Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 55 ✝ Andrés Ás-mundsson fædd- ist 30. júní 1916 í Stykkishólmi. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 30. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Magnúsdóttir hús- freyja og Ásmundur Guðmundsson, skólastjóri Alþýðu- skólans að Eiðum, prófessor við Há- skóla Íslands og síðar biskup Ís- lands. Andrés var elstur systkina sinna, en hin eru Þóra banka- fulltrúi, f. 1918, Sigríður hús- freyja, f. 1919, d. 2005, Áslaug fulltrúi, f. 1921, Guðmundur hæstaréttarlögmaður, f. 1924, d. 1965, Magnús læknir, f. 1927 og Tryggvi læknir, f. 1938. Andrés kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorbjörgu Guð- rúnu Pálsdóttur myndhöggvara, árið 1942. Foreldrar hennar voru Páll Ólafur Ólafsson útgerð- armaður og ræðismaður Fær- eyinga á Íslandi og Hildur Stef- ánsdóttir húsfreyja. Börn Andrésar og Þorbjargar eru: 1) ingur. Börn þeirra Agnes Jórunn, f. 1997, Bjarki Rafn, f. 1999 og Auður Eygló, f. 2002; 7) Þorbjörg bankamaður, f. 1960, d. 1983. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk BA-prófi í þýsku, ensku og frönsku frá Háskóla Ís- lands árið 1945. Hann lauk lækn- isprófi frá Karolinska mediko- kirurgiska Institutet í Stokkhólmi í apríl 1952 og hlaut síðar sér- fræðingsleyfi í skurðlækningum, kvensjúkdómum og fæðing- arhjálp. Andrés var starfsmaður Útvegsbanka Íslands á árunum 1935–1945. Á árunum 1952–1961 vann hann sem læknir í Svíþjóð. Frá 1961–1989 var hann starfandi læknir í Reykjavík og Kópavogi. Meðal annars starfaði hann sem skurðlæknir á Hvítabandinu þar til það var lagt niður. Þá vann hann við fæðingarhjálp á Fæðing- arheimili Reykjavíkur frá 1961– 1986. Jafnframt starfaði hann við mæðravernd Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur auk þess að reka eigin læknastofu og vera heimilislæknir. Þá var hann trún- aðarlæknir ýmissa fyrirtækja, m.a. Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og Samvinnutrygg- inga. Útför Andrésar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ásmundur, f. 1950, d. 1952; 2) Hildur, f. 1953, d. 1955; 3) Stefán, fjölbrauta- skólakennari, áfangastjóri, f. 1953, (kjörbarn). Maki Þórunn Andrésdóttir M.Ed. sérkennari. Börn þeirra Hildur, f. 1976, sonur hennar Ísar Freyr, f. 2002, Andrés, f. 1980, d. 1980, Andri, f. 1982, trúlofaður Sigríði Hrönn Pálsdóttur og Margeir, f. 1986; 4) Katrín íþróttakennari, f. 1953 (kjörbarn). Maki Gunnar Kristjánsson banka- útibússtjóri. Börn þeirra Andrés, f. 1976, Gunnar, f. 1976, Jóhannes Páll, f. 1979, trúlofaður Berglindi Ósk Björnsdóttur, dóttir þeirra Emelía Ýr, f. 2006, Kristján Árni, f. 1979, d. 2002, Ari, f. 1983, Ás- mundur, f. 1987 og Katrín, f. 1990; 5) Þóra hjúkrunarfræð- ingur, f. 1957. Maki Gunnar Hal- ford Roach bankamaður. Börn þeirra Davíð, f. 1982, Smári, f. 1983, Kristinn, f. 1988 og Þor- björg, f. 1990; 6) Andrés Narfi arkitekt, f. 1958. Maki Ása Sjöfn Lórensdóttir hjúkrunarfræð- Vor sál er himnesk harpa helgum guði frá, vér lifum til að læra að leika hana á. En þá sem ljúfast leika þau lög sem Drottinn ann við komu dauðans kallar í kóra sína hann. (G.