Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 49

Morgunblaðið - 21.11.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 49 GÓMSÆT OG HOLL TEIKNIMY- ND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA EINGÖNGU SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRAR HUGMYNDIR / KRINGLUNNI THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.I. 16 DIGITAL JÓNAS: SAGA UM GRÆNMETI m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ ADRIFT kl. 8 - 10:10 B.I.12 THE LAST KISS kl. 8 B.I. 12 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ eeee Kvikmyndir.is "...LOKSINS FUNDINN LEIKARI SEM FYLLIR SKARÐ CONNERYS. HANN HEFUR MÝKT OG HÖRKU, DROTTNANDI ÚTGEISLUN OG ER ÁMÓTA KARLMANN- LEGUR Á VELLI OG SKOTINN." SV MBL ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali! eee ÞETTA ER MYND SEM ÉG HVET FOLK AÐ TAKA BÖRNIN SÍN MEÐ Á OG SEGI ÉG BARA Í LOKIN: GÓÐA SKEMMTUN. Þ.D.B.KVIKMYNDIR.IS MÖGNUÐ SPENNU- MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM ATBURÐUM. eeee Þ.Þ, FBL “Besta Bond myndin frá upphafi...Bond er kominn aftur með látum, hefur aldrei verið betri...Alvöru Bondarnir eru nú orðnir tveir” eeee V.J.V, Topp5.is “Besta Bond myndin í áraraðir” the last kiss eeee EMPIRE MAGAZINE eee L.I.B. Topp5.issíðasti kossinn eee Kvikmyndir.isSYSTURNAR / ÁLFABAKKA CASINO ROYALE kl. 4:30 - 7:30 - 10:30 B.i.14 CASINO ROYALE VIP kl. 4:30 - 7:30 - 10:30 JÓNAS: SAGA UM GRÆNMETI m/ísl. tali kl. 4 - 5:45 LEYFÐ FLY BOYS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 12 ADRIFT kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i.12 THE DEPARTED kl. 7:30 - 10:30 B.i. 16 THE LAST KISS kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ JACKASS NUMBER TWO kl. 4 B.i. 12 ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ 18.11.2006 5 20 24 26 36 5 0 3 2 5 6 7 9 4 4 25 15.11.2006 2 19 27 37 44 47 1812 26 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eðli tilraunastarfsemi er að fara vit- laust að hlutunum þar til maður kemst að því hvaða aðferð er rétt. Leiktu þér og losaðu þig við sjálfsgagnrýni, nú er rétti tíminn til þess að skuldbinda sig til þess að gera fáein yndisleg mistök. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stundum er undirmeðvitund nautsins bara of brögðótt til þess að hægt sé að halda henni niðri. Tilviljanakenndir val- kostir leggjast saman í eitthvað sem virðist ásetningur. Þú verður hissa á því sem þú veist (en vissir ekki að þú vissir). Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er nógu auðmjúkur og hrein- skilinn til þess að viðurkenna breysk- leika sinn. Þannig fer hann að því að glíma við hlutina með öðru fólki og eiga ánægjulega samleið með öðrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Öfund gæti breytt gangverki þýðing- armikillar vináttu. Sjáðu það fyrir og forðastu yfirlýsingar sem gætu vakið úlfúð. Túlkaðu vísbendingar frá ástvin- um – þú ert mjög góður í því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sálarlíf ljónsins er innstillt á heppni. Taktu áhættu í nýrri leið til fjáröflunar. Gamla aðferðin er ann- aðhvort orðin of leiðigjörn eða gengur ekki sem skyldi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Grikkir trúðu því að persónutöfrar væru gjöf frá guðunum. En eins og all- ar guðlegar gjafir sér hún til gjalda. Í dag gæti afleiðingin verið sú að þú laðir að þér þreytandi persónu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólk er sífellt að sá fræjum hugsana í kollinum á þér. Hvort þau vaxa eða ekki veltur á því hversu mikla athygli þú ert tilbúinn að veita. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekann langar til þess að vera mildur og góður, en skynjar að það sem aðrir þurfa mest á að halda er strangi yfirliðþjálfinn sem býr innra með þér. Þú hefur rétt fyrir þér. Bein skipun frá þér fær hjólin til að snúast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn þráir það sem hann getur ekki fengið. En gættu þess að velja þér ekki takmark bara af því að það virðist nánast ómögulegt. Að fjármálunum: ávísunin er virkilega í póstinum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk með reynslu hefur mikið að bjóða steingeitinni, ekki síst núna, þegar hlutleysi er nánast óhugsandi. Miðlaðu hugsunum þínum til einhvers traust- vekjandi og hlustaðu á svarið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gáðu að því hvernig þér líður nálægt vinum og kollegum. Líkaminn gefur þér merki sem hjálpa þér að greina á milli viðbragða sem helgast af ást og þeirra sem ráðast af stjórnsemi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn þarf á stuðningshópi sínum að halda núna, en á ekki að gera ráð fyrir ofurmannlegri viðleitni. Einbeittu þér að því sem þú