Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 326. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
BAKKYNJURNAR
TITRANDI ÁTÖK VIÐ FORNAN TEXTA Í
JÓLALEIKRITI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS >> 40
ILMUR Í LOFTI
TORGIN LIFNA VIÐ
Í EVRÓPUBORGUM
JÓLAMARKAÐIR >> 25
Ótrúleg
örlagasaga
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
29. nóv.
2.
ÆVISÖGUR
Amman, Bagdad. AP, AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti mun ræða við Nouri al-
Maliki, forsætisráðherra Íraks, í Amman í
Jórdaníu í dag – ætlunin var að þeir ræddust
við í gær en fundinum var skyndilega frestað.
Ástæðan gæti verið að lekið var í fjölmiðla
leynilegri skýrslu Stephen Hadleys, þjóðar-
öryggisráðgjafa Bush, en þar segist Hadley
efast um getu al-Malikis til að stöðva átökin.
Sádi-arabískur sérfræðingur í öryggismál-
um, Nawaf Obaid, sagði í grein í blaðinu The
Washington Post í gær að ef Bandaríkin köll-
uðu her sinn á brott frá Írak gæti farið svo að
Abdullah konungur léti undan áköfum þrýst-
ingi heima fyrir og veitti íröskum súnní-aröb-
um aukinn stuðning, jafnt peninga sem vopn.
Þannig yrði brugðist við auknum áhrifum Ír-
ana í Írak en þeir styðja leynt og ljóst trú-
bræður sína, sjíta, í átökunum.
Efasemdir
um al-Maliki
Bush Bandaríkjaforseti
ræðir við íraska forsætis-
ráðherrann í dag
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BRESK yfirvöld skýrðu frá því í gær
að fundist hefðu í tengslum við rann-
sóknina á dauða Alexanders Lítv-
ínenkos, fyrrverandi liðsmanns rúss-
nesku leyniþjónustunnar og and-
stæðings Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta, „mjög litlar leifar af
geislavirku efni“ í tveim farþegaþot-
um British Airways. Voru þær tekn-
ar úr umferð á Heathrow-velli með-
an sérfræðingar lögreglunnar rann-
sökuðu þær.
Þriðja vélin, sem grunur beindist
að og var í Moskvu, var stöðvuð þar.
Fólki, sem ferðast hefur með um-
ræddum vélum í nóvember milli
Heathrow og Moskvu, Barcelona,
Düsseldorf, Aþenu, Larnaka, Stokk-
hólms og Vínar, var bent á að hafa
samband við yfirvöld heilbrigðis-
mála í Bretlandi eða þar sem það
ætti heima. Er um að ræða nær
30.000 manns. Í yfirlýsingu breska
innanríkisráðuneytisins sagði að um-
ræddar ráðstafanir væru gerðar til
að tryggja öryggi almennings.
Talið er víst að Lítvínenko hafi
verið myrtur með því að koma
geislavirku efni, pólón-210, í líkama
hans, sennilega í mat eða drykk sem
hann neytti. Leifar af efninu fundust
í líki hans en einnig á nokkrum stöð-
um þar sem hann hafði verið.
Dularfullur sjúkdómur Gajdars
Getgátur hafa verið uppi um að út-
sendarar rússnesku leyniþjónust-
unnar hafi myrt Lítvínenko. Jegor
Gajdar, sem var forsætisráðherra
Rússlands í tíð Borísar Jeltsíns for-
seta, er nú á sjúkrahúsi í Moskvu en
hann veiktist nýlega af dularfullum
sjúkdómi er hann var á Írlandi.
Gajdar veitir forstöðu hugveitu sem
gagnrýnir hart stefnu Pútíns.
Geislavirk efni í þotum
Eftir Ólaf Þ. Stephensen í Ríga
olafur@mbl.is
SKRIÐUR er kominn á viðræður um varnar-
og öryggismál Íslands í kjölfar lokunar Kefla-
víkurstöðvarinnar eftir leiðtogafund Atlants-
hafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi í gær. Nið-
urstaðan af fundum Valgerðar Sverrisdóttur
utanríkisráðherra með ráðherrum og embætt-
ismönnum frá Danmörku, Noregi, Kanada og
Bretlandi er sú að öll ríkin taka vel í tvíhliða
viðræður við Ísland á næstu mánuðum.
Þegar hafði verið ákveðið að viðræður við
Norðmenn hæfust fyrir jól. Fyrsti fundur emb-
ættismanna ríkjanna verður á Íslandi, þar sem
Norðmenn munu m.a. skoða öryggissvæðið á
Keflavíkurflugvelli, sem á að standa flugvélum
frá öðrum NATO-ríkjum til boða. Þá varð úr að
fyrsti fundur íslenzkra og danskra embættis-
MacKay, utanríkisráðherra Kanada, vill einnig
heimsækja Ísland en ekki hefur verið ákveðið
hvenær af því verður.
Geir H. Haarde forsætisráðherra tók varn-
armál Íslands upp í ræðu sinni á leiðtogafund-
inum í gærmorgun. Forsætisráðherra sagði að
NATO mætti ekki gleyma varnarhlutverki
sínu. Ísland hefði nú þá sérstöðu meðal aðild-
arríkja bandalagsins að þar væri ekki eftirlit í
lofti eða viðbúnaður á friðartímum. Þar með
væri heldur ekki eftirlit á mikilvægum hluta
Atlantshafsins.
„Loftrými bandalagsins er skilgreint sem ein
heild og þess vegna er þetta ekki bara okkar
mál,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að Ísland myndi taka málið upp til
umræðu í fastaráði NATO á næstu vikum.
manna yrði einnig í desember. Geoff Hoon,
Evrópumálaráðherra Bretlands, lýsti yfir
áhuga sínum á að koma til Íslands til viðræðna í
janúar eða febrúar á næsta ári. Peter Gordon
Reuters
Fundur Nokkrir af leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Ríga. Geir H. Haarde forsætisráðherra er í efri röð, lengst til hægri, við hlið hans
er Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en fyrir framan hann Lech Kaczynski, forseti Póllands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Skriður er kominn á
varnarviðræðurnar
Tvíhliða viðræður við fjögur lönd og innan NATO á næstu mánuðum
Í HNOTSKURN
» Ísland mun leggja meira af mörkumtil friðargæzlu í Afganistan, með
framlagi til endurreisnarstarfs og loft-
flutningum fyrir hersveitir í suðurhluta
landsins.
» Kostnaður við öryggis- og varnar-mál heima fyrir mun aukast, meðal
annars vegna rekstrar öryggissvæðis í
Keflavík, ratsjárstöðva og öflunar og
miðlunar upplýsinga sem tengjast vörn-
um landsins.
Leiðtogafundur NATO | 2, 6 og miðopna
KJAFTURINN á stærstu hákörlum bliknar í
samanburði við brynháfinn Dunkleosteus
terreli sem var um 10 metrar að lengd og
réð lögum og lofum í höfunum fyrir meira
en 360 milljónum ára. Teikningin hér að of-
an er byggð á steingerðum leifum fisksins.
Skrokkur hans var allur þakinn bein-
plötum og gríðarmiklir vöðvarnir og liða-
mótin í skoltinum, með hárbeittum tönn-
unum, gerðu skepnunni kleift að opna og
loka risastórum kjaftinum á einum fimm-
tugasta hluta úr sekúndu. Bitkrafturinn var
auk þess sá mesti sem vitað er um hjá fiski.
Ofjarl sjálfra
hákarlanna
Reuters