Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 21.11.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 51 Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál og umhverfið Norðurál kappkostar að álverið skipi sér í fremstu röð í heiminum í umhverfismálum. Starfsleyfi Norðuráls var veitt með því skilyrði að það fullnægði ströngustu kröfum, m.a. að það sé búið bestu fáanlegu tækni til þess að hreinsa efni í útblæstri og viðhalda loftgæðum. Það er stefna fyrirtækisins að framfylgja, eða fara fram úr, öllum kröfum um umhverfismál sem lög, reglugerðir og starfsleyfi kveða á um.  Við leggjum áherslu á að halda losun úrgangsefna í lágmarki og að endurvinna sem mest.  Samfelld vöktun er á loftgæðum, veðurfari, gróðri, jarðvegi, ferskvatni og búfénaði á Hvalfjarðarsvæðinu.  Vöktunin er framkvæmd af óháðum aðilum undir eftirliti Umhverfisstofnunar. Umhverfisdagur Norðuráls Umhverfisdagur Norðuráls verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember á milli kl. 15:30 og 20:30 á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd. Þar munu starfsmenn Norðuráls kynna árangur í umhverfismálum og niðurstöður umhverfisvöktunar. Kynning verður á orkuöflun Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirlestur verður haldinn á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Í skólanum eru starfandi fjórar Marimba-hljómsveitir og nefnast þær afrískum nöfnum eða Inkose, Katzkasi, Nyoka og Vipepe. Þessar sveitir spiluðu allar á samkomunni eða tóku þátt í atriðunum með ýms- um hætti. Í leikritinu var gengið út frá því að tvær stúlkur úr skólanum hefðu tek- ið vitlausa flugvél frá Akureyri og lent til Afríku en síðan hefðu tveir bekkjar-bræður þeirra farið að leita að þeim. Þeir lentu í ýmsum ævin- týrum eins og bekkjarsystur þeirra og ekki var allt auðvelt enda margt nýstárlegt sem bar fyrir augu, bæði dýr og menn. Handritshöfundurinn, Ásta Svav- LÍFLEG tónlist, dansar og söngur settu mikinn svip á árshátíð Hafra- lækjarskóla í Aðaldal sem haldin var um helgina. Þar fengu gestir að kynnast Afríku frá nýjum sjónar- hóli, ferðast þar um stund og setja sig aðeins inn í líf og viðhorf þeirra sem þar búa. Hugmyndin að Afríkuþemanu kom fram í haust þar sem hljóðfæri frá Zimbabve hafa verið til í tón- listarskólanum í nokkur ár og lang- aði fólki að tengja þetta náminu með nýjum hætti. Undanfarið hafa nem- endur verið að vinna að verkefnum tengdum Afríku og lögðu margir hönd á plóginn við undirbúning há- tíðarinnar. arsdóttir, notaði sögur frá Afríku til þess að færa áhorfandann enn nær efninu en alls staðar kom tónlistin inn í sem gerði sýninguna mjög líf- lega. Kristjana Pálsdóttir leikstýrði krökkunum og vakti nokkra athygli hversu hnökralaust tókst að skipta á milli atriða. Robert Faulkner var tónlistarstjóri en hann átti hug- myndina að hljóðfærunum þegar þau voru keypt til skólans á sínum tíma. Til þess að kynnast þessum ann- ars nýstárlegu hljóðfærum hafa ver- ið haldin námskeið fyrir nemendur og nú í haust fóru nokkrir þeirra til Malmö í Svíðþjóð til þess að öðlast meiri þekkingu. Afríkuþema í Hafralækjarskóla Trumbusláttur Nokkrir nemendur Hafralækjarskóla í Aðaldal. Fyrsta safnplata írsku hljóm-sveitarinnar U2 sem spannar allan feril sveitarinnar, frá Boy til How To Dismantle An Atomic Bomb er komin út. Kallast hún U218 Sing- les. Safnplatan inniheldur einnig ný lög sem tekin voru upp í september með upptökusnillinginum Rick Rubin í Abbey Road Studios í Lond- on: „The Saints Are Coming“ (með Green Day) og nýtt U2 lag „Window In The Skies“. U218 Singles kemur út á geisladisk og vínil og einnig kemur út DVD diskur sem inniheld- ur öll mynböndin við lögin. Safn- platan mun einnig koma út í glæsi- legri sérútgáfu með auka DVD disk, en DVD diskurinn inniheldur 10 lög sem tekin voru upp á tónleikum í Mílanó á Ítalíu á Vertigo tónleika- ferðinni í fyrra.    Þá er einnig kominn út glæsilegurtónleikapakki með Íslandsvin- unum í Rammstein. Frá nóvember 2004 og fram til júlí 2005, ferðaðist Rammtein með 140 tonn af tækjum og tólum í farteskinu á milli 21 landa og spilaðu fyrir samtals milljón aðdáendur. Völkerball, sem útleggst sem „bolti fólksins“ inniheldur DVD diska og geisladisk og er óhætt að segja að hönnun umbúðanna sé glæsileg eins og þeirra er von og vísa. Diskurinn kemur út í tveimur útgáfum. Fólk folk@mbl.is fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.