Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 34
matur 34 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ D júpsteikt skyr og rav- ioli með blóðmörsfyll- ingu er meðal þeirra rétta sem Friðrik Val- ur Karlsson, betur þekktur sem Friðrik fimmti, snilld- arkokkur á Akureyri hefur töfrað fram úr alíslenskum hráefnum. Hann segir Íslendinga eiga að vera stolta yfir sínum matarhefðum. Friðrik er nýkominn frá Torino á Ítalíu þar sem hann var á þúsund kokka sýningu á vegum Slow Food-samtakanna. Kokkarnir komu allir frá veitingastöðum sem leggja áherslu á svæðisbundna matargerð en að auki voru þar framleiðendur matvæla frá öllum heimshornum. „Upprunalega var mér boðið að vera einn af þessum þúsund en ég var svo valinn í 100 manna hóp til að sitja ráðstefnu samhliða sýning- unni og leggja línur um stefnu sam- takanna,“ segir Friðrik. „Samtökin hafa haft að leiðarljósi að matur eigi að vera góður, hreinn og feng- inn í sátt og samlyndi við náttúruna en við bættum því við að matur ætti að vera sanngjarn. Það er ekkert fallegt við mat sem er lífrænt rækt- aður og góður á bragðið en fram- leiddur af fólki sem fær ekkert fyr- ir vinnuna sína.“ Syngjandi matur Svæðisbundin matargerð hefur löngum verið Friðriki hugleikin. „Matur á að ferðast eins lítið og hægt er en fólk á að ferðast eins mikið og hægt er, eins og einn sænskur félagi minn orðaði það. Matur er hvergi betri en í sínu rétta umhverfi. Til dæmis eru ný- soðin svið með rófustöppu frábær matur en við myndum ekki vilja borða þau í miðri Tókýóborg.“ Hann bætir því við að Íslendingar geti verið stoltir af sínum mat- arhefðum, þótt tilhneigingin hafi kannski frekar verið að skammast sín fyrir þær. „Þegar spurt er um íslenskan mat klóra flestir sér í hausnum og hugsa í slátri, sviðum og hrútspungum en það má taka þetta svolítið lengra. Við höfum t.d. borið fram kindakæfu með hráu hangikjöti, taðreyktum laxi, lax- ahrognum og góðum osti af svæð- inu, ekki ósvipað og antipasti diskar eru framreiddir á Ítalíu. Við höfum gert ravioli með fyllingu sem er gerð úr bragðbættum blóðmör. Ef við horfum á sláturkepp sem hráefni gerum við eitthvað nýtt úr honum en ef við horfum á hann sem tilbúinn rétt verður hann aldrei annað en sláturkeppur.“ Á sýningunni eldaði Friðrik nokkra rétti úr íslensku skyri og jú – það er víst hægt að elda skyr. „Við búum t.d. til créme brulée og tiramisu úr skyri, við djúpsteikjum skyr og notum það í matargerð. Þarna úti lék ég mér bæði með hreint og bragðbætt skyr og viðtök- urnar voru mjög góðar.“ Friðrik naut líka snilli kollega sinna utan úr heimi og borðaði m.a. mat frá fjórum mismunandi svæð- um á Ítalíu. „Einn staðurinn flétt- aði óperu saman við matinn með því að kynna hvern rétt syngjandi. Þarna voru líka Norðmenn sem buðu upp á villisauð og brimost. Eins voru menn að leika sér með alls konar nútímalega elda- mennsku, s.s. fljótandi köfnunar- efni sem eldunargjafa. Í grunninn var hráefnið samt alltaf gott, hreint og tekið þannig að náttúran beið ekki skaða af því.“ Andlit á vöruna Hann segir mikla viðurkenningu að hafa verið valinn í 100 manna hópinn en Slow Food-samtökin hyggjast gefa út bók þar sem þessir kokkar verða sérstaklega kynntir. „Þar á meðal eru menn sem teljast meðal bestu kokka veraldar, s.s. franski snillingurinn Alain Ducasse og Ferran Adrià sem rekur frægan veitingastað rétt utan við Barce- lona. Þetta var eins og fyrir íslensk- an knattspyrnumann að fá að spila æfingaleik með öllum heimsfrægu köllunum.“ Friðrik heldur áfram að hampa svæðisbundnum matvælum. „Við erum að leita okkur að húsnæði fyr- ir litla sælkeraverslun sem yrði ein- göngu með eyfirsk og norðlensk matvæli. Í tengslum við það langar okkur að vera með bændamarkað á laugardögum yfir sumarið. Þar komum við aftur og enn að því að stytta bilið á milli framleiðandans og neytandans því um leið og mað- ur getur sett andlit á vöruna ber maður meiri virðingu fyrir henni.“ Íslenskt í öndvegi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svæðisbundið „Nýsoðin svið með rófustöppu eru frábær matur en við myndum ekki vilja borða þau í miðri Tókýóborg,“ segir Friðrik V. Karlsson. Friðrik fimmti, matgæðingur á Akureyri, var nýlega valinn í 100 manna hóp stjörnukokka á matarsýningu í Torino. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við hann og komst að því að sláturkeppur er ekki bara sláturkeppur. ben@mbl.is Eftir Hönnu Friðriksdóttur Slow Food eru samtök semvinna að verndun sjald-gæfra dýra- og grænmet-istegunda sem stafar ógn af nútímasamfélagi. Meðal meg- inmarkmiða Slow Food er að stuðla að fjölbreyttu úrvali gæðamatvæla og að vernda menningarleg matvæli sérstaklega. Allar götur frá því samtökin voru stofnuð fyrir 20 ár- um hafa þau beitt sér opinberlega í gegnum grasrótina gegn útrýmingu ýmissa matvæla, dýrastofna, osta, villtra jurta og kryddtegunda, korns o.s.frv., með það að leiðarljósi að auka „bragðmenntun“ almenn- ings. Lýsing á samtökunum kristall- ast vel í orðum breska rithöfund- arins Geoff Andrews sem vinnur að bók um Slow Food, en hann hóf fyr- irlestur sinn á Terra Madre á orð- unum: „Slow Food er ekki tóm- stundiðja forréttindahóps heldur ný þjóðfélagshreyfing með skapandi, félagsleg og fullnægjandi áform um að auðga líf fólks.“ Frá 1996 hefur Slow Food í sam- vinnu við Piemonte-hérað á Ítalíu, þar sem samtökin hafa aðsetur, staðið fyrir mikilli sýningu – Salone del gusto eða Höll bragðlaukanna – og 26.–30. október sl. var 6. sýn- ingin haldin. Henni er m.a. ætlað að kynna matvæli, dýra- og plöntu- stofna sem Slow Food vinnur við að endurvekja. Meðfram sýningunni er svo haldin ráðstefnan Terra Madre, sem er e.k. heimsfundur matarsam- félaga heimsins, og þangað var í ár boðið 6.000 manns frá öllum heims- hornum til að taka þátt í umræðum, ráðstefnum og fyrirlestrum svo eitt- hvað sé nefnt. Fjórum Íslendingum var að þessu sinni boðið á ráðstefnuna, þeim Friðriki Val Karlssyni matreiðslu- meistara (en Friðrik hefur verið val- inn ásamt fleiri matreiðslumönnum í matreiðslubók sem væntanleg er hjá Slow Food-útgáfunni), Jóhönnu Þorvaldsóttur, geitabónda í Háafelli í Borgarfirði, Þóru Sif Kópsdóttur, sauðfjárbónda og frumkvöðli í mjólkun sauðfjár, og Ólafi Dýr- mundssyni, ráðunaut í lífrænum bú- skap og landnýtingu. Ofurhreinlæti umdeilt Eitt þeirra atriða sem eru Slow Food Þrándur í Götu er „ofurhrein- lætisstefna“ Evrópusambandsins við matvælaframleiðslu. Á einni af ráðstefnunum á Terra Madre var þetta vandamál tekið fyrir 28. októ- ber og bar hún yfirskriftina „Heil- brigðis- og öryggisreglur og smá- framleiðendur.“ Umræðurnar snerust um það hvort einkunnarorð Slow Food; hreinn (hreinn, heil- brigður matur), góður (bragðgóður og hollur fyrir neytandann) og sanngjarn (það að framleiðandi fái réttlátt verð fyrir vöru sína), gætu „lifað“ saman í sátt og samlyndi eða hvort um væri að ræða of þversagn- arkennd atriði. Áherslan var lögð á sambandið milli annars vegar hreins matar, sem framleiddur er að uppfylltum heilbrigðisskilyrðum og er því skað- laus neytandanum, og hins vegar góðs bragðs matarins, út frá skyn- rænu sjónarmiði. Þátttakendur voru dýralæknar, framleiðendur, eftirlitsaðilar og þeir sem eru undir eftirliti. Helsta vandamálið í sam- spili þessara tveggja póla er áhættu- stuðullinn, þ.e. hvað neytendur eru tilbúnir að taka mikla áhættu varð- andi eigið heilbrigði í skiptum fyrir meiri gæði. Piero Sardo, forseti stofnunar Slow Food um líffjöl- breytileika („biodiversity“), sagði aldrei vera hægt að útiloka áhættu- þáttinn, þótt hann aðhylltist tak- markaða áhættu í matvælafram- leiðslu til að fá frábæra og einstaka matvöru og nefndi hann í því sam- bandi hrámjólkurostaframleiðslu. Frummælandi „hreinu línunnar“ á ráðstefnunni, prófessor Grasselli, forseti hins ítalska félags um fyr- irbyggjandi dýralyfjagjafir, sagðist vera á móti of ströngum reglugerð- um, þar sem gengið væri of langt í að dauðhreinsa mat á kostnað gæðanna. Margar reglur mis- munuðu auk þess litlum framleið- endum sem engan veginn gætu mætt þeim mikla kostnaði sem fylgir því að uppfylla þær. Og í raun spryttu vandamálin oft fram vegna upplýsingaskorts milli eftirlits- manna og framleiðenda sem auðvelt gæti verið að leysa. Nóg fyrir alla Í opnunarræðu Slow Food benti Carlo Petrini, forseti og stofnandi samtakanna, á þá staðreynd að jörð- in gæti fætt íbúa sína fjórum sinnum og byggi yfir tvöföldu því magni matar sem nægði jarðarbúum til að lifa í allsnægtum. Þrátt fyrir þetta lifðu 12–18% íbúa jarðar undir hungurmörkum. Hann minnti á að of langt hefði verið gengið á auð- lindir jarðar og að eina björgunin fælist í því að horfa til fátækari landanna – þar sem enn væri borin virðing fyrir landinu og miðunum og sjálfbær landbúnaður og veiðar væru stunduð – og taka upp þeirra hætti. Þannig mættu gæði jarðar og matarins viðhaldast og sambandið milli framleiðanda og neytanda styrkjast, sem og menning og hefð- ir. Höll bragðlaukanna – Salone del gusto Virðing fyrir hefðum Það var margt girnilegra matvæla að sjá á hátíðinni. Á annarri mynd f.v. má sjá Íslendingana á Terra Madre ásamt rithöfundinum Geoff Andrews: Friðrik Valur Karlsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.