Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 67
menning
Hvað segirðu gott?
Nokkuð brattur bara.
Ertu stolt/ur af því að vera Íslend-
ingur? (Spurt af síðustu aðalskonu,
Unni Ösp Stefánsdóttur.)
Sjaldnar og sjaldnar.
Kanntu þjóðsönginn?
Nei. Man aldrei textann.
Áttu þér gælunafn?
Hörkubörkur.
Hvað talarðu mörg tungumál?
Fjögur.
Hvenær fórstu síðast til útlanda og
hvert?
Til Bretlands til að vinna í Ham-
skiptunum.
Meyerhold eða Stanislavski?
Báðir nokkuð þéttir á sinn hátt.
Það fer eftir verkefninu hvor vinn-
ur.
Uppáhaldsmaturinn?
Kjöt.
Bragðbesti skyndibitinn?
Tommi.
Hvaða bók lastu síðast?
The Lover, eftir A.B. Yehoshua.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Pétur Gaut. Skemmti mér mjög vel.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Bat out of hell með Meatloaf.
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Nota útvarp lítið. Kannski gufan.
Besti sjónvarpsþátturinn?
Murphy’s Law er góður.
Þú ferð á grímuball sem …?
Elvis.
Helstu kostir þínir?
Einsýnn.
En gallar?
Stundum of einsýnn.
Fyrsta ástin?
Stelpan í sveitinni.
Besta líkamsræktin?
Sjókajak.
Algengasti ruslpósturinn?
Elko, Rúmfatalagerinn, Bónus
o.s.frv.
Hvaða ilmvatn notar þú?
Kenzo.
Hvar myndirðu vilja búa annars
staðar en á Íslandi?
Norður-Spáni um tíma.
Uppáhaldsbloggsíða?
Nota ekki blogg.
Hvers viltu spyrja næsta viðmæl-
anda?
Ef þú ættir eina ósk, hvers mynd-
irðu óska þér?
Morgunblaðið/Sverrir
Börkur Jónsson
Hörkubörkur
Íslenskur aðall | Börkur Jónsson
Aðalsmaður vikunnar er myndlistarmaður að
mennt og meðlimur leikhópsins Vesturports.
Hann var á dögunum tilnefndur til The Evening
Standard-leikhúsverðlaunanna fyrir leikmyndina
í Hamskiptunum sem Vesturport setti upp í
London.
AFMÆLISTÓNLEIKAR Félags ís-
lenzkra organista (stofnað 1926 af
Páli Ísólfssyni) fóru fram með stuðn-
ingi Menningarsjóðs FÍH og reynd-
ust merkilegri en nokkurn með-
almann gat órað fyrir. Efnisskráin
nátengdist kennurum og áhrifamönn-
um þessa frumkvöðuls í íslenzkri tón-
listarsögu – þ.e. tónskáldunum Max
Reger og Sigfrid Karg-Elert (eft-
irmanni Regers í Tómasarkirkju
Leipzigborgar) og Karli Straube
Tómasarorganista á fyrsta hluta 20.
aldar. En ekki nóg með það. Sauer-
hljóðfæri Fríkirkjunnar (1926) mun
runnið frá sömu smiðju í Leipzig og
smíðaði orgel það í höfuðvígi J. S.
Bachs forðum þar sem Páll nam í
fyrri heimsstyrjöld.
Þetta og fleira kom fram af fróð-
legu tónleikaskránni og ekki síður
fróðlegri kynningu einleikarans, Stef-
ans Engels prófessors í orgelleik við
Felix Mendelssohn-Bartholdy tón-
listarháskólann í Leipzig. Mynduðu
tilefnistengslin þannig þéttriðna
fléttu við hæfi hnitmiðaðs undirbún-
ings.