Á.) Elsku pabbi minn, sofðu rótt. Ég veit að Diddi okkar tekur vel á móti þér. Þín dóttir Katrín. Þar sem við sitjum við morgunverð- arborðið hljómaði oft „kaffen er klar“. Nú hljómar þessi glaðværa rödd ekki lengur. Elsku Andrés, mig langar til að þakka þér fyrir yndislega nærveru þau 30 ár sem við höfum þekkst og 20 ár sem við höfum búið undir sama þaki og aldrei borið skugga á. Þar er fallið frá mikilmenni sem átti erfitt með að þiggja en var ávallt að gefa. Hvíl í friði, þinn tengdasonur Gunnar. Andrés bróðir minn var elstur okk- ar systkina, fæddur í Stykkishólmi er faðir okkar var þar sóknarprestur. Þriggja ára fluttist hann að Eiðum þegar faðir okkar varð þar skólastjóri og tólf ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur er faðir okkar tók við dósentsembætti við guðfræðideild Há- skólans. Andrés var góður námsmað- ur, settist ungur í 1. bekk MR, en þá var innganga í þann skóla takmörkuð við 25 nemendur á ári. Stúdent varð hann tæpra 19 ára með góðri einkunn. Það mun hafa hvarflað að honum að læra læknisfræði, en atvinnumögu- leikar lækna hér á landi voru þá taldir mjög takmarkaðir, svo hann hóf störf í Útvegsbankanum. Samhliða fullri vinnu þar stundaði hann tungumála- nám við Háskóla Íslands og lauk BA prófi í ensku, þýsku og frönsku 1945. Árið 1942 kvæntist hann Þorbjörgu Pálsdóttur. Að áeggjan hennar ákvað hann að láta drauminn um læknis- fræðina rætast. Þau fluttu til Stokk- hólms þar sem hann hóf nám við Kar- olinska Institutet og lauk þaðan med. lic. prófi með láði vorið 1952. Næstu ár starfaði hann á sjúkrahúsum í Svíþjóð og hlaut viðurkenningu sem sérfræð- ingur í skurðlækningum, kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp. Í Svíþjóð eignuðust þau hjón 5 börn, en misstu tvö þau elstu ung að árum. Einnig ættleiddu þau 2 börn og með þennan fríða flokk fluttust þau heim árið 1961. Hann hóf þá störf sem skurðlæknir á sjúkrahúsi Hvítabands- ins og vann þar þangað til það var lagt niður við stofnun Borgarspítalans árið 1968. 1961 hóf hann einnig störf á Fæðingarheimili Reykjavíkur og starfaði einnig á mæðradeild Heilsu- verndarstöðvarinnar. Auk þess stund- aði hann sérfræðistörf á stofu og var trúnaðarlæknir SÍS og Samvinnu- trygginga á stórveldistímum þessara fyrirtækja. Um langt skeið var hann einnig heimilislæknir í Kópavogi. Í sumarfríum vann hann sem skurð- læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð. Ég hef mörgum vinnuhesti kynnst um dagana en engum sem jafnast á við bróður minn. Þessi vinnu- þrælkun virtist þó ekki ganga nærri honum. Hann var jafnan léttur í skapi og varð sjaldan misdægurt. Maður hefði haldið að undir slíku vinnuálagi væri lítið um tómstundagaman, en svo var ekki. Hann hafði mikinn tónlistar- áhuga, hafði ungur lært á píanó og bætti verulega við þá kunnáttu með því að sækja tíma hjá Carli Billich. Hann spilaði árum saman með Einari Sturlusyni þegar hann söng til skemmtunar vistmönnum á Grund. Sjálfur lærði Andrés einnig söng, en hélt þeirri list eingöngu fyrir sjálfan sig. Þessi tónlistaráhugi og iðkun smit- aði suma niðja hans honum til ómældr- ar gleði. En tónlistin var ekki eina áhugamálið. Hann hafði einnig mikinn áhuga á stærðfræði. Hann var stúdent úr stærðfræðideild, en bætti mikið við þá kunnáttu sína og kenndi mörgum menntaskólanemum stærðfræði, jafn- vel til stúdentsprófs. Eftir að sjón hans tók að þverra og hann sá ekki lengur nótur stundaði hann stærð- fræðina áfram af kappi. Ég hef heyrt marga sjúklinga hrósa Andrési, bæði sem lækni og sem manni. Honum fannst afar vænt um þegar móðir skírði yngsta soninn í höf- uðið á honum, en hann hafði áður tekið á móti mörgum börnum hennar. Andrés bróðir minn var laglegur maður, léttur á fæti og kvikur í hreyf- ingum. Þótt sjóndepran háði honum gat hann gengið óhindrað sem alsjá- andi væri og hann varð aldrei gamall þótt hann yrði níræður. