóðið ómar í eyrum þegar hug- urinn hverfur til þessa tíma. En þrátt fyrir mikið annríki gaf Þor- steinn sér alltaf tíma til spjalls við stelpukrílið sem læddist inn til hans í tíma og ótíma. Eftirminnilegast er hvað Þor- steinn hafði gaman af að stilla upp ólíkum sjónarhornum til að fá fram rökræðu um hin ýmsu málefni. Sem dæmi velti hann því fyrir sér með ungu hnátunni hvort Íslend- ingar ættu að reyna að útrýma þágufallssýki eða líta á hana sem góða og gilda íslensku. Ógleym- anleg eru líka skemmtileg skoð- anaskipti við Þorstein um þorska- stríðið, og nýstárleg sjónarmið sem hann setti fram í þeim efnum. Ég áttaði mig fljótt á að Þorsteinn var ekkert endilega að reifa eigin skoð- anir heldur var þetta aðferð hans til að hleypa fjöri í umræðuna. Það var skemmtilegi kímnisvipurinn sem læddist yfir andlitið þegar líða tók á umræðuna sem kom upp um hann. Samræður okkar Þorsteins á æskuárum mínum eru eitt af mörg- um dæmum um þá mannvirðingu sem einkenndi viðmót hans. Skoð- anir litlu stelpuhnátunnar voru jafnréttháar og ekkert síður áhuga- verðar en skoðanir hinna fullorðnu. Annað minningabrot sem kemur í hugann er þegar Þorsteinn spurði mig eitt sinn: „Anna, hvað finnst þér að bækurnar um Ástrík og Tinna ættu að kosta út úr búð?“ Síðan nefndi hann tölu sem hug- mynd. Ég svaraði: „Þetta er alltof lítið Þorsteinn. Þú ert búinn að handskrifa allan textann í bækurn- ar, þetta er ekki einu sinni kostn- aðarverð!“ „Skiptir engu,“ sagði Þorsteinn þá, „málið snýst um hvað er sanngjarnt að láta fólk borga.“ Þannig var Þorsteinn. Hann var þessi leiftrandi eldhugi sem fyrst og síðast skrifaði og gaf út bækur af ástríðu og hugsjón. Hvað hann sjálfur bar úr býtum virtist ein- hvern veginn aukaatriði. Þó að samverustundum okkar Þorsteins fækkaði eftir að ég komst á fullorðinsár rofnuðu vináttutengsl okkar samt aldrei. Dýrmætasta minningabrotið nú þegar komið er að hinstu kveðju er síðasta heim- sókn mín í Njörvasundið fyrir örfá- um vikum. Þetta var stuttu áður en Þorsteinn og Sigurlaug fluttu í þjónustuíbúð við Bólstaðarhlíð. Stundin sem ég átti í eldhúskrókn- um með Þorsteini og Sigurlaugu, skemmtilega spjallið okkar, hlýjan og væntumþykjan sem umvafði mig, er besta minning sem hægt er að ylja sér við á kveðjustund. Elsku Inga mín, Sigurlaug, Begga og Bjössi. Ég sendi ykkur öllum sem og fjölskyldum ykkar og öðrum ættingjum Þorsteins mínar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Ólafsdóttir. Steini Thor var hann ævinlega kallaður meðal bekkjarsystkina sinna í Menntaskólanum í Reykja- vík frá 1940–1946. Á þeim við- kvæmu æsku- og unglingsárum kynnast bekkjarsystkin betur og nánar en á öðrum æviskeiðum og helst sú vinátta alla ævi, þó að ekki séu mörg tækifæri til samveru. Það kemur berlega í ljós á árlegri Góu- gleði okkar. Skólaminningar streyma þá fram eins og væri beint framhald af skólaárunum. Steini Thor var eins og ævinlega hress á síðustu samkomu okkar 14. júní sl., sem haldin var í tilefni af 60 ára stúdentsafmæli okkar, og beitti hárfínu skopskyni sínu í allar áttir við fögnuð okkar. Var eins og stutt- ur tími hefði liðið frá skólaárum okkar við skemmtilegar endur- minningar. Í tilefni af 50 ára stúdentsafmæli okkar 1996 kom út „Fauna – 1946“. Þar skrifaði Steini Thor stutt sjálfsæviágrip, sem er svo fullt af kímni og ritfærni að aðrir gera ekki