Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 33 MINNINGAR Það var nokkuð skrítið fyrir átta ára dreng að eignast bróður, missa athyglina og fara í sjálfboðavinnu við barnapössun öðru hverju. Þó aginn á heimilinu hafi verið með ágætum bara jókst hann við að lítill prins með ljósa lokka var kominn á heimilið, hann hlaut að verða með forgang. Hannes Gunnarsson varð prinsinn á heimilinu. Tæplega þrítugur greindist Hann- es með MS-sjúkdóminn. Hann hafði fundið til ýmissa líkamlegra vanda- mála til nokkuð langs tíma sem eng- inn gerði sér grein fyrir hvað gat ver- ið. Eftir skólagöngu, sem lauk á Núpi í Dýrafirði, hóf hann störf hjá Lands- símanum og lærði þar símsmíði, lengst af starfaði hann á línudeild. Eftir að veikindin fóru að há honum fékk hann starf við viðgerðir á sím- tækjum. Um þetta leyti var gerð til- Hannes Gunnarsson ✝ Hannes Gunn-arsson fæddist 14. nóvember 1949. Hann lést 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Ísberg Hannesson versl- unarmaður, frekar þekktur sín seinni ár fyrir ljósmyndir sínar, og Margrét Kristjánsdóttir. Systkini hans eru Gunnar Kristján og Kristrún Gunnars- börn. Hannes var tvíkvæntur og með seinni konunni, Björgvinu Magn- úsdóttur, eignaðist hann soninn Gunnar Ísberg Hannesson og afa- börnin eru Gabríel Þór og Andrea Diljá. Útför Hannesar hefur farið fram. raun með að fela Ör- yrkjabandalaginu viðgerð símtækjanna og sá Hannes um það verkefni fyrir Lands- símann. Þar átti hann góðar stundir og þar lauk getu hans til vinnu. Hannes stundaði knattspyrnu með Val á yngri árum, starfaði með dróttskátum, var vinamargur, glaðlynd- ur og alltaf tilbúinn í glens og gaman. Hann fylgdist alla tíð vel með, hafði stund- um sérstakar skoðanir á hlutunum og ávallt tilbúinn til rökræðna, skipti helst ekki um skoðun. Óhjákvæmi- lega var hjólastóllinn á næsta leiti. Eftir að hann hætti að geta unnið hélt hann heimili og var sérlega vel um hann hugsað af konunni hans, Buggu, þar til hún lést um aldur fram af heilablóðfalli. Við teljum að hún hafi gert kraftaverk að annast hann ein því slík verk eru varla á færi einn- ar manneskju. Eftir það naut hann aðstoðar heimahjúkrunar Kópavogs og þó hún hafi brugðist honum um tæplega eins árs skeið viljum við þakka þeim það sem vel var gert. Um margra ára skeið dreymdi hann um að komast í Skógarbæ og loksins rættist draumurinn. Þar var mjög vel hugsað um Hannes og þökkum við starfsfólki þar innilega fyrir góða umönnun. Um tíma var Hannes í dagvistun hjá MS-félaginu, stundaði æfingar og átti þar ágætar stundir. Það sem hjálpaði honum mest í erfiðum veik- indum var hve léttur hann var í lund. Hann var tækjafrík í hljómflutnings- og sjónvarpstækjum, vissi allt um all- ar tegundir, gæði og galla. Hann gat hlustað á tónlist daginn langan eða horft á góðar myndir og var það hon- um dægrastytting í erfiðleikunum. Enska knattspyrnan var aðal sjón- varpsefnið og þar komst ekkert ann- að að en Manchester United. Einn af æskuvinum Hannesar, Sophus Klein, hélt alla tíð tryggð við hann og var honum hjálplegur við ýmsa hluti. Við systkinin þökkum samveruna en það var okkur erfitt að sjá hvernig lífið getur leikið suma grátt. Kristrún og Gunnar. ✝ Guðrún Jóns-dóttir Wood, jafnan kölluð Nunna af þeim sem þekktu hana, fæddist í Flat- ey á Breiðafirði hinn 9. maí 1915. Hún lést í Belfast í Maine í Bandaríkjunum í hárri elli hinn 