Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 27
íga MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 27 flugumferðar- og flugvallarstjórnunar í Kosovo og Afganistan er dæmi um „sérhæft framlag“, sem vakti verulega athygli innan bandalagsins. Spyrja má hvort Ísland gæti lagt eitthvað fleira slíkt af mörkum. Í upplýsingaefni frá NATO kemur fram að sérstök áherzla sé nú lögð á varnir gegn tölvu- og nethernaði, þ.e. árásir á tölvu- og netkerfi bandalagsins og aðildarríkjanna. Þar kemur einnig fram að í þriðja fámennasta aðild- arríkinu, Eistlandi, verði senn sett á stofn mið- stöð þar sem þróa eigi slíkar varnir. Spyrja má hvort Ísland, með vaxandi hugbúnaðariðnað og umtalsverða þekkingu á þessu sviði, ætti ekki er- indi í slíkt samstarf. Jafnframt er á vegum NATO rekið samstarfs- verkefni (SCP, Sealift Capability Package upp á ensku), sem gengur út á að tryggja NATO trygg- an aðgang að nokkrum svokölluðum roro-skipum, (e. roll-on/roll-off), þar sem stór farartæki geta ekið hindrunarlaust um borð og frá borði. NATO þarf á slíkum skipum að halda, meðal annars til að koma búnaði hraðliðsins á milli landa á sem skemmstum tíma. Aftur má spyrja hvort ríki, þar sem rekin eru öflug skipafélög, ætti ekki erindi í slíkt samstarf, en Ísland er ekki á meðal þeirra ellefu aðildarríkja, sem skrifað hafa undir sam- starfssamning um verkefnið. Það eru hins vegar t.d. bæði Noregur, Danmörk og Bretland. Aukinn kostnaður heima fyrir Heima fyrir er líka nokkuð ljóst að kostnaður við varnir og öryggi landsins eykst á næstu árum. Þegar hefur verið ákveðið að verja mjög auknu fé til Landhelgisgæzlunnar með kaupum á nýju varðskipi, þyrlum og eftirlitsflugvél. Líklegt er að enn verði að efla Gæzluna, meðal annars vegna áforma um stórfellda eldsneytisflutninga um ís- lenzka lögsögu. Þá mun kostnaður við lögregluna fara vaxandi, bæði vegna sérsveitarinnar og greiningardeildar, sem áformað er að koma upp við embætti ríkislögreglustjóra. Ekki er ljóst hvort það yrði hluti af slíkri grein- ingardeild, en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nú innan stjórnkerfisins rætt um hugsanlega þörf á einhvers konar stofnun, sem hefði með höndum upplýsingamiðlun og -úr- vinnslu, m.a. um ferðir skipa og flugvéla við land- ið. Slík stofnun þyrfti að geta safnað saman upp- lýsingum frá ratsjárkerfinu, lögreglu, tollgæzlu, landhelgisgæzlu og hugsanlega öðrum stofn- unum, og miðlað til samstarfsríkja okkar í NATO. Þá þyrfti jafnframt mannskap til að flokka og greina sambærilegar upplýsingar, sem bærust frá nágrannalöndunum í miklu magni. Starfsemi af þessu tagi kostar líka peninga. Óvíst er hvaða kostnað Ísland mun bera af rat- sjár- og loftvarnakerfinu eftir viðræður við NATO og Bandaríkin, en gera verður ráð fyrir að hann verði einhver. Sömuleiðis mun einhver rekstrarkostnaður fylgja því að starfrækja öryggissvæðið á Kefla- víkurflugvelli, sem ætlað er flugvélum samstarfs- ríkja og áhöfnum þeirra. Af þessari upptalningu er nokkuð ljóst að inn- an nokkurra ára kann kostnaður Íslands við eigið öryggi og varnir að nema milljörðum króna, fremur en fáeinum hundruðum milljóna, eins og nú er. Þá stendur Ísland kannski líka betur undir nafni sem „bandamaður“ í NATO. flutningum styðja við bakið á aðildarríkjunum, sem standa í eldlínunni í sunnanverðu Afganist- an, þar sem átökin við talibana eru hörðust. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður þar um þungaflutninga að ræða, annaðhvort með flugvélum í eigu íslenzku flugfélaganna eða vél- um, sem leigðar verða af erlendum flugfélögum. Ísland hefur áður fjármagnað flug á vegum NATO til Afganistans. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við þessar aðgerðir Íslendinga í þágu friðargæzl- unnar í Afganistan. Sú gagnrýni, sem kom fram á Ríga-fundinum á fyrirvara ýmissa NATO-ríkja við það hvernig liðsafla þeirra í Afganistan er beitt, snýr ekki að Íslandi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins ríkir fullur skilningur á því meðal samstarfsríkjanna í NATO að íslenzkir friðargæzluliðar eru ekki her- menn og eiga ekkert erindi í framlínu átaka – jafnvel þótt Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, hafi mismælt sig í gær og talað um fulltrúa herafla allra aðildarríkj- anna, þar sem íslenzkur lögreglumaður stóð með 25 hermönnum frá hinum NATO-ríkjunum. Fleiri „sérhæfð framlög“? Á leiðtogafundinum í Ríga var lögð mikil áherzla á að aðildarríkin ykju framlög sín til varnar- og öryggismála. Það liggur í augum uppi að Ísland mun á næstu árum leggja meira fé til alþjóðlegra friðargæzluverkefna, m.a. í ljósi yfirlýsingar for- sætisráðherra í Ríga. Athygli vekur að í lokayfirlýsingu leiðtoga- fundarins er lögð meiri áherzla en áður á hinn borgaralega þátt alþjóðlegra aðgerða af því tagi, sem NATO stýrir nú í Afganistan. Verði það raunin, má gera ráð fyrir að þrýstingur aukist á Ísland, sem ekki hefur yfir herafla að ráða en hef- ur hins vegar færa borgaralega sérfræðinga á ýmsum öðrum sviðum, að leggja meira af mörk- um. Á leiðtogafundi bandalagsins í Prag fyrir fjórum árum var mörkuð stefna um „sérhæfð framlög“, þ.e. framlög þar sem einstök aðildarríki hefðu einhverja verðmæta sérfræðiþekkingu, sem nýttist bandalaginu. Framlag Íslendinga til til nágrannaríkja sinna, sem hefðu í för með sér að þau þyrftu að bæta við sig nýjum mannskap eða búnaði. Áherzla er þess vegna lögð á að ná samkomulagi um einhvers konar verkaskiptingu milli ríkjanna, verði af samstarfi. Augljóslega er mest vænzt af viðræðum við Noreg, enda er það eina ríkið sem hefur opinberlega og að fyrra bragði lýst yfir vilja til að taka þátt í vörnum Ís- lands, eins og fram kom hér í blaðinu þarsíðasta sunnudag. Þegar það liggur fyrir hvað nágrannaríkin fjögur eru hugsanlega tilbúin að leggja af mörk- um í samstarfi við Ísland, getur komið til kasta Atlantshafsbandalagsins að koma að einhvers konar heildarsamkomulagi um varnir Íslands. Líklegt er að ríkin leggi öll áherzlu á að framlag þeirra til varnar- og öryggismála Íslands verði skilgreint með formlegum hætti innan ramma NATO. Meðal annars gætu þau horft til þess, í ljósi takmarkaðs mannskapar, fjármuna og tækjabúnaðar, að ef NATO telji mikilvægt að þau sinni eftirliti á hafsvæðinu í kringum Ísland, verði þau leyst undan einhverjum öðrum skyldum í þágu bandalagsins á meðan. Orkuöryggi og norðurhöf Þá þarf NATO að koma að viðræðum um framtíð íslenzka loftvarnakerfisins. Ratsjárstöðvarnar voru á sínum tíma byggðar með fé frá NATO, en Bandaríkin hafa staðið undir rekstrarkostnaði við þær. Það munu þau gera fram til 15. ágúst á næsta ári. Ísland hefur óskað eftir viðræðum við NATO og Bandaríkin um hvað taki þá við, en rekstur stöðvanna kostar um 1,2 milljarða króna á ári. Í lokayfirlýsingu Ríga-fundarins er að finna grein um orkuöryggi, sem er nýmæli í stefnu bandalagins. Þar er fastaráði NATO falið að skil- greina þær hættur, sem helzt steðja að orku- öryggi og skilgreina hvar NATO getur orðið að liði með stuðningi við aðildarríkin. Þessi grein segir út af fyrir sig ekki mikið og hún