Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 27 stefnumótun um „friðsamlega sambúð ólíkra menningarheima“ (co-existence of Civilizations). Til- efnið er meðal annars sú tilfinn- ingaþrungna og eldfima umræða sem varð í kjölfar birtingar Jót- landspóstsins á Múham- eðsteikningunum frægu. Í hug- myndafræði friðsamlegrar sambúðar ólíkra trúar- og menn- ingarheima í anda norrænna hefða um lýðræðislega og friðsamlega samvinnu og sambúð getum við og eigum við að sækja okkur leið- sögn. Eða hvað, er einhver annar vænlegri kostur í boði? Skapa verður jafnvægi í hag- kerfinu og á vinnumarkaði á nýjan leik Hitt stóra viðfangsefnið sem við okkur blasir snýr að aðstæðum í hagkerfinu og á vinnumarkaði. Sú spurning verður ennþá meira brennandi í ljósi þeirra stóru sam- félagsverkefna sem hér hafa verið gerð að umtalsefni hvert menn vilja að framhaldið verði í sam- bandi við framkvæmdastig og eft- irspurnarástand í hagkerfinu. Ætla menn að halda óhikað áfram og skella í gang 3–4 nýjum álvers- og stórvirkjanaframkvæmdum í beinu framhaldi af þeim sem nú standa yfir? Með því munu menn ekki bara viðhalda heldur auka frekar en hitt á þensluna í hag- kerfinu og eftirspurn eftir vinnu- afli. Eða ætla menn að reyna, með rólegum og yfirveguðum hætti, að koma aftur á jafnvægi og eðlilegu ástandi, leyfa hagkerfinu og vinnumarkaðinum að jafna sig? Í raun má grípa hér til hins fræga hugtaks að ná þurfi „mjúkri lend- ingu“, ekki bara í efnahagslífinu og hagkerfinu heldur líka hvað varðar jafnvægi á vinnumarkaði. Afleiðingar þess yrðu væntanlega að það dragi úr þörfinni fyrir það erlenda vinnuafl sem hér er fyrst og fremst á tímabundnum skil- málum og vonandi gæti það gerst án þess að til vandræða kæmi gagnvart því fólki af erlendum uppruna sem hingað er komið til varanlegrar búsetu og fyrir vinnu- markaðinn í heild. Slík aðlögun að einhvers konar jafnvægisástandi á vinnumarkaði á nýjan leik er að sjálfsögðu ekki einfalt mál. En hún er eina farsæla leiðin sem við eigum út úr því upplausnarástandi sem segja má að hafi skapast hér á undanförnum misserum og er, eins og áður sagði, mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og þeirrar stefnu sem hún hefur rekið. Að lokum skal ítrekað að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð ber ekki ábyrgð á því ástandi sem hér hefur verið að skapast á vinnumarkaði og í hagkerfinu, ekki frekar en hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir. Þeir ættu því ekki að þurfa að standa í orða- skaki um málið, a.m.k. ekki um hvaða orsakir liggi að baki og hverjir beri ábyrgðina. Hafi ein- hver flokkur reynt að vara við því að verið væri að búa til jafnvæg- isleysi á vinnumarkaði og í fé- lagslegu tilliti auk hins efnahags- lega óstöðugleika, þá erum það við Vinstri græn. Við viljum hins veg- ar leggja okkar af mörkum til að íslenskt samfélag takist nú á við þetta stóra aðlögunar- og sambúð- arverkefni af alvöru og einurð þannig að þróunin verði farsæl og við komumst hjá því að hér magn- ist upp útlendingaandúð og að- greiningarhyggja. Við höfnum allri aðgreiningarhugsun í þessum efnum. Við höfnum því að flokka fólk upp í „við“ og „þau“. Við vilj- um bjóða það fólk velkomið sem hingað er komið til búsetu á annað borð og gera því kleift að vera fullgildir þátttakendur í okkar samfélagi, gefa af sér til þess og auðga það. Við ljáum ekki máls á neinum málamiðlunum þegar kemur að grundvallarmannrétt- indum fólks, hvaðan sem það er upprunnið, af hvaða litarhætti sem það er eða hvaða trú það ját- ar, ef einhverja. Gagnvart grund- vallarmannréttindum standa allir jafnir og Vinstri hreyfingin – grænt framboð er ekki til viðtals