Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í leiðindaveðrinu síðasta sunnudag ákvað ég að skreppa í bíó með dætr- um mínum. Fyrir valinu varð teiknimyndin Bæj- arhlaðið, eða Barnyard, eins og hún heitir upp á ensku. Ég hefði betur kynnt mér um hvað þessi mynd fjallaði áður en ég ákvað að sýna tveimur fimm ára stelpum þessi ósköp. Á aug- lýsingaspjöldum fyrir myndina voru stórar og stæðilegar kýr og mig rámaði í að hafa séð sjón- varpsauglýsingu, þar sem ein kýrin hermdi eftir bréfbera þegar hann sá ekki til. Meira vissi ég ekki. Svo hófst blessuð myndin og forystukýrin hóf upp raust sína. Dimma og mikla karlarödd. For- ystukýrin, sem stóð þarna á aft- urlöppunum, með júgur út í loftið og hélt þrumandi ræðu yfir hin- um dýrunum á bænum, hét Brjánn. Brjánn? Kýrin Brjánn, en ekki nautið Brjánn? Ójá. Það fyrsta sem mér datt í hug var að íslenska talsetningin hefði misheppnast svona heiftarlega. Karlmaður hefði verið látinn lesa inn rödd kýrinnar fyrir einhvern undarlegan misskilning. En svo skokkaði „sonur“ Brjáns, hann Oddur, inn í myndina með spen- ana hoppandi og þá var mér allri lokið. Í ljós kom að hver einasta kýr, sem eitthvað kvað að í myndinni, var karlkyns. Leiðtoginn Brjánn gætti dýranna á bænum og fórn- aði lífi sínu í baráttu við sléttu- úlfa. Oddur vildi bara skemmta sér alla daga, en tók auðvitað að sér forystuhlutverkið þegar nauð- syn krafði. Hann hljóp þó aðeins út undan sér þegar hann fór í mikinn leiðangur á bíl og fékk þrjár aðrar kýr með sér. Þarna sátu þessar kýr, með júgrin sín, óku bíl, töluðu stórkarlalega sam- an og duttu í það með því að drekka mjólk! Brjánn var ekki ánægður með ábyrgðarlaust líferni Odds og reyndi mikið að snúa honum af þessum villigötum. Hann minnti son sinn líka á eitthvert atvik, þegar hann hafði talið hann vera stelpu. Það var greinilega það allra versta. En kannski hefur Brjánn blessaður ruglast af því að sonur hans var með júgur. Hver veit? Þarna voru líka fleiri karlver- ur, til dæmis var yfirvegaði og klári asninn auðvitað karlkyns og þarna var hundur og svín og besti vinur Odds, skemmtilega músin, var líka karlkyns. En þótt allar hetjurnar og töff- ararnir í myndinni hafi verið karlkyns, þá slæddust einstaka kvenverur með. Fyrsta er að telja ungu kúna, sem kom á bæ- inn og heillaði Odd frá fyrsta degi. Þau sátu saman og ræddu um lífið, bæði með júgrin sín út í loftið, en kýrin unga með litla bleika slaufu við annað eyrað. Líklega svo við bíógestir gætum áttað okkur á því að hún væri kvenkyns. Síðar í myndinni bar þessi kvenlega kýr litlum kálfi, sem kom í heiminn með júgur, eins og allar hinar kýrnar. Oddur, hinn nýi leiðtogi, var að vonum af- skaplega stoltur af nýfæddum „syni“ sínum. Það voru sem sagt engin takmörk fyrir vitleysunni. Og aldeilis hentugt fyrir Odd hinn hugumstóra og júgurmikla að kýrin var kelfd þegar hún kom á bæinn. Aðrar kvenverur í myndinni voru kven-kýr-vargurinn óvið- kunnanlegi, sem var besta vin- kona kýrinnar með bleiku slauf- una, agnarsmái og ofurkrúttlegi hænuunginn Maja, hjálparvana hænurnar sem verja þurfti dag og nótt fyrir gráðugum sléttuúlf- um og bóndakonan á næsta bæ, sem var sínöldrandi taugahrúga og hrakti mann sinn í endalausa bjórdrykkju. Einn ungur hani var í hópnum. Sá átti erfitt með að gala, en auð- vitað fann hann röddina sína á ögurstundu, á meðan hænurnar gögguðu