er væntanlega fyrst og fremst tilkomin vegna þess að innan NATO hafa menn áhyggjur af því að Rússar muni beita „orkuvopninu“ í sam- skiptum við nágrannaríki sín. Hins vegar ber á það að líta að áhugi Norðmanna á samstarfi við Ísland í varnarmálum er fyrst og fremst sprott- inn af áhyggjum þeirra af orkuöryggi – þeir vilja tryggja flutningaleiðirnar fyrir gas og olíu frá nýjum vinnslusvæðum í Barentshafi um Norður- Atlantshafið. Þótt athygli NATO beinist í dag ekki að þessum flutningum – enda hefur banda- lagið um nóg annað að hugsa og flutningarnir hefjast ekki fyrr en á næsta ári – gæti þessi grein í lokayfirlýsingunni verið fyrsti vísir að því að bandalagið fengi á ný aukinn áhuga á norður- höfum. Aukin framlög til friðargæzlu Friðargæzla Atlantshafsbandalagsins í Afganist- an var stærsta málið á fundinum í Ríga. Mikil áherzla var lögð á að aðildarríkin stæðu við skuld- bindingar bandalagsins gagnvart Afganistan og þar er Ísland ekki undanskilið, þótt það hafi eng- um herafla yfir að ráða. Geir H. Haarde lýsti því yfir á fundinum að Ísland myndi leggja meira fé til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganist- an. Hvort það þýðir fjölgun friðargæzluliða í landinu liggur ekki fyrir, en líklegt verður að telja að svo verði. Þá lofaði Geir því að Ísland myndi með loft- gistómarúm Í HNOTSKURN»Á leiðtogafundi NATO var gengið fráþví að Ísland hefji viðræður við Dan-mörku, Bretland og Kanada, auk Noregs, um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. » Geir H. Haarde lýsti því yfir að Íslandmyndi taka stöðu sína upp í fastaráði bandalagsins á næstu mánuðum. » Ályktun um orkuöryggi gæti veriðfyrsta skref í því að auka áhuga NATO á norðurhöfum á ný. » Ísland mun auka framlög sín til frið-argæzlu í Afganistan. » NATO leggur aukna áherzlu á borg-aralegan þátt friðargæzluaðgerða. » Eftir fáein ár kann kostnaður Íslandsvegna öryggis- og varnarmála að nema nokkrum milljörðum, en er nú undir einum milljarði. AP agsins í Ríga í gær var þrýst á aðildarríkin að auka framlög sín til varnar- og öryggismála. olafur@mbl.is irlýsingu, þar sem hann fagnaði því að óvissu undanfar- inna mánaða um það hvort tækist að koma hraðliðinu sam- an, væri eytt. Scheffer sagði að náðst hefði samkomulag á fundinum um fjármögnun aðgerða hraðliðsins, sem gripið væri til með skömmum fyrirvara, en það þýðir að ríki, sem senda sveitir af stað, fá stuðning frá öðrum aðildarríkjum. Þetta sagði framkvæmdastjórinn að myndi hvetja ríki til að leggja sitt af mörkum. NATO og Svíar kaupa flugvélar Eitt meginvandamál hinna evrópsku NATO-ríkja er að þótt þau hafi yfir tvær milljónir manna undir vopnum, eiga þau ekki flugvélar til að koma þeim yfir hálfan hnöttinn á skömmum tíma, eins og hugmyndin að baki hraðliðinu ger- ir ráð fyrir. Í Ríga var því mikið gert úr samkomulagi þrettán aðildarríkja, auk Svíþjóðar, sem ekki á aðild að NATO, um að taka sig saman um að kaupa þrjár eða fjórar langdrægar C-17 flutningaflugvélar. Fyrsta vélin á að verða komin í gagnið á næsta ári og kaup á fleiri slíkum flugvélum eru áformuð. Þá var á fundinum skrifað undir samning um kaup á fyrsta eldflaugavarnakerfinu fyrir NATO-heri, en það á að verja hermenn á vettvangi fyrir árásum eldflauga. Í loka- yfirlýsingu leiðtoganna er mjög ákveðið orðalag um fram- lög aðildarríkjanna til varnarmála. Ríki, sem hafa dregið úr útgjöldum, eru hvött til að stöðva samdráttinn og auka raunútgjöld sín til málaflokksins á ný. Þarna er tekið dýpra í árinni en áður, en engu að síður er ástæða til að