Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 35 þröngt í búi og snemma þurftu þau að hjálpa til á heimilinu. Þegar amma flutti að heiman fór hún til Vestmannaeyja í vist til systur sinnar Guðrúnar og var þar í eitt ár, en síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar fór hún í vist hjá Benedikt Þórarins- syni, kaupmanni, á Laugavegi 7 og var þar í fjögur ár. Þar lærði hún margt um húshald sem kom henni að góðum notum síðar á lífsleiðinni. Á þessum árum kynntist hún afa, Helga Sigurvin Sigurjónssyni, bif- reiðastjóra hjá BP sem síðar varð OLÍS. Hann var ástin í lífi hennar og hún talaði oft um fallegu brúnu augun hans. Þau hófu búskap og bjuggu lengst af á Kleppsveginum, í blokk sem BP menn byggðu. Mínar fyrstu minningar um ömmu og afa eru það- an. Ég fékk að hjálpa ömmu við upp- vaskið og við fórum í þvottahúsið í kjallaranum, sem var það stærsta sem ég hef séð m.a. með gríðarstórri straurullu. Ógleymanleg eru jólaboð- in sem afi og amma héldu fyrir börnin sín og barnabörnin og gamla jólatréð, sem nú væri orðið safngripur, er mér ljóslifandi í minni. Oft sátum við í glugganum og horfðum tímunum saman á bílana. Amma var mikil handavinnukona og ég veit ekki um neinn sem prjónaði eins fallega og hún. Hún prjónaði sokka og vettlinga sem barnabörnin og síðar barna- barnabörnin fengu. Fræg eru svo hekluðu dúlluteppin úr íslenska lop- anum sem afkomendurnir nutu. Hún saumaði líka heilmikið út og var ein af fáum sem kunni að slyngja, gera sauðskinnskó og leppa. Hún var sér- lega ættfróð og gat þulið upp ættir langt aftur, vissi alltaf hverjum fólk var skylt og hverra manna það var. Umhyggja hennar fyrir afkomendun- um var mikil og þeir voru henni sér- staklega kærir. Amma fylgdist vel með öllu og vissi nákvæmlega hvað var að gerast í fjölskyldunni og hún sá um að halda öllum vel upplýstum um fæðingar, giftingar og slíkt, enda hélt hún andlegu atgervi allt til síðasta dags. Einnig var hún mjög náin systkinum sínum og eru fjórar systur hennar enn á lífi, þar af eru þrjár yfir nírætt og athyglisvert er hve þau systkinin hafa náð háum aldri. Amma mín var eftirtektarverð kona, glæsi- leg og falleg, og umtalað var dökka hárið hennar, sem var sérlega þykkt og varla farið að grána. Fyrir sextán árum fluttu afi og amma á Grandaveg og urðu þá ná- grannar mínir, en afi lést skömmu síðar. Amma var mjög hraust, bjó heima og sá um sig sjálf þar til í haust. Síðustu árin tók hún þátt í fé- lagsstarfinu í Þorraseli og var mjög ánægð þar hjá því góða fólki sem þar starfar. Amma var mér miklu meira en amma, við vorum nánar vinkonur og ég sakna vinar. Það verður mikið tómarúm í mínu lífi en nú er amma komin til afa og ég veit að hann hefur tekið á móti henni með opinn faðminn. Katrín Helga Árnadóttir. Í spámanninum stendur að sorgin sé gríma gleðinnar og maður gráti það sem var gleði manns. Ég græt ömmu vegna þess að hún var gleði mín, það er sorg mín að hún sé farin, ég veit þó að það er gleði hennar að fá frið, ég samgleðst henni það. Já, svona er þetta líf oft flókið og margar eru leiðir þess. Amma var ein af mín- um ekta vinkonum og fyrirmynd, hjá okkur ríkti gagnkvæm virðing. Amma lét sig varða um okkur með umhyggju sinni og skoðunum sínum á okkar málum. Hún sagði mér að góð húsmóðir byggi fallega um rúm. Þeg- ar ég sagði henni að ég ætti von á mínu öðru barni sagði hún: „Þú mátt ekki vera að leyfa honum Pétri þetta Katrín mín.