Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÞESSI mál hafa borist í tal í sam-
tölum mínum við bæði forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra Noregs,
þó ekki sé hægt að segja að um form-
legar viðræður hafi verið að ræða,“
segir Geir H. Haarde forsætisráð-
herra er leitað var viðbragða hans
við þeim áhuga norskra stjórnvalda,
að auka samstarf við Ísland í örygg-
is- og varnarmálum, sem fram kom í
fréttaskýringu Morgunblaðsins sl.
sunnudag.
„Okkur í ríkisstjórninni er kunn-
ugt um að [Norðmenn] hafa fylgst
mjög vel með málinu og hafa áhuga á
samstarfi. Ég fagna því og tel að það
þurfi að fylgja því eftir með form-
legum viðræðum en það eru hins
vegar líka fleiri aðilar sem fylgjast
vel með þessu. Ég hef t.d. rætt þessi
mál við forsætisráðherra Dana og
þeir hafa að sjálfsögðu mikilla hags-
muna að gæta á Norður-Atlantshaf-
inu, ekki síst vegna Færeyja og
Grænlands. Ég held að það sé líka
áhugi bæði hjá Bretum og Kanada-
mönnum að fylgjast með og jafnvel
að taka þátt í samstarfi,“ segir Geir.
„Það þarf að spinna úr öllum þess-
um þráðum samtímis, því það er
mjög mikilvægt að það myndist ekki
tómarúm í öryggismálum á svæðinu,
hvort sem það er vegna óæskilegrar
umferðar eða neyðartilviks sem
kynni að skapast,“ bætir hann við.
Aðspurður segir Geir að viðræður
um þessi mál þyrftu að eiga sér stað
bæði í beinum viðræðum þjóða í milli
sem og á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins.
Líst vel á að norskar orrustu-
vélar komi hingað til æfinga
Í fréttaskýringu Morgunblaðsins
kom fram að Norðmenn eru jafnvel
reiðubúnir að senda orrustuþotur og
eftirlitsflugvélar til Íslands með
reglulegu millibili. „Mér líst alls ekki
illa á þetta og teldi mjög heppilegt ef
til dæmis norskar orrustuflugvélar
myndu æfa hér á landi í einhverjum
mæli,“ segir Geir. Hann segir að að-
staða eigi að vera
fyrir hendi á
Keflavíkurflug-
velli til að taka á
móti norskum
vélum sem hingað
kæmu í þessum
tilgangi. ,,Þar
verður skilgreint
sérstakt öryggis-
svæði og þar
verður aðstaða fyrir vélar sem koma
í þessum tilgangi,“ segir hann.
Í fréttaskýringu Morgunblaðsins
var einnig greint frá því að miklar
breytingar muni eiga sér stað á norð-
urslóðum á næstu árum með mikilli
umferð skipa með hættulegan farm
um hafsvæðið umhverfis Ísland.
Forsætisráðherra segir að það
hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma
að þessar siglingar muni aukast
mjög mikið. „Það var farið mjög vel
yfir þetta og það sem framundan er
þegar ég var í Noregi sem utanrík-
isráðherra sl. vetur og einnig á for-
sætisráðherrafundi Norðurlandanna
sem haldinn var á Svalbarða í sumar.
Það liggur fyrir að það verður gríð-
arleg skipaumferð með þessa tegund
af farmi. Það þarf að fylgjast mjög
vel með því öllu saman,“ segir Geir.
Spurður hvort íslensk stjórnvöld
hafi útfært nægilega hver sé varn-
arþörf og öryggishagsmunir lands-
ins við breyttar aðstæður segist Geir
telja að það liggi fyrir, „en við erum
núna í gjörbreyttu umhverfi og sá
viðbúnaður sem samningurinn við
Bandaríkin og Atlantshafssamning-
urinn færir okkur, á fyrst og fremst
við um spennu eða ófriðartíma.
Þarna erum við að tala um mögu-
leikana á því að hafa reglubundið eft-
irlit og árétta okkar fullveldi á hefð-
bundnum friðartímum. Það er líka
mjög mikilvægt,“ segir hann.
Koma á reglulegum fundum
Geir telur líklegt að viðræður við
aðrar þjóðir um samstarf muni eiga
sér stað á næstunni. „Ég tel að við
þurfum að ræða við öll þessi lönd og
koma okkur jafnvel upp reglulegum
fundum með þeim,“ segir forsætis-
ráðherra að lokum.
Fagnar áhuga Norðmanna
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að hefja þurfi formlegar viðræður við
Norðmenn og fleiri þjóðir sem sýnt hafa áhuga á samstarfi í öryggismálum
Ljósmynd Nils Lio/Fjölmiðlamiðstöð norska hersins
Eftirlit Norðmenn hafa viðrað hugmynd um eftirlitsferðir P-3 Orion-flugvéla lengra til vesturs og nær Íslandi.
Í HNOTSKURN
»Geir H. Haarde segir mik-ilvægt að koma í veg fyrir
tómarúm í öryggismálum á N-
Atlantshafssvæðinu.
