Morgunblaðið - 21.11.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 33
✝ Ingibjörg Ólafs-dóttir fæddist á
Akranesi 26. apríl
1932. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 14. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Helgi Sig-
urðsson, f. 25. októ-
ber 1902, d. 3. des-
ember 1984, og
Ólafína Ólafsdóttir,
f. 11. október 1902,
d. 12. október 1995.
Systkini Ingibjarg-
ar eru: 1) Hörður Ragnar, f. 5.
nóvember 1924, d. 21. september
2001, 2) Ólafur, f. 23. nóvember
1926, 3) Guðrún Diljá, f. 16. nóv-
ember 1927, d. 26. nóvember 1995,
4) Margrét, f. 22. júlí 1929, 5) Sig-
urður Hreinn, f. 14. september
1933, d. 18. júní 1978, 6) Frey-
móður Heiðar, f. 25. ágúst 1935, d.
27. desember 1978, 7) Ása Sigríð-
ur, f. 28. september 1937, og 8)
Jóna Kolbrún, f. 24. apríl 1940, d.
15. ágúst 2006. Hálfsystkini henn-
ar sammæðra eru Jóhann Grétar
Hinriksson, f. 29. desember 1922
og Ólafína Sigrún Ólafsdóttir, f.
10. júlí 1946. Hálfsystir hennar
samfeðra er Svanhildur Benonía,
f. 31. maí 1948.
Ingibjörg giftist 4. febrúar 1971
Vilhjálmi Þorsteinssyni, f. 15.
mars 1934, d. 28. júní 2004. Sonur
Ingibjargar er Pétur Óðinsson, f.
órsson, börn þeirra eru Fannar
Þór, f. 24. október 1982 og Sig-
urbjörg, f. 10. september 1990.
Sonur Hugrúnar er Heiðar Logi, f.
11. maí 1980. Dóttir Heiðars er
Sædís Ósk, f. 7. september 1998. 4)
Jóhanna Sigríður, f. 1. janúar
1964, maki Ólafur Haukur Ósk-
arsson. Börn þeirra eru Róbert
Eyvar, f. 6. apríl 1985, Ingibjörg, f.
12. júlí 1989 og Arnar, f. 9. júní
1993. Ingibjörg ólst upp á Akra-
nesi og í Innsta-Vogi en fór ung í
fóstur til Hallfríðar og Júlíusar að
Leirá í Leirársveit. Árið 1946 fór
hún aftur til móður sinnar og sam-
býlismanns hennar Ólafs Þor-
steinssonar. Ingibjörg kynntist
eiginmanni sínum Vilhjálmi Þor-
steinssyni árið 1956 og þau hófu
búskap ári seinna á Akranesi. Árið
1963–64 bjuggu Ingibjörg og Vil-
hjálmur á Kvígsstöðum í Andakíl
en árið 1964 fluttu þau að Kambs-
hóli í Svínadal í Hvalfjarð-
arstrandarhreppi. Þar bjuggu þau
til ársins 1995 er þau fluttu á
Skagabraut 33 á Akranesi. Síðustu
tvö árin bjó Ingibjörg á Dval-
arheimilinu Höfða Akranesi.
Á fyrri hluta starfsævinnar
starfaði Ingibjörg við ýmiss konar
þjónustustörf, kaupmennsku og
ráðskonustörf. Eftir að Ingibjörg
og Vilhjálmur hófu búskap helg-
aði hún sig húsmóðurstarfinu en
vann tímabundið ýmis önnur störf,
t.d. hjá Hval h/f, Sláturfélagi Suð-
urlands og Jónasi Guðmundssyni.
Útför Ingibjargar verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13. Jarðsett verð-
ur í Saurbæjarkirkjugarði.
17. desember 1951,
maki Laufey Skúla-
dóttir. Börn þeirra
eru Ólafur Pétur, f.
3. janúar 1985 og
Arna, f. 29. október
1991. Fyrri kona Pét-
urs er Margrét S.
Traustadóttir, sonur
þeirra er Þorkell, f.
11. júní 1971, maki
Guðrún E. Snorra-
dóttir. Synir Þorkels
eru Patrekur Sveinn,
f. 23. desember 1994
og Óliver, f. 1. febr-
úar 2005. Börn Ingibjargar og Vil-
hjálms eru: 1) Þorsteinn, f. 30. júní
1957, sambýliskona Ingibjörg E.
