Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
INNIHELDUR
MAGNAÐAR
ÁTAKASENUR Í
HÁLOFTUNUM
SEM OG
FRÁBÆRAR
TÆKNIBRELLUR.
FRÁ FRAMLEIÐANDA „THE PATRIOT“ OG „INDEPENDENCE
DAY“ MEÐ ÞEIM JAMES FRANCO ÚR „SPIDERMAN“
MYNDUNUM OG JEAN RENO („THE DA VINCI CODE“).
eee
V.J.V. Topp5.is
ALLT MUN EKKI VERÐA Í LAGI
SPENNANDI OG
FRUMLEG VÍSIN-
DASKÁLDSAGA
FRÁ HÖFUNDI
BLADE RUNNER.
MEÐ ÞEIM KEANU REEVES, ROBERT DOWNEY JR,
WOODY HARRELSON, WINONA RYDER OFL.
ÓTEX
TUÐ
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
BESTA MYND
MARTINS SCORSESE
TIL ÞESSA
eee
V.J.V. Topp5.is
A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára
MÝRIN kl. 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára
FLY BOYS kl. 6 - 9 B.i. 12.ára
THE DEPARTED kl. 9 B.i. 16.ára
THE QUEEN kl. 7 B.i. 12.ára
BÖRN kl. 6 - 8 B.i.12.ára
BÖRN
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919
eeee
DV
eeee
Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í
HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR.
eeee
Empire
kvikmyndir.is
HINIR
RÁFÖLLNUF
HINIR
RÁFÖLLNUF
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI flugstrákar
flugstrákar
eeee
H.Ó. MBL
eee
LIB Topp5.isAsnakjálkar : númer tvö
Drottningin
ROFIN PERSÓNUVERND
/ AKUREYRI
JÓNAS: SAGA UM... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
FLY BOYS kl. 8 B.I. 12
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE DEPARTED kl. 8 B.I. 16
/ KEFLAVÍK
CASINO ROYALE kl. 7 - 10 B.I. 14
BORAT kl. 8 - 10 B.I. 12
Þriðjudagar eru bíódagar
2 fyrir 1 í Sambíóin
fyrir viðskiptavini Sparisjóðsins
eeee
H.J. Mbl.
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison)
Til yfirdýralæknis
ÉG HEYRÐI í fréttum útvarps í há-
deginu 20. nóvember, að fuglar í
Húsdýragarðinum hefðu verið aflíf-
aðir með eitri. Var ekki hægt að nota
mannúðlegri aðferðir? Og hvers
vegna þurfti að aflífa alla fuglana?
Mér skilst að það hefðu ekki verið
nema fjórir smitaðir. Var ekki hægt
að setja þá í sóttkví og athuga málið
betur? Þetta kemur illa við marga að
heyra um slík vinnubrögð og ég veit
um barn, sem fer oft í Húsdýragarð-
inn, það fór að gráta.
Ég er líka dýravinur og mér líka
ekki svona vinnubrögð.
Sigrún Reynisdóttir.
Íslendingaslagur
MIKIL umræða hefur átt sér stað
að undanförnu um þátt Íslendinga í
knattspyrnuleikjum í Bretalandi.
Iðulega kalla íslenskir íþróttafrétta-
ritarar leiki þar sem tvö Íslendinga-
lið mætast „Íslendingaslag“. Það er
alveg ljóst að heimur knattspyrn-
unnar er harður heimur, enda hafa
rannsóknir sýnt fram á að allt að
50% atvinnuknattspyrnumanna eiga
við eiturlyfjavandamál eða spilafíkn
að stríða. Það er því varla á það bæt-
andi. Ég vil því mælast til að Íslend-
ingar í boltanum standi saman, eins
og við bændur höfum löngum gert í
því eilífa harki sem lífsbaráttan er.
Íslendingaslagur er rangnefni. Ís-
lendingar eiga að hjálpast að, ekki
slást. Eða er ekki verið að fjalla um
knattleik?
Það mætti oft halda að verið væri
að fjalla um hnefaleik. Hvað er
þetta? Maður spyr sig.
Fyrrum bóndi,
Guðmundur Þormarsson.
Húsið Norðurpóll
FYRIR nokkrum dögum sá ég í Vel-
vakanda að kona var að gera fyrir-
spurn hvar húsið Norðurpóll væri
staðsett sem var á Hverfisgötu 125.
Til þess að gleðja konuna þá er húsið
núna staðsett vestur á Fiskislóð á
Granda. Þar er það ásamt öðru
gömlu húsi.
Hafliði Helgason.
Ljósvakar
KONA hringdi og vildi vekja athygli
á tvennu. Annarsvegar, hvað Sjón-
varpið sýnir oft áhugaverðar myndir
of seint að kvöldi. Fólk sem þarf að
mæta snemma í vinnu, getur ekki
horft og er það miður.
Hinsvegar, ungt fólk hefur komið
að orði við hana, að í þætti Jóns
Ólafs eru oft sýndir bútar úr göml-
um skemmtiþáttum og leikritum.
Hví er þetta ekki endursýnt svo að
unga fólkið fái að njóta þess gamla
og góða sem var?
Guðbjörg.
Hæll glataðist
BRÚNN og þykkur hæll, ekki
pinnahæll, glataðist aðfaranótt
sunnudags niðri í miðbæ Reykjavík-
ur, líklega í eða nálægt Bankastræti.
Skilvís finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 690 1430.
Myndir í óskilum
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Þekkir einhver þessa stúlku. Mynd-
in gæti verið u.þ.b. 10 ára gömul.
Upplýsingar í síma 569 1324.
