Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 29
UNDANFARIÐ hef ég velt því
mikið fyrir mér hvort fólk á hægri
kantinum nái ekki að skilja um-
hyggjunna sem fylgir félagshyggju
og því að byggja upp gott velferð-
arkerfi til að tryggja að allir hafi
jafnan rétt og jöfn tækifæri og að
enginn búi við fátækt. Ég hef
nefnilega orðið aðeins vör við niðr-
andi tal um fé-
lagshyggju, að hún sé
gamaldags og jafnvel
af illu sprottin. Hvað
er gamaldags við fé-
lagshyggju? Er heim-
urinn núna í alvör-
unni orðinn svo
firrtur og mikið
breyttur að raunveru-
leg gildi eins og
náungakærleikur, um-
hyggja og velferð fyr-
ir alla séu orðin
úreld? Hvernig má
það eiginlega vera?
Eru þetta ekki æðstu gildi lífsins á
jörðinni? Ef allt fólk og öll fyr-
irtæki bæru umhyggju fyrir fólki í
kringum sig þá gætum við lifað í
mun betri heimi þar sem nútíma-
þrælahald og ofbeldi þekktist ekki.
Nútímafélagshyggja á akkúrat
ekkert skylt við kommúnisma
austantjaldsins. Fasismi er til
bæði vinstra og hægra megin í
pólitík og félagshyggja og vilji til
að byggja upp gott velferðarkerfi,
sem kemur sér vel fyrir allt sam-
félagið í heild, á akkúrat ekkert
skilið við fasisma af neinu tagi.
Nútímafélagshyggja byggir á
því að vilja tryggja umhyggju, vel-
ferð, jöfn tækifæri og jafnan rétt
fólksins innan samfélagsins. Er
eitthvað gamaldags eða neikvætt
við það? Nei, aldeilis ekki.
Fremstu lönd heims, Norð-
urlöndin, byggja sitt samfélag á
nútímafélagshyggju. Öll Norð-
urlöndin hafa byggt upp mjög góð
samfélög þar sem fólk er yfir höf-
uð ánægt með að borga skattana
sína því það hefur vissu fyrir því
að það fær fyrir það góða þjónustu
kerfisins á öllum sviðum. Það var
byggt upp af áratuga ötulu starfi
félagshyggjufólks (sósíal-
demókrata) í stjórnum þeirra
landa. Á Norðurlöndunum eru
bestu mennta- og heilbrigðiskerfin
sem tryggja jafnan
aðgang allra án gjald-
töku. Eitt af fáum
málum sem misfórust
á þessum löndum
voru innflytjenda-
málin, þar sem löndin
voru einfaldlega ekki
nógu vel undirbúin
fyrir að þangað
streymdi fólk alls
staðar að í stórum
hópum. Þar gerðu
þeir mistök vegna
þess að þeir und-
irbjuggu það ekki
nógu vel og hafa nú goldið fyrir
það í Svíþjóð og Danmörku þar
sem hægri-flokkar komust að í
stjórn meðal annars vegna þessara
mála. Að öðru leyti hafa fé-
lagshyggjuflokkar Norður-
landanna staðið sig ofboðslega vel
í uppbyggingu samfélaga sem eru
með þeim fremstu í heimi hvað
varðar velferð fólksins.
Réttlátara samfélag
Það að tryggja öllum borgurum
landsins jöfn tækifæri til mennt-
unar og koma í veg fyrir mis-
munum í grunnþjónustu sam-
félagsins er einfaldlega ávísun á
réttlátara samfélag fyrir okkur öll.
Íslendingar þurfa að fara að passa
sig á því að horfa ekki of mikið til
Bandaríkjanna hinna „frjálsu“ þar
sem fólki er mismunað alveg of-
boðslega, bæði hvað varðar mennt-
un og heilbrigðisþjónustu. Þar eru
það hinir ríku sem hafa forskot og
frekari tækifæri innan þjónustu á
þessum sviðum en hinir fátæku
hafa ekki færi á að koma sér út úr
fátæktinni.
Að sjálfsögðu er það betra fyrir
okkur öll að samfélagið byggi á
traustum grunni sem við öll getum
leitað til þegar við þurfum á því að
halda. Gott menntakerfi sem veitir
öllum jafnan aðgang, án tillits til
fjárhagslegrar stöðu, tryggir okk-
ur grunn sem getur ekki annað en
vaxið og dafnað. Það að fólk fái
síðan tækifæri til athafna á vinnu-
markaði, stofni fyrirtæki o.s.frv. á
ekki að þýða að það geti misnotað
sér annað fólk til að búa til pen-
inga fyrir sig. Þess vegna verður
að tryggja réttindi hins vinnandi
fólks og hafa lög um lágmarks-
laun. Lágmarkslaunin mega held-
ur ekki vera svo lág að þau nái
ekki utan um lágmarksframfærslu
fólks. Á Íslandi í dag ætti ekki ein
einasta manneskja að þurfa að búa
við fátækt. Það þarf að breyta lög-
um og hækka lágmarkslaunin
þannig að tryggt sé að enginn
þurfi að lifa nálægt fátækt-
armörkum.