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Jónsson, snikkari og bóndi í Flatey, f. 9. október 1877 á Lundi í Þverárhlíð í Mýr., d. í Vest- mannaeyjum 20. des. 1959, og Guðrún Jakobsdóttir, f. 27. maí 1877 í Árnesi í Ár- neshr. í Strand., d. 1. júní 1915, tæpum mánuði eftir fæð- ingu Guðrúnar. Jón Jónsson, faðir Guðrúnar, kvæntist á ný. Seinni kona hans var Rósa Lofts- dóttir, f. 5. okt. 1890 í Eskiholti, Borg- arhr. í Mýr., d. 15. apríl 1977 í Reykja- vík. Með Rósu átti Jón tvær dætur, báðar fæddar í Flat- ey. Þær eru Jakobína, f. 4. nóv. 1919, og Áslaug, f. 6. okt. 1926. Bálför hefur farið fram. Guðrún mun hafa verið á fjór- tánda ári, er hún var tekin í fóstur af móðurafa mínum og -ömmu, þeim Magnúsi Guðmundssyni, alþingis- manni og ráðherra, og Sofiu Smith Bogadóttur. Móðurafi Guðrúnar, Jakob Þorsteinsson, faktor í Flatey, var bróðir Guðmundar Þorsteins- sonar, bónda í Holti í Svínavatnshr., föður Magnúsar og föður Oddnýjar Þorsteinsdóttur móður Sofiu. Magn- ús og Sofia voru systkinabörn. Guð- rún ólst upp við gott atlæti á mynd- arheimili þeirra Magnúsar og Sofiu ásamt þrem börnum þeirra, Boga, Björgu og Þóru. Heimilið stóð á Sól- eyjargötu 1 í Reykjavík. Nú eru þar embættisskrifstofur forseta Íslands til húsa. Þetta hús hafði Björn Jóns- son, ritstjóri og ráðherra, reist árið 1912 og nefnt það Staðastað eftir æskuheimili konu sinnar, Elísabetar Sveinsdóttur prófasts Níelssonar að Staðastað á Snæfellsnesi. Árið 1939 stundaði Guðrún verzl- unarnám í Kaupmannahöfn með það markmið í huga að setja á stofn verzlun í Reykjavík eftir heimkom- una. Úr því varð þó ekki, þar sem seinni heimsstyrjöldin skall á um þessar mundir og torveldaði þar með alla aðdrætti frá Evrópu til verzlun- arrekstrar. Nunna fór því að starfa í Niðursuðuverksmiðju SÍF við Lind- argötu í Reykjavík og vann þar sem verkstjóri á stríðsárunum. Á þessum árum fann hún stóru ástina sína og þá einu í lífinu að ég ætla. Þetta var bandarískur orustuflugmaður, sem staðsettur var hér á landi á stríðs- tímanum. Sá hét Everett Wood. Hann var af norsku og írsku bergi brotinn, hár og grannur, ljós yfirlit- um og einstaklega myndarlegur ásýndum. Móðir mín sagði mér, að hún hefði aldrei séð eins fallegan karlmann. Everett og Nunna gengu í hjónaband hinn 16. júní 1945 í bæn- um Hastings on Hudson. Þau eign- uðust einn son, Gunnar, sem fæddur er í Reykjavík hinn 8. desember 1946. Gunnar gegndi herskyldu í bandaríska hernum og tók þátt í stríðinu í Víetnam og þótti þeygi gott. Hann hefir lokið BA-prófi í enskri tungu og bókmenntum og er ríkisstarfsmaður í fylkinu Maine. Kona hans heitir Debbie Ludwig og starfar sem félagsráðgjafi. Hjónaband þeirra Nunnu og Eve- retts varð endasleppt og þau skildu. En lífið er krókótt. Á efri árum náðu þau saman á ný, enda þótt þau stofn- uðu eigi til formlegs hjúskapar aftur. Eftir að herskyldu Everetts lauk vann hann allan sinn starfsaldur sem flugstjóri hjá Pan American-flug- félaginu. Hann andaðist í desember 2004. Aðalstarf Nunnu í Ameríku, fyrir utan húsmóðurstörfin, var hjá bók- sölu stúdenta við MIT, Harvard-há- skólann í Boston (Cambridge). Þar starfaði hún frá 1954 til 1993, þá orð- in 78 ára að aldri. Eftir að hún lét af störfum bjó hún í bænum Belfast, Maine í námunda við son sinn og tengdadóttur, sem eiga land, er þau búa á í útjaðri bæjarins. Síðari ár ævi sinnar kom Nunna nokkrum sinnum