“ Þegar henni fannst ég vinna of mikið sagði hún: „Ég skil ekki hvers vegna þú þarft yfir höfuð að vinna Katrín mín, getur hann Pét- ur ekki séð fyrir ykkur?“ Allt þetta og miklu meira hefur kryddað samband okkar ömmu og kveikt upp í skemmti- legum umræðum í gegnum tíðina. Hún gat fengið mann til þess að sjá eitthvað sem maður hafði ekki séð áð- ur. Eftir allar sögurnar hennar ömmu um æskuslóðirnar mátti ég til með að fara og sjá þetta allt með mínum eigin augum. Við fórum fjölskyldan í ferð austur síðasta sumar og leigðum okk- ur sumarbústað í Breiðdal. Norður- dalurinn er djúpur, fjöllum vaxinn, prýddur fallegri náttúru allt um kring. Þarna gat maður aðeins ímynd- að sér hvernig þau lifðu veturna af, hvernig vinna mátti túnin til að nýta þau og verkfærin sem þau höfðu til þess. Ég hugsaði um hvernig hún lék sér þarna sem barn, hvernig pabbi hennar hefði hlaðið réttina með þungu grjóti. Ég sá fjallið sem hún talaði allt- af um, ég ímyndaði mér hvernig þetta allt hefði verið. Á þessu augnabliki mátti ég til með að hringja í ömmu úr farsímanum og lýsa fyrir henni hvað ég sæi og upplifði. Þá fannst mér eins og tímarnir mættust. Frá því að ég man eftir mér hefur amma alltaf verið stór þátttakandi í lífi mínu. Fyrsta myndin sem ég á af mér og ömmu er þegar hún heldur mér undir skírn. Á myndinni er hún stolt á svip, með kisugleraugu og tú- perað hár. Kjóllinn hennar í símunstri sem stóðst allar tískukröfur þessa tímabils. Þá loksins fékk hún alnöfnu. Hún átti ófáar Katrínarnar sem skírð- ar voru í höfuðið á henni, það lýsir kannski því hversu mikið fólkið henn- ar mat hana. Aftur komu tyllidagar og alltaf var amma nærri. Þetta upplifði ég og ég er viss um að flestir hennar afkomenda hafa það líka. Fólkið henn- ar var henni allt. Alltaf var hún amma tilhöfð og fín. Það skipti hana máli að vera sæmilega til fara. Sem einhvers konar afleiðing æsku og tíðar kunni amma að meta allt sem hún átti. Hún var þakklát lífinu sjálfu og mat fólk eftir verðleikum þess, ekki efnum. Bara það að vera glaður er svo miklu meira en það sem maður getur keypt. Amma kenndi mér á kærleikann, hvaðan hann kemur og hvers virði hann er. Elsku amma, ég þakka þér fyrir samveruna, hver veit nema við hitt- umst hinum megin. Bless elsku amma mín. Þín Katrín Margrét Guðjónsdóttir. Elsku amma og langamma, okkur langar að þakka þér fyrir að hafa allt- af verið til fyrir okkur, hugsað um okkur og fylgst með okkur. Við elskum öll teppin sem þú hefur heklað fyrir okkur og alla sokkana og vettlingana til að engum yrði kalt. Við munum minnast þín og umhyggju þinnar í hvert sinn er við horfum á og knúsum öll prjónuðu dýrin sem þú hefur gefið okkur. Elsku amma, núna ertu komin til hans afa, sem þú hefur saknað svo sárt, og við vitum að hann hefur tekið á móti þér opnum örmum og að þið munuð í sameiningu vaka yfir okkur. Við söknum þín sárt og megi Guð og englarnir passa þig og vaka yfir sálu þinni. Árdís, Stefanía Kolbrún og Ásbjörn Árni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Katrín amma var mikil kona sem sárt er saknað. Frá fyrstu kynnum bar maður mikla virðingu fyrir henni og tók mark á hennar skoðunum og athuga- semdum, hvort sem það snerti heim- ilishagi okkar hjónanna eða dægur- mál líðandi stundar. Hún fékk