Morgunblaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 11
Kringlunni – sími 581 2300
JÓLAGJÖFIN
HANS
- Peysur
- Jakkapeysur
- Skyrtur
- Bindi
- Treflar
- Leðurjakkar
FORSETAEMBÆTTIÐ hefur engin viðbrögð sýnt við
greiðsluáskorun Sævars Péturssonar vegna óuppgerðra
reikninga við endurgerð Packard-forsetabíls Sveins
Björnssonar. Rétt er að leiðrétta að forsætisráðuneytið
hefur ekki fengið greiðsluáskorun, eins og stóð í frétt
blaðsins í gær, heldur forsetaembættið. Byggðist þetta á
röngum upplýsingum til blaðsins.
Uppgerður forsetabíllinn hefur staðið á verkstæði Sæv-
ars um tveggja ára skeið og er gætt af öryggisfyrirtæki,
en um er að ræða afar verðmætan safngrip í eigu Þjóð-
minjasafnsins sem hefur fengið greiðsluáskorun ásamt
forsetaembættinu og Bílgreinasambandinu. Að sögn
Sævars er það alrangt að bílnum hafi verið „hnoðað sam-
an“ við annan bíl af sömu gerð eins og formaður Bíl-
greinasambandsins hefur haldið fram.
„Þessir menn hafa aldrei komið að einu eða neinu í
þessu og eru að þvæla eintóma vitleysu,“ segir Sævar.
„Það var keyptur bíll til að nota varahluti úr en það var
ekkert af boddíinu notað úr honum.
Bílgreinasambandið átti að fylgjast með viðgerðinni og
kosin var sérstök nefnd til þess. Ég vildi sjá þessa nefnd.
Ég vissi hverjir voru kosnir í hana en síðan ekki söguna
meir. Þetta er nú allt eftirlitið.
Sævar segir að við endurgerð forsetabílsins hafi það
verið haft að leiðarljósi að hafa allt sem mest upprunalegt.
„Ég fékk ný bretti á bílinn að hluta til, allt upprunalega
varahluti. Ef það er ekki nóg fyrir þá [Bílgreinasamband-
ið], þá veit ég ekki hvernig á að gera hlutina.
Áhersla lögð á uppruna bílsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁRSFUNDUR Strætós bs. og Sam-
tök sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu skoruðu í gær á ríkisvaldið
að leggja sitt af mörkum til að bæta
rekstrarskilyrði almenningssam-
gangna og minnka álögur sem lagðar
eru á starfsemina.
Í ályktun Strætós og sveitarfélag-
anna er lögð áhersla á að kaupendur
almenningsvagna fái 2⁄3 hluta virðis-
aukaskatts vegna kaupa á nýjum
vögnum endurgreiddan á sama hátt
og kaupendur hópferðabíla fái. Leið-
réttingin verði afturvirk til ársins
2001 þegar lög um þetta tóku gildi.
Þá verði kostnaðarauki sem varð
vegna brottfalls þungaskatts og upp-
töku olíugjalds leiðréttur. Ráðist
verði í úrbætur á þeim þjóðvegum á
höfuðborgarsvæðinu sem strætis-
vagnar aka um, með það að mark-
miði að efla og auka forgang þeirra í
umferðinni. Loks styðji ríkisvaldið
almenningssamgöngur og er farið
fram á að styrkurinn nemi álögðum
virðisaukaskatti á starfsemina.
Ríkið bæti rekstrarskilyrði
almenningssamgangna
Morgunblaðið/ÞÖK