Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 41
menning
HljómsveitakeppninniGBOB eða Global BattleOf the Bands lauk síðasta
föstudag. Það var framsækna
(les: progg) rokksveitin Perla
sem bar sigur úr býtum á mjög
jöfnu kvöldi, þar sem þrjár aðrar
sveitir kepptu. Þær voru Royal
Fanclub, sem lék hresst nýbylgj-
urokk, Who Knew?, sem einnig
lék hresst nýbylgjurokk, og
Gordon Riots, sem lék „metal-
core“.
Allar voru sveitirnar prýði-
legar á sínu sviði en Perla bjó yf-
ir herslumuninum. Gordon Riots
voru geysiþéttir, vel spilandi og
meðlimir búnir að hristast vel
saman. Það var helst í lagasmíð-
um sem á vantaði – fullfyr-
irsjáanlegar oft. Royal Fanclub
lék ærslafullt, hljóðgervlabundið
nýrokk að hætti Jakobínurínu,
efnilegt allt saman en einhverju
var þó ábótavant. Sömu sögu er
að segja af Who Knew?, það vant-
aði ekki hressleika og stuð, en
það var samt eitthvað sem maður
saknaði.
Perla var vel að sigrinum kom-in. Bandið afskaplega vel
spilandi, en tæknin yfirtók aldrei
tilfinninguna. Meðlimir af-
skaplega ástríðufullir gagnvart
því sem þeir voru að gera og
raddanir vel til fundnar. Gaman
líka að heyra íslenska texta. Tón-
listin er eins og frosin í tíma,
progg frá áttunda áratugnum, og
svona get ég ímyndað mér að
tónleikar með Náttúru eða Til-
veru hafi verið. Það var því ekki
frumleikanum fyrir að fara í leik
Perlu en tónlistin var flutt af það
miklum heilindum og einlægni að
það var ekki hægt annað en hrí-
fast með. Perla fer til Lundúna
hinn 12. desember og etur þar
kappi við yfir tuttugu aðrar
hljómsveitir. Undanúrslitakvöld
númer þrjú og fjögur fóru fram á
miðvikudeginum og fimmtudeg-
inum á undan. Ég rak framgang
fyrri kvöldanna í grein sem birt-
ist þirðjudaginn 21. nóvember.
Tvö síðari undanúrslitakvöldinvoru afskaplega mettuð af
þungarokki og fjölbreytnin lítil.
Það verður bara að segjast alveg
eins og er að heilt yfir voru und-
anúrslitakvöldin fremur slöpp.
Afskaplega einsleit (samanstóðu
að mestu af miður góðu þunga-
rokki), auk þess sem tala kven-
manna var núll.
Þetta er í þriðja skipti sem
þessi keppni er haldin hérlendis
og hún hefur alla burði til að
blómstra frekar, og myndi veita
skemmtilegt mótvægi við Mús-
íktilraunir. Slík þróun ætti að
koma með aukinni og betri kynn-
ingarstarfsemi, og það er auk
þess vonandi að flóra hljómsveita
fari að verða fjölskrúðugari. Til
mikils er að vinna …
Perla sigraði í GBOB
» Þetta er í þriðjaskipti sem keppnin
er haldin hérlendis og
hún hefur alla burði til
að blómstra frekar.
arnart@mbl.is
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
Perla Sveitin var vel að sigrinum komin. Bandið afskaplega vel spilandi.
Meðlimir afskaplega ástríðufullir gagnvart því sem þeir voru að gera.
Jólablað Morgunblaðsins
Jól 2006
Glæsilegt
Jólablað Morgunblaðsins
kemur út á morgun!
Girnilegar 104 síður
Halli
og
Heiðar
gleðja
börnin
Frábær
plata
fyrir
börn
á öllum
aldri
ÞAÐ ER vel við hæfi að kvikmyndin The Nativity Story sé frum-
sýnd á fyrsta degi desembermánaðar. Myndin segir sögu Maríu
og Jósefs, frá því að Gabríel erkiengill birtist Maríu og tilkynnir
henni um þungunina og þar til vitringarnir þrír vitja nýfædds
Jesú í fjárhúsinu.
Leikstjóri myndarinnar er Catherine Hardwicke en í hlut-
verkum Maríu og Jóseps eru þau Keisha Castle-Hughes (Whale
Rider) og Oscar Isaac.
Heimsfrumsýning The Nativity Story fór fram í Vatíkaninu í
lok nóvember og þótti það talsverðum tíðindum sæta að kaþólsk
yfirvöld hefðu lagt blessun sína yfir umfjöllun um Maríu og Jesú
með þessum hætti.
Myndin er frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun sem og hér á
landi í Háskólabíói, Regnboganum og Sambíóunum á Akureyri.
Frumsýning | The Nativity Story
Fæðing Jesú
Erlendir dómar
Hollywood Reporter: 80/100
Variety: 50/100
Skv. Metacritic.com The Nativity Story Segir frá ferðalagi Maríu
og Jóseps frá Nazaret til Betlehem.