»Norski flugherinn á 57F-16 orrustuþotur.
»Afmarkað verður örygg-issvæði á Keflavíkur-
flugvelli með aðstöðu fyrir
herflugvélar sem hingað
koma vegna æfinga og eft-
irlits.
»Auk Norðmanna hafa m.a.Danir, Bretar og Kanada-
menn fylgst með þróun mála
hér við brotthvarf varnarliðs-
ins og sýnt áhuga á samstarfi.
»Á þar næsta ári munurisaskip, hlaðin gasi sigla
70 sinnum framhjá Íslands-
ströndum.
Geir H. Haarde
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt íslenska ríkið til að
greiða karlmanni á þrítugsaldri 250
þúsund krónur í
skaðabætur fyrir
að sæta gæslu-
varðhaldi lengur
en efni stóðu til.
Stefnandi fór
fram á tvær
milljónir í bætur.
Maðurinn var
úrskurðaður í
tólf daga gæslu-
varðhald í októ-
ber árið 2004 vegna rannsóknar
lögreglunnar í Reykjavík á um-
fangsmiklu fíkniefnamáli. Ákæra
var gefin út á hendur manninum í
kjölfarið fyrir tilraun til brots á
lögum um ávana- og fíkniefni með
því að hafa reynt að flytja til lands-
ins að minnsta kosti fjögur hundr-
uð grömm af amfetamíni, ætluðu til
söludreifingar, auk þess sem hann
var ákærður fyrir að hafa í
vörslum sínum 16,83 grömm af am-
fetamíni. Hann var sýknaður af
fyrri kröfunni í héraði en gert að
greiða 150 þúsund krónur í sekt
fyrir að hafa fíkniefni í fórum sín-
um.
Óútskýrður dráttur
á gagnaöflun
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
fram að þrátt fyrir að rannsókn
málsins hafi verið umfangsmikil
hafi þáttur stefnanda verið tengdur
afmörkuðum þætti og varð sá tími
sem hann sat í gæsluvarðhaldi ekki
skýrður af rannsókninni.
Kemur fram að óútskýrt sé
hvers vegna ein vika leið frá því að
hann var tekinn í skýrslutöku og
hann var yfirheyrður næst og eins
hvers vegna dráttur varð af hálfu
lögreglunnar að afla gagna um
fjármálaviðskipti og ferðir stefn-
anda til útlanda.
Ríkið dæmt
til greiðslu
á bótum
Fékk 250 þúsund
krónur vegna
gæsluvarðhalds
Héraðsdómur
Reykjavíkur
„VIÐ ERUM að reyna að stuðla að
umferðaröryggi eins og hver annar
og ef það sýnir sig að við stöndum
okkur ekki í því reynum við að
bregðast hratt og örugglega við,“
sagði Björgvin Jón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri innanlandssviðs Sam-
skipa, um frétt í Morgunblaðinu á
sunnudag um slælegan frágang á
farmi flutningabifreiða. Með frétt-
inni var mynd af bifreið Landflutn-
inga – Samskipa og bersýnilegt að
gengið var frá frágangi á farmi hans
þannig að hætta skapaðist af.
Björgvin Jón segir að strax hafi
verið brugðist við og farið með vagn
vörubifreiðarinnar á verkstæði í
gærmorgun. Þar átti að fara yfir ör-
yggisatriði bílsins með það fyrir aug-
um að hægt sé að ganga frá farmi
eins og lög gera ráð fyrir. Björgvin
segir alveg ljóst að yfirstjórn Land-
flutninga líði ekki að frágangur
farms sé ófullnægjandi og gripið
verði til aðgerða.
Víða pottur brotinn
Í kjölfar fréttarinnar af frágangi
farms vörubifreiða benti lesandi á að
víða væri pottur brotinn í þessum
málum. Hann hefur t.a.m. keyrt Suð-
urlandsveg í það minnsta tvisvar á
dag í mörg ár vinnu sinnar vegna og
að sögn hans brjóta malarflutninga-
bílar sem þar fari um í sífellu lög um
frágang. Hann hafi skemmdir á bíl
sínum því til sönnunnar.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðis, tekur undir með les-
andanum og vonast til að tvöföldun
Suðurlandsvegar muni hafa í för með
sér meira öryggi. „Þetta er stór
vandi og iðulega og nær undantekn-
ingalaust fær maður grjót í bílana,“
segir Aldís en áréttar að í þessum
málum horfi til betri vegar auk þess
sem átak lögreglu hafi skilað ár-
angri.
Hjá lögreglunni á Selfossi fengust
þær upplýsingar að vel væri fylgst
með vörubifreiðum á Suðurlandsvegi
og nokkur mál væru til meðferðar
um þessar mundir, og kærur lagðar
fram. Að sögn lögreglu er reglulega
gert átak í þessum málum og m.a.
hefur verið unnið í samvinnu við bif-
reiðastjóra. Það hafi einnig sýnt sig
að mun meira beri á yfirbreiðslum
vörubifreiða þó svo að svartir sauðir
séu inni á milli.
Reynum að
stuðla að um-
ferðaröryggi