af skelfingu og gerðu ekkert af viti. Mér skilst að þessi mynd hafi átt töluverðum vinsældum að fagna í bíóhúsum heimsins. Það ætti ekki að koma mér á óvart, enda virðast engin takmörk fyrir því bulli sem fólk gleypir við frá Hollywood. Einhvers staðar sá ég haft eftir höfundi myndarinnar, sem jafnframt er leikstjóri henn- ar, að hann hefði sett júgur á all- ar „karlkyns kýrnar“, af því að júgur væru fyndin. Það var og. Hér eftir ætla ég hins vegar að kynna mér myndirnar í bíóhús- unum fyrirfram. Ég ætla ekki oftar með fimm ára systur á myndir, þar sem allar kvenverur eru hjálparlausar og/eða vitlausar og þurfa að vera upp á náð og miskunn annarra komnar. Þær fá alveg nóg af slíkum skilaboðum frá umheiminum, þótt við förum ekki líka að borga okkur inn á slíkan glórulausan bjánagang. Af hverju í ósköpunum máttu kýrn- ar hugprúðu ekki vera kven- hetjur? Hugrakkar og kraftmikl- ar, með júgrin sín. Þegar við mæðgur komum heim eftir sýninguna ræddi ég við þær um myndina. Ég bað þær að nefna mér einhverja „stelpu“ eða „konu“ í myndinni og þær mundu strax eftir Maju litlu. Sem var líklega illskásti kosturinn af þeim fáu kvenkyns, sem myndin bauð upp á. Margréti fannst frá- bært hvað Maja var hugrökk þegar sléttuúlfurinn ætlaði að éta hana. „Hún var rosalega reið og sagði að hann væri vondastur í heimi,“ sagði Margrét og var stolt af uppreisnaranda Maju. Eftir nokkrar umræður í viðbót um hugrekki Maju, en jafnframt hjálparleysi, komst Margrét að þeirri niðurstöðu að það hefðu átt að vera einhverjar stelpur í dýra- liðinu sem bjargaði hænunum, því „stelpur geta alveg bjargað.“ Elísabet systir hennar var dá- lítið þögul, aldrei þessu vant. Þegar ég gekk á hana og spurði af hverju hún héldi að engar stelpur hefðu verið í hópi hinna hugrökku bjargvætta svaraði hún: „Kannski hafa bara strákar gert þessa mynd.“ Karlkyns hugrekki? » Þarna sátu þessar kýr, með júgrin sín, óku bíl,töluðu stórkarlalega saman og duttu í það með því að drekka mjólk! rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar á embætti ríkislög- reglustjóra koma fram hugmyndir um framtíðarhlutverk embættisins sem vert er að vekja at- hygli á. Ríkisendurskoðun telur að þótt tvívegis hafi verið gerð tilraun til að móta heildstæða frumstefnu í löggæslu- málum á undanförnum árum sé ekki hægt að líta svo á að slík stefna sé enn sem komið er í gildi. Hér er vísað til nefndar sem grein- arhöfundur skipaði árið 1998 og nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2003. Nefndirnar skiluðu skýrslum árið 2000 og 2005. Ríkisendurskoðun bendir á að fyr- irhugaðar breytingar um næstu ára- mót á skipan lögreglumála, með fækkun og stækkun lögregluembætt- anna, hafi skapað forsendur sem stutt geti við æskilegar breytingar á stjórnskipulagi lögreglunnar. Í þessu samhengi beri einnig að hafa í huga að líklegt sé að breytt staða í öryggis- og varnarmálum landsins eftir brott- hvarf varnarliðsins muni hafa áhrif á starfsemi embættis ríkislög- reglustjóra. Ríkisendurskoðun getur þess að gera megi stjórnskipulag lögregl- unnar einfaldara og röklegra með breyttri ábyrgðar- og verkaskiptingu milli embættis ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytisins. Ein leiðin sé að fela embættinu aukið hlutverk við stjórnun lögreglunnar. Í því sam- bandi nefnir Ríkisendurskoðun að ríkislögreglustjórar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafi meira um stjórnun lögreglunnar að segja en ríkislögreglustjóri hér á landi, eink- um hvað varðar fjármál og árangurs- stjórnun. Ríkisendurskoðun víkur að því að nýlega hafi verið samþykkt lög í Danmörku sem feli í sér grundvallarbreyt- ingar á stjórnskipulagi lögreglunnar og stöðu danska ríkislög- reglustjórans. Með nýju lögunum fái hann aukið vald til að stýra lögreglunni og verði næsti yfirmaður lög- reglustjóra í öllum lög- gæslumálefnum. Með breytingunni eigi stjórnskipulag dönsku lögreglunnar að verða röklegra og gegnsærra en áður. Ríkisendurskoðun fjallar um þann möguleika að hlutverk embættis rík- islögreglustjóra breytist í anda þess sem fyrir dyrum stendur í Dan- mörku. Í því felst m.a. að embættinu yrði falið að ljúka gerð árangurs- stjórnunarsamninga sem nú eru á forræði dómsmálaráðuneytisins. Áð- ur þurfi stjórnvöld að móta vandaða frumstefnu á sviði löggæslu, t.d. í formi löggæsluáætlunar til nokkurra ára, sem embættinu verði falið að út- færa og framkvæma. Samkvæmt dönsku leiðinni eigi embættið fyrst og fremst að sinna verkefnum í sam- ræmi við yfirstjórnarhlutverkið til að stuðla að einbeitingu í starfseminni og skýrum áherslum, þ.e. verkefni sem lúta beint að stjórnun, stjórn- sýslu og miðlægri þjónustu sem teng- ist samræmingu lögreglunnar á landsvísu. Ríkisendurskoðun nefnir að ef þessi leið verði valin væri eðli- legt að flytja verkefni frá embættinu. Ríkisendurskoðun telur að endur- skoða þurfi ákvæði lögreglulaga þannig að tekin verði af öll tvímæli um boðvald ríkislögreglustjóra gagn- vart lögregluembættunum og að eðli- legt sé að stjórnvöld skoði þann möguleika að afnema formlegt sjálf- stæði þeirra og gera lögregluna að einni stofnun með lögum. Ríkisendurskoðun telur tvíverkn- að felast í fyrirkomulagi rannsóknar alvarlegra skattalagabrota sem eru til meðferðar bæði hjá skattrann- sóknarstjóra ríkisins og efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra og bendir á að stjórnvöld eigi að kanna hvaða lausn sé heppilegust í þessu sambandi. Undir þetta skal tekið og þeirri hugmynd jafnframt komið á fram- færi til umhugsunar að kannaðir verði kostir og gallar þess fyr- irkomulags að færa verkefni skatt- rannsóknarstjóra og efnahags- brotadeildar til sérstaks embættis sem stofnað yrði til að fara með mál- efni skatta- og efnahagsbrota á landsvísu. Næstu skref Haraldur Johannessen fjallar um nýlega stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra »… að kannaðir verðikostir og gallar þess fyrirkomulags að færa verkefni skattrannsókn- arstjóra og efnahags- brotadeildar til sérstaks embættis … Haraldur Johannessen Höfundur er ríkislögreglustjóri. VIÐ blasir að eina leiðin til að koma í veg fyrir hrikalegar afleið- ingar loftslagsbreytinga er að ríki heims nái hið fyrsta samkomulagi um metnaðarfullar að- gerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda. Vegna sí- vaxandi mengunar síðustu áratugi verður að bregðast hratt við á næstu tíu árum. Að öðrum kosti er hætt við að þróuninni verði ekki snúið við og bráðnun Grænlands- jökuls verði ekki umflúin, svo dæmi sé tekið. Ein meginforsenda þess að ná árangri er að iðnríkin taki á sig mun meiri skuldbind- ingar en Kyoto-bókunin kveður á um eftir að fyrsta skuldbinding- artímabili hennar lýkur árið 2012. Ísland er eitt auðugasta þjóðríki heims, með