Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Hljómsveitin
Queen á mest
seldu plötuna í
Bretlandi og
skákar hún meira
segja Bítlunum.
Það er safnplata
Queen, Greatest
Hits, sem fer
svona vel ofan í breskan almenning
en alls hafa selst 5,4 milljónir eintaka
af plötunni. Þetta kemur fram á lista
yfir 100 mest seldu plötur Bretlands
sem tekinn er saman af Official
Charts Company, sem stendur að
baki vikulegum sölutölum í Bret-
landi. Queen hefur með þessari miklu
plötusölu tryggt sér sinn sess í
Heimsmetabók Guiness. Athygli vek-
ur að Rolling Stones, Sting og Bob
Dylan eru meðal listamanna sem
ekki komast inn á listann yfir 100
mest seldu plötur Bretlands, en Rob-
bie Williams á sex plötur á listanum.
Oasis, Michael Jackson, Coldplay og
Celine Dion eiga öll þrjár plötur á
listanum. Í tíu efstu sætunum eru:
1. Queen: Greatest Hits.
5,4 milljónir.
2. The Beatles: Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts Club Band.
4,8 milljónir.
3. Oasis: (What’s the Story)
Morning Glory? 4,3 milljónir.
4. Dire Straits: Brothers in Arms.
3,9 milljónir.
5. Abba: Abba Gold. 3,9 milljónir.
6. Pink Floyd: Dark Side of
the Moon. 3,8 milljónir.
7. Queen: Greatest Hits II.
3,6 milljónir.
8. Michael Jackson:
Thriller. 3,6 milljónir.
9. Michael Jackson:
Bad. 3,5 milljónir.
10. Madonna: The Immaculate
Collection. 3,4 milljónir.
Drottn-
ingin lifi
Queen skákar Bítl-
unum og Pink Floyd
Queen
Greatest Hits
JÓLAGJÖFIN í
ár er vissulega
PlayStation 3 í
Bandaríkjunum
en óvæntu tíð-
indin á jólagjafa-
markaðnum er
leikin hljóðbók
byggð á met-
sölubók allra
tíma, Biblíunni.
Hljóðbókin kall-
ast 21 klst. Biblíureynslan og er
byggð á þýðingu á Biblíunni á ensku
nútímamáli. Það eru eingöngu
bandarískir blökkumenn sem lesa
upp textann. Denzel Washington er
í hlutverki Salómons og Samuel L.
Jackson í hlutverki Guðs. Óvæntu
tíðindin eru þau að hljóðbókin situr í
efsta sæti yfir mest seldu hljóðbæk-
urnar í Bandaríkjunum. Þessu má
þakka þeim mörgu velþekktu afrísk-
amerísku listamönnum sem ljá
hljóðbókinni raddir sínar, er haft
eftir útgáfufyrirtækinu, Zondervan í
Michigan.
„Persónurnar, hljóðsetningin og
tónlistin leggja sitt af mörkum til
þess að hljóðbókin verður skemmti-
legasta, áleitnasta og nútímalegasta
aðferðin til að kynna sér og skilja
Biblíuna,“ segir Paul Caminiti, að-
stoðarforstjóri Zondervan.
Wal-Mart hefur skýrt frá því að
hljóðbókin hefur verið sú mest selda
eða nálægt toppnum á þeim lista á
vefsölusvæði keðjunnar í margar
vikur. Á einum mánuði hafa selst
um 80.000 eintök. Í hljóðbókinni er
allt Nýja testamentið og hluti af
Gamla testamentinu. Tónlistin er
flutt af Sinfóníuhljómsveitinni í
Prag og fylgir með á geisladisk eða
MP3.
Biblían í
hljóðbók
Samuel
L. Jackson
VERÐLAUNAHÁTÍÐIN
Gullkindin verður haldin á
Classik Rock í Ármúla fimmtu-
daginn 23. nóvember og hefst
kl. 20.
Gullkindin eru kannski ekki
eftirsóknarverðustu verðlaun-
in en „sérvalin og leynileg
dómnefnd, velur tilnefning-
arnar hverju sinni og tilgreinir
þá, þær og þau sem hún telur
hafa staðið sig sérlega illa á
árinu,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá út-
varpsstöðinni XFM 919 sem hefur veg og vanda
að skipulagningunni.
Kosning er hafin á vefsíðunni www.xfm.is.
Verðlaun
Gullkindin veitt
þeim lökustu
Gullkindin
VIKULEGT Skáldaspírukvöld
fer fram sem áður í Iðu-húsinu
í kvöld kl. 20. Skáld kvöldsins
verður Hermann Stefánsson,
rithöfundur og tónlistarmaður.
Hann mun m.a. lesa upp úr
nýrri ljóðabók, Borg í þoku,
sem Hávallaútgáfan gefur út.
Með þessari bók kveður Her-
mann sér hljóðs með gjör-
ólíkum hætti, baksvið ljóðanna
er borgin Santiago de Comp-
ostela á Spáni og er bókin prýdd fjölda ljósmynda.