Sigurðardóttir, börn þeirra eru
eru Steinar, f. 6. desember 1997,
Sigurður Hrannar, f. 19. apríl
2000 og Selma Dögg, f. 9. ágúst
2002. Fósturdóttir Þorsteins og
dóttir Ingibjargar er Anna Guð-
rún. Fyrri kona Þorsteins er
Dröfn Gunnarsdóttir, sonur þeirra
er Vilhjálmur, f. 6. ágúst 1982,
uppeldisdóttir Þorsteins og dóttir
Drafnar er Rósa Björk. 2) Hall-
freður, f. 3. desember 1959, maki
Kristný Vilmundardóttir. Dætur
þeirra eru Linda Dagmar, f. 24.
júní 1980, og Heiður, f. 20. nóv-
ember 1986. Dóttir Lindu Dag-
marar og Stefáns Gísla Örlygs-
sonar er Gígja Kristný, f. 21. júní
2006. 3) Hugrún Fanney, f. 16.
september 1962, maki Eyþór Arn-
Í dag er okkur gert að kveðja
tengdamóður mína Ingibjörgu Ólafs-
dóttur eða Ingu eins og hún var ávallt
kölluð.
Líf Ingu var ekki alltaf dans á rós-
um eins og allir vita sem þekktu hana.
Hún átti erfiða æsku, var bara lítill
telpuhnokki þegar hún byrjaði brauð-
stritið. Segja má að upp frá því hafi
henni aldrei fallið verk úr hendi á
meðan hún hafði heilsu til. Þegar hún
og Vilhjálmur Þorsteinsson maður
hennar stofnuðu heimili helgaði hún
sig húsmóðurstörfum en tók þátt í bú-
störfunum eftir að þau fluttu í sveit.
Þau hjónin söfnuðu ekki auði í verald-
legum skilningi þess orðs en þau áttu
börn sem voru þeim afar dýrmæt.
Líf Ingu var fábreytt en hún hafði
sérstaklega létta lund og var gædd
miklum tónlistarhæfileikum sem
gerði tilveruna skemmtilega. Börnin
hennar og þeir sem sóttu Ingu heim
fengu að njóta þessarar náðargáfu
hennar. Hún hafði einstaklega fallega
söngrödd og spilaði á gítar en fjöl-
skyldan og gestir tóku gjarnan þátt í
söngnum. Þessar stundir eru mér og
öllum í fjölskyldunni sérstaklega dýr-
mætar.
Til Ingu og Villa var alltaf gott og
skemmtilegt að koma enda mjög
gestkvæmt á heimili þeirra. Þótt
húsakostur væri þröngur var alltaf
pláss fyrir næturgesti. Þá var Inga í
essinu sínu og gjarnan vakað fram á
rauða nótt við söng eða rabb.
Heilsu Ingu fór að hraka fyrir
nokkrum árum. Vilhjálmur maður
hennar sinnti henni af natni og um-
hyggju á meðan hann lifði. Eftir að
hann dó flutti Inga á dvalarheimili og
heilsan þvarr, hægt en stöðugt. Að
lokum var Inga líkt og fangi í eigin lík-
ama því enn var andinn léttur. Hún
gat gert að gamni sínu og átti til
hnyttin og skemmtileg tilsvör. Tón-
listarinnar naut hún fram á síðustu
stundu.
Inga kvaddi snöggt þriðjudaginn
14. nóvember síðastliðinn. Með virð-
ingu vil ég, fyrir hönd fjölskyldu
minnar, þakka Ingu samfylgdina.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Ólafsdóttur.
Laufey Skúladóttir.
Tengdamóðir mín Ingibjörg Ólafs-
dóttir hefur kvatt þennan heim. Ég
trúi því að hún sé komin á betri stað
með honum „gamla“ sínum eins og
hún nefndi hann oft.
Þegar ég kynntist Ingu var ég að-
eins innan við tvítugt og hafði aldrei í
sveit komið. Inga tók vel á móti mér
þegar ég kom með syni þeirra heim í
Kambshól. Við áttum samleið og nán-
ast dagleg samskipti frá því ég settist
að á Kambshóli með Halla syni Ingu,
frá árinu 1980 þar til Inga og Villi
fluttust á Akranes haustið 1995, þar
bjuggu þau á Skagabraut 33 og Inga
síðustu æviárin á Dvalarheimilinu
Höfða.
