Morgunblaðið - 10.11.2006, Qupperneq 31
mælt með…
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 31
Nú er um að gera að drífa fönd-
urkassana upp á borð um helgina og
hefjast handa við jólaföndrið. Hver
vikan af annarri líður fljótt hjá,
skammdegið er að hellast yfir okkur
og fyrr en varir verður kominn fyrsti
sunnudagur í aðventu. Margir byrja
á því að búa til sína eigin aðventukr-
ansa eða heimagerð jólakort. Þetta
gæti orðið skemmtilegt helgarverk-
efni fyrir mömmur, pabba og fönd-
urglöð börn. Svo væri ekki úr vegi að
fjölskyldan dúðaði sig vel og fengi
sér frísklegan göngutúr í snjófölinu
eða tæki fram skautana til að koma
sér í vetrargírinn. Og ekki má
gleyma skussunum, sem enn eru
ekki búnir að skipta yfir á vetr-
ardekkin. Hvernig væri að drífa
bara í því?
Fatamarkaður
í Kópavogi
Þeir sem hafa hug á að dressa sig
upp um helgina ættu endilega að líta
inn í fatamarkaðinn hjá krökkunum
úr MK sem ætla að selja notuð föt
gegn vægu verði á morgun, laug-
ardag, milli klukkan 11.00 og 16.00 í
sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar
Rauða kross Íslands í Hamraborg
11, annarri hæð. Allur ágóði rennur í
útskriftarsjóð fyrir munaðarlausa
unglinga í Mósambik sem Rauði
kross Íslands hefur stutt við bakið á
og veitt námsaðstoð. Úrvalið á fata-
markaðnum er fjölbreytt, en meðal
þess sem verður á boðstólum eru föt
á konur og karla á öllum aldri,
barnaföt, skór, handtöskur, leð-
urjakkar, lopapeysur og fjölmargt
annað.
Feðraráðstefna
í Reykjavík
Í tilefni af fyrsta feðradeginum
hér á landi ætlar Félag ábyrgra
feðra að halda ráðstefnu á sunnu-
daginn kl. 14.00 á Hótel Nordica.
Boðið verður upp á barnapössun og
vilja aðstandendur hvetja alla for-
eldra sem tök hafa á til að mæta.
Tilgangur með ráðstefnunni er að
efla umræðu um stöðu feðra í sam-
félagi nútímans. Velt verður m.a.
upp spurningum um hvernig hags-
munir barna séu best tryggðir og
hvernig foreldrajafnrétti geti í
reynd stuðlað að launajafnrétti.
Teflt í Bolungarvík
Mikið verður um dýrðir í Bolung-
arvík um helgina því skákmeistarar
flykkjast þá vestur á firði. Skákmót
KB-banka og Sparisjóðs Bolung-
arvíkur stendur þar fyrir Hrað-
skákmóti Íslands 2006 og ætla
margir af fremstu skákmeisturum
landsins að taka þátt í sannkallaðri
Vestfjarðahátíð skáklistarinnar.
Mótið fer fram í íþróttamiðstöðinni
Árbæ og hefst kl. 13.00 á laugardag.
Mótið er öllum opið og verða tefldar
fimm mínútna langar skákir. Sig-
urvegari mótsins hlýtur titilinn
Hraðskákmeistari Íslands 2006. Bol-
ungarvík er sögufrægur skákstaður,
sem í gegnum tíðina hefur getið af
sér fjölda skákmeistara. Það er því
vel við hæfi að eitt af stórmótum
Skáksambandsins sé haldið í pláss-
inu. Bolvíkingurinn Haukur Sveins-
son er elsti skráði keppandinn á
mótinu, en hann er 83 ára að aldri,
vistmaður á Hrafnistu, og átti á sín-
um tíma ríkan þátt í að byggja upp
blómstrandi skáklíf í Bolungarvík.
Haukur verður heiðraður sér-
staklega um helgina fyrir framlag
sitt til skáklistarinnar á Vest-
fjörðum. Annað kvöld gefst mönnum
svo tækifæri á að stíga dans því þá
verður slegið upp dansleik með
Baggalút.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fluttar voru vísur eftirGuðmund G. Halldórsson á
hagyrðingakvöldi hjá Kveðanda í
gærkvöldi. „Þeir skrifuðu mér, vita
að ég rétt fylgi fötum og báðu mig
að senda sér eitthvað,“ segir hann
og hlær. Yrkisefnið var Halldór
Blöndal að skera hval:
Frá æskudögum verkaval,
vísnasmiður góður,
með skálm í hendi skar hann hval,
skrafaði sjaldan hljóður.
Hann hefur lítið átt við öl,
orðum mörgum hlaðinn,
það væri mikið byggðaböl
ef bjáni kæmi í staðinn.
Í umferðinni verndarvætt
veit af góðu kyni,
góðan mann af Gottskálksætt
gott er að eiga að vini.
Ragnar Böðvarsson yrkir að
hausti:
Haustið fer að halda á braut,
ég hygg að síðan komi vetur.
Honum fylgir hálfgert staut,
hálka, snjór og allskyns þraut.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORN
Af hval og hausti
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Allt
á rúmið
Heldur liðunum liðugum!
Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir
líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg.
Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík
Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
K
R
A
FT
A
V
ER
K