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann. Auk þeirra tveggja barna sem þau hjón misstu ung, dó dóttir þeirra skyndi- lega 23 ára gömul og dótturson misstu þau sviplega rúmlega tvítugan. Þrátt fyrir þessi áföll hélt hann ávallt ró sinni og bar ekki sorg sína á torg. Oft- ast var hann glaður og reifur. Sam- heldni fjölskyldu hans er við brugðið og barnalán mikið, það sá maður glöggt þegar haldið var upp á níræð- isafmæli hans með glæsibrag sl. sum- ar. En nú er komið að kveðjustund og hans verður sárt saknað. Eiginkonu, niðjum og öðrum vandamönnum send- um við samúðarkveðjur. Far vel bróð- ir og vinur. Tryggvi Ásmundsson. Það var ellefu ára aldursmunur á okkur bræðrum og ég man hvað ég leit upp til þessa hávaxna tággranna, svip- hreina bróður míns. Hann var góður námsmaður og strax í menntaskóla vann hann sér inn vasapeninga með því að kenna skóla- systkinum sínum stærðfræði eftir ábendingum kennarans, Ólafs Daní- elssonar. Stúdentspróf tók hann í miðri kreppunni og fór eftir það að vinna í banka. Á tímabili starfaði hann á landsbyggðinni: Akureyri, Siglufirði og Ísafirði. Á þessum árum las hann tungumál við Háskólann samhliða vinnunni. Þrítugur að aldri flutti Andrés ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Pálsdóttur, til Stokkhólms, og hóf hann þar nám í læknisfræði. Þar bjuggu þau hjónin nokkur ár í lítilli íbúð við fremur þröngan kost, eins og námsmanna er vandi. Engu að síður voru þau jafnan veitandi. Áttu margir landar athvarf á heimili þeirra, lengri eða skemmri tíma. Sjálfur bjó ég hjá þeim í marga mánuði. Er umhyggja þeirra hjónanna, hlýja þeirra og skiln- ingur á þessum skrítna, feimna og um- komulausa unglingi, nokkuð sem fylgir mér alla ævi. Að loknu prófi starfaði Andrés sem læknir um árabil af mikilli elju og ósér- hlífni. Á efri árum, að loknu brauðstritinu, tókum við bræður upp á því að fara í daglegar gönguferðir, ýmist um götur bæjarins eða úti í náttúrunni. Líf Andrésar var ekki alltaf auðvelt. Þrátt fyrir það var hann jákvæður og bjartsýnn. Hann náði níutíu ára aldri án þess að verða nokkurn tímann gamal- menni, hélt óskertri skerpu og minni og líkamlegu þreki fram til þess síð- asta. Gönguferðirnar voru mér dýrmæt lífsreynsla og það var ómetanlegt að kynnast æðruleysi Andrésar og heil- brigðum lífsskilningi hans. Við kvöddumst að lokinni gönguferð á hádegi hinn 25. október. Klukku- stund síðar varð hann snögglega rænulaus og vaknaði ekki framar. Örlögin veittu honum að halda fullu þreki fram á hinstu stund og þurfti hann ekki að liggja á sóttarsæng. Hinsta bæn hans varð uppfyllt: Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni,– eins og léttu laufi, lyfti blær frá hjarni,– eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson) Magnús Ásmundsson. Krafturinn og lífsgleðin geislar af honum. Frá honum stafar hlýhugur og væntumþykja, enda á maður að rækta frænkur sína og frændur eftir því sem hann segir systrunum þremur sem stara stórum augum á þennan frænda með kviku hreyfingarnar. Í húsinu átti hann fimm frænkur, mömmu okkar Elínu, ömmu Ingunni og okkur syst- urnar þrjár. Nokkrir áratugir eru liðn- ir frá því Andrés Ásmundsson, læknir og frændi, sat í stofunni á Smáragöt- unni og miðlaði okkur af fróðleik sín- um. Ættrækinn með afbrigðum og fljótur að sjá hver var skyldur hverj- um. „Þessi er af Langholtsættinni, þessi ekki.“ Þetta var á þeim tímum sem heimilislæknar stóðu undir nafni og komu heim til sjúklinga. En Andrés var ekkert frekar hjá okkur ef einhver var lasinn. Hann kom bara við í kaffi- sopa og spjallaði við alla sem heima voru. Líka gestina. Var ófeiminn að spyrja hverra manna þeir væru og ef nokkur kostur var á að rekja saman ættir, fann hann skyldleikann á met- tíma. „Ef þetta verður stelpa, þá væri nú gaman ef þú létir hana heita Katrínu eða Jórunni,“ sagði hann og brosti kíminn. „Þau nöfn eru svo mikið í okk- ar ætt. Fimmtándi mars er merkis- dagur. Fínt ef hún kemur þá.