betur. Þess vegna leyfum við okkur að birta það hér: „Leit heim- inn fyrst augum á Móeiðarhvoli einhvers staðar í Flóa eða Land- eyjum, kominn af óðalsbændum, prestum og sýslumönnum í tíu ætt- liði. Faðirinn Óskar Thorarensen var hrossabóndi en fylgdi kalli tím- ans, slátraði hestum og át þá og varð bílabóndi í Reykjavík, meðan móðirin Ingunn Eggertsdóttir al- þingismannsdóttir úr Hlíðum orti ljóð sem aldrei voru birt og þýddi og las Alís í Undralandi fyrir barnahópinn. Pilturinn ætlaði aldrei að verða læs, en þegar það skall svo skyndi- lega yfir varð hann óstöðvandi og síðar er hann ófær um að fylgja kalli tímans um að hætta þessum lestri og hefur ekki enn tekist að stöðva hann. Var lærisveinn Jóns Þórðarsonar í Austurbæjarskóla, hins mikla Megaföður, en Vignir sundkennari lúbarði hann, því svo þungt var í stráknum að hann sökk alltaf til botns. Síðan tók Einar Magg við og pilturinn rétt skreið inn í gamla MR í miðri innrás Breska heimsveldisins. Ekkert gerðist næstu árin, nema hann varð stúdent 1946 en féll í skugga af eldri árgöngunum á af- mælisárinu. Missti af lestinni í Charlottenlund við sænsku landa- mærin og var látinn moka kolum og skræla kartöflur upp í fargjald- ið. Hóf bókaútgáfu með myndabók- inni Stúdentar 1946, nú ómetanleg- ur dýrgripur. Vonandi er nú gleymd tilraun piltsins til að verða skáld undir tón- um Hallgríms Helgasonar og síðan gerðist ekkert meira, nema hann tók þátt í vörn Alþingishússins og Íslands gegn atlögu Ólafs Jensson- ar og kumpána og hefði hann þá helst viljað hafa hjálm og kylfu eins og Leifur til að berja á þessum rauðu dónum. Upp úr því gerðist hann hand- genginn Valtý Stefánssyni ritstjóra á sumrum og skrifaði nokkra leið- ara og Reykjavíkurbréf fyrir hann og lauk í hjáverkum embættisprófi í lögfræði 1952, en þar sem ekkert sýslumannsembætti var laust sneri hann sér að öðrum hugleiknari hlutum svo sem að krækja í eina litfríða og ljóshærða sveitastúlku. Engin bekkjarsystranna hafði vilj- að líta við þessum peyja, en hún skaut þeim ref fyrir rass, var veisl- an í Þjóðleikhúskjallaranum 1954 með pelafylleríi, sem þá var í tízku. Brúðurin var Sigurlaug Bjarna- dóttir frá Vigur, síðar frönskukenn- ari og alþingismaður, foreldrar Bjarni Sigurðsson æðarbóndi og kona hans Björg Björnsdóttir. Þá hófst hin endalausa ritræpa þessa manns, svo þjóðin hefur fengið nóg af. Hóf snemma baráttu fyrir frelsi Austur-Evrópu fyrstur allra og liðu 40 ár uns hann sá ár- angur verka sinna og múrinn hrundi. Hinsvegar varð hann fyrir vonbrigðum með að ekki tókst að útrýma bolsunum í Víetnam með napalmsprengjum. Svo fór Bjarni Ben að regera á Mogganum. Steina líkaði illa við hann og Bjarna illa við Steina, svo hann rauk burt. Bjarni hallaði sér að Sigurði A. Magnússyni bolsa og Kastrósinna, sem síðan hefur þó snúið við blaðinu og gengið til liðs við Fjölva! Steini brotlenti þá á Vísi 1961, skrifaði föstudagsgreinar og setti blaðið á hausinn. Þar með hófst eiginlegt lífsstarf hans 1966 að stofna Fölva og setja hægt og bítandi á hausinn og nálgast hann óðum það langþráða mark. Hann gerðist pabbi Tinna á Íslandi og samdi einu skordýrafræðina sem til er á Íslensku. Hann hefur gefið út 600 bækur sem mynda einstakar 30 metra háa súlu, en allt upplagið vegur um tvö þúsund tonn, allt að verða uppselt. Var um tíma að dauða kominn, en bjargaði sér með Toppforminu og yngist nú upp með hverju ári og er orðinn algjört töl- vufrík. Óduglegur við að fjölga mann- kyninu, spar á sín ættgóðu gen og hefur t.d. aldrei haldið framhjá frekar en frændi hans biskupinn.