Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
fimmtudagur 30. 11. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Eggert Magnússon segir að West Ham sé barnið sitt >> 2
FRAM Á́ SIGURBRAUT
SAFAMÝRARLIÐIÐ LAGÐI FYLKISMENN AÐ VELLI OG
SÆKIR AÐ HK OG VAL VIÐ TOPP ÚRVALSDEILDAR >> 4
Reuters
Glæsimark Grétar Rafn Steinsson skoraði dýrmætt mark fyrir hollenska liðið Alkmaar gegn Liberec frá Tékklandi í UEFA-bikarnum í gærkvöld. Leik-
urinn endaði 2:2 og Alkmaar komst með því áfram í keppninni. Shota Arveladze og Moussa Dembele fagna Grétari Rafni. » 2
BIKARMEISTARAR Grindavíkur í
körfuknattleik karla mæta B-liði
Keflavíkur í 16 liða úrslitum bik-
arkeppninnar en dregið var í gær.
Grindavík sló Snæfell út í 32 liða
úrslitunum en B-lið Keflvíkinga,
sem gamlar kempur eins og Falur
Harðarson og Guðjón Skúlason
leika með, hafði betur gegn KFÍ.
ÍR, sem sló Íslandsmeistara
Njarðvíkur út, mætir 1. deildarliði
Stjörnunnar, og þá mætast grann-
liðin Hamar/Selfoss og Þór Þor-
lákshöfn. Drátturinn varð þessi:
Fjölnir – Keflavík
Keflavík b – Grindavík
Tindastóll – KR
ÍR – Stjarnan
FSu – Mostri
Hamar/Selfoss – Þór Þ.
Valur – Skallagrímur
Hvíti riddarinn – KR b
Leikirnir fara fram
10. desember.
Í forkeppni að átta liða úrslitum
kvenna drógust saman:
Fjölnir – Skallagrímur
KR – Snæfell
Grannaslagur
í bikarnum
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í
körfuknattleik kvenna leika í kvöld
sinn 10. Evrópuleik frá upphafi
þegar þeir etja kappi við Gran
Canaria og fer leikurinn fram á
Kanaríeyjum. Þetta er fjórði leikur
Haukaliðsins í Evrópukeppninni í
ár og síðasti útileikurinn en liðið er
nýkomið úr ferð til Ítalíu og
Frakklands þar sem það tapaði
fyrir Parma og Montpellier.
Haukar töpuðu fyrri leiknum
fyrir Gran Canaria á Ásvöllum með
20 stiga mun, 72:92. Haukakonur
léku engu að síður vel en liðin átt-
ust einnig við í Evrópukeppninni á
síðustu leiktíð.
Kristrún Sigurjónsdóttir getur
ekki leikið með Haukum, þar sem
hún komst ekki utan vegna anna í
námi, en hún og Helena Sverr-
isdóttir eru einu leikmenn Hauka
sem hafa spilað alla níu Evrópu-
leiki liðsins. Helena skoraði 25 stig
í fyrri leiknum á móti Gran Can-
aria en hún náði þeim áfanga í tap-
leik Hauka gegn Parma á Ítalíu í
síðustu viku að skora sitt 3.000.
stig fyrir Hauka. Hún hefur alls
skorað 3.010 stig í 148 leikjum með
liðinu.
Tvær stúlkur þreyta frumraun
sína í Evrópukeppninni, Klara
Guðmundsdóttir og Kristín Fjóla
Reynisdóttir, en þær eru báðar að-
eins 16 ára gamlar.
Tíundi
Evrópuleikur
Hauka
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Við útreikningana er stuðst við ár-
angur félagsliða á Evrópumótunum
fjórum á þremur síðustu leiktíðum,
þ.e., 2003/04, 2004/05 og 2005/06.
Leikir íslensku félagsliðanna á Evr-
ópumótunum í haust verða ekki tekn-
ir inn í útreikningana fyrr en að ári.
Búast má við að slakur árangur
karlaliðanna í haust verði til þess að
þau falli meira. Íslensku liðin unnu
aðeins tvo leiki af sjö.
Út frá þessum útreikningum og
styrkleikalista er ákveðið hversu
mörg lið frá hverri þjóð fá keppnis-
rétt í hverju Evrópumótanna fjög-
urra; meistaradeildinni, Evrópu-
keppni bikarhafa, EHF-keppninni
og Áskorendakeppninni.
