Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Havana. AP. | Fidel Castro Kúbuleiðtogi sagði þúsundum aðdá- enda sinna í sjónvarps- ávarpi að hann hefði ekki fengið nægan bata til að geta verið með þeim er þeir hófu fimm daga há- tíðarhöld í tilefni af átt- ræðisafmæli hans í fyrrakvöld. Hefur þetta vakið efasemdir um að Castro nái sér af dularfullum sjúkdómi sem varð til þess að lét af völdum 31. júlí. Hann varð áttræður 13. ágúst en frestaði afmæl- ishátíðinni þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð vegna innvortis blæðinga hálf- um mánuði áður. Afmælishátíðin á að ná hámarki á laug- ardaginn kemur þegar 50 ár verða liðin frá því að Castro og félagar hans fóru á báti til Kúbu í því skyni að hefja byltinguna. Yfir 1.300 stjórnmála-, lista- og mennta- menn frá mörgum löndum ætla að taka þátt í hátíðinni, þ. á m. Evo Morales, forseti Ból- ivíu, Rene Preval, forseti Haítí, Rodrigo Borja, fyrrv. forseti Ekvadors og Daniel Ortega, nýkjörinn forseti Níkaragva. Komst ekki í afmælis- veisluna Fidel Castro Efasemdir um að Castro nái sér eftir veikindin NORSKIR fornleifafræðingar hafa fundið konungsgarð Haralds hárfagra Hálfdanar- sonar á Ögvaldsnesi á eynni Körmt undan Rogalandi. Haraldur settist að á Ögvaldsnesi um 870 og eru tímasettar leifar garðsins nokkurn veginn á sama stað og Hákon Hákonarson reisti sinn garð og Ólafskirkjuna, sem enn stendur, um 1250. Leitað hefur verið að aðsetri Haralds hárfagra í 13 ár og eru norsku fornleifa- fræðingarnir að vonum ánægðir með árang- urinn. Er fundurinn mjög þýðingarmikill fyrir norska sögu enda um að ræða elsta konungsaðsetur í Noregi, sem vitað er um. Ögvaldsnes við Karmtsund er á land- fræðilega mikilvægum stað en þarna lá sjó- leiðin milli lands og skerja meðfram vest- urströnd landsins. Var hún kölluð „Norðvegur“ og telja fræðimenn, að af henni sé nafn landsins dregið. Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu Har- alds fyrir íslenska sögu en í Íslendingabók segir, að „Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra“. Höll Haralds hárfagra? ♦♦♦ BENEDIKT XVI páfi eftir að hann hafði flutt messu við Hús Maríu guðsmóður í Efesus í Tyrklandi. Talið er, að þar hafi hún búið síð- ustu æviár sín. Fjögurra daga heimsókn páfa til landsins hefur farið mjög vel af stað og hafa Tyrkir og tyrkneskir fjölmiðlar fagnað yfir- lýsingum hans, meðal annars þeim, að íslam sé trú friðar og þekkingar og ekki síður stuðn- ingi hans við aðild Tyrklands að ESB. AP Páfi við Hús Maríu guðsmóður Efesus. AP, AFP. | Benedikt XVI páfi flutti í gær sína fyrstu messu á íslamskri grund í Húsi hinnar heil- ögu meyjar skammt frá bænum Efesus í Tyrklandi. Hvatti hann þá til þess, að saminn yrði friður í Mið-Austurlöndum. „Hér á þessum útjaðri Anatólíu- skagans, þessari brú á milli meg- inlanda, skulum við biðja fyrir friði og sáttum, ekki síst fyrir þá, sem búa í landinu, sem kristnir menn, gyðingar og múslímar kalla heil- agt. Friður sé með öllum mönnum. Á því þurfum við að halda,“ sagði páfi, sem kom til Efesus á öðrum degi heimsóknarinnar í Tyrklandi. Það var á kirkjuþinginu í Efesus árið 431, að ákveðið var að kalla Maríu, móður Jesú, guðsmóður. Við messuna ávarpaði páfi „hinn litla flokk kristinna manna“ í Tyrklandi og sagði, að honum mættu oft miklir erfiðleikar í dag- lega lífinu. Minntist hann ítalska prestsins Andrea Santoro, sem myrtur var í Tyrklandi í febrúar í uppnáminu, sem varð eftir að birt- ar voru skopmyndir af Múhameð spámanni. Páfi ætlaði í gærkvöld að eiga fund með Bartólomeusi I, yfir- manni Rétttrúnaðarkirkjunnar, í Istanbúl og hugðust þeir ræða nánari samvinnu milli kirknanna. Vel heppnuð heimsókn Töluverð andstaða var í fyrstu við fjögurra daga heimsókn páfa í Tyrklandi en hún hefur samt tek- ist mjög vel. Hefur sáttfýsi páfa og yfirlýsingar hans um, að hann styðji aðild Tyrklands að Evrópu- sambandinu, ESB, mælst mjög vel fyrir. „Óvæntur ESB-stuðningur“ var forsíðufyrirsögnin í dagblaðinu Vatan og blaðið Yeni Safak gerði mikið úr því, að páfi hefði lýst þessu yfir strax við