Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í TILEFNI alþjóðlegs bar- áttudags gegn HIV/ alnæmi 1. des., 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og opins fundar Alnæmisbarna á Kaffi Viktor 1. des, langar mig til að fara nokkr- um orðum um ástandið í Afríku og Úganda. Einnig segja aðeins frá verkefni Alnæm- isbarna í Úganda. Ástandið í Afríku Afríka er sú heims- álfa sem verst hefur orðið fyrir barðinu á alnæmi og er talið að um 25,8 milljónir manna í Afríku sunnan Sahara séu smitaðar, af þeim eru 57 prósent konur. Al- næmi er fyrst og fremst sjúkdómur unga fólksins. Helmingurinn af þeim 4,2 milljónum sem smituðust á síð- asta ári var ungt fólk á aldrinum 15– 24 ára og er talið að á degi hverjum smitist 5000–6000 manns í þeim ald- urshópi. Ungar konur í Afríku sunn- an Sahara eru þrisvar sinnum lík- legri til að smitast miðað við karlmenn í sama aldurshópi sam- kvæmt UNAIDS. Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú að konur hafa ekki sama aðgang að auðlindum og menntun og karlmenn. Þær eru því háðari þeim og geta ekki sam- ið vegna kynferðis síns. Ástandið í Úganda Úganda hefur misst eina milljón manns úr alnæmi og nærri tvær milljónir barna undir 18 ára aldri hafa misst annað eða báða foreldra. Stór- fjölskyldan gegnir mikilvægu hlut- verki með því að taka að sér for- eldralaus börn og sjá eitt af hverjum fjórum heimilum um a.m.k. eitt for- eldralaust barn. Þrýstingurinn á stórfjölskylduna hefur aukist mikið í kjölfar alnæmisfaraldursins sem hefur orðið til þess að sum börn hafa neyðst til að halda heimili með systkinum sínum á meðan önnur börn hafa lent á vergangi. Fjölmörg þessara barna hafa neyðst til að hætta í námi. Verkefni Alnæmisbarn í Úganda Félagið Alnæmisbörn á Íslandi styður verkefnið Candle Light Fo- undation (CLF) sem eru frjáls fé- lagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda. Þetta gera þau með aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og stuðningi frá félögum og fyr- irtækjum á Íslandi. CLF styður við ungar stúlkur á aldrinum 15–20 ára sem búa við erfið kjör eða hafa orðið fyrir barðinu á alnæmi. CLF var stofnað árið 2001, af Erlu Halldórs- dóttur, mannfræðingi, en hún féll skyndilega frá árið 2004. Í upphafi var tilgangur þeirra að hjálpa ung- um foreldralausum stúlkum til sjálfshjálpar, að veita þeim skjól og verkefni við kertagerð svo að þær gætu komið undir sig fótunum. Nú hefur starfsemin aukist og meiri áhersla er lögð á verkmennt- anámskeið og að styðja stúlkur til náms. Dvöl mín hjá CLF Sem hluti af meistaraverkefni mínu í mannfræði við háskólann í Stokkhólmi dvaldi ég hjá CLF í fimm vikur í mars og apríl sl. og rannsakaði áhrif CLF á líf þeirra stúlkna sem á þeim tíma voru hjá þeim. Um 30 stúlkur voru á vorönn- inni í kertagerð, á saumanámskeiði og í verkmenntanámi. CLF lagði áherslu á að þessar ungu stúlkur, sem margar hverjar áttu lítil börn, hefðu möguleika á því að taka þátt í starfseminni með því að bjóða upp á barnagæslu yfir daginn. Flestar stúlknanna bjuggu hjá ættingjum sem höfðu ekki haft ráð á að borga skólagjöld fyrir þær. Hefðu Alnæm- isbörn ekki styrkt þær til náms hefðu þær þurft að hætta í námi. Sumar stúlknanna áttu hins vegar enga að. Sem dæmi má nefna eina fimmtán ára stúlku sem hafði