Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEINT munnlegt loforð Jóhann- esar S. Kjarval listmálara um gjöf eigna sinna til Reykjavíkurborgar haustið 1968 var bitbein lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag þegar aðalmeðferð í Kjarvalsmálinu svokallaða lauk. Málið er höfðað af afkomendum Kjarvals, af hálfu dán- arbús hans, gegn Reykjavíkurborg og snýr að munum sem fluttir voru úr vinnustofu listmálarans í vörslur borgarinnar fyrir 38 árum. Kristinn Bjarnason hrl., lögmaður stefnenda, fór ítarlega í sögu Kjar- vals og fjölskyldu hans í málflutningi sínum. Kristinn rakti m.a. að litið hefði verið á listmálarann sem eign yfirvalda og almennings eftir að hann öðlaðist víðtæka frægð fyrir verk sín, það hefði verið einn þáttur í að borgin hefði tekið eigur hans eignarnámi. Kristinn sagði engin gögn liggja fyrir um munnlegt loforð sem Kjar- val gaf Geir Hallgrímssyni, þáver- andi borgarstjóra, haustið 1968 um að eigur listmálarans af vinnustofu að Sigtúni 7 myndu renna til borgar- innar – ríflega fimm þúsund verk, stór og smá myndverk, sem flutt voru til skráningar og geymslu í borgarskjalasafni. Því lægi sönn- unarbyrðin hjá borginni. Kjarval var á gamalsaldri þegar hann gaf loforðið, líkamlegt og and- legt ástand hans var orðið slæmt og notaðist hann m.a. við geðlyf, sem höfðu ýmsar aukaverkanir. Telur stefnandi því að mun meiri ábyrgð hafi hvílt á borgaryfirvöldum að hafa skrifleg gögn til taks um gjöfina auk þess sem það hlaut að vera skylda að hafa samband við ættingja vegna málsins en það var ekki gert. Hann benti á að ekki hefði verið fjallað um gjöf Kjarvals opinberlega fyrr en þremur árum síðar, ekki var þakkað fyrir skriflega og engin minnisblöð þáverandi borgarstjóra liggja fyrir um málið. Kristinn gerði umgjörð flutning- anna einnig að umtalsefni og sagði hana ekki bera það með sér að um gjöf væri að ræða. Kjarval sá að mestu um að pakka sjálfur, í 153 kassa, og naut aðstoðar vina og sendi- og leigubílstjóra. Starfsmenn borgarinnar hafi hins vegar ekki komið þar að, þ.e. ekki fyrr en allir munir höfðu skilað sér í borgar- skjalasafn þar sem tók við flokkun, skrásetning og var munum svo kom- ið í geymslu. Munirnir urðu hins vegar ekki hluti af Kjarvalssafni eins og eðlilegt hefði verið ef um gjöf væri að ræða. Á meðal þeirra muna sem voru sendir borginni voru fatn- aður, persónuleg sendibréf og gjafir frá barnabörnum. Telur stefnandi því að ef Reykja- víkurborg takist ekki að sanna að um gjöf hafi verið að ræða verði að ganga út frá því að Jóhannes hafi látið borgina fá munina til geymslu. Kristbjörg Stephensen hdl., lög- maður Reykjavíkurborgar, benti á nokkrar staðreyndir og líkindi þess að eigur Kjarvals hefðu verið gefnar Reykjavíkurborg. Hún sagði t.a.m. að frásögn Geirs af gjöfinni lægi fyr- ir, aldrei hefði verið lagt í svo viða- mikla skráningu og endurbætur á þeim verkum sem borist höfðu auk þess sem ekki tíðkaðist að geyma hluti annarra í skjalasafni borgar- innar – og hefði aldrei gert. Þar eru geymdar eigur borgarinnar til varð- veislu. Þá hefði verið minnst á gjöf- ina við opnun Kjarvalsstaða í viður- vist erfingja listmálarans sem ekki settu út á gjöfina þá eða gerðu kröfu til eigna Kjarvals fyrr en tæpum fjörutíu árum eftir að þær voru flutt- ar til borgarinnar. Kristín sagði sönnunarbyrðina ekki liggja hjá borginni þar sem svo langur tími væri liðinn og bar m.a. við tómlæti erfingja listmálarans. Varðandi heilsufar Kjarvals vitnaði hún í orð Þorvalds Þorvaldssonar, leigubílstjóra Kjarvals um árabil. Hann sagði ástand hans um haustið 1968 hafa verið svipað og árin á und- an. Honum hefði hins vegar hrakað snögglega um eða eftir áramótin á eftir. Munir Kjarvals – gjöf eða til geymslu? Í HNOTSKURN » Lögmaður erfingja Kjar-vals segir Reykjavíkur- borg verða að færa sönnur á það að listamaðurinn hafi gefið borginni eigur sínar. » Af hálfu Reykjavíkur-borgar er talið að sönnun sé fyrir hendi enda vitni að loforði Kjarvals fyrir gjöf- inni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Málari Jóhannes Kjarval við málverk á vinnustofu sinni, árið 1968. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is MÆLT verður fyrir stjórnarfrum- varpi um lækkun virðisaukaskatts á matvörum og veitingaþjónustu á Al- þingi í dag. Verði frumvarpið að lög- um lækkar lægra virðisaukaskatts- þrepið úr 14% í 7% frá og með 1. mars nk., og öll matvara verður í lægra skattþrepinu. Ennfremur falla niður vörugjöld af matvælum öðrum en sykri og sætindum frá sama tíma. Frumvarpið er í samræmi við til- lögur ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs, sem kynntar voru snemma í október sl. Verði það að lögum verða vörugjöld felld niður af innlendum og innfluttum matvælum, öðrum en sykri og sætindum. Undir sykur og sætindi fellur sælgæti – svo sem lakkrís, brjóstsykur og súkku- laði, auk ýmissa tegunda af sykri, sætuefnum og sýrópi. Gosdrykkir og ávaxtasafar falla þó ekki undir sykur og sætindi í tollskrá, og munu því ekki bera vörugjöld. Í frumvarpinu er lagt til að öll matvara beri 7% virðisaukaskatt, en eins og staðan er í dag er eingöngu ákveðinn hluti matvöru í lægra skattþrepi, sem í dag er 14%, en önn- ur matvara ber 24,5% virðisauka- skatt. Á það einnig við um áfengi, sem í dag ber 24,5% skatt. Á móti kemur hækkun á áfengisgjaldi. Þessi breyting mun þýða lækkun á virðisaukaskatti á öðru en matvæl- um sem í dag ber 14% virðisauka- skatt, svo sem bókum, tímaritum, blöðum, húshitun, afnotagjöldum út- varpsstöðva og hótelgistingu, og verður hann 7% verði frumvarpið að lögum. Ennfremur verður virðis- aukaskattur á geisladiska, hljóm- plötur og segulbönd lækkaður úr 24,5% í 7% samkvæmt frumvarpinu, og er það gert til þess að jafna sam- keppnisstöðu tónlistarútgefenda við bókaútgefendur, að því er segir í at- hugasemdum með frumvarpinu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að virðisaukaskattur af veitingaþjón- ustu verði lækkaður úr 24,5% niður í 7%, og bent á að fyrir utan augljósan ávinning fyrir almenning sé þetta einnig til mikils hagræðis fyrir aðila í veitingarekstri þar sem samhliða þessu verður endurgreiðslukerfi á virðisaukaskatti fellt niður. Ríkið verður af 10,5 milljörðum króna á ári Verði frumvarpið að lögum óbreytt er áætlað að á árinu 2007 lækki tekjur ríkisins af virðisauka- skatti um 12 milljarða króna, og tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum um 465 milljónir. Á móti kemur þó hækkun áfengisgjalds um 3,7 millj- arða. Heildarlækkun tekna ríkis- sjóðs á árinu 2007 er þannig áætluð 8.765 milljónir, sem jafngildir því að á heilu ári nemi tekjulækkunin rúm- lega 10,5 milljörðum. Niðurfelling vörugjalda og lækk- un virðisaukaskatts leiðir ennfremur til þess að verðlagsspá lækkar, þann- ig að verði frumvarpið að lögum er reiknað með 3% almennri hækkun verðlags í stað 4,5% eins og reiknað var með í fjárlagafrumvarpi. Þessi lækkun á verðlagsspá er talin hafa í för með sér 1 milljarðs króna lækkun á rekstrarútgjöldum ríkissjóðs. Mælt fyrir frum- varpi um lækkun vsk. á Alþingi Morgunblaðið/Ásdís Matvælaverð Virðisaukaskattur á matvæli lækkar úr 14% í 7%. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar á þessu ári yfir Glitni banka, Eiríki, Gunnari og Gerði Sig- ríði Tómasarbörnum og Þorbirni hf., en Kristján Finnbogason stefndi þeim vegna viðskipta með hlutabréf í Þorbirni Fiskanesi hf. á árinu 2004. Skaðabótakrafa hans var byggð á óheimilli ráðstöfun hluta í eigu stefn- anda í Þorbirni Fiskanesi hf., röng- um eða ófullkomnum tímasetningum tilkynningarskyldra viðskipta og annarra viðskipta, brotum á reglum um tilkynningarskyldu innherja, innherjasvikum og niðurbroti Kína- múra, markaðsmisnotkun og broti á trúnaðarskyldum gagnvart almenn- um hluthöfum. Héraðsdómur sýkn- aði stefndu af kröfunum og var sá dómur staðfestur í Hæstarétti. Tveir armar deildu Í málinu deildu tveir armar er stóðu að Þorbirni Fiskanesi hf. í Grindavík. Annars vegar stefndu, sem voru úr Þorbjörnsarminum svo- nefnda og hins vegar stefnandi, sem tilheyrði Fiskaneshópnum svokall- aða. Upphaf málsins er það að í byrjun febrúar 2004 gerði Glitnir, þá Ís- landsbanki, samning við óstofnað yf- irtökufélag nefnt Newco í eigu stefndu. Samningurinn var gerður vegna fyrirhugaðra kaupa Newco á öllu hlutafé í Þorbirni Fiskanesi hf. nema hlutafé stefndu systkinanna og fjölskyldu þeirra og Tryggingamið- stöðvarinnar. Eftir gerð þessa samn- ings hóf bankinn að kaupa hlutafé í Þorbirni Fiskanesi hf. og leita eftir kaupum hjá stærstu hluthöfum. Hélt stefnandi því m.a. fram að bankinn hafi keypt hlutabréfin á þessum tíma í þágu stefndu. Dómurinn telur hins vegar liggja fyrir að kaupin hafi bankinn gert í eigin nafni og á eigin ábyrgð. Stefnandi skaut málinu til Hæsta- réttar í apríl sl. Krafðist hann þess að stefndu yrði gert að greiða í sam- einingu skaðabætur upp á rúmar 27 milljónir króna með dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Hæstiréttur felldi málskostnað niður og staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kol- beinsson og Markús Sigurbjörnsson. Sýkna staðfest í Hæstarétti Skaðabótakröfu vegna viðskipta með hlutabréf í Þorbirni Fiskanesi hafnað - The Sunday Times www.jpv.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.