Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vaxandi NA-átt með rigningu eða slyddu. NA 15–23 m/s síðdegis og allt að 25 á Vestfjörðum og SA-landi. Hlýjast S- lands. » 8 Heitast Kaldast 8°C 0°C www.postur.is Nýr jólakortavefur Falleg og persónuleg jólakort Þú hannar - við prentum og dreifum ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 3 45 81 1 1/ 06 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SEKTIR vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og geta numið allt að 300 þúsund krónum og vikmörk vegna hraðamælinga lækka úr 10 kílómetrum umfram leyfilegan há- markshraða í 5 km eftir að nýjar reglugerðir samgönguráðherra ganga í gildi nú um mánaðamótin. Þannig verður sekt vegna 36 km ökuhraða þar sem leyfilegur há- markshraði er 30 km fimm þúsund krónur, en ef ekið er á 61 km hraða þá er sektin 30 þúsund kr. og við- komandi ökumaður sviptur ökuleyfi í einn mánuð. Þá er 50 þúsund kr. sekt við því að aka á 91–95 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km og 60 þúsund kr. sekt er við því að aka á 131–140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Í reglugerðunum er einnig að finna ákvæði um sektir á bilinu 10– 100 þúsund kr. vegna farms öku- tækja sem veldur hættu eða óþæg- indum við akstur undir brú, raf- magns- eða símalínur eða í göngum. Einnig er heimilt að sekta um 10 þúsund krónur sé öryggisbelti ekki notað. Lögreglan ánægð Hjálmar Björgvinsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóranum, sagði að lögreglan væri almennt séð ánægð með breytingar á sektarreglugerðinni. Hækkun sekta væri þáttur í auknu umferð- aröryggi og það væri ekki nema af hinu góða. Umferðarsektir stór- hækka og vikmörk lækka DAGSBRÚN tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi þessa árs fyrir skatta, eða rúmum milljarði króna á mánuði. Tap félagsins fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum þessa árs nemur 5,1 milljarði en tæpum 4,7 milljörðum eftir skatta. Tapið á þriðja ársfjórðungi er nokkru meira en greiningardeildir bank- anna höfðu gert ráð fyrir. Eftir fyrstu níu mánuði síðasta árs var 673 milljóna króna hagnaður fyrir skatta. Dagsbrún hefur sem kunnugt er verið skipt upp í tvö félög, 365 og Teymi, og eru bréf þeirra skráð í Kauphöll Íslands. Bréf 365 hf. hafa lækkað nokkuð síðustu daga, eða um 22% síðan þau voru skráð þann 20. nóvember síðastliðinn. | Við- skipti Dagsbrún tapaði millj- arði á mánuði GLÆPASAGA Arnalds Indriða- sonar, Konungsbók, var söluhæsta bókin á landinu dagana 21.–27. nóvember. Hún heldur því topp- sæti sínu á bóksölulista Morgun- blaðsins frá því vikuna áður. Konungsbók Arnaldar er einnig í fyrsta sæti listans í flokki ís- lenskra og þýddra skáldverka. Í flokki barna- og unglinga- bókmennta trónir Eragon – Öld- ungurinn efst, sömuleiðis aðra vik- una í röð. Hannes: Nóttin er blá mamma er í fyrsta sæti bóka í flokki ævisagna og endurminn- ingar og ljóð Jóhannesar úr Kötl- um, Jólin koma, er söluhæsta ljóðabókin. | 16 Konungsbók enn söluhæst Bóksölulisti ÞAÐ VEKUR athygli að 26 af 30 söluhæstu geisladiskum undanfar- innar viku eru íslenskir. Þar af skipar íslensk tónlist átta fyrstu sætin. Í fyrsta sæti Tónlistans er safn- diskurinn 100 íslensk jólalög. Sálin og Gospelkór Reykjavíkur koma í kjölfarið og þá Bubbi Morthens með 06.06.06. Baggalútur er í sjötta sæti með nýjan jóladisk, Jól og blíðu, en þeir eiga sömuleiðis þann disk sem lengst hefur verið á listan- um, Apana í Eden. | 43 Íslensk tónlist