um afslátt í þeim efnum. aðstæðum eru undirmannaðar og í fjársvelti. Vinnumálastofnun hefur ekkert bolmagn til að tak- ast á við þann þátt málsins sem að henni snýr. Vinnueftirlit og fleiri eftirlitsaðilar á vegum ríkis og sveitarfélaga eru vanbúnir. Niðurskurður á fjárveitingum til Alþjóðahúss af hálfu Reykjavík- urborgar er undarleg aðgerð við þessar aðstæður, ríkið leggur ekkert af mörkum til þess rekst- urs og má kalla hvoru tveggja til marks um fullkomið andvara- og metnaðarleysi stjórnvalda. Sama gildir um slælegan viðbúnað til tungumálakennslu, þó rík- isstjórnin hafi nú hrokkið upp af værum svefni. Einnig um lítinn sem engan viðbúnað hvað varðar móttöku og aðstoð við það fólk sem hingað er að flytjast. Það seg- ir allt sem segja þarf að börn inn- flytjenda skuli hafa verið vikum eða mánuðum saman utan skóla- kerfisins vegna þess að Hagstofan hafði ekki undan að gefa út kenni- tölur. Ónefndur er þáttur sveitar- félaganna. Það skyldi nú ekki vera að ýmislegt sem þessu máli teng- ist og er á verksviði þeirra mætti betur fara. Hvernig er t.d. með brunavarnir og hollustu- og heil- brigðiseftirlit? Eftirlit með búsetu nýrra innflytjenda að þær að- stæður séu mannsæmandi og öruggar svo fátt eitt sé nefnt? Þjóðarátak um aðlögun og farsæla sambúð Tvennt skiptir mestu máli úr því sem komið er. Hvernig ís- lenskt samfélag tekst á við það að- lögunarverkefni sem mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna kallar á og hvernig hagstjórnin tekst og hvernig aðstæður á vinnumarkaði þróast á næstunni. Nú skiptir öllu máli að menn reki af sér slyðru- orðið, ríkisstjórn, opinberar stofn- anir og eftirlitsaðilar, aðilar vinnu- markaðarins, sveitarfélögin og eftir atvikum einnig stjórn- málaflokkar, fjölmiðlar og aðrir sem að þessu þurfa að koma. Tök- um nú höndum saman og förum að ræða þetta mál af einurð og yf- irvegun. Leggjum grunn að þjóð- arátaki um þetta risavaxna verk- efni, eitt stærsta ef ekki stærsta samfélagsverkefni sem við Íslend- ingar höfum staðið frammi fyrir í mjög langan tíma. Forðumst að stimpla þetta og ræða einhliða sem vandamál. Forðumst aðgrein- ingarhyggjuna, forðumst að tala um „okkur“ og „þau“. Ræðum um þetta sem eitt stórt og sameig- inlegt verkefni allra helstu mátt- arstoða samfélagsins til að takast á við. Það sem í raun og veru þarf er þjóðarsátt um markvissar og einbeittar aðgerðir til að fyr- irbyggja að hlutirnir fari úr bönd- unum. Ástandinu má næstum því líkja við púðurtunnu sem ekki þurfi nema einn neista í til þess að allt geti farið í bál og brand. Strax í fjárlögum næsta árs verður að leggja stóraukna fjármuni í við- brögð stjórnvalda til að efla þær eftirlits- og þjónustustofnanir sem hér þurfa að koma að verki. Búa verður til virkan samráðsvettvang ríkis, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga, fulltrúa viðeigandi fagaðila og samtaka, Alþjóðahúss og sambærilegra aðila og samtaka fólks af erlendum uppruna. Þá þurfa stjórnmálaflokkarnir að móta eða skýra áherslur sínar á þessu sviði ætli þeir að láta taka sig alvarlega í umræðu um málið. Hvað varðar aðlögunar- og sam- búðarverkefnið sjálft getum við sótt í smiðju til nágrannalandanna sem hafa áratuga reynslu af því að takast á við svipaða hluti. Margt bendir til að vænlegt sé þar að horfa til Svía, sem hafa langa og víðtæka reynslu af aðlögun eða samhæfingu (integration) fólks af erlendum uppruna að sænsku samfélagi með góðum árangri í það heila tekið. Á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs var samþykkt g þær ið bún- nu- Vinstri- ð neitar m nót- rlenda r verið þessar ð fólk er r komið var til sla sem sund skan að- þetta gar egt að ölur