misst báða foreldra sína og þurfti að sjá um níu mánaða gamlan son og þrjú yngri systkini. Aðrar höfðu búið á götunni, en með aðstoð CLF höfðu þær fengið þak yfir höfuðið. Mikil áhersla var lögð á alnæmisfræðslu, en tvær stúlknanna voru HIV- smitaðar og fengu þær stúlkur al- næmislyf. Allt var ekki bara á alvar- legu nótunum hjá CLF, seinni part dags var söngur og dans á dagskrá sem veitti stúlkunum mikla gleði. CLF hafði greinilega gríðarleg áhrif á líf þessara stúlkna. Ein 18 ára stúlka á saumanámskeiðinu komst svo að orði: ,,Ég er svo þakk- lát, áður en ég kom hingað var lífið svo erfitt, mamma mín er með al- næmi og yngsta systkini mitt. Ég hafði hætt í skólanum og fætt son minn, ég gat ekkert gert. CLF hjálpaði mér, þau kenndu mér hluti sem ég get lifað á, eins og að nota hendurnar. Ég er svo þakklát.“ Allar stúlkurnar virtust ánægðar með það að fá að taka þátt í starfsemi CLF og áttu sér draum um meiri menntun og bjarta framtíð. Mikilsverð aðstoð við for- eldralausar stúlkur í Úganda Sigríður Baldursdóttir skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn HIV/alnæmi »Úganda hefur missteina milljón manns úr alnæmi og nærri tvær milljónir barna undir 18 ára aldri hafa misst annað eða báða foreldra. Sigríður Baldursdóttir Höfundur er í meistaranámi í mann- fræði við háskólann í Stokkhólmi. HINN 4. nóvember sl. voru liðin hundrað ár frá því Alois Alzheimer hélt fyrirlestur í háskólanum í Tübingen í Þýskalandi. Þar greindi hann frá sjúklingi með einkenni sem við köllum heila- bilun í dag. Hann sýndi myndir af vefj- asýnum úr heilanum sem voru litaðar með silfurlitun sem þá var alveg ný. Með því mátti sjá útfellingar sem ekki höfðu verið sýnilegar áður. Læri- faðir hans, próf. Krae- pelin, kom því svo til leiðar að sjúkdóm- urinn var nefndur eft- ir Alzheimer. Þessi nafngjöf var liður í baráttu manna í geðlæknisfræði þar sem Kraepelin hélt því fram að geðsjúkdómar hefðu líf- fræðilegar orsakir en Sigmund Freud sálfræðilegar. Uppgötvun Alzheimers styrkti á þessum tíma sjónarmið hins fyrrnefnda. Þessir menn höfðu mikil áhrif á þróun geðlæknisfræðinnar sem enn sér stað enda höfðu þeir báðir mikið til síns máls. Eftir þessi fyrstu ár gerðist lítið varðandi Alzheimers-sjúkdóminn fyrr en á áttunda áratug ald- arinnar að fram komu nýtilegar tilgátur sem eru í dag undirstaða þess sem nú er vitað. Lagður var grunnur að lyfjaþróun sem tók um 20 ár og komu fyrstu lyfin gegn Alzheimers-sjúkdómi á markað upp úr 1995 og eru þau í dag horn- steinn meðferðar. Þau eru ekki áhrifamikil en hagfræðirannsóknir sýna að lyfjakostnaðurinn sparast með seinkun á dýrari úrræðum (hjúkrunarheimili) en að ekki verði umframsparnaður. Nú er beðið næstu framfara á þessu sviði. Nýjungar í meðferð Nú er verið að rannsaka áhrif margra nýrra lyfja. Það er líklegt að eitthvert þeirra komist á mark- að undir lok áratugarins. Einnig lofa ný efni til bólusetningar góðu en þá er gefin sprauta reglulega sem eflir ónæmiskerfið gagnvart óæskilegum útfellingum í heila. Önnur meðferð, umönnun og þjón- usta samfélagsins mun þó skipta verulegu máli um ókomna framtíð. Hvernig stöndum við hér á landi 100 árum eftir að þessum sjúkdómi var fyrst lýst? Skipulag þjónustu Þegar rætt er um aukna þjón- ustu á heilbrigðissviði er alltaf sagt að