Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 45
dægradvöl
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bg5 Re4
5. Bh4 Rxc3 6. bxc3 dxc4 7. e3 Be6 8.
Db1 Dd5 9. Rf3 Rd7 10. Be2 Bf5 11.
Db2 Bg7 12. 0–0 Rb6 13. a4 a5 14. Rd2
Bd3 15. Bxd3 cxd3 16. Hfb1 Dc6 17.
Da3 0–0 18. c4 Rxc4 19. Rxc4 Dxc4 20.
Bxe7 Hfe8 21. Hd1 Hac8 22. Bg5 c5 23.
Dxd3 cxd4 24. exd4
Staðan kom upp á minningarmóti
Mikhails Tals sem lauk fyrir skömmu í
Moskvu. Rússneski stórmeistarinn
Peter Svidler (2.750) hafði svart gegn
armenskum kollega sínum Levon
Aronjan (2.741). 24. … He1+! og hvít-
ur gafst upp enda drottningin að falla í
valinn. Svidler er um þessar mundir
fjórði stigahæsti skákmaður heims en
Aronjan er í sjöunda sæti. Aronjan lét
þennan ósigur ekki á sig fá og varð
efstur á mótinu ásamt Leko og Pono-
marjov.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Honolúlú.
Norður
♠ÁD5
♥942
♦ÁD74
♣D105
Vestur Austur
♠K107 ♠8642
♥KG10763 ♥85
♦6 ♦KG10953
♣842 ♣7
Suður
♠G93
♥ÁD
♦82
♣ÁKG963
Suður spilar 6G og fær út spaðasjöu.
Í suðursætinu var ein af ungstjörn-
um Bandaríkjamanna, Joe Grue, sem
íslenskir spilarar muna kannski eftir
frá síðustu Flugleiðahátíð. Grue er
atvinnuspilari og keppir auðvitað á
Hawaii. Slemman er vond, en útspilið
hagstætt og Grue tók strax tvo slagi á
spaða með svíningu. Vestur hafði opn-
að á veikum tveimur í hjarta, svo Grue
vissi að báðar svíningar í rauðu litun-
um væru dæmdar til að misheppnast
og ákvað að reyna að endaspila austur í
tígli. Hann tók laufslagina og skildi eft-
ir spaðaásinn í borði, eitt hjarta og
ÁD7 í tígli. Austur varð að halda í þrjá
tígla (annars er tígull dúkkaður) og fór
því niður á einn spaða og eitt hjarta.
Grue tók þá hálitaásana og dúkkaði
tígul yfir á austur, sem varð að spila
upp í gaffalinn í lokin.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 sjóðvitlaus,
8 sporið, 9 svali, 10 endir,
11 setja í óreiðu, 13 nið-
urfelling, 15 viðlags,
18 reiðar, 21 streð,
22 ósönnu, 23 smágerði,
24 handavinna.
Lóðrétt | 2 ákvað,
3 ávöxtur, 4 tæla, 5 snag-
inn, 6 ólmar, 7 tölustafur,
12 hrós, 14 illmenni,
15 gleðskap, 16 ráfa,
17 frétt, 18 duglegar,
19 dáni, 20 sleit.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 Sævar, 4 borða, 7 féllu, 8 lagin, 9 fes, 11 ræða,
13 saur, 14 kaggi, 15 fána, 17 frek, 20 fró, 22 lifur, 23 lof-
ar, 24 sætum, 25 Ránar.
Lóðrétt: 1 sófar, 2 volað, 3 rauf, 4 bols, 5 rugga, 6 agnar,
10 elgur, 12 aka, 13 Sif, 15 felds, 16 nefnt, 18 rófan,
19 kærar, 20 fróm, 21 ólar.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Deilt er um fjárhæðir vegnaendurgerðar fyrsta forsetabíls-
ins sem er mjög fágætur. Af hvaða
gerð er bíllinn?