Sem fyrr segir bæta íslensk
kvennalið stöðu sína verulega, enn
eitt árið, en þau hófu reglulega þátt-
töku á Evrópumótum félagsliða á
nýjan leik fyrir fáeinum árum. Ísland
fer úr 26. sæti í fyrra upp í það 19.
Næst fyrir neðan Ísland koma Portú-
gal, Ítalía og Sviss, en þess má geta
til fróðleiks að Svíar falla um fjögur
sæti, niður í 26. sætið sem Ísland var
í og missa þar með af sæti í meist-
aradeild Evrópu, en 24 efstu þjóðirn-
ar geta sent lið þátttöku í deildinni.
Danir eru sem fyrr með bestan ár-
angur félagsliða á Evrópumótum
kvenna. Ungverjar halda öðru sæti
og Noregur hefur sætaskipti við
Spán, nær þriðja sætinu af Spánverj-
um sem falla um eitt sæti. Rússar eru
í fimmta sæti.
Íslensku karlaliðin falla um eitt
sæti, niður í það 21. Fallið breytir
engu um þann fjölda liða sem Íslend-
ingar mega senda til leiks í hverri
keppni, þ.e. eitt í meistaradeild, eitt í
EHF-keppnina, eitt í Evrópukeppni
bikarhafa og tvö í Áskorendakeppn-
ina.
Spánverjar eru sem fyrr efstir á
lista og teljast því eiga bestu fé-
lagsliðin sé tekið mið af árangri á
Evrópumótum félagsliða síðustu
þrjú keppnistímabil. Þýsk félagslið
eru í öðru sæti, Slóvenar eru í þriðja
sæti, Frakkar eru í fjórða sæti og
Ungverjar eru í fimmta sæti sem
fyrr. Rússar lauma sér upp í sjötta
sætið á kostnað Dana sem falla niður
í sjöunda sætið. Þetta þýðir að Danir
missa annað sæta sinna í Meistara-
deild Evrópu á næstu leiktíð í hendur
Rússa sem þá mega senda tvö lið til
leiks.
Ísland í fyrsta sinn með
í meistaradeild kvenna
ÍSLENSKU kvennaliðin í hand-
knattleik hækka á styrkleikalista
Handknattleikssambands Evrópu
(EHF) sem gefinn var út í gær, fara
úr 26. sæti í það nítjánda sem leiðir
til að Ísland vinnur sér í fyrsta sinn
inn keppnisrétt í Meistaradeild
Evrópu í kvennaflokki. Það þýðir
að Íslandsmeistarar kvenna í hand-
knattleik 2007 verða í meist-
aradeildinni næsta haust.
fimmtudagur
30. 11. 2006
viðskipti mbl.is
viðskipti
Byggingaverktaki ræktar sjálfan sig í faðmi vestfirskra fjalla » 16
ALÞJÓÐABANKA SVARAÐ
ALÞJÓÐAFULLTRÚI BSRB GAGNRÝNIR SKÝRSLU
ALÞJÓÐABANKANS UM FRELSI TIL ATHAFNA >> 10
HEILDSALA Opinna kerfa er
búin að fá dreifingarrétt á Microsoft-
vörum og samningum og er þar með
eini fullgildi innlendi
dreifingaraðili Microsoft
á Íslandi.
Undirbúningur að
samningi Opinna kerfa
og Microsoft hefur stað-
ið í um ár, en samkvæmt
yfirlýsingu frá Microsoft
er heildsala Opinna
kerfa eina íslenska fyr-
irtækið sem er í stakk
búið til að gera slíkan samning sem
stendur.
Sverrir Jónsson, framkvæmda-
stjóri heildsölu Opinna kerfa, segir
að samningur fyrirtækisins við
Microsoft sé mjög mikilvægur fyrir
Opin kerfi í því ljósi að hann geri fyr-
irtækinu kleift að veita viðskipavin-
um sínum betri þjónustu en ella og
hafi betri aðgang að upplýsingum
um Microsoft vörur. Það sé líka í
takt við stefnu Opinna kerfa síðustu
ár að skipta beint við framleiðendur
frekar en heildsala eða aðra birgja.
Mikill tími og peningar
„Það er búið að vera heilmikið um-
stang að ná þessum samningi, við
þurftum að bæta við
okkur starfsfólki með
ákveðna þekkingu og
síðan þurfti það að
standast sérstakt próf
hjá Micosoft. Þetta hef-
ur tekið okkur um ár og
vitanlega kostað umtals-
vert í tíma og peningum,
en það er okkar mat að
umstangið sé vel þess
virði,“ segir Sverrir.