Ræktum umhyggju og náunga-
kærleika, tryggjum jöfn tækifæri
og jafnan rétt fólksins í almenni-
legu velferðarkerfi – tryggjum nú-
tímafélagshyggju meirihluta á Al-
þingi í kosningum í vor.
Kærleikur í félagshyggju
Andrea Ólafsdóttir
fjallar um félagshyggju »Ræktum umhyggjuog náungakærleika,
tryggjum jöfn tækifæri
og jafnan rétt fólksins í
almennilegu velferð-
arkerfi ...
Andrea Ólafsdóttir
Höfundur gefur kost á sér í 2.–4. sæti
í prófkjöri VG á höfuðborgarsvæðinu.
FYRIRTÆKIÐ Alcan hefur ný-
verið rekið 3 starfsmenn er unnu
við álverið í Straumsvík. Væri það
vart í frásögur færandi nema
vegna þess hve máls-
atvik eru öll und-
arleg. Það hafði aldr-
ei verið sett út á störf
þremenninganna.
Þessir þrír starfs-
menn höfðu allir verið
heiðraðir fyrir 25 ára
vel unnin störf hjá
fyrirtækinu. Auk þess
hafði þeim verið hrós-
að sérstaklega fyrir
um það bil fjórum
mánuðum fyrir að
koma skála 3 í
Straumsvík í gang
eftir bilun. Fullyrðingar fram-
kvæmdastjóra rafgreiningar
Gunnars Guðlaugssonar í hópi
kerskálamanna þess efnis að ég og
félagar mínir hafi fengið áminn-
ingarbréf eru rangar.
Ég er einn þessara þriggja
starfsmanna og var mér sagt upp
án þess að hafa nokkurn tímann
hlotið viðvörun eða skammir. Það
sama á við um félaga mína. Ég hef
starfað á álverssvæðinu í Straums-
vík frá því ég var 16 ára gamall
árið 1966. Fyrst sem lærlingur hjá
Héðni (HSH) og síðan hjá Vél-
smiðju Péturs Auðunarsonar í 9
ár. Störf hjá álverinu sjálfu hóf ég
svo árið 1979. Þar af leiðandi hef
ég verið á launaskrá hjá álverinu í
tæp 28 ár og átt farsælan starfs-
feril.
Grunur leikur á að uppsagnir
Alcans í Straumsvík séu til þess
að komast hjá því að greiða mönn-
um áunnin réttindi, eins og hálf
laun í 3 ár samfleytt komist menn
á eftirlaun. Einnig áunnin sum-
arfrí sem eru lengri en fyrr. Ég
hafði til dæmis leyft mér að biðja
um 2 mánaða sum-
arfrí á næsta ári.
Starfsmenn Alcan
eiga rétt á flýttum
starfslokum eftir 28
ára starf og 55 ára
aldur en þau kosta fé-
lagið u.þ.b. 6 milljónir
á starfsmann. Verka-
lýðsfélögin og Christi-
an Roth, fyrrverandi
forstjóri álversins,
gerðu kjarasamning
um þessi réttindi,
vegna þess að flestir
starfsmenn álversins
eru alla starfsævina útsettir fyrir
meiri mengun en gengur og gerist
á almennum vinnumarkaði. Þó svo
ég og fleiri hafi bent á algenga
sjúkdóma samstarfsmanna okkar
sem beinlínis orsakast af þessu
vinnuumhverfi er sönnunarbyrðin
í slíkum málum alltaf mjög erfið.
Það eru breyttir tímar í
Straumsvík. Hið margrómaða
starfsumhverfi er ekki lengur fyr-
ir hendi. Eigendur álversins eru
greinilega að þrýsta á um lækkun
launakostnaðar. Nú hafa menn af
pólsku og lettnesku bergi brotnir
verið ráðnir inn í álverið í nafni
verktaka til vinnu. Þannig lækkar
launakostnaður og Alcan þarf ekki
að uppfylla réttindi eigin starfs-
manna gagnvart þessum erlendu
gestum okkar. Það er slæmt ef
þessir menn eru látnir vinna störf,
sem við vitum nú þegar að eru
heilsuspillandi, á lágum launum og
ef þeim sem þau störf hafa unnið
er sagt upp í staðinn til þess að
fyrirtækið losni við skuldbindingar
sínar gagnvart þeim.