til Íslands til að heimsækja ættingja og vini og var jafnan aufúsugestur. Nú verða þær ferðir eigi fleiri, hún hefir lagt upp í aðra enn lengri. Hún fékk hægt andlát eftir nokkurra daga sjúkrahúsvist. Guðrún Jónsdóttir var sterk kona og sjálfstæð. Af henni stafaði gerð- arþokki og gustur geðs. Hún var meðalmanneskja á vöxt, vel á sig komin og þrekmikil, bæði til sálar og líkama. Hendur hennar voru nokkuð stórar, beina- og sinaberar og kraftalegar. Augun blá og skær, enn- ið hátt og nefið allhvasst. Það var bjart yfir manneskjunni, enda inn- rætið falslaust. Nunna var hispurs- laus í framkomu og tali. Hún kom eins fram við alla, jafnt háa sem lága. Kjarkinn fékk hún í vöggugjöf og gat verið tannhvöss, ef því var að skipta, en aldrei ókurteis. Henni voru fyr- irgefin skeytin, því þeir, sem þekktu hana, vissu að hjartað var gott, sem undir sló. Nunna var dugleg til vinnu, snögg og ósérhlífin. Það þurfti enginn að ganga í verkin hennar Guðrúnar Jónsdóttur frá Flatey. Fyrir andlát sitt hafði hún mælt svo fyrir, að jarðneskar leifar hennar skyldu brenndar og öskunni dreift í skógi þeim, er hún hafði hjálpað Gunnari syni sínum að rækta á land- areign hans. „Hverfið aftur til jarð- arinnar þér mannanna börn,“ stend- ur þar! Ég kveð nú þessa frænku mína hinztu kveðju með ást og virðingu. Láti Guð henni nú raun lofi betri. Magnús Thoroddsen. Guðrún Jónsdóttir Wood ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÁSMUNDUR EIRÍKSSON, Ferjunesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 27. nóvember. Oddný Kristjánsdóttir og synir. ✝ Bróðir minn, EGILL EGILSON, Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 29. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Júlíus Egilson. ✝ Elskuleg systir mín, KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR sjúkraliði, Ljósheimum 20, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórunn Daníelsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, HANNES GUNNARSSON, Skógarbæ, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gunnar Ísberg Hannesson, Snærún Ösp Guðmundsdóttir, Gabríel Þór Gunnarsson, Andrea Diljá Gunnarsdóttir, Gunnar Kristján Gunnarsson, Kristrún Gunnarsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KARL GUNNLAUGSSON, Garðarsbraut 28, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Hörður Már Karlsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Berglind María Karlsdóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA WAAGE ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 28. nóvember. Hafsteinn Sæmundsson, Ágústa Gísladóttir, Eygló Ragnarsdóttir, Jörundur A. Jónssson, Unnur Ragnarsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Jóhann Ragnarsson, Sigríður J. Waage, Gylfi Ragnarsson, Elín Benediktsdóttir, Valgerður Ragnarsdóttir, Pálmi Ragnarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Gyða Ragnarsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Sigríður Svansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, BRAGI SVEINSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 28. nóvember síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 5. desember kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Kristín Ðiep Nguyen, Kristín Ingveldur Bragadóttir, Þóra Sædís Bragadóttir, Aðalheiður Bragadóttir, Björn Bragi Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.