“ Stelpan kom þann þrettánda, að sjálfsögðu um miðja nótt þegar Andrés frændi var í fastasvefni. En fyrirmælin voru þau að hann skyldi vakinn þegar viðbót við Langholtsættina mætti. Sjálfsagt hef- ur hann hugsað svona um allar sínar konur, en ég held samt að hann hafi viljað vera sá fyrsti til að hitta Katrínu, Jórunni, Magnús eða Andrés … Örlítið samviskubit gerði vart við sig hjá mömmunni, þegar ákveðið var að stúlkan fengi ekki dæmigert Lang- holtsættarnafn, en Andrés frændi virtist ekki taka það nærri sér. Hann vissi sem var að það kæmu fleiri frænkur af Smáragötunni. Katrín kom þremur árum síðar. Sumar manneskjur eru þannig að manni finnst þær eiga að vera eilífar. Þótt Andrés frændi væri orðinn ní- ræður fannst mér að hann ætti ekkert að fara. Óteljandi minningar á ég um þennan merkismann sem sjálfur upp- lifði meiri sorgir með sinni góðu konu, Þorbjörgu, heldur en nokkur annar sem ég þekki. Þær sorgir gerðu hann ekki bitran. Þvert á móti urðu þær, held ég núna, sjálf komin á „gamals aldur“, til þess að honum var svo auð- velt að miðla til annarra, ráðleggja og kenna manni að líta lífið björtum aug- um og láta aldrei mótvindinn fella sig. „Ekki gráta það sem var,“ og „er á meðan er“, sagði hann einhverju sinni þegar ég var að keyra hann heim úr enn einni tryggðarheimsókninni til mömmu, sjálfur búinn að missa sjón- ina og hættur að keyra. Flestir aðrir svo uppteknir í vinnu eða af sjálfum sér að þeir höfðu ekki tíma til að rækta sambandið við ættingja og vini. En ekki Andrés. Þegar hann á síðustu mánuðum, gat ekki lengur gengið af Sjafnargötunni vestur í bæ til að heim- sækja frænku sína, bað hann Magga bróður sinn að koma með sér. Þannig brást hann ekki vináttunni og traust- inu sem hann hafði alltaf sýnt og gaf okkur tækifæri til að kynnast fleiri frændum. Hann lagði áherslu á reglusemi og vinnusemi. Það þýddi ekkert að væla í návist Andrésar frænda um að eitt- hvað væri ekki hægt eða óskiljanlegt. Þá kom hann bara á staðinn og leið- beindi. Eins og þegar sú sem hann vildi að héti Katrín eða Jórunn sagði að það væri ekki hægt að vera í MR því stærðfræðin væri svo þung. Aðra eins þvælu hafði Andrés Ásmundsson ekki heyrt. Maðurinn að verða áttræð- ur, mætti bara heim og kenndi stelp- unni. Í gegnum stúdentspróf skyldi hún komast. Þessir aukatímar fóru gjarnan fram eftir að hann hafði verið á elliheimilinu Grund og leikið þar á pí- anó fyrir gamla fólkið til að stytta því stundir. Og já, þið lásuð rétt, hann varð að verða áttræður. Andrés Ásmundsson var góður læknir en umfram allt var hann góð manneskja. Börnin hans bera honum gott vitni og það þarf ekki annað en koma við hjá stórfjölskyldunni á Sjafn- argötunni til að skynja hvað felst í því að elska og virða fjölskyldu sína. Hann skilur eftir sig sterkar minningar um mann, sem skynjaði sorgir og sigra einstaklinga. Sjálfur var hann dulur og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Stundum mátti lesa úr blíðlegum aug- um hans hvernig honum leið. En það var þó sjaldnast. Flestum stundum var hann í hlutverki huggarans, þess sem linar og læknar þjáningar ann- arra eða mannsins sem hvatti aðra til dáða. Saga Andrésar Ásmundssonar hefði aldrei verið skráð í blaðaviðtal eða á bók. Það var ekki hans stíll. Það hefði heldur ekki verið í hans anda að lofsyngja hann á síðum Mogg- ans. Enda er ég að reyna að gera sem minnst af því. Það sem hér stendur