“ Við kveðjum Steina Thor með vin- áttu og væntumþykju og þökkum innilega góðar samverustundir með skemmtilegum bekkjarbróður. Stúdentar frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946. Steini Thór var skemmtilegur maður, ætíð glaðlegur og gaman- samur í viðræðum, geðþekkur í við- móti og launfyndinn. Hann var í hópi áttatíu og fjögra stúdenta, sem útskrifuðust úr Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1946. Hæfi- leikar hans til að móta hugsanir sínar í skrifaðan texta komu snemma í ljós, enda var hann far- inn að skrifa og þýða fyrir Morg- unblaðið á meðan hann var enn í námi við lagadeild. Hann varð síðan fastur blaðamaður við Morgunblað- ið og gegndi því starfi í mörg ár. Þorsteinn var mjög góður rithöf- undur og skáld og þegar vinnan var alveg að kæfa hann stofnaði hann útgáfufélagið Fjölva, og enn jókst álagið, því aldrei tók hann sér hvíld, en vann sleitulaust. Þorsteinn var ákaflega vinfastur og trúr skólasystkinum sínum, og sínum gamla skóla, MR. Hann hélt líka mikið upp á gömlu kennarana sína og talaði alltaf um þá með hlý- hug og virðingu, sérstaklega Pálma Hannesson rektor, sem einnig bar gagnkvæma virðingu og vináttu til þessa gáfaða nemanda sins, eins og oft mátti heyra í tali rektors. Rit- listin var ekki eina listgreinin, sem skreytti fjölbreyttan persónuleika Þorsteins. Hann var einnig af- bragðs listmálari. Vatnslitamyndir hans voru einstök og einstæð lista- verk, svo sem „Þrjár dansmeyjar“ á Hvalvatni, og „Garðurinn heima“ , hvorutveggja vetrarmyndir. Hann hafði einnig áhuga á fjallgöngum. Ég man sérstaklega eftir göngu á Esju eitt vorið og annað skipti á Baulu, ásamt fleiri félögum. Þorsteini gleymir enginn. Jón Magnússon. Það er nokkur skaði, hve mikið er til af venjulegu fólki í heimi hér. Auðvitað eru þetta vænstu mann- eskjur, upp til hópa, en því miður lítt til þess fallnar að auka fjöl- breytileik tilverunnar. En það er ástæðulaust að örvænta; stöku sinnum rekur á fjörur manns fólk, sem fer sínar eigin leiðir og varpar um leið nokkrum bjarma á til- veruna. Þannig maður var útgef- andi minn hér á árum áður, Þor- steinn Thorarensen, blaðamaður af Guðs náð, skemmtilega sérvitur rit- höfundur, og bókaútgefandi án hliðstæðu, það best ég veit. Mér er skapi næst að halda, að hann hafi trúað því, að bókaútgáfa og fjármál hafi verið hvort öðru óviðkomandi, svo dyggilega þjónaði hann eigin lund í útgáfunni og virtist oftar en ekki leiða þessi svokölluðu mark- aðslögmál gjörsamlega hjá sér. Þorsteinn mun reyndar hafa byrjað bókaútgáfu sína á metsölu- bókum, en það voru bækur hans um pólitíkina á heimastjórnarárum, Eldur í æðum og fleiri slíkar. Þar var margt til bókar fært, án þess öllum þætti ástæða til að taka það bókstaflega. Hygg ég að ýmsum hafi sést yfir það, að þar hélt ekki sagnfræðingur á penna, heldur blaðamaður, sem freistaði þess, að varpa ljósi liðinna stunda á atburði róstusamra tíma og þá menn, sem þar komu við sögu. Slíkt uppátæki hlaut að vekja hörð viðbrögð. Víkingur hefur leyst landfestar og stefnir til hafs. Hljóti hann góð- an byr. Pjetur Hafstein Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.