Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 33
forvarnir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 33
Komdu og vertu með okkur í kvöld á kosningaskrifstofu Ragnheiðar Elínar að Bæjarlind 2 í Kópavogi
frá kl. 21-23.30. Sérstakir gestir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson.
Léttar veitingar verða í boði og ljúfir tónar.
Allir velkomnir.
Ragnheiður Elín og stuðningsmenn.
Kosningaskrifstofa Ragnheiðar Elínar
og stuðningsmanna er í
Bæjarlind 2 í Kópavogi.
Sími 564 6549
ragnheidurelin@ragnheidurelin.is
www.ragnheidurelin.is
Í ÍSLENSKU samfélagi hefur það
tíðkast lengi að börn séu að gæta
barna og finnst mörgum nú vera fok-
ið í flest skjól þegar búið er að setja
aldurstakmark á þessa starfsemi.
Mörgum finnst að þetta sé nú bara
einhver afskiptasemi utan úr Evr-
ópu því börn hafi bara gott af því að
vinna og að þetta sé nú ekki mikið
mál. Slíkur hugsunarháttur segir
meira um okkur sem þjóð og sýn
okkar á börnum. Börn yngri en 12
ára hafa ekki náð þroska og getu til
að forðast slys, hvað þá heldur að
bera ábyrgð á öðrum börnum.
Gífurleg ábyrgð
Að bera ábyrgð á líðan og lífi lítilla
barna er ábyrgðarmikið starf.
Ábyrgðin sem fylgir barnagæslu
getur valdið einstaklingi sem ekki
hefur tekið út fullan þroska miklu
andlegu álagi.
Ábyrgðin er gífurleg ef eitthvað
bregður útaf. Þess má geta að slys á
börnum á aldrinum 0–4 ára verða
fyrst og fremst á eða við heimili
barnanna eða í 80% tilfella.
Samkvæmt Reglugerð um vinnu
barna og unglinga er ekki heimilt að
ráða einstakling yngri en 15 ára til
að gæta barna. Foreldrar verða allt-
af að ganga út frá því að eitthvað
geti gerst og þá er mikilvægt að
unglingurinn sem er að gæta barns-
ins geti brugðist rétt við.
Góð ráð fyrir foreldra
þegar velja á barnapíu
Mundu að þú sem foreldri berð
ábyrgð á öryggi barnsins á meðan
það er í gæslu. Það er því mik-
ilvægt að fara yfir öryggismálin
með barnapíunni.
Mikilvægt er að gera kröfur til
þess sem gæta á barnsins. Eft-
irfarandi atriði í fari barnapíunn-
ar skipta máli: Ábyrgur ein-
staklingur, þroskaður miðað við
aldur, áreiðanlegur, þolinmóður,
ákveðinn og fylginn sér. Mik-
ilvægt að viðkomandi kunni að
umgangast börn.
Veljið einstakling sem hefur farið
á skyndihjálparnámskeið.
Gefið barnapíunni og barninu færi
á að kynnast, gefið ykkur aðlög-
unartíma.
Upplýsingar sem
foreldrar þurfa að fara
yfir með barnapíunni
Mikilvægt er að fara vel yfir venj-
ur barnsins og alla þá hluti sem á
að nota við umönnun þess.
Mikilvægt að fara yfir viðbrögð ef
barnið slasast eða veikist skyndi-
lega og hvað eigi þá að gera.
Mikilvægt er að fara yfir neyð-
arnúmerið 112 með barnapíunni
og hvað eigi að segja ef hringt sé á
sjúkrabíl.
Útbúa lista með símanúmerum
sem eru mikilvæg, t.d. vinnusíma
og farsíma foreldra, en ef illa
gengur að ná í þá borgar sig líka
að hafa númer annarra aðila, t.d.
afa/ömmu.
Ef barnið er með þekktan sjúk-
dóm eða ofnæmi er mikilvægt að
barnapían viti af því og viti hvern-
ig á að bregðast við slíku.
Ef barnið tekur lyf að staðaldri/
tímabundið þarf að fara yfir það
með barnapíunni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ábyrgðarhlutverk Að bera ábyrgð á líðan og lífi lítilla barna er ábyrgð-
armikið starf sem getur jafnvel reynst fullorðnu fólki erfitt.
Þegar börn eru
látin gæta barna
Herdís L. Storgaard, forstöðumaður
Sjóvár-forvarnahúss