Ég minnist Ingu með þakklæti og
hlýju. Inga var góð mamma og amma
og reyndist dætrum mínum frábær-
lega á uppvaxtarárum þeirra í
Kambshól. Inga var hjálpsöm og dug-
leg í eðli sínu, félagsvera, fjörug og
kát. Hún var mikil söngmanneskja og
hafði gaman af að spila á gítarinn og
syngja, þá var hún í essinu sínu. Það
var alltaf mikið líf og fjör í kringum
Ingu. Hún var sérstaklega góð við
barnabörnin sín og þeim fannst gam-
an að vera hjá henni.
Inga var létt í lund og alltaf var
stutt í húmorinn hjá henni. Henni
fannst gaman að stríða mér og siða
mig til þegar kom að sveitamálum,
þar sem ég var algjört bæjarbarn.
Áttum við margar góðar stundir sam-
an og oft var mikið líf og fjör og hlegið
mikið í litla eldhúsinu hjá henni og
Villa.
Ég kveð þig með þakklæti og sökn-
uði, elsku Inga og er þakklát fyrir að
þú ert búin að fá hvíldina eftir löng
veikindi. Ég trúi því að Villi sé nú bú-
inn að fá Imbu sína til sín.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Kristný.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund og viljum við minnast þín
með nokkrum orðum.
Amma, þú varst yndisleg og góð
kona og eigum við margar góðar
minningar um þig. Oftar en ekki vor-
um við hjá þér og afa upp í Kambshól
þegar við vorum lítil og brölluðum við
margt með þér. Þér þótti mjög gaman
að spila á gítarinn og leyfa okkur að
syngja og dansa með þér og einnig
sagðir þú okkur margar og skemmti-
legar sögur. Eitt er okkur þó minn-
isstætt hvað það var gaman að koma
til þín í heimsókn þegar þú varst að
vinna í Hvalstöðinni. En þangað fór-
um við yfirleitt með afa Vilhjálmi að
sækja þig og þótti okkur mjög spenn-
andi að koma til þín þangað. Því það
var alltaf svo mikið um að vera í
kringum þig. Einnig var mjög gaman
hjá okkur þegar við fórum með þér og
afa á rúntinn í Lödu Sportinum góða
og voru ófáar ferðirnar farnar á
henni. Þú varst yfirleitt kát og hress
og gaman að vera í kringum þig. Þó að
seinni árin hafir þú átt við veikindi að
stríða var stutt í húmorinn hjá þér og
þú kunnir að svara fyrir þig og komst
með skemmtilegar athugasemdir.
En núna ertu komin til afa og biðj-
um við guð að vernda ykkur. Þó að
það ríki söknuður í hjarta okkar og að
þú fórst snöggt frá okkur, vitum við
að hvíldin er þér kærkomin. Við erum
þakklát fyrir þann tíma sem við feng-
um með þér og geymum allar minn-
ingarnar um þig í hjarta okkar. Guð
veri með þér og varðveiti þig alla tíð.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl þú í friði, elsku amma.
Þín barnabörn,
Linda Dagmar og Heiðar Logi.
Elsku besta amma mín. Nú hefur
þú kvatt þennan heim og ert komin á
betri stað. Ég á margar góðar minn-
ingar um þig þegar þú og afi bjugguð
heima uppi í Kambshól. Þú kunnir svo
sannarlega að hafa ofan af fyrir svona
orkubolta eins og ég var. Mörgum
stundum var eytt í að þrífa og pússa,
þótt þess þyrfti alls ekki hjá svona
snyrtipinna eins og þér. Þegar ég var
4 ára og vildi hafa eitthvað að gera
léstu mig oft vaska upp mér til mik-
illar ánægju. Þá var ég óspör á upp-
þvottalöginn og fór það þá ekki á milli
mála hver hafði verið í vaskinum hjá
þér, þar sem það freyddi sápukúlum
langt út í læk og hafðir þú mjög gam-
an af því. Það er þér að þakka, elsku
amma mín, hversu dugleg ég var við
að baka og þrífa, því þú sýndir mér
hvað þetta gat verið gaman. Þú varst
alltaf til í að eyða öllum þínum stund-
um með barnabörnunum og þótti mér
einkar gaman að vera hjá þér. Þér
fannst alltaf svo gaman að syngja og
var gítarinn ósjaldan tekinn upp og
við sungum Ó María saman. Þú hafðir
mjög gaman af því að taka myndir og
til eru heilu albúmin frá því að við
barnabörnin vorum hjá þér á okkar
yngri árum. Það er mjög gaman að
geta skoðað þessar myndir, horft til
baka og hugsað um hvað við áttum öll
margar skemmtilegar stundir með
þér elsku amma. Ég man svo vel eftir
því hvað mér þótti leiðinlegt að heyra
þegar þú og afi ætluðuð að flytja á
Akranes, því þá mundi ég ekki getað
labbað til þín hvenær sem ég vildi því
mér fannst alltaf svo gaman að vera
hjá ykkur.
