Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 25

Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 25
matur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 25 Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd fylgdist með hræringum í Háskólanum á Bifröst: Runólfur rektor er farinn, ráðvilltur nemendaskarinn. En muna skal þá og minna það á að margur til biskups er barinn! Ljóðmæli Jóns Arasonar biskups komu út fyrir jólin. Í inngangi er rifjuð upp vísa þar sem Jón minnist á æskustöðvar sínar og gefur í skyn að kotbýlið Grýta sé jafndýrt og helstu höfuðból Eyjafjarðar í bændaeign: Ýtar buðu Grund og Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli, en ábótinn vill ekki láta Aðalból, nema fylgi Hólar. Ferskeytlan er alkunn sem Jón kastaði fram þegar honum var birtur dauðadómur: Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef eg skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af biskupum Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur Það er eitthvað ferskt við sí-trónur, enda eru þær notaðarí fjöldann allan af réttum bæði með kjöti, fiski, grænmeti og í marga drykki og kokteila eru sítrón- ur ómissandi. Sítróna er ávöxtur sítrustrés og er uppruninn í Kasmír en barst til Kína fyrir fjögur þúsund árum. Þaðan barst þessi rándýra munaðarvara til Evrópu. Lengi vel var sítrónan afar sjaldgæf. Á síðustu öld komst fólk að því að hún gat læknað skyrbjúg og þannig fékk þessi skærguli súri ávöxtur það hlutverk að verða eins- konar fyrirbyggjandi meðal á sigl- ingum sjómanna á langsiglingum. Þannig barst hún fyrst hingað á norðurslóðir. Sítróna vex aðallega í hitabeltis- löndum og heitum löndum en sí- trónutréð getur orðið allt að 6 metra hátt. Bestar eru sítrónur ef þær hafa fengið að þroskast á trénu, en al- gengt er að sítrónur sem sendar eru til Norður-Evrópu séu tíndar græn- ar og látnar þroskast á leiðinni og ná þar með sínum fagurgula lit. Safi sí- trónunnar er mjög súr og því er erf- itt að borða sítrónur einar sér, en sí- trónan inniheldur 5% sítrussýru og sýrustig er á bilinu 2 til 3. Sítrónu- sýra er ekki mjög góð fyrir tennur þar sem hún er mjög glerungseyð- andi og því þarf að neyta þeirra hófi, sérstaklega ef þær eru borðaðar ein- ar sér. Það er einmitt sítrónusýran í flestum svaladrykkjum sem er tönn- um ekki mjög vinveitt og því er ráðið frá mikilli drykkju á þeim. Sítrónur eru mjög ríkar af C-vítamíni en skortur á því veldur einmitt skyr- bjúg. C-vítamín er einnig talið geta spornað gegn kvefi og haft jákvæð á hrif á ónæmiskerfið og heilsu fólks. Niðurlagðar sítrónur Að sjóða niður sítrónur er algengt í Afríku. Þá eru sítrónurnar soðnar niður heilar og borðaðar með mat eða settar út í salöt eða kús kús. Þetta er sannarlega svolítið fram- andi og skemmtileg tilbreyting, auk þess sem niðursoðnar sítrónur eru gullfallegt borðskraut. Hins vegar er mikilvægt að nota lífrænt rækt- aðar sítrónur alltaf þegar hýðið er notað og sérstaklega eins og hér þar sem hýðið allt er borðað. Ef ekki fást lífrænt ræktaðar sítrónur þarf að þvo sítrónuna vel með sápuvatni og þerra vandlega. 1 l vatn 1 dl salt ½ l hvítvínsedik 2 dl sykur límónublöð (þurrkuð eða fersk) 2 kg sítrónur Setjið vatn, salt, edik og sykur í pott og sjóðið í 1 mínútu. Setjið sí- trónurnar í hreina stóra krukku eða krukkur og dreifið límónublöðunum hér og þar með. Hellið heitum leg- inum yfir og lokið krukkunum. Tilbúið til neyslu eftir nokkrar vik- ur. Morgunblaðið/Kristinn Ljúffengt Að sjóða niður sítrónur er algengt í Afríku. Þá eru sítrónurnar soðnar niður heilar og borðaðar með mat eða settar út í salöt eða cous cous. Súrar og góðar sítrónur Gott Sítróna fer vel með cous cous.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.