vinsælust Tónlistinn Eftir Rúnar Pálmason og Ómar Friðriksson RÍKISÚTVARPINU verður óheim- ilt að selja auglýsingar til birtingar á Netinu og tekjur af samningum við kostunaraðila mega ekki verða hærra hlutfall auglýsingatekna en það er í dag eða um 10%, samkvæmt tillögu til breytinga á frumvarpi um Ríkisút- varpið ohf. sem meirihluti mennta- málanefndar samþykkti á fundi í gærkvöldi. Minnihluti nefndarinnar var andvígur því að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni. Fleiri hugmyndir um takmörkun á auglýsingasölu RÚV höfðu verið ræddar, m.a. að sett yrði þak á út- sendingartíma auglýsinga í mínútum talið. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður menntamálanefndar, sagði eftir að fundinum lauk upp úr 22 í gærkvöldi að hann hefði viljað ganga lengra í að takmarka auglýsingar í RÚV en ekki hefði náðst samkomu- lag um það í nefndinni. Kostun ekki meira en 10% RÚV hefur ekki selt auglýsingar til birtingar á vef sínum til þessa og verði breytingatillagan samþykkt verður engin breyting þar á. Takmörkun á kostunarsamningum felst í því að samanlagðar tekjur Rík- isútvarpsins ofh. af kostun skuli ekki verða hærra hlutfall af samanlögðum tekjum af auglýsingum og kostunar- samningum en þær eru í dag. Í dag er hlutfallið um 10%, að sögn Sigurðar Kára. Ástæðan fyrir þessum tak- mörkunum væri að fram hefðu komið sjónarmið um að samkeppnisstaða RÚV gagnvart einkamiðlunum væri ójöfn. „Ríkisútvarpið hefur fram til þessa ekki sætt neinum takmörkun- um varðandi stöðu sína á auglýsinga- markaði. Samkvæmt frumvarpinu óbreyttu hefði takmörkunin ekki heldur verið nein og það sem meira er, félaginu hefði verið gert heimilt að selja auglýsingar óheft, til dæmis á Netinu,“ sagði Sigurður Kári. Mörður Árnason, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í menntamálanefnd, sagði að minnihluti nefndarinnar teldi mál- ið ekki fullrætt, bæði vegna þess að gögn vantaði sem og umræður um einstaka þætti. Þær breytingar sem meirihlutinn legði til á auglýsingum og kostun í RÚV, eftir skyndium- ræðu í fjölmiðlum, væru hvorki fugl né fiskur. Minnihlutinn hefði í sjálfu sér ekki tekið afstöðu til þeirra en væri andvígur frumvarpinu í heild sinni. | 12 Engar auglýsingar á vef RÚV og kostun takmörkuð Í HNOTSKURN »Meirihluti mennta-málanefndar samþykkti í gærkvöldi tillögu um breyt- ingar á frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið ohf. » Lagt er til að RÚV ohf.verði bannað að selja aug- lýsingar til birtingar á Netinu og að kostunarsamningar verði ekki hærra hlutfall tekna en nú er. » Frumvarpið fer nú til ann-arrar umræðu á Alþingi. TOGARINN Skafti HF-48 strandaði í innsigling- unni í Hafnarfjarðarhöfn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn Kristins Aadnegard yfirhafn- sögumanns virðist sem skipstjóranum hafi orðið á mistök því að hann sigldi skipinu upp á sandrif. Eftir því sem næst verður komist slasaðist eng- inn við strandið en einn skipverja slasaðist á öxl þegar hann féll um borð í skipinu eftir strandið. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að koma honum frá borði og undir læknishendur. Ekki er talið að tjón hafi orðið á skipinu, sem er um 500 brúttótonna togari. Beðið var flóðs til að ná skipinu af strandstað, og losnaði það án utan- aðkomandi aðstoðar þegar flæða fór að á níunda tímanum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Golli Strandaði á sandrifi í Hafnarfjarðarhöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.