Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐLEITI - REYKJAVÍK - ELDRI BORGARAR Mjög björt og falleg 82 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi auk stæðis í mjög góðri bílageymslu, suðursvalir. Mikil sameign (leikfimis- og veislusalur). Verðtilboð. Sölumaður Sigurður, sími 898 3708. MORGUNBLAÐIÐ hefur end- urheimt óskabarn sitt í stjórn- málum; Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins. Um helgina sagði for- maðurinn að stuðn- ingur Íslands við inn- rás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak hefðir verið „mistök eða rangur.“ Og viti menn, Mogginn hefur fundið sinn leiðtoga, þ.e.a.s. á „vinstri vængnum.“ Fátt er fyrirsjáanlegra en Framsókn nema ef vera skyldi ritstjórn- argreinar Morg- unblaðsins. Íslendingar vilja ekki stríð Íslenska þjóðin vill ekki og hefur aldrei viljað stríð, hvað þá að lýsa yf- ir stuðningi við stríð á fals- forsendum, þar sem upplýsingar höfðu verið matreiddar af nánustu samverkamönnum George Bush, forseta Bandaríkjanna, sem ætlaði í stríð hvað sem það kostaði. Í skoð- anakönnunum hafa 80–90% þjóð- arinnar lýst sig andvíg stuðningi við stríðsreksturinn í Írak. Ef eitthvað er að marka söguskýringar Mogg- ans þá eru þetta allt vinstri menn. Mikið vildi ég að það væri satt en svo er ekki. Það sýnir okkur hins vegar að andstaðan við stríðsrekstur er þverpólitískt mál hér á landi. Þannig er það svo sannarlega ekki alls stað- ar. Allar upplýsingar upp á borð Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknar, sagði á dög- unum að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hefðu verið „plataðir“ til þess að styðja innrásina í Írak. Hvað meinar maðurinn? Að Banda- ríkjastjórn hafi dob- blað Davíð og Halldór upp úr skónum? Lík- lega er nær sanni að þeir kusu að setja allt sitt traust á mat- reiddar upplýsingar frá Washington og þeir kusu einnig að láta varnaðarorð Hans Blix yfirmanns vopnaeft- irlitssveita Sameinuðu þjóðanna og fleiri málsmetandi manna sem vind um eyrun þjóta. Eða höfðu tvímenningarnir ein- hverjar upplýsingar undir höndum sem ekki hafa verið gerðar opinber- ar? Því hefur enn ekki verið svarað tæpum fjórum árum eftir innrásina í Írak. Fyrst formaður Framsóknar talar um mistök og ranga ákvörðun þá hlýtur maðurinn að hafa eitthvað í höndunum sem styður málflutning hans. Stuðningur dreginn til baka Það kann að henta skammtíma- hagsmunum einhverra að skipta stefnu stjórnmálaflokkanna upp í hægri og vinstri eftir afstöðunni til Íraksstríðsins. Svo einfalt er málið ekki, enda kalda stríðið löngu búið og aðstæður dagsins í dag kalla á allt aðrar lausnir en kalda stríðs kóng- arnir geta gert sér í hugarlund. Ég skil það mætavel að oki sé af fram- sóknarfólki lyft með yfirlýsingu hins nýja formanns en að öðru leyti er ut- anríkisstefna Framsóknarflokksins autt blað undir stjórn Jóns Sigurðs- sonar. Kjarni málsins er sá að viðsnún- ingur framsóknarmanna er EINSK- IS virði nema honum fylgi yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar þar sem stuðningur íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið er dreginn til baka skýrt og skorinort. Þetta feigðarflan hefur stórskaðað ímynd Íslands á al- þjóðavettvangi og ef við viljum standa undir nafni sem friðarins þjóð dugar ekkert minna en yfirlýs- ing stjórnvalda svo að eftir verði tekið um allan heim. Samfylking gegn stríðsrekstri Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um stuðning við Íraks- stríðið og stefnu Samfylking- arinnar » Fyrst formaðurFramsóknar talar um mistök og ranga ákvörðun þá hlýtur maðurinn að hafa eitt- hvað í höndunum sem styður málflutning hans. Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar og situr í utanríkismálanefnd. Á UNDANFÖRNUM 10–15 ár- um hefur vísindarannsóknum á heilbrigðissviði vaxið mjög ásmeg- in á Íslandi. Raunar má í dag segja að um stóra atvinnugrein sé að ræða, sem veitir þúsundum hámennt- aðra starfsmanna at- vinnu við hæfi. Op- inberar stofnanir, einkafyrirtæki og ein- yrkjar stunda rann- sóknir á hinum marg- víslegustu sviðum heilbrigðisvísindanna, allt frá því að kanna aðstæður aðstand- enda sjúklinga í gegnum spurningakannanir og viðtalsrannsóknir, til þess að stunda tæknilega flóknar rann- sóknir á sviði líflæknis-, erfða- og lyfjafræði. Löggjöfin sem varðar vísinda- rannsóknir á heilbrigðissviði er um margt brotakennd. Hröð þró- un innan rannsóknarsviðsins gerir það að verkum að þrátt fyrir að lagasetning á ýmsum sviðum við- fangsefnisins hafi á sínum tíma verið framsýn og jafnvel hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum (eins og raunin er t.d. um lög um lífsýnasöfn) er endurskoðunar víða þegar orðin þörf. Endurskoða þarf lagaumhverfið til að taka til þró- unar, leysa úr nýjum ágreinings- málum en ekki síst til að skapa þeim sem koma að rannsóknunum, rannsakendum og ekki síður þátt- takendum, skýran og auðrataðan ramma um atvinnugreinina, ramma sem tekur mið af raun- verulegri stöðu innan grein- arinnar. Meðal þeirra laga sem lengi hefur verið vitað til að þörf sé á að endurnýja vegna nýrra rannsókn- arsviða og nýrra við- fangsefna eru laga- ákvæði sem varða rannsóknir á stofn- frumum úr fóst- urvísum. Þetta rann- sóknarsvið hefur vaxið á undanförnum árum og í nágranna- löndum okkar hefur átt sér stað umræða og reglusetn- ing sem tekur tillit til þeirra ágreiningsefna sem rannsóknir á þessum viðkvæma efnivið geta vakið. Árið 2005 var skipuð nefnd sem hafði það verkefni með höndum að endurskoða lög um tæknifrjóvgun með tilliti til rannsóknar á stofn- frumum úr fósturvísum. Afrakstur nefndarstarfsins liggur nú fyrir og til stendur að leggja frumvarp um breytingar á þessum lögum fyrir á yfirstandandi þingi. Í frumvarps- drögum eru lagðar til veigamiklar breytingar sem lúta að rann- sóknum á stofnfrumum úr fóst- urvísum, enda þörf á; núgildandi lög voru sett árið 1996, þó nokkr- um árum áður en rannsókn- arsviðið varð í raun til. Vísindasiðanefnd er fjölskipuð, þverfagleg nefnd sem hefur það verkefni stærst að gæta hagsmuna þeirra sem þátt taka í vísinda- rannsóknum á heilbrigðissviði. Einn veigamesti þátturinn í að gæta hagsmuna þátttakenda í slík- um rannsóknum felst í að tryggja upplýsingaveitu til þeirra og skiln- ing þeirra á því hvað í þátttöku í tiltekinni vísindarannsókn felst. Nefndin taldi af þessum sökum til- valið að leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um stofn- frumurannsóknir með því að taka höndum saman við Líffræðifélag Íslands og standa fyrir málþingi um fyrirliggjandi drög að frum- varpi, þar sem sérfæðingar á ýms- um sviðum munu ræða um rann- sóknarsviðið frá ýmsum hliðum. Málþingið mun eiga sér stað fimmtudaginn 30. nóvember, í Norræna húsinu og stendur frá kl. 13–18. Þátttaka er ókeypis og öll- um heimil. Allir þeir sem hafa á huga á að kynna sér stöðu þessa rannsóknarsviðs eru hvattir til að mæta. Hægt er að kynna sér fyr- irliggjandi frumvarpsdrög á vef- svæði heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis, en dagskrá málþingsins er að finna á heima- síðum Líffræðifélags Íslands www.centrum.is/biologia og Vís- indasiðanefndar www.vis- indasidanefnd.is. Rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum Ólöf Ýrr Atladóttir fjallar um vísindarannsóknir á heilbrigð- issviði í tilefni málþings » Vísindasiðanefnd erfjölskipuð, þverfag- leg nefnd sem hefur