2 Sýslumannsembættið á Kefla-víkurflugvelli hefur gengið ötul-
lega fram í því að gera upptæk fíkni-
efni á leið inn í landið. Hver er sýslu-
maður þar?
3 Friðrik Rafnsson fjallaði í fyrir-lestri hjá Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur um þýðingu sína á frægri
bók Milans Kunderas. Hvað bók er
það?
4 Veitingahúsinu Naustinu verðurbreytt í annars konar matsölu-
stað með nýjum innréttingum. Hvers
konar veitingahús?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Þekktur leikari lék í íslenskri auglýsingu
á vegum UNICEF. Hver er hann? Svar:
Roger Moore. 2. Kolbrún Baldursdóttir
varaþingmaður hefur lagt til á þingi að
ökuleyfisaldurinn verði hækkaður. Í hvað?
Svar: Í 18 ár. 3. Kvikmyndin Blóðbönd
hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð í Þýska-
landi. Hver leikstýrði myndinni? Svar: Árni
Ólafur Ásgeirsson. 4. Eiður Smári er með
markahæstu leikmönnum á Spáni.
Hversu mörg mörk hefur hann skorað?
Svar: 5 mörk.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
JÓLASVEINNINN Santa Clause hefur orðið með ólík-
indum vinsæll í höndunum á Tim Allen. Þriðja myndin er
komin í hús og malar gull sem þær fyrri. Áhorfendur eiga
örugglega eftir að sjá meira til Jóla því þeim fellur alltaf
eitthvað til til að hressa upp á leiðindin, hjá Disney.
Nú er það Martin Short sem bjargar sýningunni í hlut-
verki kuldaskröggsins Jacks Frost. Hann gerir byltingu í
Jólasveinaveldinu á Norðurpólnum og breytir því í stóran
skemmtigarð og verslanaklasa. Græðgin er búin að leggja
undir sig síðasta vígi sakleysisins á Jarðríki.
Jóli, sem á í upphafi myndar í tilvistarkreppu með nýju
konunni (Mitchell) fær tengdaforeldrana í heimsókn rétt
fyrir jólin. Þá er þessi vinalegi tengdasonur, en tvöfaldi í
roðinu, önnum kafinn í aukavinnunni sem nýi tengdapabbi
(Alan Arkin) og tengdamamma (Ann-Margret) hafa ekki
hugmynd um. Heimilisvinurinn Jack Frost rekur einnig
inn frosið nefið, trítilóður undir niðri af öfund út í hinn vin-
sæla Santa Claus, og linnir ekki látum fyrr en hann hefur
platað út úr honum starfið. En Claus gefst ekki upp.
Dálítið kaldhæðnisleg hugmynd hjá framleiðandanum
að gagnrýna peningabruðlið og kaupmennskuna kringum
jólin því það er vafamál hvort nokkurt fyrirtæki á jarðríki
græðir jafnmikið á hátíðunum og Disney.
Það er önnur saga. Þriðji þáttur er líflegri en þeir fyrri
og það er Short að þakka, hann fær besta bitann, ódáminn
Frost, og gerir honum góð skil. Short er nánast horfinn af
sjónarsviðinu en ekki eru mörg ár síðan hann var í annarri
hverri gamanmynd frá Hollywood og átti magnaða
spretti, líkt og í Father of the Bride og Three Fugitives.
Vonandi verður frammistaða hans hér til þess að hann
kemst aftur á blað – þó það þýði fleiri Jólasveinamyndir
með þeim Allen.
Valdarán í Jólasveinalandi
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjóri: Michael Lembeck. Aðalleikendur: Tim Allen, Eliza-
beth Mitchell, Martin Short, Judge Reinhold. 98 mín. Bandarík-
in 2006.
Jólasveinninn 3 – The Santa Clause 3: The Escape Clause
Jólasveinninn Gagnrýnandi segir þriðju myndina um
jólasveininn vera líflegri en þær fyrri.
Sæbjörn Valdimarsson