Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 32
daglegt líf 32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is T ólf hundruð manns hlaupa öskrandi á móti jafnstórum hóp í fullum herklæðum. Ófrýnilegir menn með alvæpni láta vopnin vaða á næsta mann. Stað- urinn er Hastings í Bretlandi árið 1066. Nema hvað árið er í raun 2006. Og ólíkt fyrirrennurum sínum 940 árum áður eru víkingarnir tiltölu- lega óvilltir í eðli sínu og lumbra bara hver á öðrum í þykjustunni. „Við vorum 25 manns sem fórum frá Íslandi,“ útskýrir Hafsteinn Pétursson sem ber titil jarls hjá Rimmugýgi en það er félag ís- lenskra víkinga í Hafnarfirði. 14. október síðastliðinn tók hópurinn þátt í endursköpun hinnar víð- frægu orrustu við Hastings í Bret- landi frá 1066 sem að sögn Haf- steins markaði endalok víkingatímans á Englandi. „Þá sigraði Vilhjálmur bastarður, her- togi af Normandí, Harald God- winson Saxakonung. Þetta var víst síðasta árásin á Bretland sem heppnaðist.“ Auk þeirra 2.400 sem tóku þátt í orrustunni sjálfri að þessu sinni voru um 1.000 manns á hátíðinni og stemningin ólýsanleg að Hafsteins sögn. „Ég var á þessari sömu hátíð fyrir sex árum og þá var okkur sagt að þar væru um 1.200 manns þannig að þetta var ótrúlegur fjöldi,“ segir hann. Flestir þátttak- endur voru frá Bretlandi en annars dreif að fólk víðsvegar að úr heim- inum, frá Norðurlöndum, Póllandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, svo eitthvað sé nefnt. „Ég ferðast gjarnan milli víkingahátíða þar sem ég hitti margt fólk frá öðrum löndum og þá myndast ákveðin vin- átta og tengsl. Og á svona stórri hátíð eins og í Hastings rekst mað- ur á sérstaklega marga sem maður hefur kynnst í gegnum árin.“ Lítur út fyrir að vera ekta Um tíu ár eru síðan Hafsteinn byrjaði að sinna víkingnum í sér, en þá var félagið Rimmugýgur stofnað. „Víkingahátíðin var haldin í fyrsta sinn í Hafnarfirði árið 1995 og þá vaknaði áhugi á því að stofna svona hóp. Við byrjuðum eiginlega um þetta leyti árið 1996 en þá var staddur á Íslandi danskur víkingur sem kunni að berjast og kenndi okkur undirstöðuatriðin. Árið eftir, þann 7. júní 1997, var hópurinn stofnaður formlega við Öxarárfoss á Þingvöllum.“ Hann segir varla um eiginlega bardaga- eða skylm- ingalist að ræða. „Þetta er einhvers konar bardagi með höggsverðum en stíllinn miðast við að láta þetta líta mjög raunverulega út um leið og við erum með fullt af reglum til að koma í veg fyrir að við slösum hver annan. Okkur verður nokkuð vel ágengt við það því meiðsla- tíðnin er ákaflega lág hjá okkur“ Fjöldi félaga í Rimmugýgi er nokkuð á reiki og „fer dálítið eftir því hvernig talið er,“ að sögn Haf- steins. „Við erum með ákaflega ströng inntökuskilyrði en öllum er frjálst að koma og æfa með okkur. Þegar fólk er búið að sanna sig bjóðum við því inngöngu í félagið en það getur tekið nokkur ár. Þeir sem fóru með okkur út núna og hafa ferðast með okkur undanfarin ár hafa þannig ekkert endilega allir verið fullgildir félagar.“ Einhvers konar Pétur Pan? Milli þess sem félagsmenn flengjast á milli víkingahátíða æfa þeir sig af kappi, tvisvar í viku að jafnaði. „Svo erum við með hand- verksdaga, venjulega vikulega, þar sem menn huga að vopnum og fatn- aði og búa til nýtt. Það er mest við að vera í því á undan hátíðum og t.d. unnum við stíft núna fyrir Hastings-hátíðina því við þurftum að nota svolítið öðruvísi fatnað en venjulega. Árið 1066 voru fötin ör- lítið öðruvísi en á víkingatímanum sjálfum auk þess sem við smíð- uðum okkur nýja skildi. Þannig að það fylgir þessu töluvert hand- verk.“ En hvað fær fullorðna karlmenn til að klæða sig upp eins og víkinga og fara í þykjustubardaga? „Við höfum oft velt þessu fyrir okkur en ekki komist að neinni góðri nið- urstöðu,“ svarar Hafsteinn hlæj- andi. „Fyrir tveimur árum var ég spurður svipaðrar spurningar en þá var ég staddur á víkingahátíð í Waco í Texas. Þar gistum við á hót- eli og einhverju sinni var ég fyrstur í hópnum til að ganga út af hót- elinu. Ég vissi ekki fyrr en tveir lögreglubílar brunuðu skyndilega að mér og mér var stillt upp við vélarhlífina á öðrum þeirra. Þegar lögreglumennirnir sáu að það staf- aði engin stórkostleg ógn af mér spurði einn þeirra með mikilli van- þóknun og sterkum Texas-hreim: „Are you some kind of Peter Pan trying to relive your childhood fan- tasies?“ Og ég sá mig bara til- neyddan til að svara játandi.“ Nokkrum mínútum síðar runnu tvær grímur á laganna verði þegar 30–40 fullorðnir víkingar birtust einn af öðrum fyrir utan hótelið. „Ég veit ekki hvort það var þess vegna en að minnsta kosti var mér leyft að fara.“ Íslenskir víkingar berjast í Bretlandi Ljósmynd/Jerker Fahlström Fjölmenni Um 2.400 víkingar í fullum herklæðum og frá öllum heimshornum tóku þátt í endurgerð hinnar sögufrægu orrustu við Hastings. Alls voru um 3.500 manns á hátíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Alvæpni Hafsteinn smíðaði sér nýjan skjöld fyrir Hastingshátíðina. Ljósmynd/Brynjar Ágústsson Raunverulegt „Við erum með fullt af reglum til að koma í veg fyrir að við slösum hver annan.“ Hafsteinn sannfærandi í hörðum þykjustubardaga. »Ég ferðast gjarnan milli víkingahátíða þar sem ég hitti margt fólk frá öðrum löndum og þá myndast ákveðin vinátta og tengsl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.