Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 21 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „VÁÁ, hvað þetta er lítil beinagrind! Þetta hefur bara ver- ið pínulítið barn þegar það dó, miklu yngra en ég. Ótrú- lega krúttleg hauskúpa,“ segir Kristinn Ingvarsson sem er 8 ára og mikill áhugamaður um beinagrindur þegar hann rekst á tvær slíkar sem eru alvöru og eldgamlar, á leið sinni um Þjóðminjasafnið með mömmu sinni í ratleik sem þar er boðið upp á. Sá leikur miðast við að börn og fullorðnir fari saman um safnið og hjálpist að við að finna nokkrar skepnur sem þar leynast í ýmsu líki. Sum dýrin eru úr málmi sem skrautmyndir á skarti, önnur eru saum- uð út í teppi og enn önnur skorin út í tré. Finna má vís- bendingar um dýrin á blaði sem fæst í afgreiðslunni og taka skal með sér við upphaf leiksins og þar á líka að svara ýmsum spurningum. Spennandi skemmtimenntun „Hvernig er hægt að skera út svona flottar myndir í tré?“ undrast Kristinn þegar hann rekst á listilegan út- skurð á fornri hurð þar sem hann á að finna út hversu mörg ljón leynast í útskurðinum. Ratleikurinn vekur ekki aðeins athygli á þeim dýrum sem leita skal að, heldur verður allt að ævintýri sem fyrir augu ber. Börn hafa nefnilega meira gaman af gömlum hlutum og sögunni um líf forfeðranna en margur heldur. Því er óhætt að hvetja foreldra til að fara með börnum sínum í Þjóðminjasafnið og annaðhvort skella sér í ratleikinn eða Fræðsluspor fjölskyldunnar, sem er ekki ósvipaður leikur, þar sem gengið er um safnið eftir korti og leitað að ákveðnum munum og þrautir leystar á blaði sem fylgir með. Fræðslusporin eru annarsvegar um gersemar og hins vegar um ferðalög. Skemmtimenntunarherbergið í Þjóðminjasafninu vakti óskipta athygli Kristins. Þar var hægt að leysa ýmsar þrautir, snerta hringabrynju, prófa eldgamla ritvél, púsla og ýmislegt fleira. Einnig fannst honum margmiðlunin í Lesstofunni spennandi, þar sem hann gat smellt sér framan við tölvu og skoðað þar myndir af einstökum hlut- um á safninu og hlustað á fróðleik um þá í leiðinni. Morgunblaðið/Eyþór Víkingur Í Skemmtimenntunarherberginu gat Kristinn mátað sig við vígaleg klæði víkinganna. Morgunblaðið/Eyþór Margýgur Eitt af dýrunum sem Kristinn þurfti að finna var hafmeyja sem skorin er út á fjöl frá 1300 og er úr Ár- neskirkju á Ströndum. Maðurinn sem hún er með í fanginu vakti spurningar og ekki síður drekinn á neðri fjölinni. Eldgömul beinagrind og aðrar gersemar » Í ratleiknum fara börn og full- orðnir saman um safnið og hjálp- ast að við að finna nokkrar skepnur sem þar leynast í ýmsu líki. www.thjodminjasafn.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Engin gerviefni í rúmfötunum frá okkur Öruggt og hlýtt Timberland PRO öryggisskór 13.900 kr. Heyrnarhlífar m. útvarpi vandað tæki frá Bilsom 7.990 kr. Vattfóðraður kuldagalli léttur og vatnsheldur 8.990 kr. Predator flottir öryggisskór 9.990 kr. SÆ B R A U T D ug g uv o g ur Súð arvo gur K na rr ar vo g ur ESSO Aðföng 14 verslanir – sjá www.esso.is Sími 560 3433 Endurvinnslan VIÐ ERUM HÉR! Knarrarvogi 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.