En nú er komið að kveðjustund,
amma mín. Eftir löng veikindi ertu
búin að fá þína hvíld og komin til afa
Villa þar sem þú átt heima. Ég kveð
þig með söknuði, elsku amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð geymi þig elsku amma mín.
Þitt barnabarn,
Heiður.
Hinn 14. nóvember síðastliðinn,
þegar ég var að fara út á sjó, fékk ég
símhringingu um að amma mín Ingi-
björg Ólafsdóttir væri látin eftir sjúk-
dómslegu hin síðari ár. Það er margt
sem fer gegnum hugann og margs að
minnast.
Frá því ég man eftir mér kemur
Kambshóll upp í hugann þegar ég
hugsa um hana þar sem ég sleit
barnsskónum hjá ömmu og afa, en
þar bjuggu þau stóran hluta ævi sinn-
ar, en afi Villi lést á síðasta ári.
Í sveitinni var gott að vera og mann
skorti ekkert í gamla húsinu hjá þeim.
Ég hafði oft viðdvöl á Kambshóli, þó
með hléum, og á ég margar minning-
ar þaðan sem barn, t.d. situr í mér
gamli eldhúskrókurinn þar sem var
úðað í mann góðgæti þegar maður
vildi. Og oft skammaði hún mig fyrir
að vera fikta og hlusta á fólk tala sam-
an í gamla símann, sem þá var
handsnúinn.
Eftir fermingu var ég ráðinn í
vinnu tvö sumur í röð, og bjó þá hjá
Halla og Kristnýju vegna þess að afi
og amma unnu inni á Þyrli, fékk ég að
kynnast því hvað erfiðisvinna var þau
sumur og bý ég að því alla ævi.
Amma var söngelsk, í minningunni
spilaði hún á gítar og söng. Eftir að ég
varð fullorðinn lágu leiðir okkar sam-
an í vinnu þar sem við störfuðum í
sláturhúsinu á Laxá. Það var
skemmtilegur tími og hún alltaf eld-
hress að elda ofan í fólkið, ef einhver
var að kvabba þá lét hún í sér heyra.
Hún vann hörðum höndum alla
ævi, enda stórri fjölskyldu að sinna,
en börnin voru alls fimm og við barna-
börnin ennþá fleiri. Síðan fyrir nokkr-
um árum veiktist hún og leið oft illa og
var óskemmtilegt að horfa upp á hana
fara svona, hún sem var alltaf svo
hress og vígaleg, en dagar hennar
voru misjafnir eins og gengur og ger-
ist. Í seinni tíð hitti ég hana alltof
sjaldan, sem ég hefði átt að gera
meira af. Við hittumst fyrir stuttu
þegar ég kom með yngri drenginn
minn til hennar. Þú sagðir nú við mig
þá: „Það er mikið að maður sér þig,
Keli minn.“ Þetta var ánægjuleg
stund sem við áttum saman. Þú sagðir
mér hvað væri svona það helsta að
gerast í fjölskyldunni og það lá bara
vel á þér. Síðan kvöddumst við og ég
sagði þér að ég kæmi eftir síldarver-
tíð. Mig óraði ekki fyrir því að þetta
væri í síðasta skiptið sem ég sæi þig.
Elsku amma Inga, þú ert vonandi
búin að finna frið hjá afa og þín verður
sárt saknað. Ég gleymi þér aldrei.
Guð geymi þig.
Þorkell Pétursson.
Þegar ég minnist Ingu frænku þá
er mér efst í huga þakklæti fyrir allt
það sem þessi góða frænka gerði fyrir
mig.
Inga var eins og mín önnur
mamma. Ég var svo gæfusamur að fá
að vera í sveit hjá þeim hjónum Ingu
og Villa á Kambshóli í mörg sumur.
Mér leið aldrei eins vel og þegar ég
var kominn í sveitina og átti Inga
stærstan þátt í því.
Inga var mjög mannelsk og glað-
lynd kona. Hún hafði afskaplega gam-
an af tónlist og söng oft með okkur
börnunum.