Eins og getið er hefur Microsoft
lýst því yfir að sem stendur sé ekkert
annað íslenskt fyrirtæki í stakk búið
til að gera álíka samning en Sverrir
segir að það sé engin takmörkun á
því í sjálfu sér, það geti hvaða fyr-
irtæki sem er sótt um og náð samn-
ingi ef það standist þær ströngu
kröfur sem Microsoft geri.
Fjallað er um nýja uppfærslu á Of-
fice-hugbúnaðinum í blaðinu. | 8
Opin kerfi
dreifa fyrir
Microsoft
Telst eini fullgildi innlendi dreifing-
araðili Microsoft á Íslandi
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Gæðaeftirlit Stefnt er að skráningu fyrirtækisins ChemoMetec í kauphöll-
inni í Kaupmannahöfn hinn 18. desember næstkomandi. Einn af þremur
stofnendum fyrirtækisins er Börkur Arnviðarson, efnafræðingur. Megnið
af dönskum og þýskum bjór er í dag framleitt undir gæðaeftirliti Nuc-
leoCounter, sem er vörumerki fyrirtækisins, og það á kannski við um bjór-
inn sem hún Babsi í Bæjaralandi í Þýskalandi heldur hér á. »6
Reuters
HEILDARVIÐSKPTI í Kauphöll
Íslands í gær námu 16,6 milljörðum
króna. Þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir 5,1 milljarð.
Úrvalsvísitala aðallista Kauphall-
arinnar hækkaði lítillega, eða um
0,1%, og er lokagildi hennar 6.132
stig. Mest hækkun varð á gengi
hlutabréfa Bakkavarar, eða 1,0%,
og Actavis, sem hækkaði um 0,6%.
Hlutabréf Icelandic Group lækkuðu
hins vegar mest í gær, eða um 1,3%.
Þá lækkaði gengi bréfa Hf. Eim-
skipafélags Íslands um 1,0% og
bréfa 365 hf. um 0,9%.
Lítilsháttar hækk-
un í Kauphöllinni
GLITNIR er í viðræðum við orku-
fyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum um að reisa þar 50 megavatta
jarðvarma orkuver. Fjárfestingin
getur numið á bilinu 100–300 millj-
ónum dollara, eða um 7–21 millj-
arði króna. Þetta er haft eftir Árna
Magnússyni, forstöðumanni á fjár-
festinga- og alþjóðasviði Glitnis, í
frétt UPI-fréttastofunnar.
Árni greindi frá því á ráðstefnu
um þróun og fjármögnun á sviði
nýtingar á jarðvarmaorku, sem
haldin var í Washington í Banda-
ríkjunum fyrir hálfum mánuði, að
Glitnir hefði skilgreint endurnýj-
anlega orku sem einn af aðalútrás-
armöguleikum bankans. Hann
sagði þá í samtali við Morgunblaðið
að ekkert væri þó enn fast í hendi í
þessum efnum.
Glitnir í viðræðum
um jarðvarma-
veitu vestra
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Veður 8 Viðhorf 28
Staksteinar 8 Umræðan 28/32
Úr verinu 13 Bréf 32
Erlent 14/15 Brids 36
Höfuðborgin 18 Minningar 33/36
Akureyri 18 Myndasögur 44
Austurland 19 Dagbók 45/49
Landið 19 Staðurstund 46/47
Daglegt líf 20/25 Leikhús 42
Neytendur 22 Bíó 46/49
Menning 16, 40/43 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Ráðherrar og embættismenn frá
Danmörku, Noregi, Kanada og
Bretlandi taka vel í tvíhliða viðræður
um varnar- og öryggismál við Ísland
á næstu mánuðum. Þetta var nið-
urstaðan af fundum utanríkis-
ráðherra eftir leiðtogafund
Atlantshafsbandalagsins í Ríga í
Lettlandi í gær. » Forsíða
Meirihluti menntamálanefndar
leggur til að frumvarpi til laga um
Ríkisútvarpið ohf. verði breytt þann-
ig að bann verði lagt við að RÚV selji
auglýsingar til birtingar á Netinu og
að þak verði sett á tekjur af kost-
unarsamningum. Formaður nefnd-
arinnar sagðist hefðu viljað ganga
lengra en um það hefði ekki náðst
samkomulag í nefndinni. » Baksíða
Sektir vegna umferðarlagabrota
munu hækka og geta numið allt að
300 þúsund krónum eftir að nýjar
reglugerðir samgönguráðherra
ganga í gildi um mánaðamótin. Þá
lækka vikmörk vegna hraðamælinga
úr 10 kílómetrum umfram leyfilegan
hámarkshraða í 5 km. » Baksíða
Bílastæðafjöldi í miðborginni
mun nær tvöfaldast frá því sem nú
er eftir að tónlistar- og ráðstefnuhús
rís en fyrirhugað er að reist verði
bílastæðahús fyrir 1.600 bíla í Aust-
urhöfn Reykjavíkur. » 4
Erlent
Geislavirk efni fundust í gær í
tveim farþegaþotum breska flug-
félagsins British Airways í London
og þriðja þotan var stöðvuð í Moskvu
þar sem breskir sérfræðingar munu
rannsaka hana. Efnin fundust í
tengslum við rannsóknina á dauða
Alexanders Lítvínenkos, fyrrver-
andi liðsmanns rússnesku leyniþjón-
ustunnar, sem lést 23. nóvember í
London af völdum geislavirks efnis.