Að vísu fara mér vitandi ekki mikl-
ar sögur af flutningi Páls á höfundi
fyrri helmings dagskrár, Karg-Elert
(1877-1933). Nærstaddir fagfróðir
stéttarfélagar einleikarans tjáðu mér
hins vegar að það hefði frekar getað
átt við Sigurð, bróður Páls, er tók við
organistastöðunni í Fríkirkjunni
1939. Og þó að lítið virðist til þessa
hafa farið fyrir verkum þessa af-
kastamikla síðrómantíkers, er skv.
Engels kvað lengst af hafa staðið í
skugga Regers (að sögn sumpart fyr-
ir módernísk tilþrif sín), gæti breyt-
ing verið í vændum með nýlegri
heildarinnspilun sólistans fyrir
Priory.
Reyndar bar ekki ýkja mikið á
framsækni – a.m.k. ekki í nútíma-
eyrum – í Elert-úrvali kvöldsins, org-
elspunanum „Hærra, minn Guð, til
þín“ (saminn eftir Titanic-slysið
1912), Fimm sálmaspunum frá sama
ári og í „Þrjú ný tónaljóð“ (1931) þar
sem Ravel/Debussy áhrifin tóku oft á
sig óvæntan en sízt óskemmtilegan
Wurlitzer bíóorgelsvip. Einkum þökk
sé naskri nýtingu á liðlega 40 síðróm-
antísku röddunum að baki principal-
pípuframhliðar Fríkirkjuorgelsins er
töfruðu fram ýmist dulúðugan eða
glettinn huldumannaheim í sterkum
kontröstum við útopin „pleno“ kraft-
þykknin.
Almennt má segja að raddval og
túlkun sólistans hafi borið óvenju-
sterkan keim af slíkum andstæðum,
þar sem m.a. markviss styrkfet-
ilsbeiting magnaði upp ótrúlega
spennu við stundum alveikasta org-
elleik sem maður hafði á ævinni
heyrt. Og hafi einhver viðstaddur áð-
ur haft fordóma um hljómgæði stað-
arhljóðfærisins, þá hlutu þeir nú að
fjúka út í veður og vind. Þetta var
ekkert minna en opinberun, og eina
harmsefnið að kirkjan byði ekki upp á
lengri ómtíma.
Á hinn bóginn heyrðust minnstu
smáatriði. En þar þurfti ekkert að
fela. Túlkun seinni hlutans heimfærði
nefnilega svo ekki varð um villzt að
hér fór sannkallaður fagmaður fag-
mannanna. Járnsmiðstilbrigði Händ-
els, „G-strengs“ aría Bachs í umritun
Karg-Elerts, Tilbrigði Karls Hoyers
Op. 33 og viðamikil Fantasía Regers
um „Straf mich nicht in deinem Zorn“
báru öll aðalsmerki mikils og gegn-
músíkalsks virtúóss, er vert væri að
fá að heyra aftur við önnur fremstu
orgel lýðveldisins sem fyrst.
Fagmaður
fagmannanna
TÓNLIST
Fríkirkjan
Verk eftir Karg-Elert, Händel, J. S. Bach,
Hoyer og Reger. Stefan Engels orgel.
Sunnudaginn 29. október kl. 17.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Bandaríski fréttamaðurinn EdBradley, einn af umsjón-
armönnum þáttarins 60 mínútur,
lést í gær á sjúkrahúsi í New York
úr hvítblæði, að því er sjónvarps-
stöðin CBS greinir frá.
Bradley var 65 ára.
Hann var umsjónarmaður 60 mín-
útna í 25 ár og fékk 19 Emmy-
verðlaun fyrir störf sín þar.
Kvikmyndaáhugamenn geta ífyrsta skipti keypt sér miða á
almennar sýningar í bíó á Netinu í
dag.
Um er að ræða sölu á myndir sem
sýndar eru í Smárabíói og Regnbog-
anum og fer miðasalan fram á midi-
.is.
Á sama tíma hefst svo á Netinu
forsala á heimsfrumsýningu nýjustu
myndarinnar um njósnara hennar
hátignar, James Bond, Casino Ro-
yale.
Fólk folk@mbl.is