Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 39

Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 39 Fyrirlestrar í Su›urhlí›arstofu, Su›urhlí› 36 21. – 24. nóvember (Íslam) 28. nóv. – 1.des. (Ísrael) n.k. kl. 20:00 Íslam og Ísrael eru flau tvö veldi sem eru áhrifamest í Austurlöndum nær, en jafnframt eru flau keppinautar um sama jar›arskikann, sem er mest umdeildur í heiminum í dag. Vi›bur›ir me›al beggja hafa gagnger áhrif á líf milljóna og eru í heimsfréttum nær daglega. fiar a› auki telja milljónir a› vi›bur›ir me›al flessara trúarsamfélaga muni rá›a mestu um framvindu heimsslitavi›bur›anna og stofnun d‡r›arríkis Gu›s. A›gangur ókeypis. Nánari uppl‡singar í síma 588 7800 og 897 3625. A›ventkirkjan í Reykjavík. Atvinnuauglýsingar Kranamaður Óskum eftir vönum kranamanni á nýjan Libherr H 112 til starfa hjá traustu bygging- arfyrirtæki með næg verkefni framundan. Góð laun í boði fyrir góðan mann. Upplýsingar gefur Sigurbjörn í síma 896 3847. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Grímsstaðir, fnr. 135-927, Borgarbyggð, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Mýrasýslu, fimmtudaginn 23. nóvember 2006 kl. 10:00. Hl. Bröttugötu 4, Borgarnesi, fnr. 211-1211, þingl. eig. Guðbrandur Reynisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 23. nóv- ember 2006 kl. 10:00. Kollslækur, fnr. 134-505, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Guðmundur Orri McKinstry og Þórður Andri McKinstry, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, fimmtudaginn 23. nóvember 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 20. nóvember 2006. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Félagslíf I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18711218  Kallanir*  EDDA 6006112119 III  FJÖLNIR 6006112119 I  HLÍN 6006112119 IV/V I.O.O.F. Rb. 4  15511218-8½ I* Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hafnarstræti 77, íb. 01-0301, Akureyri (214-6926), þingl. eig. Rolf Jonny Ingvar Svard, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 24. nóvember 2006 kl. 10:00. Haukur EA-76, skipaskr.nr. 0236, þingl. eig. Stakkar ehf., gerðarbeið- andi Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 24. nóvemb. 2006 kl. 10:00. Múlasíða 6a, 04-0101, Akureyri (214-9226), þingl. eig. Hallgrímur H. Hjálmarsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., föstudaginn 24. nóvember 2006 kl. 10:00. Oddagata 9, Akureyri (214-9640), þingl. eig. Jónatan Már Guðjónsson, Eygló Hjaltalín og Guðjón Rúnar Guðjónsson, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 24. nóvember 2006 kl. 10:00. Vestursíða 30E, 03-0301, Akureyri (215-1613), þingl. eig. Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir og Garðar Hallgrímsson, gerðarbeiðendur Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, Kaupþing banki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 24. nóvember 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 20. nóvember 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. FYRIRLESTUR á vegum Fugla- verndar verður haldinn í Bratta, sal Kennaraháskóla Íslands, á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Fyrirlesari er Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur. „Hann mun fjalla um fuglana í garðinum, miðla af ára- langri reynslu sinni af fuglafóðrun, gerð fuglahúsa, fóðurbretta og fugla- baða. Hann fjallar einnig um helstu fuglategundir sem er að vænta í góð- um fuglagarði og hvernig er hægt að laða fugla að garðinum með vali og gróðursetningu á fuglavænum trjám og runnum; trjám sem skapa skjól og hreiðurstaði eða fæðu handa fugl- unum,“ segir í fréttatilkynningu. Miklar breytingar hafa orðið á fuglafánu landsins á undanförnum áratug- um vegna aukinnar ræktunar og verður getið um nýja landnema og tegundir sem líklegt er að muni setjast hér að á komandi árum. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir 200 kr. fyrir þá sem eru ekki félagar í Fuglavernd. Fyrirlestur um garðfugla Í TILEFNI aldarafmælis Aðvent- safnaðarins í Reykjavík verður efnt til fyrirlestra 21. nóvember til 1. des- ember n.k. í Suðurhlíðarstofu, Suð- urhlíð 36. Reykjavík. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20 öll kvöldin og er að- gangur ókeypis. Fyrra efnið sem tekið verður fyrir er íslam þar sem reynt verður að svara spurningunni: Hvað er líkt og hvað er ólíkt með kristindómi og ísl- am (21.–24. nóv.) og mun dr. Börge Schantz frá Danmörku fjalla um það efni. Síðara efnið er Ísrael undir yf- irskriftinni: Er nútími Ísraels upp- fylling spádóma Biblíunnar? (28. nóv.