Er talið víst að eitrað hafi verið fyrir
hann. » Forsíða
Benedikt páfi 16. söng messu
skammt frá Efesus í Tyrklandi í gær
og hvatti hann til friðar í Mið-
Austurlöndum. Heimsókn páfa var
afar umdeild í landinu en yfirlýsing
hans á þriðjudag um stuðning við að-
ild landsins að Evrópusambandinu
féll í góðan jarðveg. » 14
Ítalska stjórnin hyggst setja lög
sem munu takmarka verulega
umsvif fjölmiðlaveldis Silvios
Berlusconis, fyrrverandi forsætis-
ráðherra. » 14
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
auglýsingablað frá Jack & Jones.
„ÉG KANNAST ekki við þetta. Jóla-
fundur Geðlæknafélagsins er ekki
boðaður opinberlega. Hann er einka-
mál, innanfélagsfundur Geðlækna-
félagsins,“ sagði Kristófer Þorleifs-
son, formaður Geðlæknafélags
Íslands, þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins leitaði upplýsinga um það
hvort lyfjafyrirtækið Eli Lilly hefði
boðað til jólafundar Geðlæknafélags
Íslands.
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um fundarboð sem félögum Geð-
læknafélagsins var sent vegna „jóla-
fundar“ félagsins um næstu helgi,
merkt stjórn Geðlæknafélags Ís-
lands. Fundarboðið er annars vegar
með haus Geðlæknafélagsins og hins
vegar lyfjafyrirtækisins Eli Lilly.
Var boðið sent félagsmönnum með
tölvupósti frá sölustjóra Eli Lilly.
Í fundarboðinu segir: „Fundurinn
er haldinn í samvinnu við Lilly á Ís-
landi og eru allir félagsmenn og
makar þeirra hjartanlega velkomn-
ir“ en tekið fram að greiða þurfi fyrir
maka.
Ekki var í fundarboðinu að finna
kynningu á faglegri dagskrá fund-
arins, aðeins voru þar upplýsingar
um matseðil og drykki, auk þess sem
tekið var fram að milli rétta væri
ferðasaga frá Kína og boðið yrði upp
á söngatriði með kaffinu.
„Það hafa engin boð um jólafund
verið send út af hálfu Geðlækna-
félagsins frá neinu lyfjafyrirtæki.
Það er ekkert til í þessari ábendingu.
Hins vegar koma engum við okkar
innanfélagsfundir. Það er okkar mál.
Okkar félag kemur engum við nema
okkur sjálfum,“ segir Kristófer.
Hagsmunaaðilar kosti
ekki félagsstarfsemi
Í samtali við Sigurbjörn Sveins-
son, formann Læknafélags Íslands,
sagðist hann ekki hafa heyrt af fyrr-
nefndu boðsbréfi. Sagði hann að al-
mennt væri það viðhorf læknasam-
takanna að lyfjadreifingin eða aðrir
hagsmunaaðilar kostuðu ekki fé-
lagsstarfsemi lækna. Bendir hann á
að nýverið hafi Læknafélag Íslands
og Frumtak, sem er samtök fram-
leiðenda frumlyfja á Íslandi, gert
með sér samkomulag um að virða
sameiginlega yfirlýsingu fastanefnd-
ar evrópskra lækna (CPME) fyrir
hönd læknastéttarinnar og Samtaka
lyfjaiðnaðarins í Evrópu (EFPIA).
