Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 20
|þriðjudagur|21. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Þær eru ófáar stelpurnar sem
ala með sér ballettdrauma í
æsku. Solveig Nordal dansar í
bleiku pilsi. » 22
tómstundir
Í ratleik fara börn og fullorðnir
saman um Þjóðminjasafnið og
leita að skepnum sem þar
leynast í ýmsu líki. » 21
daglegt
Sítrónur kunna að vera súrar á
bragðið, en eru engu að síður
meinhollar enda uppfullar af
c-vítamíni. » 25
matur
Bláir og fjólubláir litir setja svo
sannarlega vetrarlegan svip á
nýjustu línu pólskra fatahönn-
uða. » 24
tíska
Fimm rafrænar þjónustugáttir
hafa verið opnaðar íbúum Þing-
eyjarsýslu, fólkinu til fram-
dráttar í leik og starfi. » 24
tækni
Sonardætur mínar Heiða ogSelma rifust svo mikið þegarþær voru litlar að ég greip til
þess ráðs að búa til og segja þeim
sögur af tvíburastelpunum Snuðru
og Tuðru, sem létu miklu verr en
þær. Og það virkaði, þær voru alveg
dolfallnar yfir látunum í þessum
stelpum og vildu ekki vera svona
óþægar. Ef þær gleymdu sér spurði
ég „hverjir láta svona?“ þá hrukku
þær við og svöruðu „bara Snuðra og
Tuðra, ekki við,“ og svo hættu þær
ólátunum,“ segir Iðunn Steinsdóttir
rithöfundur um það hvernig Snuðra
og Tuðra urðu til, en bækur hennar
um óþekku systurnar hafa notið mik-
illa vinsælda í mörg ár og nú hafa
fjórar fyrstu bækurnar verið endur-
útgefnar með nýjum teikningum eftir
myndlistarkonuna Lóu Hlín Hjálm-
týsdóttur.
Óþekktin varð til góðs
„Selma og Heiða eru núna báðar
komnar yfir tvítugt og löngu hættar
að vera óþekkar en þær voru stund-
um saman hjá mér nokkrar vikur í
Laugarnesinu á sumrin þegar þær
voru litlar, en önnur þeirra átti heima
á Dalvík en hin á Akureyri. Það var
þó nokkur vinna að halda friðinn milli
þeirra í byrjun, því þær voru alltaf að
metast. En óþekktin í þeim varð til
góðs, því án hennar hefðu bækurnar
um Snuðru og Tuðru aldrei orðið til.
Og ég veit ekki annað en að þær séu
sæmilega sáttar við að vera fyrir-
myndirnar og ég kallaði þær oft þess-
um nöfnum þegar þær voru yngri,
Selma, sú eldri er Snuðra en Heiða
sem er rúmu ári yngri er Tuðra.“
Prófaði að reykja fimm ára
Iðunn tekur dæmi um hvernig
bókin varð til um tvíburasysturnar
nammisjúku þegar þær fóru í versl-
unarferð með mömmu sinni og létu
eins og bestíur. „Þegar ég fór með
Selmu og Heiðu út í búð þá voru þær
sífellt gólandi á nammi og óhollustu
og þá varð ég að grípa til þess ráðs að
búa til sögu um Snuðru og Tuðru og
þá létu þær af þessum sælgætis-
kröfum og sögðu kannski þegar við
fórum framhjá nammihillunum:
„Amma, Snuðra og Tuðra hefðu nú
örugglega viljað allt sem er hér,“ og
þóttust sjálfar aldeilis betri en þær.
Þetta er einmitt það sem er svo gott
við þessar bækur, börn fá jákvæðan
samanburð.“
Iðunn segir að ömmubörnin henn-
ar hafi flest verið dugleg að gefa
henni hugmyndir að sögum með
hegðun sinni eða tilsvörum. „Ömmu-
strákarnir mínir eiga til dæmis heið-
urinn af sumu af því sem Snuðra og
Tuðra hafa tekið upp á í bókunum.
Sumt hef ég sótt í reynslu annarra, til
dæmis í sögunni þar sem stelpurnar
prófa að reykja, en maðurinn gerði
slíkt hið sama þegar hann var fimm
ára og hefur lýst því fyrir mér hversu
hroðaleg reynsla það var og varð til
þess að hann reykti aldrei framar.
Sjálf var ég óskaplega hrædd við
fjóshaugana heima á Seyðisfirði og
minningin um þá kveikti söguna af
Snuðru og Tuðru sem lenda á kafi í
kúamykjunni.“
Heiða, fyrirmynd Tuðru á von á
sínu fyrsta barni í vor og þar með
gerir hún Iðunni að langömmu og
hún segist nokkuð viss um að ein-
hvern daginn fái það barn að njóta
bókanna um systurnar óstýrilátu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rithöfundurinn Iðunn Steinsdóttir fær hugmyndir að sögum sínum úr ýmsum áttum, m.a. úr Landnámu sem kúrir hér milli bóka.
Systurnar Selma og Heiða Leifsdætur voru ekki alltaf svona þægar, en
þær voru fyrirmyndir Iðunnar að ólátabelgjunum Snuðru og Tuðru.
Selma er Snuðra og Heiða er Tuðra
Fyrirmyndir óþekktar-
ormanna Snuðru og
Tuðru eru ömmustelpur
höfundarins. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
heimsótti Iðunni Steins.
ÞAÐ er kominn tími til að leið-
rétta gamlan misskilning. Konur
eru ekki veikara kynið. Ný bresk
rannsókn sýnir í öllu falli að karl-
ar kvarta mun meira undan veik-
indum en þær.
Og ekki er nóg með að þeir
kveini meira. Fjarvistir þeirra frá
vinnu eru meiri og sömuleiðis
eyða þeir meiri fjármunum í
flensulyf en kvenþjóðin, sam-
kvæmt sömu rannsókn sem Aften-
posten greinir frá á heimasíðu
sinni.
Um 2.000 manns tóku þátt í
rannsókninni og staðhæfðu 64%
karlanna að veirupest hefði herjað
á þá síðastliðinn vetur en aðeins
45% kvennanna kvörtuðu undan
því sama.
„Mannflúensan“
skæð í nóvember
Sjálfir segjast þeir vera við-
kvæmari fyrir inflúensusmiti og
þeir taka sér líka lengri tíma til
að ná heilsu á ný. Að meðaltali
vörðu þeir þremur dögum í rúm-
inu (eða sófanum) þegar þeim
fannst þeir vera veikir meðan kon-
urnar náðu heilsu á einum og hálf-
um degi.
Þá fjárfestu karlmennirnir oftar
í lyfjum en konurnar og vörðu
jafnframt meira fé til að kaupa á
alls kyns meðölum. Að meðaltali
voru útgjöld þeirra vegna flensu-
lyfja 18,34 pund eða 2.447 krónur
en konurnar létu 12,03 pund eða
1.605 krónur nægja.
Reyndar er nóvember versti
mánuðurinn fyrir „mannflúensu“
eins og breska karlaritið Nuts hef-
ur nú skýrt sjúkdóminn. Fjórir af
fimm karlkyns Bretum telja gáfu-
legasta ráðið að skríða undir sæng
þegar þeim finnst þeir vera veikir
og bíða þess að ná heilsu á ný
meðan tveir þriðju hlutar
kvennanna telja besta ráðið felast
í því að halda sér virkum og gang-
andi.
Karlmenn
kvarta
meira
Morgunblaðið/Eyþór