mikla uppruna eða na laflutn- ands í eðli er að ð að- eða bú- ands frá hol- órn- unni – ur vel fur ís- ðarlegt r. Öll ins veg- nda- runnt á m sem ra born- ingum í ví fólki hingað ár og yrir á að ef markaði því. að fólk og inu gara er é yf- yggð á ví fólki ð við- akast. forðast rmun á um er þó gni upp og að- að og æðunni m þjóð, una sem m rík- gar, öll um upp- dinga m hing- bund- um. rammi- afar ð takast jálf ber hefur. eir luaðilar inn í nvalda essum viðfangs- næstu árin Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. n að m erk- ef ekki sverk- dingar mmi n Undanfarin ár hafa ýmsirsem vinna að málefnumútlendinga hér á landireynt að vekja máls á þeim en lítið orðið ágengt og það er ekki gott að þegar þessi mál komast loks á dagskrá skuli umræðan vera á neikvæðum nótum. Þetta segir Unnur Dís Skaptadóttir, dósent í mannfræði við Háskóla Íslands, en hún stýrði nýlegri rannsókn á hög- um fólks sem flust hefur til Íslands vegna atvinnu. Ólíkt því sem einhverjir kunna að halda er Ísland ekki draumaland út- lendinga sem hingað koma til að stunda vinnu, að því er rannsókn Unnar Dísar leiðir m.a. í ljós. Fjölmiðlar bera ábyrgð Spurð hvað henni finnist um þá umræðu sem verið hefur um útlend- inga á Íslandi undanfarnar vikur, í kjölfar málflutnings fulltrúa úr Frjálslynda flokknum, segir Unnur Dís það leiðinlegt hversu neikvæð hún hafi verið „miðað við hvað fólk hefur reynt að vekja athygli á mál- inu og margir hafa reynt að vekja athygli á mikilvægi íslenskukennslu og að það þurfi að leggja peninga í hana. En það er ekki fyrr en um- ræðan fór af stað á neikvæðan hátt sem peningar eru lagðir til málsins og fjölmiðlar grípa umræðuna,“ segir Unnur. Velta megi því fyrir sér hvers vegna svo sé, en fjöl- miðlar beri ákveðna ábyrgð. Á árunum 2003–2006 stýrði Unn- ur Dís rannsókn á veruleika fólks sem flust hefur til Íslands vegna at- vinnu frá árinu 1990, en framhalds- nemar í mannfræði tóku einnig þátt í henni. Markmið verkefnisins var jafnframt að skoða áhrif aukins fólksflutnings á íslenskt samfélag. Unnur Dís segir að á þeim tíma sem hún vann að verkefninu hafi umræða um útlendinga verið lítil á Íslandi. Æskilegt hefði verið að stjórnmálaflokkar hefðu verið búnir að móta skýra og jákvæða stefnu í málefnum innflytjenda. „Það hefur ekki verið gert í nægi- legum mæli,“ segir Unnur Dís. Þótt flokkarnir séu vissulega farnir að taka við sér, svo sem með því að kynna stefnu sína á erlendum tungumálum, líkt og einhverjir flokkar hafi gert í sveitarstjórn- arkosningunum í vor, þurfi að bregðast frekar við. Ekki megi þó gleyma því að margir vinni gott starf í þessum málum eins og Al- þjóðahús og Fjölmenningarsetur og til að mynda séu ýmsir þjónustuað- ilar komnir með vefsíður á erlend- um tungumálum á borð við pólsku. „Það er verið að gera ýmislegt en það þarf bara að gera miklu meira,“ segir hún. Komu hingað eftir að hafa frétt af möguleika á vinnu Um rannsóknarverkefni sitt segir Unnur Dís að það hafi meðal annars byggst á viðtölum við útlendinga, en flestir sem hún ræddi við komu hingað frá Póllandi, Filippseyjum eða Taílandi. Þvert á það sem ein- hverjir kunna að ímynda sér, er Ís- land almennt ekki draumaland þeirra útlendinga sem hingað koma til þess að vinna að því er í ljós kom í rannsókn Unnar Dísar. „Þetta var ekki landið sem fólk óskaði að fara til. Það hafði ekki lát- ið sér detta í hug að koma hingað fyrr en það frétti af tækifærum eða möguleika á vinnu hér og ákvað að prófa,“ segir hún. Unnur Dís segir að marga sem hún ræddi við hafi fremur dreymt um að halda til vinnu í löndum á borð við Bandarík- in eða Ástralíu. Hún bendir á að markvisst hafi verið sóst eftir því