Yfirlýsingin var birt í 2. tbl. Lækna-
blaðsins árið 2006 og má einnig nálg-
ast hana á vef Læknafélags Íslands á
slóðinni: www.lis.is.
Samkvæmt yfirlýsingunni mega
lyfjafyrirtæki standa fyrir og styrkja
læknafundi, en slíkir fundir verða að
hafa skýrt fræðsluinnihald og þarf
tilgangur atburðarins að koma skýrt
fram í tilkynningu um hann. „Það
kemur ekki til greina að hagsmuna-
aðilar kosti félagsleg fundarhöld,“
segir Sigurbjörn og tekur fram að
slík kostun væri óviðeigandi. Að-
spurður segir hann stjórn Lækna-
félags Íslands taka allar ábendingar
um óréttmæta kostun alvarlega og
skoða þær gaumgæfilega.
Ekki náðist í forsvarsmenn Eli
Lilly í gærkvöldi.
Jólafundur geðlækna
í boði lyfjafyrirtækis
ÁSGEIR Þór Ásgeirsson, varðstjóri
í lögreglunni í Reykjavík, var fulltrúi
Íslands við hátíðlega athöfn í upp-
hafi leiðtogafundar NATO í Ríga í
gærmorgun, sem haldin var til heið-
urs friðargæzluliðum NATO-
ríkjanna í Afganistan, á Balkanskag-
anum og annars staðar þar sem
bandalagið hefur nú sveitir. Fulltrú-
ar allra hinna NATO-ríkjanna 25
voru hermenn, sem eiga það sameig-
inlegt með Ásgeiri að hafa verið við
friðargæzlustörf í Afganistan.
„Mér var mikill heiður að því að
vera valinn fulltrúi þeirra íslenzku
karla og kvenna, sem hafa starfað að
friðargæzluverkefnum og eru nú við
störf fyrir NATO,“ sagði Ásgeir í
samtali við Morgunblaðið í Ríga.
Jaap de Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, sagði í ávarpi við at-
höfnina að hermenn NATO-ríkjanna
hefðu áratugum saman staðið vörð
um frelsi og lýðræði í aðildarríkj-
unum. Þetta frelsi væri hins vegar
ekki hægt að líta á sem sjálfsagðan
hlut og þess vegna þyrftu hermenn
bandalagsins áfram að verja öryggi
og málstað bandalagsins langt frá
heimkynnum sínum. Yfir 50.000
karlar og konur tækju nú þátt í
NATO-aðgerðum í sex ríkjum í
þremur heimsálfum. Fram-
kvæmdastjórinn þakkaði öllu þessu
fólki og mæltist til þess að á fund-
inum yrði höfð mínútu þögn í minn-
ingu þeirra sem hefðu fallið í þjón-
ustu bandalagsins.
Scheffer orðaði það svo að
„fulltrúi herafla hvers hinna 26
bandalagsríkja“ væri viðstaddur at-
höfnina. Aðspurður hvort það væri
ekkert torkennilegt að vera kallaður
hermaður, sagði Ásgeir það komið
upp í vana; „þetta er það sem gerist í
hvert sinn sem við komum saman,“
segir hann.
Ásgeir hefur meðal annars stýrt
séraðgerðadeild alþjóðalögregl-
unnar í Kósóvó. Ennfremur hefur
hann starfað í friðargæzlunni í Afg-
anistan undanfarin ár, bæði á Kabúl-
flugvelli og í Norðvestur-Afganist-
an, þar sem hann stýrði hreyfanlegu
eftirlitsteymi. Hann stjórnaði m.a.
öryggisgæzlu þegar árásin var gerð
á íslenzka friðargæzluliða í Kjúk-
lingastræti í Kabúl, en slapp
ómeiddur úr þeirri atlögu.
Lögreglumaður
í hópi hermanna
EPA
Heiðraður Ásgeir Þór Ásgeirsson
ÞAÐ er um að gera að bregða sér í bæjarferð þótt sólin
sé lágt á lofti líkt og um þessar mundir. Hjördís Freyja
lét fara vel um sig í vagninum sínum í gær og dúkkan
hennar fékk líka að kynna sér mannlífið.
Morgunblaðið/Golli
Í bæjarferð í skammdeginu