Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 20
|fimmtudagur|30. 11. 2006| mbl.is Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík Sími 588 0200 –www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS vi lb or ga @ ce nt ru m .is daglegtlíf Andi gamalla tíma svífur yfir Annapolis í Maryland-fylki, en þar eru líka nýtískulegar verslunarmiðstöðvar. » 24 ferðalög Kuldinn er stingandi, en stór- fengleg ljósadýrð og ljúf tónlist lífga upp á stemninguna á jólamörkuðum í Evrópu. » 25 jólamarkaðir Nútímabarnið kallar Skíðaskól- ann í Hlíðarfjalli pitsuskólann og MA-ingar eru stoltir af áfengislausri árshátíð. » 24 bæjarlífið Róbót, sem hægt er að tímastilla og láta moppa gólf á meðan fólk er að heiman, er aðeins 8,5 sm á hæð. » 21 heimilið Kjötvinnsla, kjötborð, salatbar, bakarí, heitur matur, lífræn deild og „sjálfvirk“ pokadýr í nýrri Krónubúð. » 22 nýjungar Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þegar bökunarilmurinn læðist hérum gangana fáum við mjög oftheimsókn hingað í eldhúsið,starfsmenn í húsinu standast ekki ilminn og vilja smakka og okkur finnst það bara gaman,“ segja þær Dagbjört Andr- ésdóttir, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Eyrún Mist Kristinsdóttir og Sonja Sigurð- ardóttir, en þær hafa hist einu sinni í viku undanfarnar 12 vikur í svokölluðum Eld- húshópi hjá Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. „Við fáum að ráða miklu um það hvað við gerum í eldhúsinu en við reynum að búa til hollan mat í annað hvert skipti sem við komum hingað. Við bökum og eldum og lærum að bjarga okkur sjálfar í eldhúsinu en við erum líka á þessu námskeiði til að hafa það skemmtilegt, hitta aðra krakka, spjalla og hlæja. Við fjórar þekkjumst líka orðið ágætlega því við höfum tvisvar áður verið saman í Eld- húshópi hér á Æfingastöðinni í iðjuþjálf- uninni.“ Keppir á heimsmeistaramóti Stelpurnar hafa valið sér skemmtilega og einfalda rétti til að matreiða eins og pítur og pítsur, súkkulaðikökur, ávaxtasalat, sub- waysamlokur, kanilsnúða og vöfflur með súkkulaðisósu og ís. En þær eru líka að þjálfa sig í að nota áhöld eins og sérstaka hnífa til að skera niður með og eins æfa þær sig í að leggja á borð, þvo upp, ganga frá og annað slíkt sem er ekki eins auðvelt fyrir þær og þá sem eru ekki fatlaðir. Þetta eru hressar stelpur og virkar í íþróttum og þær æfa allar sund af kappi og hafa keppt fyrir Íslands hönd á mörgum mótum erlendis. Sonja er núna komin til Suður-Afríku til að keppa á heimsmeist- aramóti í sundi fatlaðra. Hún æfir sex sinn- um í viku en þau fóru þrjú héðan frá Ís- landi til að keppa á þessu móti. Sonja er á fyrsta ári í Borgarholtsskóla svo það verð- ur nóg að gera í jólaprófunum þegar hún kemur heim um miðjan desember. Söngkona, rithöfundur og teiknari Eldhússtelpurnar eru hæfileikaríkar, hver á sínu sviði, Dagbjört er til dæmis mikil söngkona og syngur sópran með Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. „Magga er alveg ynd- isleg og það er rosalega gaman að vera í þessum kór. Við æfum venjulega einu sinni í viku en núna þurfum við að æfa oftar af því að það eru jólatónleikar á döfinni. Svo fer kórinn til Ítalíu í sumar.“ Arndís Lóa er rithöfundurinn í hópnum og hún vann sögukeppni hjá Morg- unblaðinu í fyrra. „Ég hef skrifað bæði ljóð og sögur alveg frá því ég var í fyrsta bekk og ég ætla að halda því áfram.“ Eyrún Mist er teiknimeistarinn og hefur meðal annars tekið þátt í hönnunarkeppni Hagkaupa. „Ég vinn mikið með olíuliti og mér finnst það frábært. Kannski fer ég í Listaháskólann í framtíðinni, aldrei að vita. En mig langar líka mikið til að vinna með börn og gæti vel hugsað mér að vinna á leikskóla þegar ég verð eldri. Litli bróðir minn sem er tveggja ára er í miklu uppá- haldi hjá mér.“ Syndir og bakar Sonja tekur þátt í heims- meistaramóti í sundi fatlaðra um þessar mundir en hér er hún að baka með Dagbjörtu. Teiknari Eyrún Mist er flink í myndlistinni og henni finnst líka gaman í eldhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Skáldkona og söngkona Arndís Lóa semur ljóð og sögur en Dagbjört syngur sópran í stúlknakór. Þær skemmta sér vel við baksturinn. Syngja, synda og semja RANNSÓKN sem 500 Svíar tóku þátt í hefur leitt ým- islegt í ljós um það hvað það er sem fólk vill síst fá í jóla- gjöf. Sænskar konur vilja samkvæmt rannsókninni alls ekki fá kynæsandi nærföt í jólagjöf, ekki var þó sér- staklega kannað hvort konum þykir gjöfin óspennandi eða hvort það er óttinn við að opna slíka gjöf í viðurvist fjölskyldunnar sem veldur því að nærfötin eru óvelkomin undir jólatrénu. Þetta er nokkuð sem karlar og konur eru sammála um, karlar vilja helst ekki nærbuxur í jólapakkann. Karlar reyndar virðast helst ekki vilja neitt fatakyns því á listan- um eru sokkar, bindi og föt almennt, einkum í rangri stærð. Karlar sem vilja heilla hitt kynið ættu einnig að forðast að gefa heimilistæki, eldhúshluti og handklæði. Raftæki og ferðalög þykja vænlegri til að gleðja, karlar og konur eru samkvæmt könnuninni sammála um að ferðalög séu góðar gjafir, karlar hins vegar eru á því að gott sé að gefa konum skartgripi, farsíma, nærfötin óvel- komnu eða dag í heilsulind. Konurnar sem tóku þátt í könnuninni vildu svo meina að gott væri að gefa körlunum glæsileg föt, úr, sjónvarp með flötum skjá eða einhvers konar upplifun á borð við ferðalög. Nei takk, ekki nærföt Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki efst á óskalistanum Hvorki konur né karlar hafa hug á því að fá nærföt í jólagjöf. jólagjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.