losun á hvern íbúa sem er margfalt meiri en í hinum fá- tækari ríkjum heims. Við berum því mikla ábyrgð. Á ég að gæta bróður míns? Hnattvæðingin felur í sér að af- koma 150 milljóna íbúa Bangla- desh er okkar mál. Á það benti George Harrison fyrir 35 árum og Vésteinn Lúðvíksson benti á það í Lesbókinni síðast liðinn laugardag en í þetta sinn er ógnin loftslags- breytingar mun hrikalegri en stríðið, hungrið og niðurlægingin sem mannvinurinn Harrison söng um. Morgunblaðið tók undir með Vé- steini í leiðara á mánudaginn: „Langt er síðan einstaklingur hef- ur með jafn sterkum rökum beint slíkri samvizkuspurningu að ís- lenzku þjóðinni. En í raun er þetta samvizkuspurning, sem allar hinar ríku þjóðir heims standa frammi fyrir. Með stöðugri eftirsókn eftir meiri peningum, betra lífi, erum við að draga úr mögu- leikum fátæku þjóð- anna á að komast frá fátækt til bjargálna.“ Sjálfbær þróun Vaxandi skilningur er meðal þróunarríkja á því að leiðin til bjargálna felist ekki í mengandi iðnaði, sam- göngum eða landbún- aði af því tagi sem iðnríkin byggðu auð sinn á. Þess í stað verði að leita nýrra leiða til sjálfbærrar þróunar sem byggist á orkulindum sem ekki valda gróðurhúsaáhrifum. Iðnríkin hafa enn ekki axlað þá ábyrgð „að taka forustu í barátt- unni við loftslagsbreytingar“ líkt og þau eru skuldbundin til sam- kvæmt Loftslagssamningi Samein- uðu þjóðanna og Kyoto-bókuninni. Ekki bætir úr skák að Ástralía og Bandaríkin krefjast þess að ríki á borð við Indland og Kína taki á sig skuldbindingar um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og þessi ríki hafna Kyoto-bókuninni og neita að draga úr notkun mengandi eldsneytis heima fyrir. Þá skal haft í huga að losun gróðurhúsalofttegunda á hvert mannsbarn er 25 tonn á ári í Ástralíu, 22 tonn í Bandaríkjunum en 0,9 tonn á Indlandi og 2,5 tonn í Kína. Hver er þá afstaða Íslands? Hafa íslensk stjórnvöld lagt nokk- uð til málanna annað en að fara fram á sem mestar undanþágur frá skuldbindingum alþjóðasamfélags- ins um samdrátt í útstreymi gróð- urhúsalofttegunda? Hafa íslensk stjórnvöld kynnt stefnu í loftslags- málum um hvernig draga megi úr notkun mengandi eldsneytis á Ís- landi? Þeir sem bera ábyrgð Áminning leiðarahöfundar Morg- unblaðsins um samviskuspurningu Vésteins Lúðvíkssonar hlýtur einn- ig að beinast að stjórnvöldum á Ís- landi. Hvað hafa sitjandi stjórnvöld aðhafst á valdatíma ríkisstjórn- arflokkana? Af hverju hefur rík- isstjórn Íslands ekki kynnt lofts- lagsstefnu til næstu áratuga þar sem kynnt eru töluleg markmið um samdrátt í útstreymi gróð- urhúsalofttegunda árið 2015, 2020 o.s.frv.? Hvers vegna hafa for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins gert lítið úr þeim stærsta vanda sem al- þjóðasamfélagið stendur frammi fyrir? Af hverju tekur Framsókn- arflokkurinn ekki ábyrgð? Tekið skal undir með leiðarahöf- undi Morgunblaðsins um að fróð- legt verður að sjá hvort einhverjir talsmenn stjórnmálaflokkanna taka að sér að ræða samvizkuspurningu Vésteins Lúðvíkssonar. Þá ekki síst hvort forustumenn ríkisstjórn- arflokkana vilji taka ábyrga af- stöðu til loftslagsbreytinga. Að taka ábyrgð í loftslagsmálum Árni Finnsson gerir at- hugasemd við leiðara Morg- unblaðsins » Af hverju hefur rík-isstjórn Íslands ekki kynnt loftslagsstefnu til næstu áratuga … Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.