mann til að skoða hluti og atburði í öðru ljósi. Hún var alltaf vakandi yfir fjöl- skyldunni sinni, hringdi oft til frétta og einnig til að tala um daginn og veg- inn. Hún hugsaði vel um alla í fjöl- skyldunni, sérstaklega um börnin. Alltaf var hún tilbúin með prjónelsi um jólin og alltaf fengu allir eitthvað af handverki hennar. Eftir því var tekið hvað samrýnd hjónin voru en það var mikil sorg og söknuður sem Katrín bar með sér eft- ir að Helgi afi féll frá. Til merkis um það bar hún armbandsúr hans ætíð eftir andlát hans. Nú eru þau saman á ný og munu vaka yfir fjölskyldum okkar. Elsku Katrín amma, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga með þér öll árin. Þín er sárt saknað. Oddný, Sigurgeir og fjölskylda. ✝ Óskar Auðuns-son fæddist í Svínhaga á Rang- árvöllum 6. nóvem- ber 1916. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Auð- unn Jónsson frá Lágafelli í A- Landeyjum, f. 20.2. 1863, d. 1.7. 1923, og Jóhanna Katrín Helgadóttir frá Bakkakoti á Rangárvöllum, f. 24.12. 1874, d. 14.2. 1956. Systk- ini hans voru 13: Helgi, f. 1903, d. 1951, Magnea Katrín, f. 1904, d. 1925, Guðjón Ólafur, f. 1906, d. 1996, Áslaug, f. 1907, lést á fyrsta aldursári, Eiríkur, f. 1908, d. 1930, Ágúst, f. 1909, d. 2003, Margrét Una, f. 1912, d. 1936, Ás- laug, f. 1913, lést ársgömul, Guð- mundur, f. 1914, d. 2004, Guðni, f. 1915, lést ársgam- all, Ásgeir, f. 1918, og Guðbjörg, f. 1920. Óskar ólst upp í Svínhaga og vann við almenn bústörf, ásamt að fara á vertíðir til Vest- mannaeyja. Árið 1952 flutti hann að Minni-Völlum í Landsveit, þar sem hann stund- aði búskap. Árið 2002 fluttist hann á dvalarheimilið Lund á Hellu. Útför Óskars verður gerð frá Skarðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Öllum er afmörkuð stund, sumir lifa langa ævi, aðrir stutta. Sumir berast mikið á, aðrir kjósa að bera verðleika sína ekki á torg. Óskar á Minni-Völlum var maður þeirra gerðar og hann lifði langa ævi. Óskar fæddist í Svínhaga á Rang- árvöllum 6. nóvember 1916 og náði því að verða níræður. Hann var einn af 13 börnum hjónanna Auð- uns Jónssonar og Jóhönnu Katr- ínar Helgadóttur. Þótt ekki hafi alltaf verið til gnægð matar og jafnvel eina kýrin misfarist náðu þau hjónin í Svínhaga með ráð- deild, útsjónarsemi og þrotlausri vinnu að halda barnahópnum sam- an og síðar meir ekkjan. Árið 1952 fluttu systkinin Óskar, Geiri og Guðbjörg ásamt móður sinni að Minni-Völlum í Landsveit. Þá styrktist enn meir það góða samband sem hafði verið milli þeirra systkina og heimilisfólksins í Skarði. Betri og traustari ná- granna en hann og þau systkini hefði vart verið hægt að hugsa sér. Ég var svo lánsöm manneskja að eiga Óskar að vini og fá að njóta alls þess góða og rausnarlega sem hann hafði yfir að búa. Það reyndi ég best þegar stormar næddu um lífsins völl, hvað ég átti góða ná- granna á Minni-Völlum. Óskar var einkar dagfarsprúður og nægjusamur maður. Hans lífs- fylling fólst í að umgangast náttúr- una og skepnurnar og sjá til þess að þeim liði vel. Að fara inn í Veiði- vötn fannst honum öllu öðru skemmtilegra. Rangárvellir, Land- mannaafréttur og Veiðivötn voru honum sannur helgidómur. Hann gerði ekki miklar kröfur til lífsins hann Óskar minn, en kunni svo sannarlega að meta allt sem honum var vel gert. Síðustu misserin skildu lands- hlutar okkur að. Við ræddum þó oft saman