Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 36
matur 36 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég mælti mér mót við Shar-on á matreiðslunámskeiðihennar þar sem fjórarhressar konur frá Kali- forníu nutu kennslu. Þær höfðu heyrt af Sharon í gegnum vini, en veitingastaður hennar og Guilia- nos, fyrrverandi eiginmanns hennar, Garga, hefur einnig verið nefndur í helstu matreiðslu- tímaritum Banda- ríkjanna. Garga er einn af hinum rótgrónu veitingastöðum í Flórens þar sem alltaf er fullt. Staðurinn er þakinn listaverkum eftir þau hjónin og ekki er óalgengt að heyra Giuliano ganga milli borða og spjallar við kúnnana. Garga hefur getið sér gott orð fyr- ir kjöt, þar sem Giuliano þykir fær slátrari, og áttu þau hjón áður litla kjötbúð. Þá æddi Sharon um borg- ina á reiðhjóli með kjötstykki til svangra Flórensbúa. „Ég veit meira um hinn danska uppruna minn en þann íslenska þar sem mamma var dönsk, en foreldrar mínir skildu þegar ég var ung. Það eina sem ég veit um íslenska for- feður mína er að Sigursteinn Odd- son, afi minn, fluttist til Kanada frá Norður-Íslandi eftir eldgos í kring- um 1883,“ segir Sharon. „Foreldrar mínir kynntust í Bar- rie í Ontario, þar sem ég er fædd og uppalin. Pabbi var flugmaður hjá konunglega kanadíska hernum.“ Hún segir að sér sé í fersku minni sá siður föðurfjölskyldunnar að hittast á sunnudögum og lesa upp Íslend- ingasögurnar á íslensku. „Mér er líka minnisstætt að Íslendingarnir héldu fast í uppruna sinn. En hátíð- isdagarnir, jól og páskar, voru samt haldnir að dönskum sið. Mamma og amma héldu fast í þær hefðir. Ég bý alltaf til danskan grjónagraut og kransaköku um jólin.“ Matarvenjur hafa breyst Sharon finnst margt hafa breyst frá því hún kom til Flórens fyrir þrjátíu og sex árum. „Það var allt svo ítalskt þegar ég kom hingað fyrst – greinilegt hverjir voru Ítalir og hverjir voru ferðamenn. Síðast- liðin 10 ár hefur Ítalía hins vegar orðið miklu alþjóðlegri og áhrifa frá öðrum menningarheimum gætir í sí- auknum mæli.“ Hún bendir á að matarvenjur á ítölskum heimilum hafi líka breyst. „Fólk hefur minni tíma en áður því konur vinna meira úti og fólk tekur ekki lengur eins langan hádegismat- artíma og áður. Ég tek eftir því í stórmörkuðunum að fólk kaupir í auknum mæli tilbúinn mat og ung- lingarnir borða McDonalds. Ítalir kjósa þó enn að hafa allt hefðbundið á hátíðisdögum.“ Toscana besta matarhéraðið Sharon hefur mikinn áhuga á ítalskri matargerð og hefur gefið út matreiðslubókina Once Upon a Tuscan Table. „Mig langar að skrifa aðra bók sem fjallar um það hvað maturinn á Ítalíu er breytilegur frá héraði til héraðs. Það breytist allt; tungumálið, maturinn, siðir og venj- ur. Ég er mjög hrifin af því hvernig Suður-Ítalir matreiða grænmeti, t.d. í Puglia á Sikiley, og Sardiníubúar kunna að matreiða frábæran fisk. Toscanabúar kunna ekki að mat- reiða grænmeti. En maturinn í Tosc- ana er hreinn, einfaldur og heilsu- samlegur. Hann er ekki þungur eða fitandi og notað er gott hráefni. Það er erfitt að fá vondan mat hér og því minna sem maður gerir við matinn því betri verður hann. Hér í Tosc- ana, bæði hvað fisk og kjöt varðar, á helst ekki að bæta við neinu nema góðri ólífuolíu, salti, pipar og smá skvettu af sítrónu. Þá fær bragðið af aðalhráefninu að njóta sín.