Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 30
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „Samskipti við fólk er mitt helsta áhugamál. Ég stunda líkamsrækt og lestur góðra sakamálasagna er í miklu uppáhaldi. Allir viðburðir, sem tengjast mat, eru áhugaverðir í mín- um huga og auk þess hef ég lengi haft áhuga á ýmsum velferð- armálum. Frítíma minn um þessar mundir nota ég svo til að byggja upp sál og líkama, hvíla mig og vinna í íbúðinni sem ég og kærastinn minn erum að gera upp,“ segir Ingunn Ásta Sigmunds- dóttir, verkefnastjóri sjálfboðamið- stöðvar Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, sem stendur fyrir fatamarkaði MK-nema á morgun til styrktar unglingum í Mósambik. Ingunn Ásta hóf störf hjá Kópa- vogsdeild Rauða krossins um miðjan ágúst sl. eftir að hafa útskrifast með BA-próf í uppeldis- og menntunar- fræðum frá Háskóla Íslands. Hún segir námið nýtast sér vel í nýja starfinu, sem var auglýst samfara verkefnaaukningu deildarinnar. Vill láta gott af sér leiða „Starf verkefnastjórans er fjöl- breytt og felur í sér víðtæka reynslu og samskipti við gott fólk. Í starfinu fléttast því saman áhugamál mitt og vinna. Ég vona að störf mín láti gott af sér leiða og verði viðbót við það mikilvæga starf sem fram fer í Kópa- vogsdeildinni. Ég sinni meðal annars öflun og þjálfun sjálfboðaliða og hef umsjón með verkefnum eins og sjálf- boðnu starfi MK-nema, heimsókna- þjónustu, stuðningi við geðfatlaða, starfi með ungum innflytjendum og Eldhugum, sem er ungmennastarf deildarinnar,“ segir Ingunn Ásta. Fatamarkaður MK-nema, sem haldinn verður á morgun, er loka- verkefni nemendanna í áfanga um sjálboðið Rauða kross starf. Þetta er önnur önnin í röð sem nemendur í MK geta valið áfangann, en MK er fyrsti og enn sem komið er eini fram- haldsskólinn á landinu sem kennir slíkan áfanga. Í haust hafa nemend- urnir unnið sjálfboðin störf fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins í einn til tvo tíma á viku. Þeir flokkuðu fötin fyrir fatamarkaðinn í fataflokk- unarstöð Rauða krossins og hafa svo séð um að setja markaðinn upp og auglýsa hann. Athvörf fyrir fátæk börn Rauði kross Íslands hefur styrkt rekstur tveggja athvarfa fyrir fátæk og félagslega illa stödd börn í borg- unum Beira og Mapútó í Mósambik síðan 1996. Stofnaður hefur verið útskriftarsjóður með það að mark- miði að veita þeim unglingum fjár- hagslegan stuðning sem sýnt hafa vilja og getu til framhaldsnáms eða til að stofna smáfyrirtæki. » mælt með | 31 „Ég flétta saman áhugamáli og vinnu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áfangi Nemum í MK býðst að taka áfanga í sjálfboðnu starfi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Verkefnastjórinn Ingunn Ásta Sigmundsdóttir hefur verið að undirbúa fatamarkað með MK-ingum. |föstudagur|10. 11. 2006| mbl.is                                      !"#  $%& '()* "+,-#! %*-, &. + /"001 20 %2&#3%4#* & 5 6(-! & 7%"+),8,*7  82 9: 3%4#* , & 5  82 ;& ,< ",0+, -(,+%"0 -7-!".#+ 20 " * "+,-#!%"0 *)/"%8 = *33-"#,+,0*         ! " #$%& '()* + ,-*./'$ (00),1*-*  234 .'5#1',& 6/7"'-8 + (8,'1 8 7&9. + '91-' ,8 ,*-* )0&)'-** '")*& -8 ''1 &: + 23 ; <(&8&7"' = )&>.( )19'6&,-*1 " *>19!',1 >1'-1 + ?3 =& =<:&8 278* /+) = /" -%*, 2!! 20 !.,,#* 6> 6"-- "+,-#4!* %*-, 1 /+) #4!*7 /"% 5 7$#+ 6>  daglegtlíf Í haust fóru 25 manns til Hast- ings til að taka þar þátt í vík- ingahátíð. Hafsteinn Pétursson var meðal þeirra. » 32 daglegt líf Það er fátt betra en góður Chi- anti Classico frá Toscana með mat segir Steingrímur Sig- urgeirsson. » 36 vín Friðrik fimmti, matgæðingur á Akureyri, var valinn í 100 manna hóp stjörnukokka í Tór- ínó á Ítalíu. » 34 matur Sharon Oddson, sem á ættir að rekja til Íslands, rekur mat- reiðsluskóla og veitingahúsið Garga í Flórens. » 36 veitingahús Herdís L. Storgaard fjallar um það þegar börn eru látin gæta barna en það er ábyrgðarmikið starf. » 33 forvarnir Uppáhaldsgönguleiðin: Mér finnst æðislegt að ganga um Gjána í Þjórsárdal. Paradís á jörðu. Uppáhaldssundlaugin: Árbæjarlaugin er góð. Fallegasti staðurinn á land- inu: Sveitin mín, Ásar í Gnúp- verjahreppi. Best að borða: Íslenskt lambakjöt í karrýsósu. Hum- ar er líka góður. Besti tími dagsins: Ég hef alltaf verði morgunhani og vel því morguninn. Sunnu- dagsmorgnar eru langbestir. Ingunn mælir með SKORTUR á sól yfir vetrarmán- uðina getur verið ástæða þess að inflúensan nær að breiðast út á þeim tíma. Þetta er skoðun bandaríska vísindamannsins John Cannell sem starfar við Atascadero State Hospital í Kaliforníu. Þegar sólargeislar skína á húðina verður til að D-vítamín í líkamanum sem Cannell og koll- egar hans telja að hafi mikilvæg áhrif á ónæmiskerfið, að því er fram kemur í grein á vefritinu forskning.no. Yfir dimmustu vetrarmánuðina er sólin, og þar af leiðandi þessi vítamínfram- leiðsla, af skornum skammti, sérstaklega í Norður–Evrópu. Samkvæmt fyrri rannsóknum virðist D-vítamín hafa mikil áhrif á ónæmiskerfi mannskepnunnar. Fólk sem býr á norðlægum breidd- argráðum er með minna af vítamíninu í líkamanum að vetrinum, sér- staklega eldri borgarar. Þetta gæti skýrt hvers vegna upp koma árvissir faraldrar inflúensunnar yfir veturinn og hvers vegna eldra fólk er í meiri smithættu en aðrir. Sömuleiðis hafa verið gerðar tilraunir þar sem sjálfboðaliðar létu smita sig af inflúensuveiru. Í ljós kom að þeir voru átta sinnum líklegri til að fá hita og önnur sjúkdómseinkenni eftir vetr- arsólstöður en um sumar. Mörg dæmi eru um inflúensusmit yfir sumarmánuðina en hins vegar virðist sjúkdómurinn fyrst komast á skrið á veturna. Vísindamennirnir segja því margt benda til að skýra megi inflúensufaraldra með skorti á sólarljósi og D-vítamíni. Enn vanti þó nokkuð upp á að það sé kannað í kjölinn og því sé of snemmt að mæla með D-vítamíngjöf sem fyrirbyggj- andi meðhöndlun gegn flensu. Sólarleysið kyndir undir flensuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.