Síðustu ár Ingu voru henni erfið
þar sem hún þurfti að stríða við mikil
veikindi.
Elsku Inga frænka, það er huggun
harmi gegn að vita að nú ertu laus við
þær þjáningar sem fylgdu þér, þín
síðustu ár.
Ég og mín fjölskylda vottum fjöl-
skyldu Ingu okkar innilegustu samúð.
Ólafur Jóhannsson.
Ingibjörg Ólafsdóttir
Það er ekki hægt að
lýsa því áfalli, sem ég
og aðrir urðum fyrir
er við fréttum að það
hefði orðið bílslys og þið frændur, þú
og Jóhann, hefðuð báðir beðið bana.
Þetta er högg, sem tekur langan
tíma að jafna sig á.
Ýmsar minningar fara svo að
streyma upp í hugann. Þegar þú og
sonur minn voruð að leika ykkur í
Playmo. Þær voru ófáar stundirnar
sem fóru í það. Og eftir að þið urðuð
„of gamlir“ til að leika ykkur að dóti
voruð þið að laumast niðri í kjallara
með Playmoið.
Þið frændur voruð mikið saman
alla tíð þó pásur kæmu á milli.
Síðustu vetur varstu í íþróttahús-
inu með frændum þínum í fótbolta
og ég fór oft að horfa á ykkur. Þú
varst svo fullur eldmóði og áhuga að
Guðmundur Adam Ómarsson
✝ GuðmundurAdam Ómarsson
fæddist í Reykjavík
11. október 1984.
Hann lést af slysför-
um 16. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Safn-
aðarheimilinu í
Sandgerði 28.
ágúst.
þú gættir oft ekki að
þér, hlunkaðist á gólf-
ið eða rúllaðir eftir
því, stóðst svo upp
skælbrosandi.
Kæri Gummi, Guð
geymi þig að eilífu.
Bið ég algóðan Guð að
styrkja fjölskyldu
þína og alla þína ást-
vini.
Bjarney Finn-
bogadóttir.
Mig langar að minn-
ast elskulegasta, besta vinarins,
hans Gumma, sem fór frá okkur í
blóma lífsins, og vil ég óska þér,
Gummi minn, til hamingju með dag-
inn, 11.október síðastliðinn, þegar
þú hefðir orðið 22 ára. Ég sit hér ein
og skrifa og get ekki hætt að hugsa
hvað mikið mig langar að skrifa um,
svo margar minningar sem streyma
upp í huga mér því þær eru svo
margar góðar af okkur öllum saman.
Það er samt ein minning sem stend-
ur upp úr, það er þegar þú sagðir við
mig upp úr þurru „Snjólaug, veistu
hvað er geggjað sérstakt við okk-
ur?“ og ég sagði „nei, hvað?“ „Nú,
ég þekki bara eina Snjólaugu og þú
einn Guðmund Adam.“ Og þannig
verður það alltaf, Gummi minn, en
þetta er bara eitt af mörgum atrið-
um sem voru svona fyndin,
skemmtileg og ógleymanleg. Það er
samt svo erfitt að trúa að þú sért í
alvöru farinn, því mér líður eins og
það hafi verið í gær að þú og Emma
hringduð í mig og spurðuð hvort ég
gæti komið með pitsu til ykkar því
ég var í Keflavík og auðvitað sagði
ég já, því við öll vorum alltaf að gera
eitthvað fyrir hvort annað en það
kvöld var seinasta skiptið sem ég sá
þig, krúttið mitt. Þið voruð svo sæt
saman og það sást alveg hve ham-
ingjusöm þið voruð saman, litlu tur-
tildúfurnar mínar.
En, Gummi minn, ég bjóst aldrei
við að ég myndi þurfa að kveðja þig
frá þessu lífi hér svo fljótt, en ég veit
að ég hitti þig aftur bara hinum
megin en ekki strax, þegar minn
tími mun koma. Guðmundur Adam,
núna ertu farinn, vinur minn, í ljósið
bjarta. Ég mun aldrei gleyma þér,
því þú ert í mínu hjarta. Minning-
arnar streyma upp um bros þín og
hjarta, þú varst aðeins vinur vina
þinna og það mun aldrei gleymast.
Megi Guð ávallt vera í hjarta fjöl-
skyldu þinnar, ættingja og vina að
eilífu.
Þín vinkona,
Snjólaug.