komuna. „Megi Allah láta gott á vita,“ sagði blaðið Posta um umælin. Margir Tyrkir hafa litið á páfa sem þeim sérstak- lega andsnúinn en áður en hann varð páfi sagði hann, að hugsanleg aðild Tyrkja að ESB væri „alvar- leg mistök“. Tyrknesku fjölmiðlarnir fögn- uðu því einnig, að Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrk- lands, skyldi taka á móti páfa á flugvellinum í Ankara en áður hafði hann ákveðið að gera það ekki. Benedikt páfi hvetur til friðar í Mið-Austurlöndum Tyrkir fagna yfirlýsingum um stuðning hans við ESB-aðild þeirra Í HNOTSKURN » Andstaða margra Tyrkjavið heimsókn páfa var ekki síst vegna þess, að í ræðu vitnaði hann í einn keis- ara Austrómverska ríkisins, sem sagði, að sumar kenn- ingar Múhameðs spámanns væru illar. » Borgin Efesus kom mjögvið sögu á fyrstu öldum kristinnar trúar og talið er, að þar hafi María guðsmóðir dvalið síðustu æviár sín. STJÓRNARFRUMVARP til nýrra fjölmiðlalaga á Ítalíu gæti orðið til þess að auðkýfingurinn Silvio Berl- usconi missti spón úr aski sínum á fjölmiðlamarkaði þar sem hann hef- ur verið í drottnunaraðstöðu. Lögin yrðu á hinn bóginn til þess að helsti keppinautur hans, Rupert Murdoch, styrkti stöðu sína, að því er fram kemur í frétt International Herald Tribune. Barátta hefur staðið í nokkur ár milli fjölmiðlajöfranna tveggja um sjónvarpsmarkaðinn á Ítalíu. Silvio Berlusconi er þó enn kon- ungur fjölmiðlanna þar í landi og fyrirtæki hans, Fininvest, á meðal annars þrjár stærstu einkareknu sjónvarpsstöðvar landsins, dagblöð, útgáfufyrirtæki og kvikmyndafyr- irtæki. Berlusconi hefur lengi haft yf- irhöndina í þessari baráttu, einkum vegna þess að hann hefur verið valdamesti stjórnmálamaður lands- ins. Hann beið hins vegar ósigur í kosningum fyrir hálfu ári og Murdoch hefur síðan biðlað til eft- irmanns Berlusconis í embætti for- sætisráðherra, Romanos Prodis. Stjórn Prodis hefur rætt frum- varp til fjölmiðlalaga sem felur í sér að stöðvar í eigu eins fyrirtækis geta ekki sýnt meira en 45% af öll- um sjónvarpsauglýsingum á Ítalíu. Þá verður ríkissjónvarpinu, RAI, og fyrirtæki Berlusconis gert að hefja stafrænar útsendingar innan fimm- tán mánaða, þannig að aðrir fjár- festar geta nýtt tvær sjónvarpsrásir sem losna. Að sögn International Herald Tribune er talið að Sky Italia, sem er í eigu News Corp, fyrirtækis Murdoch, hagnist mest á þessum breytingum og að tekjur stöðv- arinnar aukist um sem svarar 2,5 milljörðum króna. Áætlað er að tap Mediaset, fjölmiðlafyrirtækis Fin- invest, nemi sem svarar 9,5 millj- örðum króna. Einokun afnumin? „Þetta er meira en íhlutun Murdoch og News Corp í vil því það sem gerist er að einokun Berluscon- is er brotin á bak aftur,“ hafði Int- ernational Herald Tribune eftir Francesco Siliato, sérfræðingi í ítölskum fjölmiðlum. „Þetta er til- raun af hálfu stjórnarinnar, með því litla sem hún getur gert með naum- um meirihluta sínum á þinginu, til að opna sjónvarpsmarkaðinn fyrir alvöru.“ Fjölmiðlalög gætu grafið undan veldi Silvios Berlusconis á Ítalíu Sjónvarpsstöð Ruperts Murdochs talin hagnast mest á fyrirhuguðum breytingum Rupert MurdochSilvio Berlusconi Höfðaborg. AP. | Þótt milljónir Afr- íkumanna búi við sult og seyru, er offitan vaxandi vandamál í álfunni. Er ástæðan sú sama og annars staðar, óhollir lífshættir, og sú gamla trú, að feitt sé fallegt. Talið er, að rúmlega 30% afrískra kvenna og 25% karla séu of feit og WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, spáir því, að eftir 10 ár eigi þetta við um 41% kvenna og 31% karla. Þessar tölur eru vissulega lægri en í velmegunarríkjunum en sér- fræðingar óttast, að í uppsiglingu sé enn eitt áfallið fyrir heilbrigð- iskerfi Afríkuríkjanna, sem nú er að sligast undir sjúkdómum á borð við alnæmi og malaríu. Fylgifiskur offitunnar er hjartasjúkdómar, heilablóðfall, krabbamein og syk- ursýki. Verst er ástandið í Suður-Afríku en þar eru 56% kvenna ýmist of feit eða offitusjúklingar. Fólk hreyfir sig minna en áður og kenna margir sjónvarpinu um. Offituvandi í Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.