efast um að til dæmis í Þýzkalandi náist pólitísk samstaða um að auka verulega útgjöldin til varnarmála. að styrkja samstarfið við ríki, sem hafi „sömu hagsmuni og viðhorf“ og NATO-ríkin og leggi nú þegar sitt af mörkum til hernaðaraðgerða bandalagsins eða geti gert það í fram- tíðinni. Engin nöfn eru hins vegar nefnd. NATO hefur í vaxandi mæli látið til sín taka í þjálfun herliðs ríkja utan bandalagsins, meðal annars til að gera hermenn í stakk búna til að taka þátt í alþjóðlegum frið- argæzluverkefnum. Á leiðtogafundinum var samþykkt að bjóða ýmsum samstarfsríkjum NATO í Mið-Austurlöndum upp á stuðning við þjálfun, fyrst um sinn í varnarmálahá- skóla NATO í Róm, en síðar er ætlunin að NATO styðji uppbyggingu þjálfunarmiðstöðvar í Mið-Austurlöndum. Hraðliðið klárt í slaginn Mikil áherzla hefur verið lögð á það í Ríga að sýna að hin hernaðarlega umbreyting bandalagsins sé komin vel á veg, en hún á að felast í því að í stað þess að hermenn sitji í her- búðum í heimalandinu og bíði af gömlum vana eftir innrás frá stórveldi, sem leið undir lok fyrir fimmtán árum, séu þeir reiðubúnir að stökkva upp í flugvél með skömmum fyrirvara og fara hvert á land sem er til að stilla til friðar eða berjast við hryðjuverkamenn og útlagaríki. Til að sýna fram á að NATO sé á réttri leið í þessum efnum, hefur með- al annars verið sett upp mikil sýning í íþróttahöll, sem stendur við hlið Ólympíumiðstöðvarinnar í Ríga, þar sem leiðtogafundurinn fór fram. Jaap de Hoop Scheffer var kampakátur að geta lýst því yfir í fundarlok að 25.000 manna hraðlið NATO, sem hefur verið í undirbúningi undanfarin fjögur ár, væri nú klárt í slaginn. „Það er meiriháttar árangur,“ sagði hann. James L. Jones, yfirherforingi NATO, sendi sömuleiðis frá sér yf- Úkraína og Georgía fá líka sína hvatningu og fram kem- ur að haldið verði áfram viðræðum við ríkin um hugs- anlega aðild, en tekið fram að engu sé lofað um ákvörðun í því efni. Þá ákváðu leiðtogarnir að taka Serbíu, Svartfjallaland og Bosníu-Herzegóvínu inn í friðarsamstarf NATO. Þeir segjast sannfærðir um að ríkin þrjú geti lagt sitt af mörk- um til stöðugleika og öryggis á Balkanskaga en taka fram að þeir ætlist til þess að bæði Bosnía og Herzegóvína og Serbía sýni fullan vilja til samstarfs við Alþjóðaglæpadóm- stólinn. Upp á það hefur þótt vanta að stjórnvöld í lönd- unum geri sitt til að handsama eftirlýsta stríðsglæpamenn og leiðtogarnir segja að NATO muni fylgjast vandlega með aðgerðum ríkjanna í þessu sambandi. Innan NATO hefur verið deilt um hversu langt banda- lagið eigi að ganga í samstarfi við ýmis lýðræðisríki í fjar- lægum heimshlutum, sem tekið hafa þátt í aðgerðum NATO og óskað eftir nánari samskiptum við bandalagið. Þar á meðal eru til dæmis Japan, Nýja-Sjáland og Ástralía. Í lokayfirlýsingu fundarins er fastaráði bandalagsins falið ann sagði að enn- falla frá fyr- rmönnum NATO rdaga. Þá sagði kuldbinding af þó varla við Ís- rum NATO- „Það er ekki kar í Afganist- öldverðar okkar í sem mætti vinna, vinna. Mörg orseti Frakk- rtist hér í Morg- samráðshópi ekið á leiðtoga- ars vegna þess að mkvæmdastjóra ernig koma mætti gi Albaníu, Kró- ginu hrósað, jóðlegri frið- ið 2008 hyggst uppfylla staðla f mörkum til ör- væðinu,“ segir um sig í Afganistan » Jaap de Hoop Scheffer var kampa- kátur að geta lýst því yfir í fund- arlok að 25.000 manna hraðlið NATO, sem hefur verið í undirbúningi und- anfarin fjögur ár, væri nú klárt í slag- inn. „Það er meiriháttar árangur,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.