Þá mun hann ásamt bróður sínum, Jóni Halli,
rithöfundi, einnig kynna jóladisk sem von er á
bráðum, en hann heitir Ofankoma af fjöllunum.
Bókmenntir
Skáldaspírukvöld
í Iðu-húsinu
Hermann
Stefánsson
KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir
í kvöld kl. 20 í Bæjarbíói í
Hafnarfirði, mynd Sams Peck-
inpah Cross of Iron frá árinu
1977. Sviðið er síðari heim-
styrjöldin á rússnesku víg-
stöðvunum. Flokkur þýskra
hermanna lendir undir stjórn
metorðasjúks liðsforingja sem
á þá ósk eina að verða sæmdur
Járnkrossinum. Sumir segja
þetta bestu mynd Peckinpahs
og besta mynd sem gerð hefur verið um verstu
átök sögunnar. Leikarar eru: James Coburn,
James Mason, David Warner og Maximillian
Schell. www.kvikmyndasafn.is
Kvikmyndir
Járnkrossinn í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði
Sam Peckinpah
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HVAÐ er í pakkanum verði frum-
varp menntamálaráðherra um Rík-
isútvarpið o.hf. (opinbert hluta-
félag), að lögum?
Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi
17. október sl.
Ríkisútvarpið er í dag sjálfstæð
stofnun í eigu íslenska ríkisins og
stærstur hluti tekna þess kemur af
afnotagjöldum og af auglýsingum.
Verði frumvarpið samþykkt, verð-
ur innheimtu afnotagjalda hætt en
félagið, sem það þá verður, fjár-
magnað með sérstökum skatti, út-
varpsgjaldi. Frumvarpið um RÚV er
nú til umræðu á Alþingi.
Í septemberlok var kynntur fimm
ára samningur milli RÚV og
menntamálaráðuneytisins sem taka
mun gildi samhliða lögunum um
breytt rekstrarfyrirkomulag stofn-
unarinnar. Í samningum, sem tals-
vert hefur verið til umræðu, er kveð-
ið á um stóraukinn hlut íslensks
efnis í dagskrá RÚV, einkum sjón-
varpi.
Hún hefur ekki vakið eins mikla
eftirtekt klausan í samningnum, um
að stefnt skuli að samkomulagi við
rétthafa um víðtækari notkun á
eldra safnaefni til að gera það að-
gengilegra almenningi, og ekki held-
ur ákvæðið um að RÚV geri áætlun
fyrir lok næsta árs um að koma
eldra efni, til dæmis á plötum, seg-
ulböndum og filmum, á aðgengilegt
form til geymslu og framtíðarnotk-
unar. Þessi ákvæði eru þó mjög þýð-
ingarmikil.
Safn ríkisútvarpsins geymir ómet-
anlegar menningarminjar í tali, tón-
um og mynd. Ekkert viðlíka safn er
til í landinu. Óvinnandi vegur væri
að verðleggja safnið, ef taka ætti til-
lit til annarra þátta en beinna efn-
isþátta. Hvaða verðmiða er hægt að
setja á upptökur frá merkustu sam-
komum í sögu þjóðarinnar er varða
stjórnmálasögu, listasögu og al-
menningsheill á ýmsan máta?
Sveinn Björnsson, Ólafur Thors,
Einar Olgeirsson, Þorsteinn Ö.
Stephensen, Árni Kristjánsson,
Björk og Músíktilraunir, þetta eru
aðeins örfá dæmi sem gefa vonandi
einhverja hugmynd um efnið í safni
RÚV. Þó hefur varla verið minnst á
talmálsefni, fréttir og fréttatengt
efni, erindi, frásagnir, sagnaþætti og
allt mögulegt af þeim toga – efni sem
hlýtur að hafa gríðarmikið sögulegt
gildi.
Óhætt er að fullyrða að íslensk
tónlistarsaga sé fyrst og fremst
skráð í safni Ríkisútvarpsins, í upp-
tökum hljóðvarps og sjónvarps, og á
árum áður þótti það nokkur mæli-
kvarði á velgengi tónlistarmanna ef
búið var að gera með þeim stúd-
íóupptöku í Útvarpinu.
Það er brýnt verkefni að allt efni í
safni RÚV verði dregið fram í dags-
ljósið og hægt verði að gera grein
fyrir því, þegar og ef breytingar á
eignarformi verða staðfestar. Það
hefur ekki verið rætt um sölu á hlut
almennings á eina hlutnum í RÚV
o.hf., en að því gæti auðvitað komið
síðar meir. Þá er betra að vita hvað
er í pakkanum.
Með samningi RÚV og menntamálaráðuneytis verður eldra efni gert aðgengilegt
Menningarverðmæti í húfi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisútvarpið Óhætt er að fullyrða að íslensk tónlistarsaga sé fyrst og
fremst skráð í safni Ríkisútvarpsins, í upptökum hljóðvarps og sjónvarps.
FLUTNINGSRÉTTUR á efni í safni
RÚV varir í 50 ár frá fyrsta flutn-
ingi sem þýðir að sé efni búið að
vera í safninu þann tíma má útvarp-
ið nota það að vild.