Það er ekki á hverj-um degi að Vík-
verji þarf að taka sér
skóflu í hönd og moka
snjó en það gerðist sl.
sunnudag. Svo hressi-
lega fennti og skóf um
nóttina að Víkverji
þurfti að brjótast út
úr híbýlum sínum í
einu úthverfa borgar-
innar um morguninn.
Mikill skafl hafði lagst
á dyrnar. Víkverji
gróf sér leið út á bíla-
plan þar sem bifreið
hans var tiltölulega
óspillt af ofankom-
unni. Neðar í heim-
keyrslunni var aftur á móti mynd-
arlegur skafl. Svo langt er síðan
Víkverji hefur lent í þessum að-
stæðum að hann vanmat skaflinn.
Lét einfaldlega vaða á hann – og
sat pikkfastur fyrir vikið. Eftir
nokkuð juð sá Víkverji sæng sína
uppreidda og kyngdi stoltinu. Fékk
frú Víkverja til að setjast undir
stýri en fór sjálfur út að ýta. Lögð-
ust tveir synir hans með honum á
húddið. Þetta lið var ekki lengi að
losa bílinn.
Einhver nostalgískur unaður tók
sig upp við átökin enda losaði Vík-
verji ófáa bíla úr sköflum norður í
landi í gamla daga. Þegar sonur
hans festi sig í sama skafli um
kvöldið kom Víkverji
líka reykspólandi út á
inniskónum til að ýta.
Voru það engu minni
átök og „mottubragð-
inu“ m.a. beitt.
Víkverji bíður
spenntur eftir næstu
sköflum.
x x x
Víkverji varð vitniað vaskri fram-
göngu knattspyrnu-
þjálfara í 4. flokki
drengja um helgina.
Tvö lið af höfuðborgar-
svæðinu voru að etja
kappi og var undiralda
í leiknum. Eitthvað fór dómgæslan
í taugarnar á öðru liðinu og tók
einn leikmanna þessi vonbrigði sín
út á andstæðingi – skellti honum
flötum. Þetta sá þjálfarinn og kall-
aði sinn mann umsvifalaust út að
hliðarlínu þar sem honum var les-
inn pistillinn. Sá brotlegi reyndi án
árangurs að malda í móinn.
„Ég sá hvað þú gerðir og þetta
gerir þú ekki aftur, karlinn! Farðu
beint og biddu manninn afsökun-
ar,“ heyrðist þjálfarinn segja lang-
ar leiðir. Gekk sá brotlegi lúpuleg-
ur á vettvang glæpsins og tók
innilega í hönd brotaþolans. Það er
næsta víst að hann hefur lært sína
lexíu.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
dagbók
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Í dag er þriðjudagur
21. nóvember, 325. dag-
ur ársins 2006
Orð dagsins : Og ef þér reynist ekki trúir í því sem
annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er?
(Lúk. 16, 12.)
Hjónin nýbökuðu, Tom Cruise ogKatie Holmes, hafa hafið brúð-
kaupsferð sína en þau flugu til
Maldíveyja á Indlandshafi, lentu á
Hululle-alþjóðaflugvellinum aðfara-
nótt sunnudags.
Málverk eftir Caravaggio í eiguElísabetar II. Englands-
drottningar er nú loks til sýnis í
Termini listasafninu í Róm eftir sex
ára langa viðgerð. Verkið sem var
fram að því talið eftirgerð og ekki
eftir Caravaggio, lá í geymslu í höll-
inni Hampton Court við ánna Tha-
mes í Lundúnum og safnaði ryki og
skít.
Verkið heitir ,,Köllun heilags Pét-
urs og Andrésar“ og er metið á 50
milljónir punda. Verkið er sýnt til
heiðurs Maurizio Marini, Ítala sem
fyrstur hélt því fram að það væri eft-
ir Caravaggio. Talið er að Cara-
vaggio hafi málað verkið í Róm. Á
myndinni sést Kristur boða bræðr-
unum að fylgja sér og ,,menn veiða".
Um 50 málverk eru eignuð Cara-
vaggio í heiminum.
Fólk folk@mbl.is Bandaríska leikkonan EllenBurstyn telur bandaríska leik-ara ekki standa sig nógu vel og telursjónvarpsleik um að kenna. Burstyn
er margverðlaunuð leikkona, hefur
hlotið Óskars-, Tony- og Emmy-
verðlaun svo eitthvað sé nefnt. Hún
segir leikara hlaupa á milli tökuvera
í sjónvarpi og þeir fái ekki næga æf-
ingu með því að leika á sviði.
Burstyn sagði í samtali við Reu-
ters-fréttastofuna að leiklistin þyrfti
á innspýtingu að halda í Bandaríkj-
unum. Sjónvarpið hefði dregið úr
gæðum leiklistar og það sæist á
frammistöðu leikara á Broadway í
New York. ,,Mér er misboðið. Ég sá
nokkur leikrit sem sögð voru góð en
þau voru skelfilega léleg. Ég get
ekki mælt með
neinu sem sýnt er
á Broadway,“
sagði Burstyn.
Leikferill
Burstyn spannar
50 ár og hefur
hún leikið á sviði,
í kvikmyndum og
í sjónvarpi. Hún
hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestan
leik kvenna árið 1974 fyrir hlutverk
sitt í Alice Doesn’t Live Here Any-
more. Hún hefur auk þess verið til-
nefnd sex sinnum til verðlaunanna,
hlotið sjö tilnefningar til Golden
Globe, Tony-verðlaun fyrir leik á
sviði og tilnefningu til Emmy-
verðlauna.