Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Jón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) - ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ - 23. nóv - 3. des. NATIVITY STORY FORSÝNING kl. 8 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 9 B.i. 16 ára MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 B.i. 12.ára BÖRN kl. 7 B.i.12.ára A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 10:15 B.i. 16.ára kvikmyndir.is eeee H.J. Mbl. ROFIN PERSÓNUVERND eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL FRÁFÖLLNUHINIR / KEFLAVÍK POSTO DELL'ANIMA, IL Sýnd kl. 5:50 & 10:10 (staður sálarinnar) FATE COME NOI Sýnd kl. 8 (Gerið eins og við) Sýningartímar HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS eeee V.J.V. Topp5.isM.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. eeee S.V. Mbl. eeee H.Ó. MBL eee LIB Topp5.isAsnakjálkar : númer tvö á allar myndir sem sýndar eru á ítölsku kvikmyndahátíðinni Gegn framvísun miða sem var framan á morgunblaðinu Á laugardaginn Býður áskrifendum sínum í bíó1fyrir2 CASINO ROYALE kl. 7 - 10 B.I. 14 SANTA CLAUSE 3 kl. 8 LEYFÐ FLYBOYS kl. 10:10 B.I. 12 / AKUREYRI THE GRUDGE 2 kl. 8 - 10 B.I. 16 SANTA CLAUSE 3 kl. 6 - 10 LEYFÐ DA ZERO A DIECI (Frá einum upp í tíu) kl. 6 LEYFÐ MIRACOLO, IL (Kraftaverkið) kl. 8 LEYFÐ eee A.S. MBL FORSÝNING KL. 8 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Bestur þakkir til FEB ÉG VILDI bara fá að koma á fram- færi bestu þökkum til Félags eldri borgara fyrir að halda á dögunum tölvunámskeið fyrir félagsmenn. Það er ekki auðvelt að vera gamall á tækniöld, en við eldri borgarar nutum góðrar leiðsagnar Þórs G., tölvusérfræðings, á dögunum er hann kenndi okkur helstu undir- stöðuatriði í að vafra um alvefinn og leggja kapal. Því hef ég nú sjálfur keypt mér eina af þessum svokölluðu tölvum og get nú nálgast gríðarlegt upplýs- ingamagn í frístundum. Einnig var okkur kennt að búa til veffang, og vil ég þakka aðstandendum Vísis fyrir að bjóða upp á frábæra frípóstsþjón- ustu. Einn þakklátur. Ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef … ÉG HEF alltaf kosið Sjálfstæðis- flokkinn hingað til en ég mun ekki gera það í næstu alþingiskosningum ef tiltekinn maður fer þá í framboð fyrir hann í Suðurlandskjördæmi eða annars staðar. Þessi maður hef- ur gert sig sekan um alvarlegan auðgunarglæp í opinberu trúnaðar- starfi eins og alkunna er. Þó svo hann hafi verið dæmdur fyrir þetta og afplánað refsingu ásamt ítrekuð- um afsökunar- og fyrirgefningar- beiðnum af hans hálfu upp á síðkast- ið breytir það engu. Eitt tapað atkvæði skiptir kannski ekki miklu fyrir flokkinn. En drop- inn holar steininn. Reynir Eyjólfsson, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Léleg þjónusta ÉG FÓR til Skraddarans á horninu á Vatnsstíg fyrir viku til þess að láta gera við kápuna mína. Ég bað mann- inn að skipta um rennilásinn fyrir mig. En þegar maðurinn minn sótti kápuna á laugardagsmorgni viku síðar var búið að stytta rennilásinn, sem ég bað aldrei um. Þá var hringt til Skraddarans til að kvarta en mað- ur fékk bara dónaskap, hroka og yfirgang framan í sig. Er þetta þjón- usta sem kúnninn á að fá? Barbara Helgason. Hvar fæst fiskur á viðráðanlegu verði? HVAR í ósköpunum er hægt að fá fisk á viðráðanlegu verði? Þarf fisk- verð að vera svona hátt? Mér blöskr- aði svo í gær þegar ég fór í fiskbúð eina, sem er ein af þessum fisk- búðarkeðjum svokölluðu, því verðið er orðið svo óheyrilega hátt. Ég spurði afgreiðslumanninn hvort fólk væri ekki undrandi á verðinu og svaraði hann því játandi og margir hættu við að kaupa sem og ég gerði og hafði annað í matinn. Gott væri að fá verðkönnun til að sjá hvar hægt er að kaupa fisk á hag- stæðasta verðinu því ég ákvað að við þessa fiskverslunarkeðju myndi ég ekki versla framar og ég er viss um að þeir sem halda verðinu í lágmarki munu fá þá kúnna sem ekki vilja borga þetta okurverð fyrir soðn- inguna. Miðaldra húsmóðir. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Demantsbrúð- kaup | Í dag, 30. nóvember, eiga hjónin Jón Svavar Björg- vinsson og Anna Margrét Elías- dóttir 60 ára brúðkaups- afmæli. Jón Svavar er frá Kirkjubóli í Reykjavík en Anna Mar- grét (Lilla) er frá Garðshorni á Ísafirði. Þau hafa verið búsett í Bandaríkjunum síðan 1953. Þau búa nú í Clearwater í Flórída. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir og Elva Rún Valgeirsdóttir, héldu tom- bólu og söfnuðu þær kr. 1.628 til styrktar Rauða krossi Íslands. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Víkverji er áhyggju-fullur núna. Hann er að kaupa sína fyrstu íbúð og þarf því að taka lán. Íbúðin var dýr að mati Víkverja en ekki dýrari en gengur og gerist núna á fasteignamarkaðinum. Víkverji er einn á báti og því er strembið að taka lán, aðeins einar tekjur að spila úr. Gjöldin sem leggjast ofan á íbúðarverðið eru líka endalaus, svo ekki sé talað um pappírs- vinnuna sem fylgir þessu. Það er ekki verið að gera ungu fólki (sem vill ekki drukkna í skuldum) auðvelt fyrir að koma und- ir sig fótunum í þessu þjóðfélagi þar sem allt er rándýrt með ofurvöxtum. Það er ekki langt síðan Víkverji kom úr námi og því ekki úr digrum sjóðum að taka, hann skuldar þó lítið því með náminu vann hann alltaf mikið til að eiga til hnífs og skeiðar. Úr því að Víkverji var sparsamur á námsárum sínum á hann líka lítið í nýju íbúðina. Hann þarf að kaupa sér ísskáp, þvottavél, sófasett, rúm, eldhúsborð, stóla, skáp og gardínur auk margs fleira. En Víkverji er ekki nýjungagjarn og þakkar því fyrir búðir eins og Góða hirðinn sem mun eflaust bjarga honum. Auk þess sem Víkverji sér ekki að hann þurfi að kaupa þetta allt strax í einni lotu. Víkverji er samt glaður yfir að hafa keypt sér íbúð og vera kominn með samastað. Hann var orðinn mjög leiður á því að þvælast á milli leiguíbúða á okurverði, því eins og með fasteignaverðið er leiguverðið sprengt í loft upp, og sér fyrir sér náðuga daga í nýju íbúðinni þar sem hann getur neglt í veggi og valið málningu eins og honum sýnist. x x x Víkverji fær grænar af sumumjólaauglýsingum sem óma nú í útvarpinu og þá sérstaklega einni frá bílasölu hér í bæ. Í auglýsingunni er þekkt jólalag tekið en í staðinn fyrir hefðbundna textann er sungið nafnið á bílasöl- unni og hvar hún er til húsa, aftur og aftur og aftur. Víkverja finnst þetta svo leiðinleg auglýsing að hann skiptir alltaf um stöð þegar hún er spiluð og finnst að útvarpsstöðvar ættu ekki að spila hana ef þær vilja halda í hlustun. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is       dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 30. nóvember, 334. dag- ur ársins 2006 Orð dagsins : Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.) ÞRIÐJA myndin um hinn truflaða Jigsaw og ráðabrugg hans verður frumsýnd á morgun. Myndin nefnist Saw III og er stranglega bönnuð innan 16 ára og þykir alls ekki fyrir viðkvæma. Téður Jigsaw gengur enn laus en hann er þekktur fyrir að láta fórnarlömb sín leysa afar óhugnan- legar og oft óhugsandi þrautir til þess eins að halda lífi. Í þetta sinn hefur Jigsaw fengið sér til fulltingis lærlinginn Amöndu og saman halda þau uppteknum hætti. Saw III verður sýnd í Laugarásbíói, Sambíóunum í Álfabakka og Borgarbíói á Akureyri. Frumsýning | Saw III Saw III Jigsaw hafur fengið lær- linginn Amöndu í lið með sér. Jigsaw snýr aftur Erlendir dómar The Hollywood Reporter: 70/100 Metacritic: 48/100 Variety: 60/100 The New York Times: 40/100 Allt skv. Metacritic. YFIRSTÉTTARMÚSIN Robbi (Roddy) hefur það gott sem uppá- halds gæludýr í fínu húsi í Kensing- ton hvefinu í Lundúnum. Rót kemst á tilveru hans þegar rottan Siddi (Sid) skolast uppúr vaskinum og inn á hið fína heimili. Robbi reynir að losna við félagann úr íbúðinni og freistar þess að sturta honum niður um klósettið. Sú aðgerð fer þó ekki betur en svo að Robbi endar sjálfur í klósettskálinni og sturtast niður í holræsaborgina Ratropolis. Í leið sinni aftur í fínu íbúðina lendir Robbi í ýmsum ævintýrum og kynn- ist meðal annars henni Rítu. Skolað í burtu (Flushed Away) er frumsýnd á morgun í Sambíóunum í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri, Laugarásbíói og Selfossbíói. Myndin er sýnd bæði með ensku og íslensku tali. Með aðalhlutverk í þeirri fyrrnefndu fara Hugh Jack- man, Kate Winslet, Ian McKellen, Jean Reno, Bill Nighy og Andy Serkis en í þeirri íslensku þau Felix Frumsýning | Flushed Away Skolað í burtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.