hefur fulla stjórn á. stjörnuspá Holiday Mathis Í dag er síðasti dagur sól- arinnar í merki sporð- drekans, orka sporðdrek- ans er persónuleg, dular- full og inn á við. Söfnum saman lífsorkunni og rúllum í stóran feitan bolta – við fáum senn tækifæri til þess að sólunda henni. Sól verður í bogmanni á morg- un og ber með sér frjálslegan og fjör- ugan tón. HEITA mátti uppselt á tónleika þeirra Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar á laugar- dag þrátt fyrir óhagstæða tímasetn- ingu. Efnisskráin var fjölbreytt með Vier ernste Gesänge Brahms á milli ljóðrænni laga F. P. Tostis í byrjun og Songs of Travel Vaughans Willi- ams eftir hlé. Innbyrðis marglitust voru kannski fjögur lög Tostis, L’alba sepàra dalla luce l’ombra, ’A vucc- hella, Sogno og Per morire, eins og vel kom fram af víðfeðmri inntaks- túlkun Kristins jafnvel þótt allt efni dagsins væri flutt af blaði. Þykir sá háttur oftar hamla frjálsa söngtján- ingu en hitt – en svo var þó greini- lega ekki í þessu tilfelli. Ástríðufyllst var síðasta lagið Per morire, en í hinum enda tilfinningaskalans hið ljúfgælna ’A vucchella við hæfi tán- inga í tilhugalífi. Svanasöngvar Brahms frá 1896 verkuðu frekar valdsmannslegir að þessu sinni, að maður segi ekki dómsdagsbásúnaðir, og hefði að ósekju mátt heyra bljúgu sotto voce auðmýktina víðar en í 3. lagi, O Tod, wie bitter bist du. Fyrir vikið færð- ust þessi döpru en samt mæðuróru lífskveðjulög lengra frá áheyrendum en vera bar. Hinn alkunni lagaflokkur Ralphs Vaughan Williams, Songs of Travel (1904), minnir um margt á smækk- aða enska gerð af Vetrarferð Schu- berts. Alltjent er kveðskapur Ro- berts Louis Stevensons fráleitt síðri en Wilhelms Müllers, og í þokkabót umblásinn ferskari og norrænni sjávargusti en gætir í austurríska bálkinum. Margt var hér frábærlega gert, og landskunn rósfingruð tón- gæði Jónasar blómstruðu víðar á slaghörpunni en í The Roadside Fire og The Infinite Shining Heavens. Samt hefði stundum mátt setja lægra þak á söngstyrkinn, því á út- opnustu stöðum var bókstaflega eins og söngvarinn ætti við aftakabrim að etja – með samsvarandi ótæpu strigaraspi. Þá er ég heldur ekki frá því að ögn frjálslegri tímamótun – meira í ætt við engilsaxneskt sveiflukraun en klassískt rúbató – hefði gert enska textanum talsvert gagn. Engu að síður var hér mikil og vönduð túlkun á ferð, og í ljósi hins ærna framboðs á krafti var því auðveldara að falla fyrir hlutfallslega fágætari mýkt- inni, t.d. í Bright is the ring of words. Enda stóð ekki á hlýjum undirtektum frá áheyrendum að bálki loknum, og jukust þær frekar en hitt eftir aukalagið, Drauma- landið Sigfúsar Einarssonar. Ærinn kraftur, minni mýkt TÓNLIST Salurinn Sönglög eftir Tosti, Brahms og Vaughan Williams. Kristinn Sigmundsson bassi, Jónas Ingimundarson píanó. Laugardag- inn 18. nóvember kl. 16. Ljóðatónleikar Ríkarður Ö. Pálsson TÖFRAMAÐURINN David Blaine ætlar sér að hanga í 15 metra hæð yfir Times-torgi í New York í tvo daga, fastur inni í snúði sem mun snúast um átta hringi á mínútu. Snúðurinn (e. gyroscope) er tæki sem getur haldið óbreyttri stefnu og bygg- ist á því lögmáli að hlutur sem snýst hratt um ás vinnur gegn öllum breyt- ingum á stefnu snúnings- ássins. Þá mun Blaine freista þess að losna úr snúðinum þegar tveir sól- arhringar eru liðnir. ,,Ég held ég verði að halda mér vakandi allan tímann. Þetta er spenn- andi áskorun, hún er skemmtileg,“ sagði Blaine þegar hann lét vita af þessu. Hjálpræðisher- inn mun fá allan ágóða sem hlýst af brellu Blai- nes. Fyrr á þessu ári dvaldi Blaine í sjö daga í vatns- tanki í New York. Hann fékk næringu og súrefni um leiðslur sem lágu inn í köfunargrímu sem hann hafði á sér. Hann var afar illa haldinn að þeirri þrekraun lokinni. Ana- nova segir frá þessu. Reuters Ætlar að snúast í snúði í tvo daga Maldíveyjar samanstanda af 1.192 litlum kóraleyjum sem dreifast yfir 850 km svæði þvert á miðbaug jarð- ar. Cruise og Holmes gengu í það heilaga í Róm á laugardag, og er þetta þriðja hjónaband Cruise en fyrsta hjónaband Holmes.    Aðþrengda eiginkonan Teri Hatc-her á nú í ástarsambandi við leikstjórann Stephen Kay sem áður var unnusti Evu Longoria sem leik- ur með Hatcher í Aðþrengdum eiginkonum. Hatcher, sem hefur gengið í gegnum tvo skilnaði, segir að Longoria hafi lagt blessun sína yfir sambandið. Sjálf er Longoria með körfuboltakappanum Tony Parker. „Eva og Tony hafa aldrei verið hamingjusamari og Eva óskar þess að Teri upplifi sömu hamingju,“ seg- ir Liza Anderson, talsmaður Hatc- her. Stephen Kay er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Get Carter sem skartaði Sylvester Stal- lone í aðalhlutverki. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.