Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 31
mælt með… MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 31 Nú er um að gera að drífa fönd- urkassana upp á borð um helgina og hefjast handa við jólaföndrið. Hver vikan af annarri líður fljótt hjá, skammdegið er að hellast yfir okkur og fyrr en varir verður kominn fyrsti sunnudagur í aðventu. Margir byrja á því að búa til sína eigin aðventukr- ansa eða heimagerð jólakort. Þetta gæti orðið skemmtilegt helgarverk- efni fyrir mömmur, pabba og fönd- urglöð börn. Svo væri ekki úr vegi að fjölskyldan dúðaði sig vel og fengi sér frísklegan göngutúr í snjófölinu eða tæki fram skautana til að koma sér í vetrargírinn. Og ekki má gleyma skussunum, sem enn eru ekki búnir að skipta yfir á vetr- ardekkin. Hvernig væri að drífa bara í því? Fatamarkaður í Kópavogi Þeir sem hafa hug á að dressa sig upp um helgina ættu endilega að líta inn í fatamarkaðinn hjá krökkunum úr MK sem ætla að selja notuð föt gegn vægu verði á morgun, laug- ardag, milli klukkan 11.00 og 16.00 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands í Hamraborg 11, annarri hæð. Allur ágóði rennur í útskriftarsjóð fyrir munaðarlausa unglinga í Mósambik sem Rauði kross Íslands hefur stutt við bakið á og veitt námsaðstoð. Úrvalið á fata- markaðnum er fjölbreytt, en meðal þess sem verður á boðstólum eru föt á konur og karla á öllum aldri, barnaföt, skór, handtöskur, leð- urjakkar, lopapeysur og fjölmargt annað. Feðraráðstefna í Reykjavík Í tilefni af fyrsta feðradeginum hér á landi ætlar Félag ábyrgra feðra að halda ráðstefnu á sunnu- daginn kl. 14.00 á Hótel Nordica. Boðið verður upp á barnapössun og vilja aðstandendur hvetja alla for- eldra sem tök hafa á til að mæta. Tilgangur með ráðstefnunni er að efla umræðu um stöðu feðra í sam- félagi nútímans. Velt verður m.a. upp spurningum um hvernig hags- munir barna séu best tryggðir og hvernig foreldrajafnrétti geti í reynd stuðlað að launajafnrétti. Teflt í Bolungarvík Mikið verður um dýrðir í Bolung- arvík um helgina því skákmeistarar flykkjast þá vestur á firði. Skákmót KB-banka og Sparisjóðs Bolung- arvíkur stendur þar fyrir Hrað- skákmóti Íslands 2006 og ætla margir af fremstu skákmeisturum landsins að taka þátt í sannkallaðri Vestfjarðahátíð skáklistarinnar. Mótið fer fram í íþróttamiðstöðinni Árbæ og hefst kl. 13.00 á laugardag. Mótið er öllum opið og verða tefldar fimm mínútna langar skákir. Sig- urvegari mótsins hlýtur titilinn Hraðskákmeistari Íslands 2006. Bol- ungarvík er sögufrægur skákstaður, sem í gegnum tíðina hefur getið af sér fjölda skákmeistara. Það er því vel við hæfi að eitt af stórmótum Skáksambandsins sé haldið í pláss- inu. Bolvíkingurinn Haukur Sveins- son er elsti skráði keppandinn á mótinu, en hann er 83 ára að aldri, vistmaður á Hrafnistu, og átti á sín- um tíma ríkan þátt í að byggja upp blómstrandi skáklíf í Bolungarvík. Haukur verður heiðraður sér- staklega um helgina fyrir framlag sitt til skáklistarinnar á Vest- fjörðum. Annað kvöld gefst mönnum svo tækifæri á að stíga dans því þá verður slegið upp dansleik með Baggalút. Morgunblaðið/ÞÖK Fluttar voru vísur eftirGuðmund G. Halldórsson á hagyrðingakvöldi hjá Kveðanda í gærkvöldi. „Þeir skrifuðu mér, vita að ég rétt fylgi fötum og báðu mig að senda sér eitthvað,“ segir hann og hlær. Yrkisefnið var Halldór Blöndal að skera hval: Frá æskudögum verkaval, vísnasmiður góður, með skálm í hendi skar hann hval, skrafaði sjaldan hljóður. Hann hefur lítið átt við öl, orðum mörgum hlaðinn, það væri mikið byggðaböl ef bjáni kæmi í staðinn. Í umferðinni verndarvætt veit af góðu kyni, góðan mann af Gottskálksætt gott er að eiga að vini. Ragnar Böðvarsson yrkir að hausti: Haustið fer að halda á braut, ég hygg að síðan komi vetur. Honum fylgir hálfgert staut, hálka, snjór og allskyns þraut. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af hval og hausti Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Allt á rúmið Heldur liðunum liðugum! Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg. Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.