–1. des.) og fyrirlesari þar verð- ur dr. Guðmundur Ólafsson. Dr. Börge Schantz hefur unnið brautryðjendastarf meðal aðventista er hann setti á stofn og rak í nær áratug kennslu- og rannsókn- arstofnun í íslömskum fræðum við Newbold-skólann í Englandi og sem trúboði starfaði hann í 14 ár meðal múslíma í Vestur-Afríku og Mið- Austurlöndum. Dr. Guðmundur Ólafsson varði doktorsritgerð sína í Gamla testa- mentisfræðum við Andrews háskól- ann 1993 og hefur starfað við kennslu á háskólastigi innan þess sviðs í um tvo áratugi bæði við New- bold-skólann í Englandi og einnig við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig veitt forstöðu menntun prestsnema í baltnesku löndunum og öðrum löndum fyrrum Sovétríkj- anna um árabil. Fyrirlestrar á afmælisári Aðventsafn- aðarins SÓL í Straumi, hópur áhugafólks í Hafnarfirði, heldur fund í Gúttó í kvöld kl. 20. „Á nýju ári þurfa Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um það hvort þeir vilji að leyfð verði stækkun álbræðslunnar í Straums- vík eins og Alcan, eigandi fyr- irtækisins, vinnur að. Búið er að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag sem miðað er við stækkun. Önnur yfirvöld eru búin að gefa grænt ljós m.a. á umhverfismat og starfs- leyfi. Alcan er nú að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Geta Hafnfirðingar í raun og veru komið í veg fyrir að fyrirtækið stækki?“ segir í fund- arboði. Fyrirlesari fundarins verður Þór Tómasson, sérfræðingur Umhverf- isstofnunar sem gaf út starfsleyfi fyrir stækkaða verksmiðju. Rætt um stækkun í Straumsvík HÁDEGISFUNDUR Sagnfræðinga- félags Íslands verður haldinn í Þjóð- minjasafninu, í dag, þriðjudag, kl. 12.05–12.55. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesari verður Guð- mundur Jónsson prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Í erindinu verða reifaðar hugmyndir sagnfræð- inga um hlutlægnishugtakið og spurt hvort því sé viðbjargandi á okkar póstmódernísku tímum, segir í fundarboði. Rætt um hlutlægni UMFERÐARÞING verður haldið dagana 23. og 24. nóvember næst- komandi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Þetta er sjöunda um- ferðarþingið síðan það var fyrst haldið árið 1990. Karl Ragnars, forstjóri Umferð- arstofu, setur þingið og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flyt- ur ávarp við setninguna og afhend- ir Umferðarljósið, verðlaun Um- ferðarráðs, sem veitt eru fyrir eftirtektarvert og/eða árangursríkt starf á sviði umferðarmála. Að umferðarþingi, sem haldið er á tveggja ára fresti, standa sam- gönguráðuneytið, Umferðarráð og Umferðarstofa og munu íslenskir og erlendir fyrirlesarar í þetta sinn flytja 18 erindi. Tveir erlendir fyrirlesarar verða á þinginu. Bernd Wolgang Wink, stjórnarmaður í European Union Road Federation, mun fjalla um nýjungar í vegriðum og örygg- isbúnaði vega í Evrópu og Günter Breyer, aðstoðarvegamálastjóri Austurríkis, ræðir um umferðarör- yggi í Evrópu í dag, stöðuna og leiðir til úrbóta. Hægt er að skrá sig á þingið með því að fara inn á heimasíðu Umferarðstofu www.us.is. Umferðar- þing hefst á fimmtudag LANDSAMTÖKIN Þroskahjálp fagna um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Við þessi tímamót blása þau til fagnaðar sem hald- inn verður á Grand Hótel að kvöldi laugardagsins 25. nóv- ember nk. Dagskráin hefst kl. 19 með for- drykk og söng Vox Femine. Síðan er hátíðarkvöldverður undir stjórn Margrétar Sverrisdóttur. Ræðumaður verður Össur Skarp- héðinsson og Halldór Gunnarsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitirnar Plútó og Hrað- akstur bannaður munu síðan hita upp fyrir hina einu sönnu Stuð- menn sem leika fyrir dansi fram eftir nóttu. „Allir eru hjartanlega velkomn- ir til að fagna þessum tímamótum með samtökunum og þeir sem komast ekki í kvöldverðinn geta meðan húsrúm leyfir keypt sig inn á dansleikinn sem hefst kl. 23,“ segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar og miða- pantanir eru veittar í síma 588 9390 og á netfanginu asta@t- hroskahjalp.is Þeir sem ætla að taka þátt í kvöldverðinum vinsamlegast haf- ið samband eigi síðar en miðviku- daginn 22. nóvember. Stuðmenn á afmælisfagn- aði Þroska- hjálpar FRÉTTIR Nýskráningar Framsóknar Í FRÉTT blaðsins á sunnudag var haft eftir Sigurði Árnasyni, formanni kjördæmisráðs Framsóknarflokks- ins, að flestar nýskráningar í flokk- inn fyrir prófkjörið hefðu borist úr Skagafirði. Hið rétta er að flestar ný- skráningar bárust úr Skagafirði og af norðanverðum Vestfjörðum. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.