Morgunblaðið - 21.11.2006, Side 24
menntun
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Átaksverkefnið „Virkjum alla– rafrænt samfélag“ hefurnú opnað rafrænar þjón-ustugáttir á fimm veftorg-
um, sem finna má á vefsíðunni
www.skjalfandi.is. Verkefnið hefur
staðið yfir frá árinu 2004 og er sam-
starfsverkefni þriggja sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslu, Aðaldælahrepps,
Norðurþings og Þingeyjarsveitar,
sem ásamt Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga og Sparisjóði Suður-Þing-
eyinga hlutu styrk frá Byggðastofnun
til að efla notkun upplýsinga-
tækninnar, íbúum til hagræðingar og
hagsbóta.
Að sögn Susan Martin verkefna-
stjóra eru miklar vonir bundnar við
að þetta framtak á landsbyggðinni
geti flýtt fyrir lausn í fjarskiptamál-
um í héraðinu, en mikið vantar upp á
að íbúar í dreifðustu byggðunum sitji
við sama borð hvað varðar aðgang að
háhraðatengingum, farsíma og jafn-
vel góðum sjónvarpsskilyrðum.
Markmið verkefnisins er tvíþætt,
annars vegar að auka þekkingu íbúa á
upplýsingatækni með fjölbreyttu úr-
vali tölvunámskeiða og hinsvegar að
færa þjónustu sveitarfélaganna og
samstarfsaðila þeirra í rafrænt form
og gera íbúum þannig kleift að sinna
erindum sínum á viðkomandi þjón-
ustutorgum á vefsíðunni www.skjalf-
andi.is. Verkefnið skiptist í nokkra
þætti sem miða allir að markvissri
uppbyggingu hins rafræna samfélags.
Settir voru á laggirnar vinnuhópar
um einstaka verkþætti. Í þeim störf-
uðu yfir sextíu manns og skiluðu þeir
niðurstöðum, sem notaðar eru við að
skipuleggja þjónustu veftorganna.
Ungir kenndu öldnum
„Stefnt er að því að uppræta
hræðslu og kunnáttuleysi og gefa íbú-
um tækifæri til þess að nýta kosti
tækninnar sér og sínum til framdrátt-
ar. Virkjum alla hefur skipulagt
fræðsludagskrá í samráði við
Þekkingarsetur Þingeyinga sem tók
að sér umsjón með tölvunámskeiðum
í fjórum grunnskólum í sýslunni.
Eldri kynslóðin fékk sérstaka aðstoð
frá nemendum í grunnskólanum á
Húsavík, á námskeiði sem kallast
„ungir kenna öldnum“. Þar snýst
hlutverkaskipanin við og yngri kyn-
slóðin leiðbeinir þeim eldri við að
læra á tölvuna og rata um netið. Þá
munu íbúar fá aðgang að fjarnámi á
Þekkingartorgi með gagnvirku
kennsluefni um tölvunotkun þar sem
leitast verður við að gera námið
áhugavert og skemmtilegt. ANZA,
sem sá um tæknilega verkefnisstjórn,
hannaði vefnámskeiðið sem upp-
haflega kom frá Menntasmiðju
kvenna og spannar allar helstu að-
gerðir sem tölvunotendur þurfa að
kunna skil á ásamt þjálfun í notkun
netsins við að rata um völundarhús
veraldarvefjarins.
Þá voru keyptar tíu fartölvur í fær-
anlegt tölvukennsluver, sem flutt er á
milli staða í sérstökum ferðakössum
og segja má að nú sé hægt að halda
námskeið við kertaljós úti í sveit ef
þurfa þykir. Tölvukennsluverið hefur
verið í nær stöðugri notkun og gert
stéttarfélögum og félagasamtökum
kleift að bjóða stærri hópum fleiri
námskeið, sem haldin eru um allt hér-
aðið,“ segir Susan Martin.
Mikil áhersla verður lögð á rann-
sóknir á áhrifum verkefnisins á sam-
félagið svo hægt sé að meta hvaða
áhrif aukin notkun upplýsingatækn-
innar hefur á íbúa, fyrirtækjarekstur
og þjónustu opinberra stofnana.
Rannsóknastofnun Háskólans á Ak-
ureyri framkvæmir rannsóknirnar og
leggur mat á árangur verkefnisins
áður en verkefnatímanum lýkur um
þar næstu áramót.
„Viljum uppræta hræðslu
og kunnáttuleysi“
Fimm rafrænar þjón-
ustugáttir hafa verið opn-
aðar íbúum Þingeyj-
arsýslu, fólkinu til
framdráttar í leik og
starfi. Jóhanna Ingv-
arsdóttir kynnti sér þjón-
ustutorgin fimm.