það verkefni stærst að gæta hagsmuna þeirra sem þátt taka í vísindarann- sóknum á heilbrigð- issviði. Ólöf Ýrr Atladóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Vísindasiðanefndar. TENGLAR .............................................. http://www.heilbrigdisraduneyti.is/ frettir/nr/2230, www.centrum.is/biologia www.visindasidanefnd.is. Í OKTÓBER námu yfirdráttarlán fyrirtækja rúmu 106 milljörðum og heimila tæplega 70 milljörðum króna. Vaxtabyrði af þessum lánum nemur ríflega 40 milljörðum á ári. Þegar við bætast vextir og verðbætur af 770 milljarða verð- tryggðum skuldum heimila og fyrirtækja við bankakerfið og þóknanir af 1.600 milljarða erlendum skuldum ætti engan að undra þótt bankarnir skili hagnaði sem er meiri en velta í sjávar- útvegi. Verðbólga á Íslandi er ein sú mesta í Evr- ópu. Gjaldmiðillinn okkar er einn sá minnsti og sveiflu- kenndasti í heiminum og vextir með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Við þess- ar aðstæður er óhjá- kvæmileg að bank- arnir hagnist vel enda starfsskilyrði þeirra frábær. Það sama verður ekki sagt um flest önnur fyrirtæki. Ekki við bankana að sakast Þessa umfjöllun má ekki skilja þannig að bankarnir hegði sér með óeðlilegum hætti. Þeir, líkt og önnur fyrirtæki, reyna auðvitað að hámarka hagnað í því starfsumhverfi sem þeir búa. Hins vegar skapar íslenska krónan bankakerfinu á Íslandi vernd gegn erlendri samkeppni og víðtæk verð- trygging skuldbindinga og mikil verðbólga tryggir þeim öruggar tekjur á heimamarkaði. Þá hefur löggjafinn fært bönkunum heima- tilbúna samkeppnishindrun í formi stimpilgjalda sem hindra við- skiptavini í að færa viðskipti sín milli þeirra. Há uppgreiðslugjöld og lán- tökugjöld auka enn á samkeppn- isvandann. Háir stýrivextir og ok- uryfirdráttarvextir eiga sinn þátt í að auka hagnað bankanna. Útrás bankanna og árangur þeirra á erlendum mörkuðum er aðdáunarverður. Kjölfestan í rekstri þeirra er hins vegar hinn öruggi heima- markaður. Í grundvall- aratriðum er hagnaður bankanna mismunur á tekjum þeirra og gjöld- um. Tekjur bankana eru útgjöld íslenskra heimila og fyrirtækja. Þetta ættum við að hafa í huga þegar við dáumst að góðum árangri bank- anna. Lægri vextir, sam- keppni og mat- arskattur Um næstu áramót lækkar tekjuskattur al- mennings og í mars verður matarskatturinn lækkaður. Vissulega er þar um verulega kjara- bót að ræða fyrir flesta en hið sama verður ekki sagt um bankana. Ástæðan er sú að lækk- un matarskatts lækkar vísitölu neysluverðs. Bankarnir eru með mikinn jákvæðan verð- tryggingarjöfnuð sem nemur um 365 millj- örðum hjá stóru við- skiptabönkunum, þ.e. verðtryggð útlán eru meiri en verðtryggð innlán. Þetta þýðir að lækkun vísi- tölu neysluverðs getur dregið úr vaxtatekjum bankana á næsta ári um allt að 30 milljörðum, samkvæmt útreikningum Greiningardeildar Landsbankans í október. Þótt lægri skattar á tekjur og matvæli séu kjarabót fyrir flesta væri lækkun vaxta, afnám stimp- ilgjalda og eðlilegra samkeppn- isumhverfi í bankakerfinu margfalt meiri búbót sem nýttist bæði fyr- irtækjum og heimilum í landinu. Mikil verðbólga og háir vextir fóðra bankakerfið Bjarni Már Gylfason fjallar um bankakerfið og skattamál Bjarni Már Gylfason » Þótt lægriskattar á tekjur og mat- væli séu kjara- bót fyrir flesta væri lækkun vaxta, afnám stimpilgjalda og eðlilegra sam- keppnisum- hverfi í banka- kerfinu margfalt meiri búbót … Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Sagt var: Það er sama þó ég segi það. RÉTT VÆRI: Það er sama þó að ég segi það. Eða: Það er sama þótt ég segi það. (Þótt er orðið til úr þó at.) Gætum tungunnar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.