það þurfi meira fjármagn. Þetta er auðvitað rétt en sennilega má einn- ig spara með breyttu skipulagi. Fagfólk og utanaðkomandi aðilar komast ætíð að sömu niðurstöðu varðandi skipulag þjónust- unnar: Félagsþjón- usta og heilbrigð- isþjónusta við einstaklinga í heima- húsi þarf að vera á einni hendi. Þetta kom m.a. fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar um öldrunarþjón- ustuna og þessu er þannig háttað víðast erlendis. Enginn áþreif- anlegur vilji hefur þó verið til þessa af hálfu stjórnvalda þótt til- raunaverkefni svo sem á Akureyri hafi gefið góða raun. Samþætting- arverkefni eins og hér í Reykjavík eru góðra gjalda verð en leysa ekki vandann nema að takmörk- uðu leyti. Umönnun og þjálfun Vel er farið með sjúklinga sem fá á annað borð þjónustu í dag- þjálfun og það sama á oftast við á hjúkrunarheimilum. Þetta sést vel þegar miðað er við önnur lönd. Frá því eru þó undantekningar sem að mestu leyti má rekja til fjárskorts, manneklu og skorts á stefnu í mönnun. Það vantar að gerðar séu lágmarkskröfur um mannahald, einkum hvað varðar fagfólk, þótt til séu viðmiðanir og þjónustusamningar eru und- antekning. Þetta hafa aðgerð- arhópar aðstandenda m.a. bent á. Launamál á þessu sviði eru alltaf erfið þegar uppsveifla er í þjóð- félaginu en því til viðbótar veldur það vandræðum þegar launaskrið verður ójafnt, sumir rekstrarað- ilar fara að greiða meira en aðrir sem svo hækka laun síns starfs- fólks seint og um síðir. Umönnun af hálfu starfsfólks sem ekki er talandi á íslensku er sérlega erfið fyrir þennan skjólstæðingahóp. Síðast en ekki síst er samfélagið alltaf tveimur skrefum á eftir í uppbyggingu þjónustunnar þann- ig að of margir bíða of lengi eftir þjónustu við hæfi. Þetta á einkum við um uppbyggingu á hjúkr- unarheimilum en í dag þegar sjá má um 300 byggingarkrana á höf- uðborgarsvæðinu er enginn þeirra notaður við byggingu hjúkrunarheimilis. Á sama tíma þarf að endurnýja gömul heimili, fjölga einbýlum og útbúa sér- úrræði fyrir heilabilaða sjúklinga á heimilum þar sem það vantar, enda er það tilskilið í lögum. Allt þetta liggur ljóst fyrir og þrýst- ingur fer vaxandi af hendi að- standenda sem eru helsti mál- svarinn. Boðaðar aðgerðir stjórnvalda eru enn fuglar í skógi. Það hefur minna farið fyrir um- ræðu um þarfir þeirra sem eru nýgreindir og fjölskyldur þeirra en í dag greinast sjúklingar að jafnaði fyrr en áður gerðist. Þar verða fagfólk og stjórnvöld að vinna sameiginlega að stefnumót- un. Vilji stjórnvalda Í júní sl. gaf nýskipaður heil- brigðisráðherra út sýn sína á uppbyggingu öldrunarþjónustu á næstu árum (Ný sýn – nýjar áherslur). Þar sést að ráðherra er ljóst hvað þurfi að gera og er hægt að taka undir allt sem þar kemur fram. Lítið er þó minnst á sjúklinga með heilabilun, aðeins að „ráðuneytið mun fara yfir þau úrræði sem minnissjúkum öldr- uðum standa til boða og vinna að úrbótum þar sem þeirra er þörf“. Að þessu þarf að vinna og það sem fyrst enda gætir vaxandi óþolinmæði í samfélaginu. Alzheimers-sjúk- dómurinn í 100 ár Jón Snædal fjallar um Alzheimers-sjúkdóminn » Það hefur minna far-ið fyrir umræðu um þarfir þeirra sem eru nýgreindir og fjöl- skyldur þeirra en í dag greinast sjúklingar að jafnaði fyrr en áður gerðist. Jón Snædal Höfundur er yfirlæknir á