að fá útlendinga til starfa á Íslandi, í Póllandi hafi til dæmis víða birst auglýsingar þar sem óskað er eftir starfsfólki á Íslandi. Ætluðu að stoppa stutt Unnur Dís segir að flestir þeirra sem þátt tóku í rannsókn hennar hafi ætlað að hafa stutta viðdvöl á Íslandi, jafnvel ekki lengri en eitt ár. Svo verði ýmislegt til þess að sumir ákveði að dveljast hér áfram og margir framlengi dvölina smátt og smátt. Unnur Dís segir að vegna þess að margir þeirra sem hingað koma hafi ekki hugsað sér að dvelj- ast á Íslandi nema um stutta hríð, leggi fólk ekki mikið upp úr því í fyrstu að læra íslensku, utan þess sem þarf til þess að bjarga sér í daglega lífinu. „En svo kemur áhug- inn á því að læra málið og taka þátt.“ Þurfum að bregðast hratt við Spurð um hvort við þurfum að varast að falla ekki í sömu pytti í málum innflytjenda og menn hafa gert í nágrannalöndunum, segist Unnur Dís telja nauðsynlegt að Ís- lendingar bregðist hratt við til þess að það gerist ekki. „En staðan hér og þar er ólík,“ segir Unnur Dís og nefnir Danmörku sem dæmi. Danir hafi fyrr á árum sóst eftir erlendu vinnuafli, en fyrir það hafi verið lok- að í kringum 1973. Hið sama hafi gerst á hinum Norðurlöndunum. „Þeir sem hafa komið eftir það eru fyrst og fremst ættingjar og svo flóttamenn. Þannig að við erum í allt annarri stöðu,“ segir Unnur Dís og bendir á að þeir útlendingar sem koma hingað komi fyrst og fremst til þess að vinna. „Mér finnst und- arlegt ef við þurfum að fara í sama far [og á hinum Norðurlöndunum]. Hugmyndir um þjóðaríkið, þjóðerni og um fjölmenningu eru allt aðrar en fyrir rúmum 30 árum. Það væri því undarlegt ef við myndum ekki læra af reynslu annarra,“ segir hún. Unnur Dís bendir á að um þessar mundir leggi Danir mikla áherslu á að gefa útlendingum tækifæri á að taka þátt í atvinnulífinu. Hér séu útlendingar hins vegar þátttak- endur í atvinnulífinu frá fyrsta degi en á skorti að þeir fái tíma fyrir hluti eins og tungumálanám. Þá þurfi að auka almenna upplýs- ingagjöf til fólks sem hingað kemur. Sjálfsagt sé að ríkið beri ábyrgð á miðlun upplýsinga til fólks sem flyst hingað erlendis frá. Ánægðir með móttökur Unnur Dís segir að þeir útlend- ingar sem hún ræddi við í rannsókn sinni séu almennt ánægðir með hvernig tekið er á móti þeim hér á landi. Þó hafi hún heyrt frásagnir fólks sem lenti í erfiðleikum með að fá leigða íbúð eða kaupa bíl, vegna þess að það var erlent. Fólkið sé almennt ánægt með hið opinbera kerfi og hafi m.a. lýst ánægju með leikskóla. „En það fólk sem ég talaði við hafði lítið þurft á heilbrigðiskerfinu að halda og hafði því ekki mikla skoðanir á því,“ segir hún. Hins vegar hafi sumir lent í vanda sem skapast hafi vegna lang- varandi álags þess að það hafi of- reynt sig í vinnu. Fólkið vinni of mikið og taki sér ekki hlé. Eiga rétt á þjónustu Unnur Dís segir mikilvægt að benda á að þeir útlendingar sem koma hingað til starfa greiði skatta hér á landi frá fyrsta degi. „Þess vegna er sjálfsagt að fólk fái þá þjónustu sem þarf,“ bendir hún á. Jafnframt bendir Unnur Dís á að langflestir noti hluta af laununum sem þeir vinna sér inn hér á landi til þess að aðstoða ættingja heima fyrir, ýmist eigin börn, forelda eða systkini. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Rannsakaði hagi útlendinga Unnur Dís Skaptadóttir, dósent í mannfræði við Háskóla Íslands. Ísland er ekki draumalandið Skort hefur á að íslenskir stjórnmálaflokkar móti skýra og jákvæða stefnu í málefnum innflytjenda, að sögn Unnar Dísar Skaptadóttur mannfræð- ings. Hún ræddi við Elvu Björk Sverrisdóttur um hagi útlendinga á Íslandi. elva@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.