er bara brotabrot af minningum um stór- brotinn mann, sem setti lit á líf mitt, kenndi mér að gráta ekki það sem ekki varð og njóta þess sem er. Elskulegri eftirlifandi eiginkonu, hinni yndislegu Þorbjörgu vinkonu minni, ástkærum börnum, barnabörn- um, tengdabörnum og langaafabörn- unum, færi ég samúðarkveðjur mínar, systra minna, Elísabetar og Ingunnar og barna okkar, sem Andrés tók á móti í þennan heim, Lízellu og Ellu frænku. Anna Kristine Magnúsdóttir. Kæru Badda, fjölskylda og syrgj- endur. Mikið var sárt að frétta frá Narfa þann 30. október að Andrés væri farinn frá okkur, nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að ég talaði síð- ast við hann, á 90 ára afmæli hans í júní. Ég þekkti Andrés frá því ég var krakki, man ekki hvort ég kynntist honum fyrst þegar við heimsóttum hann og fjölskyldu hans í sumarbú- staðinn í Svíþjóð, þar sem Andrés var að vinna sem læknir á þeim tíma að náminu loknu, eða þegar þau heim- sóttu okkur í Bad Godesberg – en það eru nær 50 ár síðan. Andrés var alltaf jafn vingjarnleg- ur, ljúfur, gestrisinn og lífsglaður mað- ur og í hvert skipti sem ég kom heim til Íslands hafði ég samband við hann og Böddu. Síðast þegar ég kom heim í sumar rakst ég á Andrés í Hallgríms- kirkju eftir guðsþjónustuna. Við drukkum kaffi saman þar og bauð hann mér að fylgja sér heim á Sjafn- argötu. Andrés var vel látinn af öllum í minni fjölskyldu. Hann og faðir minn, Pétur Eggerz, voru svilar, en þeir voru líka miklir vinir í marga áratugi. Þegar pabbi var fluttur á Hátún 10 B, þar sem hann lá banaleguna, bað Sól- veig systir mín Andrés um að fara eins oft og hann gæti til hans á spítalann, sem þessi hjartagóði maður gerði. Andrés, sem tryggur vinur, hefur ver- ið einn af þeim síðustu að sjá pabba okkar lifandi hér á jörð en hann lést, 12. maí 1994, og það gleður mig að vita að þessir gömlu vinir hittast nú aftur og taka upp þráðinn á ný. Andrés var mikill tónlistarmaður og ógleymanleg eru jólin á Sjafnargötu þegar þessi virðulegi en lítilláti ætt- faðir tók lagið og spilaði undir á stóra flygilinn sinn, sem fyllti stofuna á Sjafnargötu, á meðan margir vanda- menn á öllum aldri dönsuðu í kringum jólatréð og sungu saman. Andrés fór reglulega á Elliheimilið Grund til að spila á kvöldvökum fyrir vistmennina. En á Grund bjó Erna Eggerz heitin, föðursystir mín, síðustu æviárin sín. Hún hafði þekkt Andrés lengi og hélt alltaf mikið upp á hann. Tónlist hans gladdi alla á Grund mjög. En Andrés hafði líka mikinn áhuga á stærðfræði og var mjög stoltur yfir því að hafa reiknað öll dæmi í öllum skólabókum landsins. Svo hafði hann líka þjálfað margan slappan stærð- fræðinemann í gegnum skólaprófin. Andrés var mjög praktískur og raunsær og afgreiddi það sem bar við án þess að gera mikið mál úr því: Einu sinni kom ég að honum þar sem hann var að erfiða við stórar, þungar hellur á gangstéttinni fyrir framan húsið á Sjafnargötu. „Af hverju nennir þú að standa í þessu? Á ekki borgin að sjá um að viðhalda gangstéttina?“ spurði ég hann bæði hissa og hneykslaður að hann skyldi vera að vinna vinnu ann- arra. „Jú,“, svaraði hann ósköp rólega, „en stundum er einfaldara að gera hlutina sjálfur heldur en að reka á eftir öðrum að gera þá fyrir mann.“ Andrés hefur unnið sér fastan sess í hjarta mínu og verður sárt saknað á heim- ilinu í Sjafnargötu. Megi Guð hugga ykkur öll og geyma Andrés og blessa minningu hans. Ég samhryggist ykk- ur öllum innilega. Hjartans samúðarkveðjur, Páll Ólafur Eggerz, Gabriele, Arnbjörn, Erik, Níels og Helgi. Andrés Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.