Nú vilja forsvarsmenn Alcan
stækka álverið. Ég held að það
væru mikil mistök hjá okkur
Hafnfirðingum að framlengja
skipulagsslysið sem álverið í
Straumsvík er. Við getum ekki
lagt þær byrðar á börn okkar og
barnabörn að álverið nær þrefald-
ist með okkar samþykki. Meng-
unin frá álverinu dreifist um allan
Hafnarfjörð og skaðabætur sem
okkur er nú lofað geta ekki komið
í staðinn fyrir hreint loft og fagr-
an bæ.
Það er mikilvægt að fyrirtæki
eins og Alcan sem er með stóran
hóp starfsfólks sem vinnur störf
við erfiðar aðstæður standi við
skuldbindingar sínar og komist
ekki upp með að hrista þær af sér
með undanbrögðum.
Trúlega hafið þið ekki
staðið ykkur nógu vel
Jón Marteinsson fjallar um upp-
sagnir og starfsemi Alcan í
Straumsvík
» Það eru breyttirtímar í Straumsvík.
Hið margrómaða starfs-
umhverfi er ekki lengur
fyrir hendi. Eigendur
álversins eru greinilega
að þrýsta á um lækkun
launakostnaðar.
Jón Marteinsson
Höfundur er fyrrverandi starfsmaður
Alcan nr. 743 og flokksbundinn sjálf-
stæðismaður.
ENGINN íbúi
Grundarhverfis sem
ég hef hitt und-
anfarnar vikur vissi af
áformum skipulags-
og byggingarsviðs
Reykjavíkur um að
staðsetja hreinsistöð
fyrir fráveitu, þ.e.
skólphreinsistöð,
framan við nýbyggðan
vistvænan leikskóla og
í næsta nágrenni við
íþróttamiðstöð og
grunnskóla hverfisins.
Kynningin á þessari
framkvæmd, sem
ágætur hverf-
isarkitekt kvaðst í
Morgunblaðinu í gær
hafa staðið fyrir á
hreinsunardegi í
ágúst, hefur því farið
framhjá öllu þessu
fólki. Enda við-
urkennir hann að sá liður hafi ekki
verið í auglýstri dagskrá.
Eftir að auglýsing birtist í dag-
blöðum 18. október sl. og á vef
skipulagssviðs um tillögu að breyt-
ingu á deiliskipulagi Grundarhverfis
átti ég von á að skipulagsyfirvöld,
íbúasamtök eða hverfisráð stæðu
fyrir kynningarfundi um málið.
Fundað hefur verið af minna tilefni á
Kjalarnesi. Sá fundur hefur ekki enn
verið auglýstur. Þegar einsýnt þótti
að afgreiða ætti tillöguna með þögn-
inni gengum við nokkur í hús í
Grundarhverfi og sýndum nágrönn-
unum deiliskipulagstillöguna. Und-
antekningalaust voru allir sem ég
hitti andvígir þessari staðsetningu.
Því til staðfestingar skrifuðu 113
íbúar undir mótmæli. Má segja að
fólk í nær öllum húsum í Esjugrund,
Víkurgrund og Búagrund hafi skrif-
að á listann, en þær götur liggja
næst fyrirhugaðri stað-
setningu. Eins skrifuðu
á listann íbúar sem fjær
búa, þótt þeir hafi ekki
verið heimsóttir eins
skipulega.
Í kynningargögnum
yfirvalda er alltaf talað
um hreinsistöð fráveitu
og gert ráð fyrir að
gámabíll sæki úrgang í
hana í hverri viku. Við
sem notum bara al-
mennt mælt mál skilj-
um þessi orð bók-
staflega. Hreinsistöð –
sækja úrgang. Ekki er
minnst á dælingu né
sýnd lögn út í sjó frá
stöðinni á deiliskipulag-
stillögunni. Leið gáma-
bílsins á að liggja um
skólasvæðið, þar sem
fjöldi barna er jafnan á
ferli, og svo um göngu-
stíg að fyrirhugaðri
hreinsistöð. Það brýtur
m.a. í bága við umferð-
arlög.
Kjalnesingar eru
ekki mótfallnir því að
skólpið frá þeim sé hreinsað, en þeir
vilja ekki 6 metra háa og 300 m2
stóra hreinsistöð á þessum stað. Við
trúum ekki öðru en að finna megi
þessari starfsemi aðra staðsetningu
sem meiri sátt er um. Því skorum við
á skipulagsyfirvöld að skoða málið
betur og hafa íbúana með í ráðum.
Skólphreinsi-
stöð kynnt
með þögninni
Guðni Einarsson
fjallar um mótmæli
við fyrirhugaðri
hreinsistöð fráveitu
á Kjalarnesi.
Guðni Einarsson
»Kjalnesingareru ekki
mótfallnir því að
skólpið frá þeim
sé hreinsað, en
þeir vilja ekki 6
metra háa og
300 m2 stóra
hreinsistöð á
þessum stað.
Höfundur er blaðamaður
og býr í Grundarhverfi.
Fréttir á SMS