Morgunblaðið/Golli
Markmiðin Verkefninu er ætlað að auka þekkingu íbúa á upplýsingatækninni og færa þjónustu sveitarfélaga og
samstarfsaðila í rafrænt form og auðvelda þannig aðgengi íbúa að stofnunum á svæðinu.
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Verkefnastjórinn Susan Martin segir miklar vonir bundnar við að þetta
framtak á landsbyggðinni geti flýtt fyrir lausn fjarskiptamála.
Þau fimm veftorg, sem nú hafa
verið opnuð og eru aðgengileg á
vefsíðunni www.skjalfandi.is, eru
Skjálfandatorg, Íbúatorg, Þekking-
artorg, Sparitorg og Heilsutorg.
Skjálfandatorg opnar fólki
aðgang að þjónustu, fróðleik og af-
þreyingu sem í boði verður á hin-
um veftorgunum. Skjálfandatorg
er þannig rafræn ásýnd byggð-
arlagsins sem kappkostað verður
við að halda lifandi og ferskri, t.d.
með fréttum af framgangi verkefn-
isins.
Íbúatorg er sameiginlegur
vettvangur sveitarfélaganna, rík-
isins, þjónustustofnana og fyrir-
tækja sem veita íbúum aðgang að
stjórnsýslusviðum, upplýsingum og
gagnvirkri þjónustu með einföld-
um hætti. Íbúatorgið er einnig
vettvangur fyrir lýðræðislega um-
ræðu, svo sem með opnu sam-
skiptakerfi og viðhorfskönnunum
um ýmis málefni, sem snerta
byggðarlagið. Notendur Íbúatorgs
munu skrá sig inn í upphafi og fá
sent lykilorð, sem gefur þeim að-
gang að rafrænum umsóknum og
erindakerfi, sem sparar bæði tíma
og fyrirhöfn. Netsamtal við þjón-
ustufulltrúa og stjórnendur sveit-
arfélaganna geta m.a. flýtt fyrir
afgreiðslu erinda og geta íbúar
fengið svör við fyrirspurnum um
hæl.
Þekkingartorg miðlar upp-
lýsingum um nám af öllu tagi og
þar er að finna margvíslega
gagnabanka með hagnýtum fróð-
leik fyrir íbúa. Einnig gagnvirkt
tölvunám fyrir þá, sem vilja læra á
tölvu og stjórna sjálfir námstíma
og mætingu.
Sparitorgi er ætlað að efla
íbúa til góðrar fjármálastjórnunar
í heimilis- og fyrirtækjabókhaldinu
með því að auka við þjónustu, sem
þeim stendur til boða í heimabönk-
um. Lögð verður áhersla á fræðslu
og fólki lögð til ýmis verkfæri sem
auðvelda því að skipuleggja út-
gjöld sín og sparnað.
Heilsutorgi er ætlað að vera
lykill að betri heilbrigðisþjónustu
með nýjum samskiptaleiðum til að
auðvelda aðgengi íbúa að heilsu-
gæsluþjónustu og miðla upplýs-
ingum um heilbrigt líferni. Þá mun
Heilbrigðisstofnunin taka í notkun
nýtt rafrænt tímabókunarkerfi
heimilislækna á Heilsutorgi sem
þróað var í samstarfi við Theriak/
TM Software á Akureyri. Einnig
geta íbúar sótt rafrænt um end-
urnýjun lyfseðla og sótt lyfin sín í
þau sex lyfjaútibú, sem starfrækt
eru á verkefnasvæðinu.
Þjónustu-
torg
www.skjalfandi.is
FJÓLUBLÁIR kjólar,
svartir og skærbláir,
minna óneitanlega á vet-
urinn en þeir voru með-
al þess sem pólskir fata-
hönnuðir sýndu í Varsjá
um helgina. Sterkir lit-
irnir voruóneitanlega
sumir í austur-evrópsk-
um anda, sem og glans-
andi glitþræðir sem
prýddu kjólana. En öll
bar hönnunin engu að
síður litríki og sköp-
unargleði fatahönn-
uðanna sterkt vitni.
Reuters
Fjólublátt Fyrirsætan er í klæðnaði sem er
hannaður af Pólverjanum Agnieszka Maciejak.
Líflegt Svart og hvítt er einkenn-
andi fyrir þessa hönnun pólska
hönnuðarins Wojtek Dziedzica.
Blátt Breska fyrirsætan Naomi
Campbell í skærbláum kjól hönn-
uðarins Agnieszka Maciejak.
Flegið Naomi Campbell í fatnaði
sem hannaður er af pólska hönn-
uðinum Wojtek Dziedzica.
Pólsk
tíska