í síma okkur til ánægju, þótt fundum bæri sjaldnar saman. Við höfðum afráðið að ég kæmi suður á land um afmælið hans hinn 6. nóvember sl. Þá ætluðum við að fara „hringinn“, þ.e. upp Rangár- velli og niður Landsveitina. Þótt kóngur vilji sigla verður byr að ráða og veikindi hans komu í veg fyrir að við færum ferðina okkar. Þess í stað var ég við sjúkrabeð hans á dvalarheimilinu Lundi á Hellu, þar sem Óskar dvaldi síðan í febrúar 2002 og naut einstakrar aðhlynningar. Við áttum þó góðar stundir saman og ég las upp úr Rangvellingabók og Göngum og réttum, en í þessar bækur vitnaði hann oft. Það ríkti friður og ró er hann lést aðfaranótt 22. nóvember síð- astliðins. Þakklæti og eftirsjá er efst í huga. Bless, Óskar minn, og ég bið að heilsa eins og þú sagðir alltaf. Fjóla Runólfsdóttir og fjölskylda. Mig langar að minnast í örfáum orðum á höfðingja sem var flottur á sinn hátt. Óskar Auðunsson var búandi ásamt systkinum, Guðbjörgu og Ásgeiri, á Minni-Völlum í Land- sveit en þau voru fædd og uppalin í Svínhaga á Rangárvöllum. Ég, sem smástrákur á Lækjarbotnum í sömu sveit, vissi alltaf af Minni- Völlum og þar byggju systkini. Það var ekki fyrr en ég kom að Skarði sem ármaður að ég fór að kynnast þeim systkinunum á Minni-Völlum og ég get fullyrt að það er hverjum manni hollt að upplifa það að kynn- ast sér eldra og reyndara fólki og vera móttækilegur fyrir því sem það miðlar. Á Minni-Völlum var rekið mynd- arbú blandað, þar sem menn gengu að sínum verkum steinþegjandi og hljóðalaust, en af alúð og nærgætni sem var einkenni systkinanna á Minni-Völlum. Það var alltaf tími til að taka á móti gestum ef þá bar að garði, þá var rætt um alla hluti sem komu sveitinni okkar til góða, ennfremur kom pólitík stundum fyrir en menn voru nokkuð sam- mála. Áhugasamur var Óskar um af- réttinn okkar, þar á meðal vötnin, og varð undirritaður þeirrar ánægju aðnjótandi að vera ferða- félagi hans ásamt félögum mínum þeim Jóhanni, Gunna B. og Gunn- ari bróður. Ég get sagt það fullum fetum að kynni félaga minna af Óskari voru þannig að við allir stóðum agndofa á meðan atburða- rás fyrri tíma var lýst, en á milli var gefið á garðann heimabakaðar flatkökur og hangikjöt sem menn slefuðu yfir. Óskar var þúsundþjalasmiður og reddari og ófá skiptin kom hann að redda okkur, bæði er ég átti heima á Skarði og síðar í Króktúni. Óskar, sjáumst síðar. Þórhallur Steingrímsson. Óskar Auðunsson                   ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJÖRNSSONAR frá Siglunesi, Laugarvegi 28, Siglufirði. Ingeborg Svensson, Björn Jónsson, Helena Dýrfjörð, Anna Marie Jónsdóttir, Steingrímur J. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR ÞORVARÐARSONAR, hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, áður til heimilis í Kirkjulundi 8. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið í Holtsbúð. Anna Ragnhildur Haraldsdóttir, Þorgerður Þórdís Haraldsdóttir, Grétar Bjarnason, María Friðrika Haraldsdóttir, Þorsteinn Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, ELÍAS TRYGGVI NORDGULEN, Laugarnesvegi 92, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigríður S. Einarsdóttir, Lúðvík Sigurður Nordgulen, Einar Nordgulen, Eva Samúelsson, Lúðvík Þ. Nordgulen, Margrét H. Helgadóttir, Ólafur Nordgulen, Íris Hall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.