“ Veisla fyrir augað Sharon segir yndislegt að heim- sækja ítalska matarmarkaði. „Það Rekur veitingahús og matreiðslu Ljósmyndir /Hjördís Hildur Jóhannsdóttir . Sælkeri Sharon Oddson rekur matreiðsluskóla samhliða veitingahúsinu Trattoria Garga í Flórens og nýtur þess að kenna fólki að elda góðan mat. Sharon Oddson á ættir að rekja meðal annars til Íslands. Hún hefur verið búsett í Flórens á Ítalíu í 36 ár og rekur þar einn af þekktari veitingastöðum borgarinnar, Trattoria Garga, auk þess sem hún rekur matreiðsluskóla. Hjördís Hildur Jóhannsdóttir heimsótti Sharon. Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það er fátt betra en góðurChianti Classico frá Tosc-ana með mat og það erágætis úrval af þeim til í vínbúðunum. Hér eru tvö fantagóð – en mjög ólík Chianti-vín – sem hafa áður komið við sögu hér en nú er 2003 árgangurinn kominn í hill- urnar. Kannski ekki toppárgangur (við verðum að bíða enn eftir 2004) en þó ágætur og mun betri en 2002 sem var fremur slappur í Chianti. Fontodi er víngarður í hjarta Chianti Classico-svæðisins, nánar tiltekið í Panzano. Vínekrurnar þekja eina 67 hektara og árið 1998 var nýtt og tæknilega fullkomið víngerðarhús tekið í notkun. Fontodi Chianti Classico 2002 er hreint Sangiovese-vín og koma þrúgurnar af nokkrum mismunandi ekrum á landareigninni. Vínið er látið liggja á frönskum eikar- tunnum í ár áður en því er tappað á flöskur. Eikin er enn nokkuð áberandi í nefi með miklu dökku súkkulaði, vanillu og kaffi í nefi. Það hefur yfir sér þykkt og feitt yf- irbragð jafnt í nefi sem munni með djúpum og góðum svörtum berjaá- vexti. Hefur all-massíva uppbygg- ingu og góða lengd. Vín til að smjatta á. Mjög góð kaup á 1.890 krónur.19/20 Rietine er lítið fjölskyldufyr- irtæki í Gaiole í Chianti sem býr til stór og góð vín á ágætu verði. Það er stofnað af hjónunum Mario og Galinu Gaffuri-Lazarides en þau eru upprunalega frá Sviss og ráku þar Michelin-stjörnu veitingahús sem þau seldu til að geta fjárfest í vínrækt á Ítalíu. Rietine Chianti Classico 2003 er að mörgu leyti andstaða í stílnum við Fontodi. Vínið er dökkt á lit með fallegum fjólubláum hjúp, sýrumikill berjasafi, skarpur, beitt- ur og með vott af lakkrís og fersk- um kryddjurtum. Breiðir vel úr sér í munni, ferskt og tannískt. Góð kaup á 1.800 krónur. 18/20 Bæði vínin eru flott nú en munu batna næstu 2–3 árin hið minnsta. Brunello vín í flugstöðinni Einhver bestu vín Toscana koma frá svæðinu í kringum bæinn Mon- talcino suður af Siena. Þar er rækt- uð þrúgan Brunello sem er í raun afbrigði af Sangiovese. Einn stærsti og þekktasti framleiðandi svæðisins er Banfi. Þau eru nú á sérverði í frí- höfninni í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar Castello Banfi Brunello di Mon- talcino 2001 er þurr Brunello með krydduðum, dökkum ávexti, kaffi og sviðinni eik. Stíft og langt með með miklum tannínum og sýru. 2.890 kr. 19/20 Rosso di Montalcino 2004 er eins konar „mini-útgáfa“ af Brunello. Rauður og svartur ávöxtur, kirsu- ber, rifsber og krækiber. Ungt og sýrumikið með ágætri lengd. Mat- vænt. 1.590 kr. 17/20 Góðir dropar frá Toscana Einhver bestu vín Toscana koma frá svæðinu í kringum bæinn Montalcino suður af Siena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.