Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VONANDI getum við opnað nýtt og endurgert brottfarasvæði með pomp og prakt næsta vor,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Nú standa yfir framkvæmdir við stækkun á norðurhlið flugstöðv- arinnar m.a. með tengingu gler- skála að vestan- og austanverðu við Laufskálann, sem er upp- gangsleið fyrir brottfararfarþega á aðra hæð byggingarinnar. Innritunarsalurinn sjálfur mun breikka og mynda 90 gráða horn þar sem hluti salarins sem snýr í vestur mun snúa til norðurs. „Við þessar breytingar munum við fjölga innritunarborðum úr 25 í 42 næsta vor,“ segir Höskuldur. Einnig verður sjálfsafgreiðslu- stöðvum fyrir innritun í brottfar- arsalnum fjölgað úr 8 í 16 næsta sumar. Að sögn Höskuldar hafa þær reynst ágætlega og mælst mjög vel fyrir en þar geta farþegar innritað sig sjálfir, valið sitt eigið sæti og fengið bæði brottfar- arspjald og töskumiða. ,,Með þessu erum við að auka verulega olnbogarýmið og afkasta- getu í innrituninni,“ segir Hösk- uldur um framkvæmdirnar. Innréttingu lokið 1. apríl Áætlanir gera ráð fyrir að lokið verði við innréttingu brottfar- arsvæðis austanmegin í flugstöð- inni 1. apríl næstkomandi en þar er um að ræða lokaverkþáttinn við endurnýjun og stækkun þess. Einnig standa yfir fram- kvæmdir við kjallara flugstöðv- arinnar þar sem staðsett verður ýmis hliðar- og þjónustustarfsemi, sem tengist flugstöðvarrekstrinum auk geymsluaðstöðu. Hefur gengið nokkru hægar en menn áætluðu að grafa fyrir kjallaranum við norð- urhlið flugstöðvarinnar, þar sem nota þarf nýja tækni við að brjóta klöppina undir byggingunni. Eðli máls samkvæmt er ekki hægt að sprengja klöppina og notar verk- takinn bora til að fleyga klöppina og síðan er beitt sérstökum tjökk- um sem þrýsta berginu í sundur. 42 innritunarborð næsta vor Nýrri tækni beitt við stækkun flugstöðvarinnar Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Endurbætur Miklar framkvæmdir hafa farið fram í Leifsstöð m.a. með stækkun norðurbyggingar til suðurs og tilheyrandi jarðvinnu. NÝTT skemmtiferðaskip, sér- styrkt fyrir siglingar í ís, mun hefja siglingar við Grænlands- strendur næsta sumar. Skipið er nú í smíðum á Ítalíu, en lagt verður af stað í fyrstu ferðina frá Reykja- víkurhöfn 27. maí á næsta ári. Skipið er í eigu Hurtigruten Group, norsks skipafélags sem gerir út tæplega 20 skemmti- ferðaskip og ferjur. Nýja skipið hefur fengið nafnið MS Fram, sem tengist heimskautasiglingum en það var nafn skips norska land- könnuðarins Fridtjofs Nansens sem sjósett var 1892. Nýja skipið er 113 metra langt og 20 metra breitt og getur borið um 500 farþega. Hægt verður að bóka eins til tveggja vikna sigl- ingar með skipinu meðfram ströndum Grænlands. Hanne Kristiansen, upplýsinga- fulltrúi Hurtigruten, segir að skip- ið muni í framtíðinni sigla við Grænland yfir sumartímann, far- þegar muni fljúga til Grænlands og fara þar um borð. Aðeins fyrsta ferðin muni verða farin frá Íslandi. Þegar vetur nálgast á norðurhveli jarðar verði skipinu siglt þvert yfir hnöttinn til að sigla með farþega í nágrenni við Suðurskautslandið, yfir sumartímann í þeim heims- hluta. Skemmtisiglingar við Grænland Ljósmynd/Hurtigruten Group ASA Sjósett MS Fram var sjósett sl. laugardag en fyrirhugað er að Mette-Marit, norska krónprinsessan, gefi skipinu formlega nafn í maímánuði. Skipið mun sigla við Grænland yfir sumartímann. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir að þeirrar tilhneigingar gæti hjá yfirmönnum ríkisstofnana að rök- styðja uppsagnir starfsmanna með því að verið sé að leggja niður störf þeirra vegna hagræðingar í rekstri en alltof oft forðist þeir að nefna hina raunverulegu ástæðu. Hann leggur til að forstöðumenn ríkis- stofnana fái frekari fræðslu um hvernig eigi að standa að þessum málum. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem umboðsmaður ritaði fjármála- ráðherra vegna þriggja nýrra álita umboðsmanns sem varða uppsagn- ir þriggja starfsmanna hjá Fast- eignamati ríkisins. Starfsmönnunum þremur var sagt upp í september og nóvember 2004. Þeir kvörtuðu allir til um- boðsmanns og töldu að ástæður uppsagna þeirra væru aðrar en þær sem gefnar voru upp í upp- sagnarbréfi. Samræmdist ekki gögnum Umboðsmaður Alþingis komst í öllum tilvikum að þeirri niðurstöðu að Fasteignamat ríkisins hefði ekki sýnt fram á að samhengi væri á milli þeirra skýringa sem stofnunin gaf um að störfin hefðu verið lögð niður og þeirra ályktana sem draga mætti af gögnum málsins, m.a. fjárlögum 2003–2004 og starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar ár- ið 2004. Jafnframt komst hann að þeirri niðurstöðu að þess hefði ekki verið gætt, í ljósi meðalhófsreglu, að leggja viðhlítandi mat á hvort hægt hefði verið að færa viðkom- andi starfsmenn til innan stofnun- arinnar. Í bréfi umboðsmanns til fjár- málaráðherra segir m.a. að mál svipuð þeim sem fjallað er um hér að ofan hafi af og til komið til at- hugunar hjá embættinu. Aðstaðan sé allajafna sú að viðkomandi starfsmaður hafi talið að í reynd væri ekki verið að leggja niður starf heldu lægju aðrar ástæður að baki. „Það er einhver ástæða fyrir því að talin er þörf á að segja starfsmanni upp en alltof oft forð- ast menn að nefna hina raunveru- legu ástæðu,“ segir í bréfinu. Að lokum segir umboðsmaður að hann telji þörf á að auka upplýs- ingagjöf og fræðslu fyrir forstöðu- menn ríkisstofnana um hvernig beri að standa að ákvörðunum um starfslok ríkisstarfsmanna þannig að betur verði vandað til þessara mála. Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn forðast að nefna ástæður uppsagna Ríkisforstjórar fái fræðslu um hvernig segja á upp fólki Í HNOTSKURN »Einn þeirra sem sagt varupp sagði ástæðuna þá að hann hefði ekki viljað skrifa undir nýjan starfs- samning sem hefði falið í sér launalækkun. »Annar kvað ekki fá stað-ist að uppsögnin væri í hagræðingarskyni. »Sá þriðji sagðist hafaverið með lág laun og lengri starfsaldur en ýmsir aðrir starfsmenn. VELTA á fasteignamarkaði á höfuðborg- arsvæðinu er mun minni í haust en hún var á sama tíma fyrir ári og vísitala fasteigna- verðs hefur einnig lækkað ef horft er til síð- ustu sex mánaða, samkvæmt mælingu Fasteignamats ríkisins. Meðalvelta síðustu tólf vikna á fasteigna- markaði var tæpir 3,5 milljarðar króna um miðjan nóvember en var um 4,8 milljarðar króna á sama tímabili fyrir ári. Veltan hefur verið að aukast aftur undanfarinn tæpan mánuð eftir að hafa farið minnkandi frá seinnihluta ágúst og fram í miðjan október, en þá var meðalvelta síðustu tólf vikna um þrír milljarðar króna. Það ber hins vegar að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að ástandið á fasteignamarkaði var mjög óvenjulegt frá miðju ári 2004 eftir að bank- arnir komu inn á markaðinn með íbúðalán sín og talsvert fram á þetta ár, þannig að segja má að markaðurinn sé nú að leita að nýju jafnvægi. Lækkun milli mánaða Vísitala fasteignaverðs íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sýnir einnig nokkra lækkun nú milli mánaða. Þannig lækkar vísitalan í október um 2,2% frá fyrra mánuði og eru það bæði eignir í sérbýli og fjölbýli sem lækka samkvæmt vísitölunni. Þá sýnir vísitalan einnig lækkun sé horft til síðustu sex mánaða eða að meðaltali um 0,5%. Minni velta og lægra verð Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNMÁLÞING undir yfirskriftinni Opin- berar stofnanir í orrahríð fjölmiðla verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík á fimmtudaginn, 23. nóv- ember. Fyrirlesarar verða þeir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Að málþinginu standa Stofn- un stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkis- stofnana. Í tilkynningu frá skipu- leggjendum segir m.a.: „Á undanförnum árum hefur umræða og fjöl- miðlun um opinberar stofnanir breyst mikið. Opinber fyrirtæki og stofnanir eru mun meira gagnrýnd en áður og auknar kröfur eru um gagnsæi og upplýsingar. Fjölmiðlar, hagsmunaaðilar, almennir borgarar og starfsmenn stofnana eiga frumkvæði að op- inberri umræðu um viðfangsefni og starfs- hætti stofnana. Þetta hefur í för með sér að stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu þurfa að vera betur undir það búin að eiga sam- skipti við fjölmiðla og taka þátt umræðu í þjóðfélaginu. Skýrt þarf einnig að vera hver sé að þessu leyti verkaskipting milli stjórn- enda stofnana annars vegar og ráðherra eða stjórnar stofnunar hins vegar.“ Að loknum inngangsfyrirlestrum munu ásamt Friðriki og Magnúsi þau Elín Hirst fréttastjóri og Gunnar Steinn Pálsson, mark- aðs- og kynningarráðgjafi, ræða málefnið í pallborðsumræðum, þar sem m.a. mun verða rætt hversu vel eða illa stofnanir takist á við þessar breyttu aðstæður og hvort slík um- ræða hafi miklar stjórnsýslulegar afleiðing- ar. Umræðunum og málþinginu stýrir Berg- lind Ásgeirsdóttir sendiherra. Þátttökugjald er 3.800 krónur og er morgunverður innifal- inn. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku skrái sig á tölvupóstfanginu stjornsyslaogstjorn- mal@hi.is. Opinberar stofnanir í orra- hríð fjölmiðla Friðrik Sophusson Magnús Pétursson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.