Höfundarréttur er annað; hann
verndar hagsmuni þess sem skapar
efnið, höfundarins. Hann gildir í 70
ár frá andláti höfundar og erfist.
Þótt flutningsréttur flytjenda sé
fallinn úr gildi getur þó enn hvílt
höfundarréttur á sama efni.
Þegar talað er hér um afnotarétt
á efni í safni RÚV, er átt við hvaða
heimildir og/eða takmarkanir gilda
um að nota það efni í dagskrárgerð.
Fullur afnotaréttur felur í sér að
öllum hlutaðeigandi, höfundum og
flytjendum hefur verið greitt fyrir
og útvarpið hefur ótakmörkuð not
af efninu. Þetta á til dæmis við um
ýmiss konar tónlistarupptökur,
einkum þær sem hafa verið gerðar í
hljóðveri. Áður fyrr var afnotarétt-
ur með ýmsu móti og ekki endilega
keypt full afnot af hljóðrituðu efni.
Ýmsar tónlistarupptökur, þar á
meðal frá tónleikum, hafa til dæmis
verið keyptar með rétti til eins
flutnings og samkvæmt því þyrfti
að semja aftur um greiðslu kæmi til
þess að efnið yrði flutt í annað sinn.
Þetta hefur að vissu leyti hamlað
því að RÚV hafi getað nýtt sér að
vild allt það efni sem til er í þess
fórum. Það hefur kostað minna að
kaupa efni með rétti til eins flutn-
ings en til fullra afnota en því fylgir
sem fyrr segir takmarkað nota-
gildi. Þá má líka gera ráð fyrir að í
safni RÚV sé efni sem hafi verið
hljóðritað fyrst og fremst vegna
heimildagildis og að ekki hafi verið
samið um neins konar flutningsrétt.
Afnot safna-
efnis RÚV
Dýrmætt Píanóleikur Árna Kristjánssonar; söngur Maríu Markan; leikur
Gísla Halldórssonar; heimsókn Ómars til Gísla á Uppsölum; danslögin með
Hauki Morthens; Halldór Laxness skrafar um Beethoven; Sigríður Ella
syngur djass; Ingibjörg Þorbergs spilar klarinettuverk Brahms.
Menningar- og listasaga
DÓRA Ingvadóttir er fram-
kvæmdastjóri Útvarpsins. Dóra
segir að áherslan á íslenskt efni
sem um er rætt í samningnum
milli RÚV og menntamálaráðu-
neytisins eigi fyrst og fremst við
um sjónvarpið, enda sé sjálfgefið
að talmálsefni í útvarpi sé íslenskt.
Hvað tónlist í útvarpinu snerti, þá
verði erlend tónlist áfram spiluð í
bland við þá íslensku. Um ákvæði
samkomulagsins er snýr að því að
semja við rétthafa um notkun á
eldra efni safnsins, segir Dóra það
lítið hafa verið rætt innan útvarps-
ins að svo stöddu. „Þetta verður
ekki gert öðru vísi en að fjármunir
komi í verkefnið.“ Dóra upplýsir
að RÚV eigi ekki afnotarétt af þáttum og dag-
skrárefni öðru en því sem fastir
starfsmenn hafi gert. „Af öðru efni
er greitt þegar því er útvarpað.“
Dóra segir tónlistarefni safnsins
mjög mikið en misjafnt að gæðum
– sumt komið mjög til ára sinna.
„Þetta er auðvitað allt varðveitt
hérna og það er stöðugt unnið í
því að yfirfæra eldra efni í betra
form svo við björgum því minnsta
kosti frá glatkistunni. Gömlu seg-
ulböndin eru mörg orðin léleg og
efni á lakkplötum getur máðst.
Þetta er tímafrek vinna og kostn-
aðarsöm.“
Að sögn Dóru er margt af elsta
efninu í safni RÚV komið úr flutn-
ingsrétti.
Eldri samningar um afnot af efni voru orðnir
flóknir en nú er greitt samkvæmt samningum
sem hafa verið einfaldaðir. „Ef efni, til dæmis
tónlistarupptökur, er flutt oftar en einu sinni
er greitt fyrir það samkvæmt þessum samningi
en lægra gjald en fyrir frumflutninginn.
Ákvæðin um afnotin voru orðin svo snúin að
þau voru tekin út úr samningum við tónlist-
armenn og þess í stað ákveðið að hafa þetta
svona,“ segir Dóra, en samningsaðilar tónlist-
armanna eru hagsmunafélög þeirra, FÍH og
FÍT.
Aðspurð hversu mikið efni sé til í safni RÚV
sem aldrei hafi verið keypt afnot að eða samið
um á nokkurn hátt segir Dóra erfitt að segja til
um það. „Enn vantar á að allt eldra efni í safni
RÚV sé tölvuskráð og hversu hátt þetta hlut-
fall er af því efni sem geymt hefur verið er úti-
lokað að segja til um nú,“ segir Dóra Ingva-
dóttir, framkvæmdastjóri Útvarpsins.
Fjármunir verða að koma til
Dóra Ingvadóttir
♦♦♦