öldr- unarsviði LSH á Landakoti. Í GREIN sem birtist í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag gagnrýnir Ragnar Arnalds framkvæmd á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál. M.a. gerir Ragnar athugasemd við val erindisflytjenda. Í svari formanns stjórnar Alþjóða- málastofnunar, Baldurs Þórhalls- sonar prófessors, sem birtist í Morgunblaðinu í gær (29.11.) er fullyrt að Alþjóðamálastofnun hafi leitað til „helstu fræðimanna landsins sem rannsakað hafa samrunaþróun Evrópu“. Nú er auðvitað ekki fullljóst hvað Bald- ur á við með „helstu fræðimönn- um landsins“. Hugsanlega leggur hann sérstakan skilning í það orðasamband. Hitt liggur fyrir að ekki leitaði hann eða Al- þjóðastofnun til mín um að flytja erindi á þessari ráðstefnu. Hef ég þó rannsakað þessi mál um árabil, m.a. á vettvangi Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands, og kynnt niðurstöður þeirra rannsókna op- inberlega. Sama máli gegnir um allmarga aðra fræðimenn sem svipað er ástatt um og ég hef haft samband við. Það er því ekki í anda heiðarlegrar og upp- byggilegrar umræðu að halda öðru fram eins og Baldur gerir. Ragnar Árnason Missögn leiðrétt Höfundur er prófessor í hagfræði og formaður stjórnar Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. ÉG RAKST nýverið á vefsíðu eina í netheimum sem ber heitið Ferlir.is þar sem við blasti, mér til mikillar furðu og skap- raunar, tilvitnun í texta eftir sjálfan mig sem hefur verið útflattur og allur úr lagi færður. Ekki fann ég út hver eða hverjir standa að vefsíðu þessari svo ég tók þann kost að vekja athygli stjórnenda hennar á þessu með að- stoð Morgunblaðsins. Það vekur raunar einnig furðu mína að hvergi skuli getið ábyrgð- armanns síðunnar, sem virðist fjalla mest um útivist og ferðalög. En lík- lega gilda ekki sömu lög um ábyrgð umsjónarmanna netsíðna og útgef- enda prentaðs mál. Eða hvað? Textinn sem ég nefndi er annars vegar á bls. 16 í bók minni Mannlíf við Sund (Íslenska bókaútgáfan 1998) og hins vegar myndatexti á bls. 13 í sömu bók. Þar segir frá landamerkjasteini sem nefndur er Söðulsteinn og hefur líklega verið í ein þúsund ár í Bústaðaholti, skammt frá þar sem Bústaðavegur liggur nú. Textinn á Ferlir.is virðist vera að mestu soðinn upp úr bók minni en er ekki einasta afburða- vondur heldur eru þar slæmar rit- og málvillur. Í lokum þessa nettexta á að vera bein tilvitnun innan gæsalappa í minn texta (myndatexta bls. 13) en sú tilvitnun er alls ekki orðrétt eins og vera ber þegar gæsalappir eru notaðar. Upphaf hennar er á annan veg en í frumtextanum og henni lýkur með þessum óskiljanlegu orð- um innan gæsalappanna: „Þá gæti honum hafa verið snúið við færsl- una“, sem standa alls ekki í mínum texta. Loks klykkja „Ferlirsmenn“, eins og þeir virðast nefna sig, út með þessari heimóttarlegu og lítt skilj- anlegu málsgrein: „Og ekki kemur á óvart ef að Söðulsteini búi álfar“. Ég hef ekkert á móti því að vitn- að sé í bækur mínar sé það rétt gert. En má ég frábiðja mér að málsóðar og smekkleysingjar á mál drullumalli svona með það sem ég hef skrifað? ÞORGRÍMUR GESTSSON, blaðamaður og rithöfundur, Aust- urgötu 17, Hafnarfirði. Málsóðaskapur á netsíðu Frá Þorgrími Gestssyni: Þorgrímur Gestsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.